Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 44

Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 kafp/nu \\ r® ■ fe'" Hún heíur vcrið vakandi sú gamla þegar þú komst heim í gærkvöldi? ||i \\W Jæja, nú tölum við um citthvað skemmtilegra, kona góð, t.d. hvað eigum við að borða? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I bókinni „Bridge Match" eftir Bretann J.W. Tait eru vandamálin sett fram á einkar skemmtilegan hátt, þar sem lesandinn glímir við ímyndaðan andstæðing á hinu borðinu í sveitakeppni. Gott dæmi, vestur gjafari, allir á hættu. Norður S. G104 H. ÁG9 T. G109853 L. 2 Suður S. ÁK H. D102 T. KD L. ÁK7653 Þú ert með spil suðurs og vegna skorts á öðru betra opnar þú á tveim gröndum. Félagi þinn gerir þá eina af sínum annars sjaldgæfu villum þegar hann hækkar í þrjú grönd. 5 eða jafnvel 6 tíglar eru æskilegri samningar. Gegn þrem gröndum spilar vestur út spaðafimmi, fjarki, átta og þú færð slaginn. Tígulkóngur og drottning fá tvo næstu slagina, báðir fylgja og hvernig tryggir þú nú vinninginn? Tíu slagir hefðu verið upplagðir hefðu þeir fengist til að taka á tígulásinn. En nú er staðan vond eigi vestur fjögur smáspil með spaðadrottningunni. Þávirðist hjartasvíning þurfa að takast. En slíkan kost sættum við okkur ekki við og enn síður dettur okkur í hug að spila laufunum og treysta á að þau skiptist 3—3, sem er jú gegn líkunum. En nú komum við auga á pott- þétta leið. Eftir að hafa fengið á bæði tígulhjónin spilum við hjartadrottningu og tökum hana með ásnum. Og í tígulgosann látum við spaðaásinn af hendinni. COSPER Ví getum ekki farið í brúðkaupsferð til ítaliu. því hún Dúlla frænka þolir ekki spaghetti! Vestur S. D7652 H.8543 T. 72 L. G9 Austur S. 983 H. K76 T. Á64 L. D1084 Með þessu móti tryggjum við ekki bara vinning. Aðeins mjög góð vörn getur komið í veg fyrir, að við fáum tíu slagi. Bók þessi er ein af mörgum mjög góðum, sem nú eru til á bóksölu Bridgesambands íslands. 72 yfirspennt Gitte mín og við verðum að fyrirgefa þér það. Hann leit spyrjandi á Susanne. — Er það ekki Susanne, fyrirgefum við henni ekki af heilum hug. — Þú átt við að ÉG eigi að hafa samúð með hinni tilfinn- inganæmu frænku þinni, sagði hún óeðlilega hörkulegri röddu, sem hún heyrði sjálf að var torkenniieg í meira lagi. — Veslings Gitte litlu, sem hefur verið lokuð inni allan daginn. Og þar með er það réttlætt að hún megi sletta framan í mig viðbjóðsiegum ásökunum. — Nei, fjárakornið, nú blöskrar mér alveg.., Martin hratt frá sér stólnum og gekk fokvondur fram í forstofuna. Susanne hvarflaði augunum til Gitte. Hún hallaði sér letilega aftur á bak í stólinn og horfði hæðnislega á Susanne hálflukt- um augum. — Allt sem hún gerir er vei yfirvegað, hvfslaði Holm lækn- ir og hallaði sér að henni og lézt vera að rétta henni smjör- ið. — Ef þú vilt halda í Martin, þá skaltu fara og tala við hann núna, ella verður hún komin til hans eftir tvær mínútur. — Og hvað þóknast ykkur svo að pfskra um, heyrðist letilega í Gitte. Ég var að segja Susanne að hún væri föl og hún hefði skipun frá lækninum að fara f hressandi göngutúr jafnskjótt og þetta væri um garð gengið, sagði Holm læknir. — Mig langar líka að fara fram og tala við Martin. Væri það ósköp ókurteist af mér, en ég hef varla talað við hann allan daginn? Hún leit spyrjandi f áttina til Mögnu frænku og hún kinkaði kolli, ráðvillt á svip. Það var eins og hún skildi ekki lengur Rjúpan og ætt- / amöfn á Islandi Þórarinn Kristjánsson bóndi hefur flutt tillögu um það á búnað- arþingi, að rjúpan verði alfriðuð næstu þrjú ár. Þetta