Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979
Kristín Jóhannesdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 17. ágúst 1895.
Dáin 22. febrúar 1979.
I dag er til moldar borin Kristín
Jóhannesdóttir Selásbletti 3,
Reykjavík en hún andaðist eftir
stutta sjúkdómslegu á Land-
spítalanum 22. febr. s.l. Kristín
var fædd 17. ágúst 1895 og hefði
því orðið 84 ára á þessu ári.
Árið 1919 giftist Kristín eftirlif-
andi manni sínum Filippusi
Guðmundss. múrarameistara og
hefðu þau því á þessu ári átt 60 ára
brúðkaupsafmæli. Það má með
sanni segja að á þessum 50 árum
hafi þau hjónin varla verið við-
skila einn einasta dag. Þau
eignuðust 7 börn, Helga sem
kvæntur er Sigríði Einarsd., Val
og Guðrúnu er bæði dóu ífrum-
bernsku, Huldu sem gift er Árna
Kjartanss., Pétur sem kvæntur er
Guðjónu Guðjónsd., Þórhallur
ókvæntur, og Þóru sem gift er
Þórmundi Sigurbjarnasyni. Auk
þess ólu þau upp eina stúlku
Þóreyju Sigurbjörnsd. Barnalán
þeirra hjóna var mikið og barna-
börn og barnabarnabörn orðinn
stór og mannvænlegur hópur.
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu
þau Kristín og Filippus við Lauga-
veginn en árið 1922 fluttust þau í
stórhýsi að Þórsgötu .19 sem
Filippus byggði. Árið 1944 fluttust
þau í nýbyggt hús sitt að Selás-
bletti 3. Stærð hússins og umsvif
báru merki athafnamannsins og
stórhugans Filippusar en er inn
var komið, duldist engum að þar
réð smekkvísi og mildi mikillar
húsmóður. Þau hjónin voru með
eindæmum gestrisin og þægileg
heim að sækja. Móttökurnar voru
ávallt jafn hlýlegar og á þann veg
að þeir er þeirra nutu mun seint
gleymast. Enda var heimili þeirra
ávallt opið fyrir gesti og gangandi
og á þeim árum er byggð í Selásn-
um var dreifð varð heimili þeirra
nokkurs konar miðstöð hverfisins.
Á þeim árum var til dæmis iðulega
messað í stofu þeirra hjóna en
hverfið tilheyrði þá Lágafells-
prestakalli.
Ég sem þessar línur rita átti því
láni að fagna að kynnast Kristínu
fyrir rúmum áratug. Ég hafði
mikið heyrt talað um þau hjónin
og mér er í fersku minní er ég leit
þessa glæsilegu konu fyrsta sinni.
Fundum okkar bar saman er verið
var að undirbúa stofnun kven;
félags í Selás og Árbæjarhverfi. I
mörg ár hafði Kristín unnið að
velgjörðarmálum og hlúð að
kirkjulegu starfi innan hverfisins
og stundum hefur verið haft á orði
að hún ein hafi unnið á við heilt
kvenfélag og ég efa ekki að það er
rétt. Hún hafði lengi alið þá von í
brjósti að með nýrri og aukinni
byggð í hverfinu yrði draumur
sinn um öflugt sóknarkvenfélag að
veruleika. Þessi fyrstu kynni mín
af Kristínu þróuðust síðar meir
upp í vináttu sem aldrei bar
skugga á og hafa verið mér mikill
og góður lærdómur. Það var bæði
mér og öðrum sem á þessum árum
unnum að uppbyggingu Kven-
félags Árbæjarsóknar ómetan-
legur styrkur í því að hafa við hlið
okkar þessa konu sem bjó yfir
reynslu langra lífdaga, víðsýni og
mannkærleika. Enda varð það svo
að þær urðu ófáar ferðirnar sem
farnar voru upp í Selás til skrafs
og ráðagerða og ekki hvað síst til
þess að sækja góð ráð og uppörvun
þegar eitthvað virtist vera að fara
úrskeiðis. Kristín gegndi fyrstu
árin varaformannsstarfi félagsins
og bæði þá og síðar gaf hún okkur
sem yngri vorum á árum ekkert
eftir í starfi nema síður væri. Hún
var síðar gerð að heiðursfélaga
Kvenfélags Árbæjarsóknar enda
sómi og stolt félagsins.
