Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 33 Farið hefur fé betra Albert Guðmundsson sagðist ekki í nokkrum vafa um, að þessi fjárhagsáætlun borgarstjórnar- meirihluta vinstri manna ætti eftir að verða honum að falli og farið hefði fé betra. Handahófskennd ______vinnubrögð_________ Páll Gíslason (S) tók næst til máls og sagði, að undanfarið hefðu borgarbúar fengið að fylgjast með því hve geysilega handahófsleg vinnubrögðin hefðu farið við gerð þessarar fjárhagsáætlunar. Svo blint hefði verið unnið að mörgum málum, að erfitt væri að sjá samhengi í þessu, enda glundroði að byrja að að koma í ljós, þó'að ekki væri liðið ár síðan samstarfið hófst. Aldraða ___________fólkið___________ Þetta hefði byrjað með því að allar álögur á borgarbúa voru hækkaðar eins og leyfilegt hefði verið bæði á einstaklinga á og atvinnureksturinn. Þetta skapaði mestan vanda hjá öldruðu fólki sem ekki hefði tekjur, sem hækk- uðu með vísitölu. Mætti búast við að margir neyddust til að selja hús sín og flytjast á stofnanir hins opinbera fyrr en það annars hefði kosið. Atvinnuleysi Þá hefðu hinar gífurlegu álögur á atvinnureksturinn ennþá víð- tækari verkanir, því hætt væri við, að vegna skattaálaganna færu fyrirtæki að draga við sig að hefja nýjar framkvæmdir og af því gæti leitt versta bölið, — atvinnuleysi. Og borgarfulltrúar ættu að horf- ast í augu við það, að á þeim hvíldi sú ábyrgð að gera allt sem hægt væri til að hindra aukningu at- vinnuleysis. Hvergi á landinu gæti slík sveifla orðið stærri eða alvar- legri en hér í Reykjavík, ef hún færi af stað. í raun væri byggingariðnaðinum hættast við þessu og iðnaði tengdum honum. Nú hefði vinstri stjórnin íþyngt atvinnufyrirtækjum og byggingar- framkvæmdum þeirra allt frá því hún fæddist, en vinstri meirihlut- inn í borgarstjórn hefði ekki látið sitt eftir liggja með stórauknum álögum. Samhent __________stjórn__________ Páll Gíslason sagði, að glund- roðinn skini svo í gegnum þessa fjárhagsáætlun, að honum segði svo hugur um, að frekar mundi glundroðinn vaxa þegar á kjör- tímabilið liði og þá rættist sú spá, að meðferð fjármála væri erfið- asta verkefnið og aðeins gæti samhent stjórn leyst þau svo vel færi. Lýðskrum sjálfstæðismanna Björgvin Guðmundsson sagðist furða sig á málflutningi minni- hlutans, stefna sjálfstæðismanna væri hreint ekki ljós. Sjálfstæðis- flokkurinn væri á móti hækkun gjalda til borgarinnar og aukinni teknaöflun og á móti niðurskurði, stefnan væri því ruglingsleg. Hvað vildi Sjálfstæðisflokkurinn? Umsnúningur vinstri manna Magnús L. Sveinsson sagði, að núverandi meirihluti hefði sem minnihluti alltaf gagnrýnt sjálf- stæðismenn fyrir að framkvæma allt of lítið! Magnús sagði að skilja hefði mátt Kristján Benediktsson þannig, að þegar fyrrverandi meirihluti fór frá hefði átt að vera • Fela raunveru- leikann fyrir trúnaðarmönnum sínum, ráðum og nefndum • Á elleftu stundu hrópar meirihlutinn á hjálp • Allar álögur á borgarbúa hækkað- ar • Hafa látið ábend- ingar embættis- manna sem vind um eyru pjóta • Sjálfstæðismenn bjóðast til að taka fjárhags- áætlunina til endur- skoðunar hreint borð og sá dagur gæti komið í lífi borgarinnar, að öll vandamál væru leyst. Trúir Kristján Benediktsson því, að við næstu borgarstjórnarkosningar verði málum þannig háttað í borg- inni, að engin vandamál verði fyrir hendi? Ef málum yrði svo háttað þá væri ástæðulaust að kjósa nýja borgarstjórn svona yfirleitt. Málin væru nú ekki svona einföld. Magnús sagðist vilja leggja áherzlu á, að álögur vinstri manna væru hátt í tvo milljarða á borgar- búa umfram það sem sjálfstæðis- menn hefðu haft. Þetta væru nýjar álögur. Þrátt fyrir það væri um stórfelldari niðurskurð að ræða en nokkurn tíma áður. Versnandi _______fjárhagur____________ Birgir ísleifur Gunnarsson tók næst tii máls og sagði, að fjárhag- ur borgarinnar hefði snarast um á aðeins hálfs árs valdatímabili vinstri manna til hins verra. Nú eftir átta mánaða stjórn af hálfu vinstri flokka væri hrópað til sjálfstæðismanna jafnvel með grátstafinn í kverkunum, hvað viljið þið gera, þið hafið ekki komið með neinar tillögur? Birgir ísleifur sagði, að hér væri rangt farið með staðreyndir, sjálfstæðis- menn hefðu látið fara frá sér mjög ítarlega bókun þar sem fram kæmi hver væru gagnrýnisatriði á þessa fjárhagsáætlun. Loforð Birgir ísleifur Gunnarsson lýsti furðu sinni á, að Kristján Bene- diktsson hefði kveinkað sér undan gagnrýni sjálfstæðismanna á lítið samráð. En