Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 48

Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 48
Verzliö í sérverzlun með litasjónvörp og hijómtaeki. BUOIN sími " 29800 FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Fiskverð var ákveðið í fyrradag: Hér er verið að taka loðnuhrognin í poka úr skilvindunni f Hraðfrystistöð Vestmannaeyja í gær, en fyrst eru þau látin hanga í pokunum og þorna. Ljósm.: Sigurgeir. Byrjað að frysta loðnuhrogn í Eyjum Japanskt skip er nú að lesta heilfrysta loðnu BYRJAÐ er að frysta fyrstu loðnuhrognin á þessari vertíð í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. I gær var búið að fá nokkurt magn loðnuhrogna úr bátunum Helgu Guðmundsdóttur, Svani RE og Jóni Finnssyni. Að sögn Sigurðar Einarssonar hjá Hraðfrystistöðinni er Morgunblaðið ræddi við í gær, er hér ekki um mikið að ræða, enda eru hrognin lítið farin að losna enn sem komið er. Sigurður sagði, að aldrei væri um mikil hrogn að ræða í byrjun vertíðar, en hins vegar væri gott útlit og góður markaður væri fyrir loðnuhrogn sem eru mjög verðmæt. Sigurður kvaðst ekki geta sagt fyrir um hvað mikið yrði fryst hjá Hraðfrystistöðinni á þessari vertíð, það færi allt eftir gangi vertíðarinn- ar og öðru slíku, en Sigurður kvaðst vona að sem allra mest fengist af þessu verðmæta hráefni til vinnslu. Ágætur útbúnaður er í Hraðfrysti- stöðinni til að afla hrognanna, en í fyrra flutti fyrirtækið alls út um 400 tonn frystra loðnuhrogna. Það eru Japanir sem kaupa allan útflutning okkar af þessu tagi. Hrognin eru skilin frá dæluvatn- inu með miðflóttaaflsskilju, síðan hreinsuð og þurrkuð og þeim pakkað í venjulegar öskjur og fryst þannig. Nú er japanskt skip í Vestmanna- eyjum að lesta loðnu, og er það fyrsta loðnan sem héðan fer á markað í Japan á þessari vertíð, en vegna loðnuskorts á markaðnum. höfðu þeir óskað eftir að fá loðnu sem allra fyrst, jafnvel þó hún innihéldi ekki eins mikil hrogn og þeir telja æskilegt. Skipið er sem fyrr segir að lesta í Eyjum, þar sem það tekur 6 til 8 hundruð tonn, en áður hafði það lestað á Austfjörðum. Frumvarp Olafe tek- ið fyrir í ríkisstjórn „ÞAÐ mjakast,“ sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, er Morgunblaðið spurði um með- ferð á frumvarpi hans innan rfkisstjórnarinnar. Þá spurði Morgunblaðið um samkomulags- horfur innan stjórnarinnar, hvort þær væru góðar. „Það er nú of snemmt að segja um það, en ég geri mér nú frekar vonir um það,“ sagði forsætisráðherra. Ólafur Jóhannesson sagði að reynt yrði að fara að ganga frá frumvarpinu nú næstu daga. Hann vildi ekki nefna nein tíma- mörk, en frumvarpið yrði á dag- skrá næstu funda ríkisstjórnar- innar, strax í dag og á næstu fundum. Bjóst Ólafur við að ríkis- stjórnarfundir yrðu nú tíðari en þeir reglubundnu ríkisstjórnar- fundir, sem haldnir eru á þriðju- dögum og fimmtudögum. Samkvæmt heimildum, sem FRÁ 1. marz kostar mánaðar- áskrift Morgunblaðsins kr. 3.000 og í lausasöiu kr. 150 eintakið. Grunnverð auglýs- inga er kr. 1.800 pr. dálka- sentimetra. Morgunblaðið hefur aflað sér, hafa verið tíð fundahöld milli forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um frumvarp Ólafs og breytingar, sem gera þarf á því, svo að menn geti sætt sig við það. Þorskur, ýsa og stein- bítur hækka um 2,2% Karfi, ufsi og grálúða hækka ekkert FISKVERÐ var ákveðið í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins í fyrradag og hækkar það að meðal- tali um 1,9%, en það er sú prósenta sem á vantaði, er fiskverð var ákveðið í janúar, en þá var gert ráð fyrir 5% hækkun verðbótavísitölu. Þessi fiskverðshækkun var sam- þykkt með atkvæðum fulltrúa allra aðila f yfirnefnd, nema annars fulltrúa kaupenda, Eyjólfs ísfeld Eyjólfssonar, forstjóra Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sem greiddi atkvæði gegn hækkuninni. Hækkunin innbyrðis milli tegunda er þannig að þorskur, ýsa og stein- bítur hækka um 2,2%, en aðrar tegundir að ufsa, karfa og grálúðu frátöldum, hækka um 1,9%. Karfi, ufsi og grálúða hækka ekki. Innan Verðlagsráðs hefur verið ákveðinn vilji að láta fiskverð tegunda fylgja markaðsbreytingum, þannig að svo- kölluð framlegð í framleiðslunni væri eitthvað ámóta í öllum grein- um. Þetta hlutfall hefur raskazt, m.a. vegna hækkunar þorsk- og ýsuflaka um áramótin, og hafa því aðrar tegundir dregizt aftur úr og eru því hlutfallslega of hátt verð- lagðar. Því er þessi mismunandi hækkun viðleitni í þá átt að laga þetta verðmisræmi. Hér er þó um litla leiðréttingu að ræða, þar sem ufsi, karfi og grálúða eru markaðs- lega slakar tegundir, bæði á Banda- ríkjamarkaði og eins var hækkunin, sem um samdist við Rússa í janúar, minni en menn höfðu gert sér vonir um. Því þótti rétt að hreyfa við þessum verðum á þennan