Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 37

Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 37 hjarta hennar ofviða. Hún andaðist fimmtudaginn 22. s.l. snemma morguns. Fráfall Kristínar skapar undar- legt tóm sem erfitt er að sætta sig við, eins og alltaf þegar sláttu- maðurinn mikli sækir sitt. Litla syni mínum finnst skrítið að lang- amma skuli ekki koma heim af spítalanum, því að honum finnst hún eiga að vera hjá langafa í Selásnum og sendir hann kveðjur sínar. Einnig þakka ég hve vel hún tók mér er ég kom í fjölskylduna fyrir nokkrum árum. Góðan Guð bið ég styrkja harmi sleginn eiginmann, börn og ætt- ingja. Blessuð sé minning hennar. Skúli Möller. Kveðja frá sóknarnefnd Arbæjarsafnaðar. I dag verður til moldar borin Kristín Jóhannesdóttir Selásbletti 3 í Árbæjarhverfi. Kristín og Filippus maður henn- ar voru með fyrstu frumbyggjum Árbæjarhverfis. Lengi vel voru aðeins nokkur hús á stangli á þessu svæði og húsið þeirra á Selásbletti 3 þeirra langstærst. Á árunum eftir 1960 breyttist þessi fámenna byggð í það að vera stór byggðakjarni með um 5000 íbúa. íbúar Seláss tilheyrðu Lága- fellssöfnuði í Mosfellsprestakalli og presturinn sat á Mosfelli. Kom það því í hans hlut að annast öll prestsverk fyrir þetta fólk. Það var engin tilviljun að Kristín og Filippus höfðu snemma afskipti af málefnum kirkjunnar því að áhugi þeirra var einlægur fyrir öllu hennar starfi. Það kom því oft fyrir að messað var á heimili þeirra. Það var heldur engin tilviljun að Kristín var kosin í fyrstu sóknar- nefnd Árbæjarsafnaðar. Sat hún í sóknarnefndinni til dauðadags. Með þessum fáu orðum skulu henni þökkuð öll hennar störf í þágu Árbæjarsafnaðar. Allt þangað til Safnaðarheimilið var vígt á s.l. ári, fóru sóknar- nefndarfundir fram á heimilum nefndarmanna. Það var ævinlega tilhlökkunarefni að mæta á fundi á heimili Kristínar. Þar var tekið á móti gestum með miklum myndar- brag. Það var ekki hægt að merkja það að hún væri orðin aldin að árum, því að allt sem hún bar fram hafði hún sjálf bakað og fáir tóku henni fram í þeim efnum og unun var að sjá kaffiborðið hennar og líkast því sem hefðarkona hefði höndum um farið. Ótalið er það starf sem hún innti af höndum fyrir hverja guðsþjónustu. Hún sá um blóm og kerti á altari á meðan heilsan entist, að ógleymdum ýmsum gjöf- um sem þau hjón létu af hendi rakna, sem Árbæjarsöfnuður mun búa að um ókomna framtíð. Það er sóknarnefndinni ljúft að bera fram þakklæti til Kristínar Jóhannesdóttur á útfarardegi hennar fyrir hennar einlæga áhuga og óeigingjarna starf um leið og við vottum Filipusi manni hennar og öðrum aðstandendum innilega samúð Sóknarnefnd Árbæjarsafnaðar. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hiiðstætt með gieinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhiii. Haraldur Eyjólfsson frá Gautsdal: I>eir eru þá svona á lit- inn, heilagir englar 111 var hans fyrsta ganga, var sagt um einn fornkappann hér áður fyrr. Hörð Grímkelsson. segja má Eitthvað líkt um núver- andi ríkisstjórn. Ég varð undrandi í vetur er mér var tilkynnt að það væri komin aukaskattur á mig frá ríkinu. Ég var á sjúkrahúsinu á Landakoti, er mér barst þessi fregn. Mér varð að orði, „þeir eru þá svona á litinn, heilagir englar. Skattleggja gamla fólkið tvisvar á sama árinu". Svona vitleysa er einsdæmi hér á landi. Ég þori að fullyrða að svona frumhlaup hefðu aldrei hent síðustu ríkisstjórn. Ég las það í Morgunblaðinu í vetur þegar aukaskatturinn var á ferð- inni að gömul kona þurfti að borga níutíuþúsund krónur í aukaskatt, er stafaði af því að húsið hennar stóð á svo dýrri lóð. Það er dýrt grjótið í henni Reykjavík, Ingólfur hefur sloppið betur á sínum tíma. Þessir stjórnarherrar létu í veðri vaka, að þessi aukaskattur mundi einvörðungu lenda á bröskurum og jæim sem stela undan skatti. Eg efast um að þessir herramenn hafi taláð um þetta á framboðsfundum síðast liðið vor, að þeir ætluðu að fara þessa leið og ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur. Það hefur aldrei þótt karlmannlegt. Satt að segja hélt ég að búið væri að taka nóg af þessu eldra fólki, með því að láta það aldrei hafa raunvexti af innistæðum sínum. Ég spurði bankastjóra að því, hverjir það væru sem legðu fé í banka. Hann sagði það væri aðallega eldra fólk og börn. Þetta er fólkið sem leggur fram féð til uppbyggingar þjóðfélagsins, og bókstaflega samt er verið að hegna þessu fólki fyrir að leggja fé til hliðar. Vilmundur Gylfason er alveg á réttri línu í vaxtamálum, hann segir að það eigi að vera raun- vextir. Það er hárrétt. Ég heyrði til hans