Kristjáni ætti að vera það ljóst, að sjálfstæðismenn hefðu ekki haldið uppi þessari gagnrýni ef vinstri menn hefðu ekki lofað þessu og síðan svikið það. Þegar borgarstjórnarmeiri- hlutinn á fyrsta fundi hefði til- kynnt um samstarf hefði hann lofað borgarbúum, að samráð yrði haft við starfsmenn. Það væru þessi svik sem sjálfstæðismenn vildu benda sérstaklega á. Sannleikurinn væri sá, að þegar hrópað væri til sjálfstæðismanna, hver væru ykkar úrræði?, vildu sjálfstæðismenn svara á eftirfar- andi hátt: „Við höfum stjórnað borginni í langan tíma, um árabil og þið sem skipið þennan meiri- hluta sátuð flestir í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Á síðasta kjörtímabili geisaði óðaverðbólga hér í landi, milli 30—50% á hverju ári. Þrátt fyrir það tókst okkur að stjórna fjármálum borgarinnar á þann hátt, að ekki væru hækkaðar álögur á borgarbúa, heldur væru notaðar sömu álagningarreglur. Þetta gerðum við með aðhaldi og sparnaði, ekki aðeins við samningu fjárhagsáætlunar, heldur með daglegu aðhaldi. Þetta gerðum við með því, að í stjórn borgarinnar var dagleg pólitísk forysta. Sú forysta er ekki fyrir hendi í dag. Það er alveg ljóst, að þremenning- arnir, sem raunverulega hafa með höndum hina raunverulegu póli- tísku stjórn, hafa ekki náð valdi á því að stjórna þessu daglega að- haldi sem þarf í slíku stórfyrir- tæki sem Reykjavíkurborg er.“ Borgarstjóri hefur ekki fengið nein völd eða neitt umboð til slíkrar stjórnunar. I öðru lagi bentu sjálfstæðismenn einnig á, að ástandið í fjármálum borgarinnar væri ekki eins slæmt og það er í dag ef sjálfstæðismenn hefðu verið áfram við stjórn. Það væru ótal mörg atriði í daglegri stjórnun, sem benda mætti á sem hefðu farið öðru vísi ef sjálfstæðismenn hefðu verið áfram við stjórn. Nefna mætti eitt dæmi. Ef tekið hefði verið á málefnum SVR á miðju sumri eins og embættis- menn hefðu þá bent á að þyrfti að gera þá væru málefni SVR ekki komin í það ástand, sem þau væru í. En menn yrðu að átta sig á einu. Pólitísk forysta fælist líka í því að fá fram hækkanir, en meirihlutinn hefði látið sem vind um eyru þjóta ábendingar embættismanna. Borgarstjórnarmeirihlutinn talaði hér eins og það væru ein- hver ópersónuleg öfl, sem hétu verðlagsnefnd og verðlagsráð sem bara ákvæðu þetta. En hvað væri það? Þetta væri bara pólitísk ákvörðun, „ákvörðun þeirra manna sem réðu í ríkisstjórninni, ykkar flokksbræðra, ykkar manna og þið hafið ekki haft uppi neina tilburði að reyna hafa áhrif á þá, eins og við gerðum. Á þennan hátt hafið þið glutrað niður hundruðum milljóna króna bæði á síðasta ári og þessu ári, sem ég er viss um að við hefðum náð hefðum við verið í forystu. Þannig að ég er sannfærður um það og veit það reyndar, að fjárhag borgarsjóðs væri á annan veg komið ef ekki hefði verið skipt um meirihluta." Það væri því út í hött, að borgarstjórnarmeirihlutinn komi nú til sjálfstæðismanna um hver okkar úrræði yrðu? „Þið lofuðuð borgarbúum ákveðinni málsmeð- ferð með fjárhagsáætlun og önnur mál, málsmeðferð sem þið hafið ekki staðið við í raun.“ Hver eru úrræðin? Kristján Benediktsson sagðist vilja fá að vita hver úrræðin væru sem sjálfstæðismenn hefðu til úrbóta í fjárhagsáætluninni. Tilboð sjálfstæðismanna Birgir ísleifur Gunnarsson sagði: „í tilefni af þessum orðum Kristjáns Benediktssonar vil ég gera honum tilboð. Ef borgarfull- trúinn er reiðubúinn til þess að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar hér og nú þá skulum við borgarfulltrúar Sj álfstæðisflokks- ins taka þessa fjárhagsáætlun til endurskoðunar en við viljum jafn- framt fá möguleika á því að framkvæma þá fjárhagsáætlun sem þá yrði samin." Borgarfulltrúar meirihlutans svöruðu ekki þessu tilboði. Fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1979 var síðan borin undir atkvæði og sátu sjálfstæðis- menn hjá, en greiddu atkvæði á móti í einstaka tilfellum eða sátu hjá og gerðu stutta grein fyrir atkvæðum sínum. Borgarfulltrúar meirihlutans samþykktu hins veg- ar fjárhagsáætlunina undan- tekningalaust. Lauk síðan fundi, eftir ellefu klukkstunda lotu enda klukkan að verða fjögur að morgni hins 16. febrúar. flauelsjakkar í &r&m litum. Stærdir S-M-L HAGKAUP Tísku- sýning Föstudag kl. 1 2.30— 13.30. Sýningin, sem verður i Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn- aðar og Hótels Loftleiða Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn- aðar, sem unnin er úr islenskum ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.