er mál sem sjálfsagt er að taka undir, en fyrst og fremst að koma í framkvæmd. Mér finnst bara að Þórarinn hefði mátt nefna heldur þrjátíu ár en þrjú. Rjúpan er fallegur fugl sem er til mikillar prýði fyrir landið. Þess vegna er ekki nóg að friða hana einstaka sinnum, til að vernda hana fyrir útrýmingu, heldur á rjúpan að fá að fjölga sér og vera í friði fyrir öllum „mannlegum" skepnum. Hversu margir eru það ekki serh kalla sig dýravini, en blikna samt ekki við að fremja dýramorð og slokra síðan í sig hold fórnardýrs- ins með hinni mestu græðgi. „Þér hræsnarar", hefði einn mætur maður sagt. Oft hafa verið sett fram heimskuleg lög í þessu landi sem öðrum. Svo er með lögin varðandi nafntöku útlendinga sem hljóta íslenskan ríkisborgararétt og bannið gegn ættarnöfnum. Sá sem öðlast íslenskan ríkisborgararétt er skyldugur samkvæmt lögum að taka upp íslenskt nafn. Er þetta frekjulegt brot á persónulegum mannréttindum. Nafnið er hluti af manneskjunni sjálfri og því skömm að skipa fólki að breyta nafni sínu.„Massa gefur þér nýtt nafn, Massa á þig,“ sagði fiðlarinn við Kunta Kinte. Ríkið gefur þér nýtt nafn, ríkið á þig, væri rétt- mætt að segja við innflytjandann. Þessum lögum á að breyta þann- ig, að þessi erlendu nöfn deyi út á eðlilegan hátt. Þau börn sem fæðast hér á landi, séu skírð íslensku nafni Sonur Mr. Richards yrði t.d. skírður Sigurður og héti þá Sigurður Richards. Sonur hans yrði skírður t.d. Jón og myndi þá heita Jón Sigurðsson. Þarna yrði ekki gengið á mannréttindi neins. Fyrir meir en hálfri öld var sett fram á Alþingi lög um bann gegn ættarnöfnum. Eins og með öll heimskuleg lög, hafa þau margoft verið brotin. Samkvæmt þessu ættu margir mætir menn að hafa verið sóttir til saka fyrir ólögleg nöfn. Steinn Steinarr, Halldór Kiljan Laxness, Jón Aðils, Sigvaldi Kaldalóns, Jóhannes Kjarval, Örn Arnar, Guðmundur Kamban, Ævar Kvaran, Jakob J. Smári, „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi það sem fram fór í kringum hana. Allir töluðu svo hátt og reiðilega. Herman lét eins ög hann heyrði ekki til hennar, þegar hún bað hann að muna eftir blóðþrýstingnum og Gitte var beinlfnis andstyggileg í viðmóti. Það var auðvitað líka eitthvað bogið við þessi mál hjá Martin og unnustu hans og þvf fyrr sem það kæmist f lag því betra. Vörðurínn frammi hafði orð- ið leiður á setunni og hafði skotist fram f eldhúsið til stúlknanna svo að Susanne gat sér til óvæntrar ánægju fengið að vera ein með Martin. Hann sat í djúpum hægindastól við gluggann en hann horfði ekki út. Hann hafði falið andlitið f höndum sér og hreyfði sig ekki þegar Susanne settist á borðið við hlið hans. — Fyrirgefðu Martin, mér þykir ekkert skemmtilegt að koma með leiðindayfirlýsingar, byrjaði hún lágróma — en það var býsna hvimleitt að sitja og hlusta á allar þessar ásakanir Gitte og láta ekki á neinu bera. — Þú ert ekki vön að láta svona og Gitte ekki heldur, svo að hvers vegna þurfið þið endi- lega að láta svona núna, þegar á öllu ríður að við höldum stillingu okkar og flönum ekki að neinu? ' Martin tók hendurnar frá andlitinu og horfði á hana reiður og sár. — Já, en ég var að biðja afsökunar. Susanne færði til kertastjaka og öskubakka, hugsi á svip. — Hvað viltu að ég segi og geri? Ég vildi líka helzt fara héðan. — Það skiptir engu máli, hvort þú ferð heim nú eða sfðar. Þú ert búin að segja það sem getur verulega skaðað í þessu máli. — Hef ég sagt það! Nei, nú hlusta ég ekki á meira. Susanne stökk niður af borð- inu og stillti sér upp fyrir framan hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.