Kristín hafði óvenjulega sterkan
persónuleika til að bera, af henni
geislaði fíngerður kvenleiki en um
leið staðfesta og ákveðni sem ekki
fór framhjá neinum. Ég held að
kærleikur og umhyggjusemi fyrir
öllum samferðamönnum sínum
hafi verið einhver sterkasti
þátturinn í persónugerð hennar.
Ekkert aumt mátti hún vita og
mér er kunnugt um að margur
hefur þar notið gjafmildi hennar
og umhyggju og sjálfsagt hafa þar
notið mun fleiri en nokkur veit.
Kristín var mjög trúuð kona og
bar alla tíð mikla umhyggju fyrir
kirkju og safnaðarstarfi og þetta
starf sitt vann hún á þann hljóð-
láta hátt sem henni var lagið.
Ég votta eftirlifandi manni
hennar, börnum og öðrum
aðstandendum samúð mína og
fjölskyldu minnar.
Kristín átti sjálf þá ómetanlegu
sannfæringu að tilveru okkar væri
stjórnað af æðri máttarvöldum og
dauðinn væri aðeins tilfærsla á
annað tilverusvið. Bænir okkar
munu nú fylgja henni yfir fljótið
mikla að ströndinni hinum megin
þar sem ríkir eilíft vor, birta og
friður.
Margrét S. Einarsóttir.
Sœlir þeir, sem. hó^vœrt hjarta
hafa í líking freisarans.
Þeir, sem heizt með hógværð skarta,
hlutdeild fá f arfieifð hans.
Vald. Briem.
Þessar Ijóðlínur koma mér í hug,
þegar minningarnar af kynnum
mínum við elskulegan heiðurs-
félaga Kvenfélags Árbæjarsóknar,
frú Kristínar Jóhannesdóttur, rað-
ast upp hver af annarri. Allar
minna þær á góðvild Kristínar,
heiðarleika og allt það, sem til
góðs gat orðið bæði mönnum og
málefnum á hennar langa og
starfsama ævidegi.
Frú Kristín Jóhannesdóttir og
maður hennar Filippus Guð-
mundsson múrarameistari voru
með fyrstu íbúum Seláss- og Ár-
bæjarhverfis. Þau reistu sér og
börnum sínum myndarlegt íbúðar-
hús árið 1942, sem nú er Selás-
blettur 3, og hafa þau búið þar
fram á þennan dag.
Á þessum árum tilheyrði byggð-
arlag þetta Lágafellssókn, en árið
1954 verður Seláss- og Árbæjar-
hverfi sérstök sókn. Báðum þess-
um sóknum helgaði frú Kristín
krafta sína, svo sem henni var
frekast unnt. Það gladdi frú
Kristínu mjög, að hinn ungi Ár-
bæjarsöfnuður skyldi fá litlu
kirkjuna í Árbæ sem sóknar-
kirkju, er hún var vigð vorið 1961.
Var Kristín kosin í sóknarnefnd
það ár, og átti hún þar sæti til
hinzta dags.
Frú Kristín hafði lengi átt þá
ósk og von, að stofnað yrði kven-
félag í Árbæjarhverfi, sem þá vár
óðum að byggjast upp, og vann
hún að stofnun þess ásamt nokkr-
um framtaks- og áhugasömum
konum í hverfinu. Reyndar má
segja, að frú Kristín hafi áður í
langan tíma unnið á við gott
kvenfélag að safnaðarstörfum í
orðsins fyllstu merkingu.
Hinn 3. desember 1968 var
Kvenfélag Árbæjarsóknar stofnað.
Var frú Kristín kosin varaformað-
ur þess, og var hún í því starfi til
ársins 1971, en þá var hún kosin
heiðursfélagi þess.
Við sem höfum átt þess kost að
kynnast og starfa með þessari
elskulegu konu, ættum að hafa að
leiðarljósi þann heiðarleika, kær-
leika og göfuglyndi, sem hana
prýddi.
Við þökkum henni samfylgdina í
félaginu okkar þessi 10 ár, og við
minnumst hennar með djúpri virð-
ingu og þökk.
Við vottum eftirlifandi eigin-
manni og öðrum ástvinum innilega
samúð.
Blessuð sé minning hennar.
