Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979
47
Frá Ágústi Inga Jónssyni á
Spáni:
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik þuríti alls ekki stórleik
til þess að sigra Holland í
B-keppninni í Barcelona í gær-
kvöldi. En það þurfti hins vegar
talsvert átak til þess að vinna þá
með meira en 10 marka mun, sem
þýddi að leikið yrði um 3.-4.
sætið í keppninni. Þetta tókst
strákunum í gær og þeir gerðu
gott betur, því úrslit í leiknum
urðu 28—14, eftir að staðan hafði
verið 11 — 5 í leikhléi. Slíkur
sigur vinnst ekki nema liðsheild-
in sé öll að verki en Viggó
Sigurðsson stóð sig þó öllum
öðrum betur í þessum leik og
sannarlega hefur þessi ákafi Vík-
ingsleikmaður blómstrað í keppn-
inni hér á Spáni.
ísland tók strax afgerandi for-
ystu í leiknum í gærkvöldi og eftir
12 mínútur var staðan orðin 6—1,
þrátt fyrir að liðinu urðu á mistök
í byrjun, vítakast frá Axel var
varið og sóknirnar gengu ekki upp.
Hægt og bítandi jókst munurinn
Viggó Sigurðsson heíur átt mjög góða leiki með íslenska landsliðinu íhandknattleik íB-keppninni á Spáni.
Heíur Viggó skorað mikið aí mörkum og verið mjög ógnandi í sóknarleiknum. Hér sést Viggó svíía inn úr
teignum og skora örugglega íramhjá markverðinum.
Hollendingar teknir
í kennslustund
ísland leikur um 3.-4. sætið á föstudag
og var mestur 11—4, en Hollend-
ingar áttu síðasta orðið í hálf-
leiknum og staðan því 11—5 í
leikhléi. ísland fékk sjö vítaköst í
fyrri hálfleiknum en Holland tvö
og Ólafur Benediktsson varði ann-
að þeirra.
Þriðja eða fjórða sætið hér í
keppninni á Spáni þýðir í raun og
veru að viðkomandi lið er 10. eða
11. besta handknattleikslið í heim-
inum í dag. Eitthvað hlýtur ís-
lenska liðið að hafa verið sér
meðvitandi um þetta, er seinni
hálfleikurinn hófst og lék nú enn
betur en í fyrri hálfleiknum.
Viggó Sigurðsson var tekinn úr
umferð í síðari hálfleiknum^)g um
tíma var sóknarleikurinn þung-
lamalegur vegna þess en leikið var
af skynsemi og sóknarloturnar
héldu áfram að ganga upp. Hol-
lendingar hættu um miðjan hálf-
leikinn að elta Viggó. Ólafur Vík-
ingur Jónsson var notaður allan
seinni hálfleikinn og var hann
EINN leikur fór fram í bikar-
keppni HSÍ í gærkvöldi. Léku
Fylkir og Þróttur í 16 liða úrslit-
um keppninnar. Fylkismenn
sigruðu örugglega með 28
mörkum gegn 21. Staðan í leik-
hléi var 15 — 9 Fylki { hag.
Leikurinn var frekar illa leikinn
af báðum liðum og var sem
leikmenn hefðu takmarkaðan
áhuga á verkefninu. Fylkismenn
voru þó öllu líflegri og voru allan
timann betra liðið. Mesti munur á
liðunum var 9 mörk, 20—11.
mjög atkvæðamikill eins og Bjarni
Guðmundsson hafði verið í fyrri
hálfleiknum. Þegar munurinn var
orðinn 11 mörk 19—8, og hálfleik-
urinn hálfnaður höfðu menn á orði
í blaðamannastúkunni að nú væri
rétt að flauta leikinn af, en leik-
menn íslenska liðsins voru ekkert
á því og voru ákveðnir í að vinna
enn stærra. Þeir lengdu nú sóknar-
loturnar þegar hér var komið sögu
og spiluðu stíft upp á markið og
engan bilbug var að finna á ís-
lensku leikmönnunum. En það
sama verður ekki sagt um Hol-
lendingana, sem voru orðnir úr-
vinda af þreytu. Úrslitin urðu
28—14, sætur sigur og sannarlega
kærkominn fyrir íslenskan hand-
knattleik.
Viggó Sigurðsson gerði átta
mörk í þessum leik, þar af þrjú úr
vítaköstum, en fyrir utan mörkin
fékk Viggó vítaköst í þessum leik
sem hann tók sjálfur eða Axel
Axelsson og átti Viggó einnig
Varnarleikur og markvarsla
beggja liða var hálfslök, þó sér-
staklega hjá Þrótti.
Erfitt er að gera upp á milli
leikmanna Fylkis, voru þeir allir
jafnir og enginn skar sig úr. Hjá
Þrótti var Konráð Jónsson bestur
og skoraði flest mörk eða átta.
Mörk Fylkis skoruðu Gunnar
Baldursson 7, Magnús Sigurðsson
6, Einar Ágústsson 5, Einar
Einarsson 4, Sigurður Símonarson
3 og Guðni Hauksson 2.
margar frábærar línusendingar.
Það hefur verið stórkostlegt að
fylgjast með Viggó í þessari
keppni, ekkert hnoð hefur verið, en
það hefur oft fylgt honum, og
meira hefur verið leikið fyrir liðið
en oftast áður. Að vísu datt hann
niður í meðalmennskuna í lok
leiksins við Tékka og ekkert betri
en aðrir á móti Israel en eigi að
síður er þetta keppnin hans
Viggós. Hann hefur skorað 26
mörk í leikjunum fjórum hér á
Spáni og er langmarkhæstur í
íslenska liðinu. Hornamenn ís-
lenska liðsins voru drjúgir í leikn-
um í gær eins og áður í ferðinni.
