Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 39

Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 sem áður. Hann lauk störfum kl. 20.00 kvöldið áður en hann lést. Með^ Georg er genginn ötull samherji og góður drengur, sem læknar Landspítalans minnast með söknuði. Við vottum fjöl- skyldu hans dýpstu samúð. Læknaráð Landspítalans og Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg. Georg Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna varð bráðkvaddur að heimili sínu hinn 20. febrúar aðeins 65 ára að aldri, því að hann var fæddur 25. apríl 1913. Aðrir munu verða til að rita um persónulega hagi Georgs og félags- málastarf hans, en í þessum fáu línum vil ég minnast þess starfs, sem varð hans raunverulega ævi- starf og það er að vinna að uppbyggingu ríkissjúkrahúsanna. Georg hóf störf á skrifstofu ríkisspítalanna í janúar 1936 og hafði því starfað að spítalamálum ríkisins, í rúmlega 43 ár er hann lést. Hann var gjaldkeri ríkisspít- alanna á tímabilinu 1937 til 1946, þá fulltrúi og framkvæmdastjóri frá apríl 1953 og hafði því séð um framkvæmdastjórn ríkisspítal- anna rúmlega aldarfjórðung. Ég, sem þessar línur rita, þekkti ekki Georg af starfi sínu nema mjög stuttan tíma þessa gífurlega langa starfsdags. Leiðir okkar lágu saman í starfi þegar heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið var stofnað á árinu 1970 og þó einkum eftir að ég tók við formennsku í stjórnarnefnd ríkis- spítalanna í ársbyrjun 1974. Vissulega hafði ég heyrt Georgs getið fyrir þann tíma og að góðu einu sem einhvers samviskusam- asta starfsmanns í þjónustu ríkis- ins í stofnun, sem hafði umleikis mikið fé og vaxandi umsvif. Þegar litið er yfir starfsdag Georgs Lúðvíkssonar, þá verður manni allt í einu ljóst, að hann hefur á starfsferli sínum upplifað í raun þá gífurlegu breytingu, sem hefur orðið á heilbrigðisþjónustu og þá spítalaþjónustu sérstaklega, frá því að gamli Landspítalinn var aðalsjúkrahús ríkisins með sínum tveim legudeildum og til þeirra margháttuðu starfsemi, sem nú er unnin á öllum heilbrigðisstofnun- um ríkisins. Þegar menn upplifa breytingar, þá verða þeir þeirra ekki eins varir og enginn, sem starfaði með Georg Lúðvíkssyni hefði getáð látið sér detta í hug að hann yrði með úrtölur um breytingar og bætta aðstöðu, því að þrátt fyrir langan starfsdag varð aldrei vart hjá honum þeirrar íhaldssemi, sem stundum einkennir menn þegar þeir fullorðnast. Það kom af sjálfu sér að Georg var tengdur öllum byggingamálum og breytingum á Landspítala frá fyrstu tíð og hann upplifði það að sjá nýbyggingar rísa eina af ann- arri og verða teknar í not, en hann upplifði það einnig að hvað sem framkvæmdum leið og hversu vel sem að þeim var staðið þá reyndist þörfin alltaf meiri en fjármagnið leyfði. Georg var ritari bygginganefnd- ar Landspítalans frá 1960 og þar til sérstök bygginganefnd Land- spítala var lögð niður en bygginga- málum komið fyrir sem samvinnu- málum milli menntamálaráðu- neytis og heilbrigðisráðuneytis. í þessu starfi öðlaðist Georg víð- tæká og verðmæta reynslu í sam- bandi við allt sem að nýbyggingum sjúkrahúsa laut, búnaði þeirra og tæknivæðingu og munu fáir hafa staðið honum á sporði í þeirri þekkingu. Þó starfsemi á Landspítala væri ávallt sú viðamesta á ríkisspítöl- um, þá fór ekki hjá því að Georg tengdist annarri starfsemi ríkis- spítala svo sem á Kleppi og Vífils- stöðum og í hans stjórnartíð var