F.h. Kvenfélags
Árbæjarsóknar
Halldóra V. Steinsdóttir
Mig langar til að minnast
nokkrum orðum Kristínar
Jóhannesdóttur en hún var móðir
vinar míns. Ég kynntist Kristínu
fyrst þegar ég var unglingur, en ég
var tíður gestur á heimili hennar.
Allt hennar fas og framkoma
auðkenndist af hispursleysi og
látleysi og ég man alltaf hve
auðvelt henni var að ræða við
æskufólk um hin ólíkustu mál.
Undirtónninn í öllum þeim sam-
ræðum mótaðist af sanngirni og
samúð í garð náungans, ásamt
glöggskyggni fyrir réttum mál-
stað. Kristín var mjög gestrisin
kona, og' eru þau ekki fá kvöldin,
þegar ég var staddur á heimili
hennar að boðið var upp á kaffi
eða kvöldverð, eftir því hvernig á
stóð, en það var alltaf eins og að
setjast að veisluborði. Hún hafði
létta lund og glaðværa og var oft
kátt á hjalla við kaffiborðið. Ég
minnist Kristínar sem skapfastrar
konu með þroskaðan persónuleika,
mótaðan af íslenskri alþýðumenn-
ingu. Hún var rausnarleg í hjarta-
hlýju, hjálpfýsi og gestrisni og er
ég þakklátur fyrir þær minningar
frá æskuárum og síðar, sem tengd-
ar eru henni og heimili hennar.
Eiginmanni Kristínar, Filippusi
Guðmundssyni, byggingarmeist-
ara og afkomendum hennar sendi
ég hugheilar samúðarkveðjur.
Hinrik Thorarensen.
I dag fer fram útför minnar
elskulegu tengdamóður Kristínar
Jóhannesdóttir, sem lést 22.
febrúar síðastliðinn eftir stutta en
erfiða sjúkdómslegu á sjúkrahúsi.
Þegar hún er nú kvödd þá langar
mig að minnast hennar með
nokkrum fátæklegum orðum.
Okkar fyrstu kynni hófust með
þeim hætti að Rut bróðurdóttir
hennar varð vinkona mín þegar
við vorum samtímis í Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1936, en hún
var þá til heimilis hjá Kristínu
frænku sinni á Þórsgötu 19. Ég fór
oft með henni heim á Þórsgötu,
ekki síst fyrir það hve gaman var
að koma á það hlýlega heimili. Þar
mætti mér alltaf vinsemd og
hlýleiki Kristínar, sem hún sýndi
mér alltaf sem og öllum er um-
gengust hana. Þótti mér vænst að
eignast hana að tengdamóður,
þegar við Helgi sonur hennar
gengum í hjónaband.
Þegar nánir vinir hverfa sjónum
okkar yfir á svið eilífðarinnar
hrannast endurminningarnar upp
í huga manns. í fáum kveðjuorðum
verður ekki hægt að minnast nema
á lítið eitt sem á hugann sækir.
Fyrst kemur í huga minn hin ríka
tilhneiging Kristínar í að koma
sem mest til móts við þá sem
þurftu samúðar og aðhlynningar
við.
Þá vil ég minnast barnelsku
hennar, en hann er stór barna-
hópurinn sem nú syrgir ömmu,
langömmu og langalangömmu. Nú
geta litlu börnin ekki lengur komið
til hennar en minningin um elsku-
lega ömmu verður ekki frá þeim
tekin.
Nú snýst hugur minn um hennar
elskulega eiginmann og tengda-
föður minn, að hann nú í hárri elli
fái guðlegan styrk til að sætta sig
við hinn mikla missi sem hann
hefir orðið fyrir við fráfall hennar.
Megi friður guðs, sem æðri er
öllum skilningi fylgja Kristínu
yfir á lönd eilífðarinnar handan
við gröf og dauða.
Hafi hún þökk fyrir allt.
Sigriður Einarsdóttir.
Göfug og elskuð kona er gengin.
Einhvern veginn vonuðum við að
hún færi ekki frá okkur strax. Hún
hafði barist svo ötullega því hún
ætlaði sér ekki að yfirgefa mann-
inn sem hún hafði fylgt í 60 ár. En
enginn fær flúið örlög sín.
í kvæðinu Skapfestukona eftir
Jakob Thorarensen standa þessar
línur.