og Lúðvíks Jósepssonar í Kastljósi í vetur, þar hafði Vilmundur algera yfirburði, enda fór hann með rétt mál. Lúðvik sagði að vísu í öðru orðinu að raunvextir ættu rétt á sér, en samt sem áður var hann á móti þeim. Sigurvegararnir í síðustu alþingiskosningum voru lengi tregir til að taka þátt í myndun ríkisstjórnar. Auðvitað fylgir vandi vegsemd hverri. Vinstri menn vissu um örðugleika í efna- hags- og skuldamálum. Þeir búast við einhverri tíkargjólu á þessari leið sem framundan er, sem ekki er ólíklegt að verði. Það fer vel á því að Alþýðuflokksmenn og Alþýðubandalagsmenn fái að spreyta sig á því að glima við efnahagsvandann. Það er fyrst og fremst þessum flokkum að kenna hvernig þessi mál líta út í dag, þó sólstöðusamningarnir slægju allt í gegn með vitleysuna. 60% kaup- hækkun á einu ári, hefðu hvergi gengið að í heiminum. Viðsemjendur launaflokkana helda því fram að ríkisstjórnin hafi skrifað undir samningana og svikið þá síðan. Þetta urðu þeir að gera til þess að koma atvinnuhjól- inu af stað. Ég get fullyrt það, að þetta var ekki gert af illvilja heldur illri nauðsyn. Upp úr þessu öllu saman finnav stjórnarand- stæðingar upp orðið kaupráns- samningar, þetta ljóta orð hefur áreiðanlega gefið sigurflokkunum mörg atkvæði. Nú er eftir að sjá hvernig þeim gengur að standa við sín stóru orð. Fráfarandi ríkisstjórn gerði margt gott meðan hún var við völd, hun kom fram stærsta máli sem verið hefur uppi um áratuga skeið og á ég það við landhelgis- málið. Lífsafkoma þjóðarinnar byggðist algerlega á því hvernig þessu máli reiddi af. Einnig má Haraldur Eyjólfsson benda á að atvinna hefur aldrei verið blómlegri en á árum síðustu ríkisstjórnar. Aftur er verra með skuldamálin, þau er komin í mikil óefni og vandi verður fram úr þeim að ráða. Nú spyr ég, hvernig ætlar þjóðin að taka á móti stórkostlegum náttúruhamförum. sem alltaf má búast við í þessu landi, svo sem jarðskjálftum, eldgosum, hafís og stórharðindum. Og þjóðin komin á bólakaf í skuldafen. Mínar tillögur eru þær, að þjóðin fari að losa sig við skuldirnar og berja niður verðbólguna, og fari að lifa sem frjálsir menn. Ég hef hvað eftir annað mynnt á þrettándu öldina, á fundum norður á Blönduósi, og ítreka það hér. I henni var bæði gull og grjót. Það var þá sem valdhafarnir afhentu þjóðina undir erlendan konung. Það tók okkur hvorki meira né minna en sjö aldir að endurheimta sjálfstæði okkar. En vegna þess að ég nefni hér bæði gull og grjót, vil ég minna á að þrettánda öldin er gullöld okkar Islendinga, þá voru fornritin skrifuð. Þjóðinni leið illa undir erlendu valdi, svo var nærri henni gengið að farið var að tala um að flytja hana suður á Jótlandsheiðar Én sem betur fór varð ekki af því. Þetta dæmi hér að ofan sýnir hverníg fer, þegar illa er stjórnað. Það er mikið talað um hækkandi verð á olíu og minkandi þorsk, þetta fer illa saman. Það er ákaf- lega auðvelt að mæta olíuhækkun- inni ef vel er á haldið, leiðin sem verður að fara er sú að skera niður innflutning á vörum sam við höf- um ekki Hot fyrir, svo sem bíla sem þegar eru orðnir allt of margir í landinu. Eins má nefna skip sem enginn not er fyrir, þegar ekki er til fiskur fyrir þau skip sem þegar eru til í landinu. Með þorskinn er aftur verra, honum fer fækkandi í sjónum en fer aftur óþægilega fjölgandi á landi. Hér þarf að snúa dæminu við, fjölga þorski í sjó en fækka í landi. Eitthvað hefur verið til af landþorski í tíð Páls Ólafs- sinar, hann orti þannig: bað er ekkl þorsk að fá. í þessum firði. Þurru landi eru þeir á, en einskins virði. Út, úr þessu efnahagsöngþveiti komumst við aldrei, nema þeð einu móti, og það er að eyða minna en aflað er. Það eru margir ríkir menn í þessu landi, menn sem heimta öll iífsins þægindi t.d. heimta bíla á tveggja til þriggja ára fresti. Þetta eru ekki mennirn- ir sem skapa verðmætin. I flestum tilvikum eru þeir dandeyður og alætur þjóðfélagsins. Aftur á móti eru það bændur, verkamenn og sjómenn sem skapa verðmætin, en eru samt lægst launuðustu stéttirnar í landinu. Að síðustu þetta. Það er spurn- ing til Ólafs Jóhannessonar. Hvernig er hægt að lækka verð- bólgu, á meðan svo stendur að hækkanir dynja yfir fólkið nær daglega á flestum sviðum? Kaup- hækkanir nýafstaðnar. Haraldur Eyjólfsson frá Gaulsdal. Hún byrjar í dag Stórútsalan á allskonar ullarefnum, s.s. Gardínuefnum Áklæöum Ábreiöum Pilsefnum Kápuefnum Úlpuefnum ofl. fataefnum Einnig gólfteppabútar og mottur Allt á ótrúlega lágu verði ALAFOSS H/F Áklæða- og gólfteppadeild Vesturgötu 2, símar 22090 og 22091

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.