bæði byggt nýtt og gamalt endur- nýjað á þessum spítölum báðum og hann upplifði það að þeir breyttu að verulegu leyti um svip. Gamli Kleppsspítalinn breytti um svip frá því að vera vistunarhæli fyrir geðsjúka í það að vera nýtískuleg- ur spítali að öllu öðru leyti en hvað byggingum viðkom. Sama máli má segja um Vífilsstaðaspítala, sem breyttist úr því að vera gífurlega stórt berklahæli í nýtískulegan og tiltölulega lítinn spítala í nánum tengslum við Landspítala. Það sem hér hefur verið talið hefði verið nægilegt verkefni fyrir einn stjórnanda að sjá um en fleira kom til og ég hef alltaf litið þannig á að Georg hafi sjálfur átt sér sérstakt áhugamál og það var uppbygging Kópavogshælis. Öll starfsemi Kópavogshælisins var byggð upp á starfstíma Georgs hjá ríkisspítölum og hann átti meiri þátt í þeirri uppbyggingu en nokk- ur annar. Hann hefur verið for- maður bygginganefndar hælisins samfellt frá 1958 og átti meiri þátt í því en flestir aðrir að móta það fyrirkomulag, sem þar var tekið upp, um fyrirkomulag deilda og byggingu aðstöðu. Vissulega lifði hann það ekki að sjá þær stjórnun- arbyggingar rísa, sem voru næsta verkefni á dagsskrá bygginga- nefndar, en honum auðnaðist í byrjun þessa árs að senda frá bygginganefnd greinargerð um áframhaldandi uppbyggingu Kópavogshælisins til félagsmála- ráðherra svo að hann gæti tekið afstöðu til áframhaldandi styrkja úr Styrktarsjóði vangefinna til þessarar byggingar. Ekki voru áformin um að fjölga vistmönnum á þessum stað heldur að bæta aðstöðu og auka mögu- leika á því að gera þeim, sem þarna dveljast lífið bærilegt. Það hafa margir lagt hönd á plóginn við uppbyggingu heil- brigðismálanna íslensku undan- farna áratugi, en starf manns eins og Georgs Lúðvíkssonar, sem eyddi allri ævi sinni í að byggja upp starfsemi ríkisspítalanna og sjá um að þeir gætu starfað frá degi til dags, er ómetanleg og íslensk heilbrigðisyfirvöld geta ekki fullþakkað. Ég þakka Georg Lúðvíkssyni fyrir samvinnu um stjórn ríkis- spítalanna og ég get með góðri samvisku sagt að aldrei bar neinn skugga á þá samvinnu. Ég mat mikils þekkingu Georgs og ráð- leggingar og nú er skarð fyrir skildi þegar hann er fallinn frá. En tímans hjól heldur áfram að snúast og það hefði ekki verið í anda Georgs að láta merkið falla. Við sem vinnum að stjóro ríkis- spítalanna munum áfram gera það í sama anda og Georg Lúðvíksson vann þessum stofnunum um ára- tuga skeið. Ég bið Guð að blessa Guðlaugu og börnin og bið hann að veita þeim styrk. Páll Sigurðsson. Við andlát Georgs Lúðvíkssonar á Landsspítalinn á bak að sjá góðum og traustum stjórnanda, sem vildi hag spítalans sem mest- an og bestan á öllum sviðum. Vegna meðfæddrar prúð- mmennsku og kurteisi, sem af bar, var ætíð vel hlustað af starfs- mönnum og stjórnendum spítalans á ráðleggingar hans um málefni spítalans. Við þessar góðu lyndis- einkunnir bættist sérlega vin- gjarnleg framkoma, svo að auðvelt var fyrir alla að leita til hans með vandkvæði sín. Ég þykist tala hér af nokkurri reynslu, þar eð ég er elzti starfandi læknir Landsspítal- ans. Fundum okkar Georgs bar fyrst saman, er hann réðist sem skrif- stofumaður við Landsspítalann 1936, en ég vann þar þá sem læknanemi. Síðustu '39 árin höfum við eðlilega haft náin smskipti, hann mest allan þennan tíma framkvæmdastjóri og ég yfirlækn- ir lyflæknisdeildar. Á fyrri árum voru tengsl starfsfólks á hinum ýmsu sviðum spítalastarfseminnar