„Hennar aðall háttur prúður,
hugðir stilltar, orðin mild,
alls staðar og ávallt brúður,
einatt vor í hennar fylgd.“
Þeir eru lánsamir sem fengu að
kynnast Kristínu Jóhannesdóttur,
því hennar háttur var að umgang-
ast alla með blíðu og ástúð hvort
heldur þeir voru sterkir eða veikir,
en eins og slíkum er gjarnt mátti
hún ekkert aumt sjá og mörg voru
verkin hennar fyrir sjúka og þjáða
í gegnum árin.
Kristín Jóhannesdóttir fæddist
17. ágúst 1895 í Stykkishólmi.
Foreldrar hennar voru Guðbjörg
Jónsdóttir og Jóhannes Einarsson
sjómaður að Ási. Hún ólst upp í
stórum systkinahópi, þau voru 13
og var hún næst elst. Eins og oft
var á svo barnmörgum heimilum
var mikil fátækt heima hjá
Kristínu og kynntist hún því hinni
hörðu lífsbaráttu strax á unga
aldri. Vegna þessa fór Kristín 7
ára í fóstur til móðursystur sinnar
Jófríðar Jónsdóttur og manns
hennar Guðmundar Guðmunds-
sonar útvegsbónda á Rifi.
Strangleiki var mikill á heimili
þeirra hjóna og lærðu allir vel til
verka og hafa ár Kristínar á Rifi
eflaust mótað hana æði mikið, því
„vart hún sleppir úfnu orði
aldrei sést hún drembileg,
samt í geði gnógur forði
göfugs þótta á margan veg.“
Á Rifi dvaldist Kristín til 14 ára
aldurs en hvarf þá aftur í „Hólm-
inn“. Ekki naut hún mikillar
skólagöngu, einn vetur var hún í
skóla, en Guðmundur á Rifi kenndi
henni í þess stað að lesa, reikna og
skrifa.
Næstu árin dvaldist hún og
starfaði í Stykkishólmi. Ekki var
mikið um vinnu og er hætt við að
mörgum unglingnum á æskuslóð-
um hennar brygði við ef þeim
byðist jafn stopul vinna og þegar
hún gekk þar til verka. En það
lýsir vel skapgerðareinkennum
hennar að ætíð brosti hún þegar
hún sagði frá vinnu sinni þar fyrir
vestan hvort heldur það var við að
bera kol upp úr skipi eða vaska
fisk.
En gæfuhjólið snerist henni í
hag.
Árið 1914 réðst Kristín í vist til
frú Áslaugar og séra Bjarna Jóns-
sonar dómkirkjuprests. Var hún
hjá þeim í tvö og hálft ár, en þá
vantaði séra Friðrik Friðriksson
starfsstúlku og réðst hún til hans
að Amtmannsstíg 2B.
Um leið og Kristín fluttist til
Reykjavíkur kynntist hún þeim
félagsskap sem hafði meiri áhrif á
hana en nokkur félagsskapur
annar, en það var KFUM og K og
var hún alla daga síðan félagi í
KFUK. Trúin á frelsarann var
henni þýðingarmikil og studdi
hana á erfiðum stundum.
Á Amtmannsstíginn kom, eins
og gefur að skilja, mikið af táp-
miklum ungum mönnum. Þeirra á
meðal var sá er hreif Kristínu með
sér.
Skömmu áður en Kristín réðst
til séra Friðriks kynntist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Filippusi Guðmundssyni. I heilagt
hjónaband gengu þau 23. maí 1919
og hefðu þau því átt 60 ára
brúðkaupsafmæli í vor.
Fyrsta heimili þeirra var í lítilli
íbúð að Laugavegi 27 og þar
fæddist frumburðurinn. Árið eftir
byrjaði Filippus, sem varð mikil-
virkur múrarameistari hér í borg,
að byggja húsið sem varð heimili
þeirra næstu 20 árin, þ.e. Þórsgötu
19, fyrst eina hæð en síðan tvær
hæðir og ris ofan á.
Eins og lætur að líkum var
mikill gestagangur á Þórsgötunni.
Filippus hafði marga menn í vinnu
og allir voru í fæði hjá Kristínu og
var oftast svo þröngt við matar-
borðið að elsti sonurinn mátti
standa við það og átti hann sinn
fasta stað á horninu hjá pabba
sínum. Margir urðu næturgestirn-
ir, ættingjar og kunningjar sem
fengu að hvíla lúin bein.