Bjarni Guðmundsson gerði fjög-
ur mörk í leiknum og það telst til
tíðinda, að eitt þeirra var úr
langskoti. Ólafur Víkingur Jóns-
son gerði tvö mörk úr horninu.
Þeir Arni Indriðason og Ólafur
H. Jónsson stóðu sig báðir mjög
vel og gerði Ólafur þrjú mörk en
það var einkum í varnarleiknum
sem þessir leikmenn nutu sín og
báru hita og þunga dagsins.
Ekki má gleyma Ólafi Bene-
diktssyni markverði íslenska liðs-
ins sem stóð í markinu allan
tímann og varði 17 skot og var
þetta besti leikurinn hans í ferð-
inni. Þá áttu Páll Björgvinsson og
Jón Pétur ágætan leik.
Mörk íslenska liðsins skoruðu:
Viggó 8 (3v), Axel 5v, Bjarni 4,
Ólafur H. 3, Ólafur J. 2, Jón Pétur
2, Páll B. 2, Steindór 1, Árni I. 1.
Leikmönnum liðsins var vikið af
velli í fjórar mínútur í leiknum,
Hollendingunum sömuleiðis.
Þeir sem hvíldu í leiknum voru
Þorbjörn Guðmundsson og Þor-
björn Jensson, Erlendur Her-
mannsson og Jens Einarsson.
Sagt eftir leikinn í
gærkvöldi
Viggó Sigurðsson: Ég er mjög
ánægður með þennan góða árang-
ur minn í ferðinni, sem ég þakka
góðum þjálfara minum í Víkingi,
Bodan, sem hefur kennt mér að
leika agaðan handknattleik.
Jón Pétur Jónsson: Ég er virki-
lega óhress með hve lítið ég var
notaður í þessum leik. Ég er alveg
góður af þeim meiðslum sem ég
hef hlotið og get því beitt mér að
fullu. Hollensku leikmennirnir eru
hálfgerðir kettlingar og því ekki
að marka þann mikla mun sem við
unnum þá með. Þeir hafa hrein-
lega ekki úthald í fjóra leiki í
svona keppni.
Páll Björgvinsson: Þetta sýnir
getu liðsins ef á þarf að halda. Nú
fékk ég að vera með í varnarleikn-
um á réttum stað og fann mig mun
betur en áður og er ánægður með
útkomuna.
Ólafur H. Jónsson: Svona
leikjum höfum við klúðrað niður,
en við gerðum okkur grein fyrir
stöðunni. Við verðum að vera
raunsæir og viðurkenna að Spán-
verjar eru með betra lið en við.
Leikurinn við Israela olli mestum
vonbrigðum í þessari ferð. En við
höfum sýnt að íslenska liðið er enn
með í alþjóðlegum handknattleik.
Adalfundur
KDR
Knattspyrnudómarafélag
Reykjavíkur heldur fram-
haldsaðalfund sinn í Krist-
alsal Hótel Loftleiða 8. mars
n.k. og hefst fundurinn kl.
20.00. Stjórn KDR.
Fylkir tór létt
með Þróttara
"i
is-m
leika
íkvöld
EINN leikur fer fram í
úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í kvöld. ÍS og ÍR
leika í fþróttahúsi Kennara-
háskólans og hefst leikurinn
kl. 20.00. Strax að leiknum
loknum leika sömu lið í 1.
deild kvenna.
A-námskeið
hjá KSÍ
TÆKNINEFND KSÍ gengst
fyrir A-námskeiði fyrir
knattspyrnuþjálfara dag-
ana 2.-5. mars n.k. Enn er
möguleiki á að komast að á
námskeiðinu. Allar upplýs-
ingar eru véittar á skrif-
stofu KSÍ.
Krankl
skorar
og
skorar
Hansi Krankl. austurríski
landsliðsmaðurinn í knatt-
spyrnu, sem leikur með
spænska liðinu Barcelona,
skoraði þrennu er lið hans
vann 3—0 sigur á Hercules
frá Alicante í spænsku deild-
arkeppninni um helgina.
Krankl hefur verið á skot-
skónum í vetur og er nú
markhæsti leikmaðurinn á
Spáni með 23 mörk. Quimi
sem leikur með Gijons kem-
ur þar næstur með 18 mörk.
Santiliana hjá Real Madrid
hefur skorað 16 mörk.
Afturelding
á móti KR
EINN leikur fer fram í 16
liða úrslitum bikarkeppni
HSÍ í kvöld. Afturelding
leikur við ÍR að Varmá í
Mosfellssveit og hefst leik-
urinn kl. 20.30.
Stóll fyrir
dyr Real!
Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, hefur sett
stólinn fyrir dyr Real Madr-
id, en spænska stórliðið ætl-
aði sér að halda myndarlegt
4 —liða mót til minningar
um hinn nýlega látna for-
seta félagsins Santiago
Bernbeu. Ajax frá Hollandi,
Bayern Munchen frá Vest-
ur-Þýskalandi og AC Mflanó
frá Ítalíu hafði verið boðin
þátttaka og öll kváðu já við
og ætluðu að mæta í slaginn.
Forráðamenn UEFA halda
því fram, að þeir einir hafi
vald til að koma á fót keppn-
um sem þessum, a.m.k. eigi
að hafa fullt samráð við
UEFA.
s
!
s
I
\
X
4