miklu nánari, en nú er orðið, fyrst og fremst vegna fámennis. Sam- starf okkar Georgs var ekki aðeins mikið vegna stjórnunar starfa lyflæknisdeildar heldur ekki síður vegna ýmis konar nefndarstarfa á vegum Landsspítalans. Rís þar hæst margra ára sameiginleg seta okkar í „Byggingarnefnd Land- sspítalans", sem lauk störfum 1973, þegar lögð hafði verið fram „byggingaráætlun Landsspítal- ans“, sem kennd er við breska arkitektafélagið Weeks og félaga. Á þessum árum kom oft til hvassra umræðna um málefni spítalans og sitt sýndist hverjum, eins og gengur. Það sem mér er hvað minnisstæðast er, hve Georg Lúðvíksson var laus við öll gífur- yrði í snörpum viðræðum, hélt sinni meðfæddu kurteisi, en kom þó allt að einu skoðunum sínum vel til skila. Við sem þekktum hann, vissum að hann var skap- maður að eðlisfari, en hafði tamið sér skapstillingu, en slíkt verður ekki gjört nema með miklum innri átökum, og reynir það manninn mjög. Starf Georgs heitins var eins og að líkum lætur erilsamt, erfitt og vanþakklátt. Rekstur Landsspítal- ans hefur aukist mest allra spítala ár frá ári og engan spítala, eins og í pottinn er búið í okkar þjóðfélagi, er hægt að reka nema með tapi, enda ekki vel rekinn heilbrigðis- lega og heilsufarslega séð nema svo sé. I þessum málum háði Georg marga erfiða hildi. Skal ekki fjölyrt um það. Rekstur Land- sspítalans hefur orðið bitbein ýmsra. Mér segir svo hugur um, að þegar öll kurl komi þar til grafar, sé rekstur Landaspítalans vel sam- bærilegur við rekstur annarra sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu, og megi því Georg sem aðalstjórn- andi Landsspítalans vel við una. Georg Lúðvíksson var mikill starfsmaður og ósérplæginn, var óspar á að taka að sér ýmis aukastörf, sem hann hefði getað fengið aðra til að framkvæma. Hann varð fyrir alvarlegu hjarta- áfalli fyrir nokkrum árum, en eftirstöðvar þess munu hafa leitt til ótímabærs andláts hans, og bað ég hann að taka sér hvíld frá störfum um tíma. Úr því varð þó ekki af ýmsum ástæðum. Annað verður því ekki sagt um Georg Lúðvíksson, en hann hafi staðið á verðinum meðan stætt var. Hann var kvæntur Guðlaugu Láru Jónsdóttur. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll hafa lokið háskólaprófi. Er því skerfur þeirra hjóna til þjóðfélagsins myndarleg- ur. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Georgi Lúðvíkssyni látnum alla ljúfmennsku og sanngirni í störfum, svo og alla hjálpsemi og vinsemd. Við sendum eiginkonu hans og börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Sigurður Samúelsson. ÞANN 20. febrúar s.l. andaðist Georg Lúðvíksson, langt fyrir aldur fram. Georg var einn ötulasti og dugmesti félagi í Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Rétt rösklega tvítugur að aldri fluttist Georg frá Norðfirði til Reykjavíkur og árið 1936 gerðist hann félagi í K.R. Atvikaðist það þannig, að hann gaf sig fram til sjálfboðaliðsstarfa til að bera timbur upp í Skálafell, þar sem K.R.