Á Þórsgötunni áttu þau sínar
gleðistundir, en sorgin kvaddi þar
líka dyra. Alls eignuðust þau 7
börn. Helgi fæddist 1919 á Lauga-
veginum, en hin 6 á Þórsgötunni.
Guðrúnu fædda 1921 og Val fædd-
an 1922 misstu þau bæði aðeins
sólarhrings gömul, Hulda Guðrún
fædd 1924, Pétur 1926, Þórhall
1930 og Þóru 1935. Þá tóku þau
eina fósturdóttur, Þóreyju Sigur-
björnsdóttur fædda 1935. Öll gift-
ust þau og kvæntust. Helgi Sigríði
Einarsdóttur, Hulda Arna
Kjartanssyni, Pétur Guðjónu
Guðjónsdóttur, Þórhallur Hansínu
Elíasdóttur, en þau slitu samvist-
um, Þóra Þórmundi Sigurbjarna-
syni og Þórey Birgi Ágústssyni, en
þau slitu samvistum. Samtals eiga
þau Kristín og Filippus 23 barna-
börn, 22 barnabarnabörn og 1
barnabarnabarnabarn.
Á Þórsgötu 19 bjuggu þau til
1940, en þá flytjast þau í sumarhús
uppi í Selási, sem Filippus byggði
1932. 1933 hafði hann keypt stórt
land þar efra og hóf hann nú að
byggja húsið sem átti eftir að hýsa
síðasta heimili Kristínar. í árs-
byrjun 1944 flytjast þau inn í
„stóra hvíta húsið í Selásnum", en
þannig er það enn auðkennt, þó nú
sé farið að byggja ámóta stór hús
rétt hjá því.
Þó að heimilið hefði nú verið
flutt þangað sem kallaðist sveit þá
minnkaði ekki umgangurinn. Þar
varð símstöð og pósthús og af því
nokkur erill. Þar átti einnig sér
stað þáttur í söguþróun, sem ef til
vill verður skráður síðar.
Krakkarnir voru nefnilega öll
gripin flugu og fluga þessi var
sviflug og eru þeir Helgi og
Þórhallur einhverjir snjöllustu
svifflugmenn sem Islendingar
hafa átt.
Miðstöð svifflugsins varð á
Sandskeiði, en fyrst var komið við
í Selásnum hjá Kristínu og var oft
hellt upp á könnuna af því tilefni
og hef ég sem þetta rita heyrt
Kristínu kallaða ömmu svifflugs-
ins hér á landi svo mikið lagði hún
á sig vegna þessa áhugafólks.
Allar götur síðan hefur verið
mikill umgangur í Selásnum.
Börnin og barnabörn hafa búið þar
og bræðurnir ráku í sameiningu
fyrirtækið Flugmó og enn eru þeir
Helgi og Pétur með fyrirtæki þar,
þó sjálfstæðir séu í dag. Vegna
þessa hafa barnabörnin og barna-
barnabörnin mikið komið í
Selásinn og hændust þau öll að
ömmu og langömmu, því að alltaf
tók hún brosandi á móti þeim.
Eigi rek ég hér hið óeigingjarna
starf hennar fyrir kirkjuna í
hverfinu eða kvenfélagið, sem hún
átti þátt í að stofna, það munu
aðrir gera, en eitt er víst að öllum
kirkjum landsins og félögum væri
fengur að slíkum sjálfboðaliða.
Ekki er gott að segja hvort eða
hvenær Kristín fann fyrir sjúk-
dómi þeim sem leiddi hana til
dauða. Hún harkaði slíkt af sér.
Að vísu fundu hennar nánustu að
hún var á stundum eins og sagt er
ónóg sjálfri sér en ekki meir. Hinn
alvarlegi sjúkdómur kom í ljós á
síðastliðnu* ári og reyndist hann
hafa búið lengi um sig.
í ágúst 1977 dundi ógæfan yfir,
Filippus veiktist alvarlega, en
hann hafði aldrei kennt sér
nokkurs meins. Var hann frá þeim
degi næstum algjörlega háður
sinni elskuðu eiginkonu enda er
harmur hans mikill við fráfall
hennar. Það var því von Kristínar
að ekki yrði fyrst kallað á hana.
Sjúkrahúslega Kristínar varð
ekki löng. 1. febrúar var hún lögð
inn til rannsóknar. í ljós kom að
hún varð að gangast undir upp-
skurð sem keppnaðist mjög vel. En
umfang aðgerðarinnar reyndist