hátt sem áður er lýst. Vegin meðaltalshækkun allra teg- unda verður 1,9%. Hækkunin var eins og áður sagði samþykkt með 4 atkvæðum gegn einu. Verðið gildir frá 1. marz til maíloka og gerðu aðilar enga fyrirvara með atkvæðum sínum. Eysteinn Tryggvason jarófræðingur: Eldgos í marz við Leirhnúk „VIÐ búumst við eldgosi fyrir sunnan Leirhnúk á næstunni, væntanlega í mars,“ sagði Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur er Morgunblaðið ræddi við hann þar sem hann var staddur norðúr við Kröflu í gærkvöldi. Eysteinn sagði, að landris væri nú orðið meira en það hefði orðið frá því farið var að fylgjast með því fyrir tveimur og hálfu ári. Landrisið er orðið um 75 sentimetrar frá því í nóvember. Öskudagurinn var hátíðlegur haldinn í gær að vanda, krakkar fengu fri i skólanum og gerðu sér glaðan dag. Mátti víða um land sjá stóra hópa barna og unglinga fara um með ærslum og gleði, og voru þessar þrjár yngismeyjar þar engin undantekning. Búnar í sitt fínasta skart'sem bæði amma og langamma gætu verið fuilsæmdar af settust þær á bekk og virtu lífið fyrir sér. Ljósm.: Emilía. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: Reglur um 70 ára hámarks- aldur verði endurskoðaðar Aukin tækifæri eldra fólks til starfa hluta úr degi Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur í dag kemur til umræðu tillaga frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins þess efnis, að endurskoðaðar verði reglur um hámarksaldur starfsmanna ríkis og sveitarféiaga en skv. núgildandi reglum ber þeim að hætta störfum 70 ára gamlir. Aðalreglan er sú, að þeim ber að hætta störfum fyrr, vilji þeir njóta eftirlaunaréttar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins leggja til, að athugað verði, hvort hækka beri þessi aldursmörk og ennfremur að settar verði fastar reglur um möguleika eldri starfs- manna til að gegna störfum að hluta. Tillaga borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins er svohljóðandi: „Borgarstjórn vekur athygli á því vandamáli, einkum hjá ríki og sveitarfélögum, að allir starfsmenn eru skyldaðir til að hætta störfum 70 ára gamlir og jafnframt eru þeir að aðalreglu skyldaðir til að hætta störfum fyrr, ef þeir að einhverju leyti vilja njóta eftirlaunaréttar. Slík skylda til að hætta störfum er óháð heilsu manna og starfsgetu. Borgarstjórn telur nauðsynlegt, að endurskoðaðar verði reglur um þessi mál, þar sem m.a. sé athugað, hvort rétt sé að hækka aldursmörk þau, sem nú er miðað við, svo og að reynt verði að setja fastari reglur um möguleika eldri starfsmanna til að gegna hlutastörfum, ýmist á sínum gamla starfsvettvangi eða í öðrum stofnunum. Borgarstjórn felur borgarráði að taka þetta mál til sérstakrar með- ferðar og skipa starfsnefnd í þetta verkefni, er skili áliti sínu og tillög- um eigi síðar en í lok þessa árs. Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar skal eiga aðild að nefndinni." Eysteinn sagði vera nokkuð erfitt að átta sig á því hvar landrisið væri mest, hallamælar vildu skekkjast og erfitt væri að átta sig á þeim til fulls, en þó léki ekki vafi á því að mesta breytingin væri skammt fyrir sunnan Leirhnúk. Þar varð einmitt mesta eldgosið í Mývatnseldunum á 17. öld og þar kvað Eysteinn mestar líkur til að eldgos yrði nú. Ef eldgos brýst út kvað Eysteinn það verða með um það bil tveggja klukkustunda fyrirvara, það er að eldgos hæfist að öllum líkindum tveimur klukkustundum eftir að stöðugra jarðhræringa yrði vart. Ef eldgosið verður hins vegar úti í jaðri svæðisins en ekki miðsvæðis, þá tæki það lengri tíma, meiri aðdragandi yrði að því. Stöðug varsla er nú á svæðinu fyrir norðan að sögn Eysteins, og kvað hann Mývetninga vera við öllu búna. „Þeir búast við hinu versta en vona hið besta," sagði Eysteinn. Að lokum ítrekaði Eysteinn það, að hann teldi eldgos nú yfirvofandi, að öllum líkindum í marsmánuði. Það eldgos kvað hann að öllum líkindum verða nær eingöngu hraungos, en sáralítil aska ætti að koma með, og nær engin ef gosið verður rétt við Leirhnúk. 200 milljón- ir kr. í opin- ber gjöld af gasolíunni HÆKKUN gasolíulítrans um 13.60 kr. eða úr 69 krónum í 82.60 krónur mun færa ríkisvaldinu um 200—220 milljónir króna í opinberum gjöldum miðað við að ársnotkunin verði 80—90 milljónir lítra. Þessar 13.60 krónur skiptast þannig, að 6.23 kr. eru sifverð 2.53 kr. opinber gjöld, 1.50 kr. álagning, 3.09 kr. tillegg til innkaupa- jöfnunarreiknings og 25 aurar eru til að mæta gengissigi. Ögri seldi fyr- ir 76 milljónir SKUTTOGARINN Ögri seldi afla sinn í Bremerhaven í gær, samtals 235 tonn, og fékk fyrir hann 76 milljónir (slenskra króna. Aflinn var nokkuð blandaður, karfi. ufsi otr eitthvað af hnrski

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.