-ingar voru að byrja að byggja sinn fyrsta skíðaskála. Allt frá þeim tíma var hann ein aðaldrif- fjöðurinn í uppbyggingu mann- virkja félagsins í Skálafelli. Marg- ar sögur geymast í minningu félaganna um starfshæfni, dugnað og drengskap Gogga, eins og eldri félagarnir nefndu hann gjarnan. Var hann ávallt reiðubúinn til að bera þyngstu byrðarnar, fyrstur upp á morgnana og síðastur í svefnpokann að loknum erfiðum starfsdegi í Skálafellinu. Þegar félagarnir voru lúnir og vildu hvílast, hélt Georg áfram og sagði: „Það er svo lítið eftir, að við getum lokið þessu fyrir háttinn." Var það jafnan gert. Á þennan hátt hafði Gerg góð áhrif á félaga sína og fékk þá til að starfa lengur og betur fyrir K.R. Georg var um tíma formaður skíðadeildar K.R., en um áratuga skeið sá hann um rekstur og fjármál í Skálafelli og hvíldi starfið þannig verulega á hans herðum. Þó Georg hafi fyrst og fremst verið einlægur unnandi skíða- íþróttarinnar, var hann alla tíð sannur K.R.-ingur og átti um skeið sæti í aðalstjórn félagsins. Vildi hann ætíð hag K.R. sem mestan og beztan. K.R.-ingar hafa ávallt metið störf Georgs í þágu félagsins. Hann var sæmdur öllum heiðurs- merkjum K.R. og á sextugsafmæli hans þann 4. apríl 1975 var hann sæmdur æðstu viðurkenningu félagsins fyrir margvísleg og frábær störf í þágu þess og gerður að heiðursfélaga K.R. Knattspyrnufélag Reykjavíkur þakkar Georgi Lúðvíkssyni ómetanleg störf. Vottum við eigin- konu hans, frú Guðlaugu, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Sveinn Jónsson. ÞAÐ sannaðist enn einu sinni, að dauðinn gerir ekki boð á undan sér, þegar Georg Lúðvíksson var kvaddur á braut án fyrirvara 20. febrúar s.l. Hann er mikill missir öllum, sem til hans þekktu, því að hann var svo mörgum góðum kostum búinn. Mig langar til að minnast afans í Georgi, því þannig kynntist ég honum best í gegnum börnin mín tvö. Börn voru einstaklega hænd að Georgi, því að þau fundu hlýjuna og umhyggjuna, sem streymdi frá honum. Á sama hátt var hann gagnvart blómunum og fuglunum í garðinum og öllu lif- andi. Hann mátti ekkert aumt sjá. Barnabörnin eru fjögur og það elsta rétt að verða þriggja ára. Faðminum hans afa fengu þau öll svo sannarlega að kynnast. Hann var alltaf opinn, hvernig sem á stóð. Afi var svo þolinmóður og gaf þeim alltaf góðan tíma, einkum þegar eitthvað bjátaði á. Þá gat hann gengið með litlu hnokkana sína um gólf, þangað til þeir féllu í væran svefn, því afi veitti svo mikla ró. Hann sagði þeim frá bernskustöðvunum á Norðfirði og bátunum þar, sem alltaf voru honum ofarlega í huga. Þrjú barnabarnanna bjuggu í sama húsi og afi og hittu hann því daglega. Hann var stór þáttur í lífi þeirra. Svo er afi allt í einu horfinn. Hvernig eiga ungu hjört- un að skilja það. Þau halda áfram að kalla á afa, en fá ekkert svar. Það er þeim þó mikil huggun, að hún amma er ennþá á sínum stað, hún amma, sem er líka svo hlý og góð. Að eiga mann að, þar sem Georg var, gerir lífið innihaldsríkara. Ég er þakklát fyrir þann tíma, sem ég og börnin mín fengum að njóta samvista við hann. Sá tími hefði svo gjarnan mátt vera miklu iengri. Tengdadóttir. í dag er minnst Georgs Lúðvíks- sonar framkvæmdastjóra ríkis- spítalanna. Georg var fæddur í Neskaups- stað 25. apríl 1913 og alinn þar upp í stórum systkinahópi, en ungur að árum hélt hann til höfuðstaðarins til mennta og starfa. BÚNAÐARÞING samþykkti á fundi sínum í gær, miðvikudag. þrjár tillögur. Samþykkt var að skora á landbúnaðarráðherra að hlutast nú þegar til um, að Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum geti fram- vegis framleitt og verzlað með búfjárlyf með lfkum hætti og verið hefur. Þá teiur búnaðarþing óviðun- andi þá breytingu, sem gerð var á verzlun með dýralyf með setn- ingu reglugerðar á árinu 1977, þar sem m.a. er kveðið á um, að lyfjabúðum og dýralæknum sé einum heimilt að hafa á boðstól- um, selja og afhenda dýralyf. Slíkt fyrirkomulag valdi gífur- legum aðstöðumun og óþægind- um meðal bænda að útvega sér þessa vöru, ef aðsetur dýralækn- Fyrir réttum 33 árum í dag þegar ég hóf störf í Skrifstofu ríkisspítalanna, hafði Georg unnið þar um árabil og var öllum málum kunnugur. Það kom fljótt í ljós, að sem samstarfsmaður var hann til fyrirmyndar. Var ekkert sjálf- sagðara en nýliðinn leitaði til hans með úrlausn vandamála, því hann var ávallt boðinn og búinn að leysa þau með alúð og ljúfmennsku. Árin liðu og Georg var ráðinn framkvæmdastjóri. Eigi að síður umgekkst hann okkur samstarfs- menn sína sem jafningja, eins í blíðu og stríðu. Hann var vandað- ur til orðs og æðis svo af bar og kom það fram í hvívetna. Slúður og illmælgi voru honum víðs fjarri. Aldrei sparaði hann tíma eða fyrirhöfn til þess að vanda sem mest til allra verka. Það var svo sannarlega ekki kastað höndunum til neins, sem hann kom nærri, hvort sem það var stórt eða smátt. Það skapar ómetanlegt öryggi að hafa slíkan mannkostamann sem yfirmann, strangheiðarlegan, reglusaman og öllum velviljaðan. Kom það bezt í ljós ef eitthvað á bjátaði, hvílíkan hauk í horni við áttum. Starfsdagur hans í Skrifstofu ríkisspítalanna var oftast æði langur. Það mátti segja, að hann ynni sér aldrei hvíldar, því að auk starfs síns vann hann mörgum góðum málum lið og má þar til nefna íþróttahreyfinguna. Einnig var hann mikill unnandi fagurs gróðurs, en garðurinn við hús fjölskyldunnar að Kvisthaga 23 bar þess ljósast vitni og átti hann þar ótaldar stundir við að fegra og snyrta. Þar bjuggu þau Georg og hans ágæta kona Guðlaug L. Jóns- dóttir sér frábært menningar- heimili ásamt fjórum mannvæn- legum börnum þeirra, sem nú eru upp komin. Hafa þau hjón í gegnum árin kostað kapps um að taka þátt í sem flestum hátíða- og gleðistund- um með okkur samstarfsmönnum hans. Einnig höfum við i ríkum mæli notið gestrisni þeirra, og áttum við margar ógleymaiilegar ánægjustundir á hinu glæsilega heimili Guðlaugar og Georgs, við höfðingsskap þeirra og hjarta- hlýju. Sendi ég fjölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur við fráfall hans. Georg vann eins og hetja til hinztu stundar, þótt ekki gengi hann heill til skógar hin síðari ár. Eigi gat að líta léttari né kvikari mann í spori en hann, því áhuginn var mikill og verkefnin kölluðu. Og nú er leiðir skilja sé ég hann fyrir hugskotssjónum, hvar hann heldur sína braut, léttur og kvikur í fasi, til nýrra verkefna. Við þau vegamót er það von mín og trú, að hlýjar óskir og þakkir okkar sam- starfsmannanna varði honum veg- inn til ókunna landsins. Þórdís Aðalbjörnsdóttir. is og/eða lyfjabúðar er í mikilli fjarlægð. Er skorað á landbún- aðarráðherra að hlutast til um að verzlanir s.s. kaupfélög og útibú þeirra fái heimild til að verzla með algengustu dýralyf. Búnaðarþing samþykkti að beina því til sýslunefnda og bæjarstjórna að þær beiti sér fyrir því að árlega séu gerðar hreinsunarherferðir í öllum sveitarfélögum til þess að fjar- lægja af almannafæri gömul véla- og bílflök, sem víða blasa við sjónum vegfaranda. Jafn- framt var skorað á Alþingi að samþykkja þingsályktunartil- lögu þeirra Jóns Helgasonar og Vilhjálms Hjálmarssor.ar um könnun á þætti landbúnaðar- framleiðslu í atvinnulífi þjóðar- innar. Búnaðarþing ályktar um dýralyf, véla- og bilflök og þings- ályktunartillögu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.