Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 Flugleiðir höfnuðu sáttatillögunni Flugmenn samþykktu Á fundi sáttarnefndar með fulltrúum Fiugleiða ok flugmanna F.Í.A. í fyrrakvöld var lögð fram sáttatiliaga og tók stjórn Flugleiða hana til athugunar á fundi í gær og flugmcnn greiddu atkvaMli á félags- fundi sínum í gærkvöldi. Stjórn Flugleiða hafnaði tiliögunni m.a. vegna þess að hún telur félagið ekki geta borið launahækkanir umfram það verðbótakerfi er nú gildir. Sáttanefnd var tilkynnt afstaða Flugleiðastjórnar í gærdag, sem aftur tilkynnti stjórn F.Í.A. hana og greiddu F.Í.A. menn atkvæði í gærkvöldi um tillöguna. Að sögn Björns Guðmundssonar formanns F.Í.A. var miðlunartil- laga sáttanefndar samþykkt svo til einróma. og ræddu flugmenn í gærkvöidi mál sín. Kvað Björn líklegt að aðgerðum yrði frestað meðan sáttanefnd og stjórn Flug- leiða skoðuðu málin og að boðað yrði c.t.v. til nýrra aðgerða með 7 daga fyrirvara. Hallgrímur Dal- bcrg formaður sáttanefndar sagði í samtali við Mbl. að það væri eftir viðbrögðum flugmanna hvert næsta skref yrði í deilunni, en sáttanefnd- in myndi væntanlega skoða stöðuna í dag. Örn Johnson forstjóri Flugleiða sagði að tillögu sáttanefndar hefði verið hafnað af eftirgreindum meginástæðum sem hann dró saman í framhaldi fundar Flugleiða í gær: 1. Samþykkt hennar væri ekki líkleg ti) að leysa þann vanda sem nú ríkir í samskiptum félagsins við flugmenn þar sem launahækkanir til annars hópsins (F.Í.A.) myndu að líkum leiða af sér launakröfur frá hinum hópnum (F.L.F.). 2. Stjórnifl telur sér ekki fært að samþykkja svokallaða jafnlauna- stefnu án undangenginnar athugun- ar á því hvernig slíkt launakerfi hefur reynst hjá þeim örfáu flug- félögum, sem þegar hafa tekið það í notkun og einnig á því hvaða breyt- ingar hafa jafnframt verið gerðar á öðrum liðum kjarasamninga. Einnig telur stjórnin að ein af forsendum slíkra breytinga á launakerfi hljóti að vera samþykkt allra flugmanna félagsins þ.a.l. 3. Stjórn Flugleiða telur einnig að vegna mjög verulegs taps á rekstri félagsins á árinu 1978 og fyrirsjáan- legs hallareksturs á þessu ári sé ekki grundvöllur fyrir hækkun á launum starfsmanna félagsins nú og þá sízt umfram það sem gera má ráð fyrir Tónlistarskólinn: í>rennir nem- endatónleikar Þrennir oemendatónleikar verða haldnir nú um helgina á vegum Tonlistarskólans í Reykjavík. Þeir fyrstu eru kammertónleikar, scm verða í Norræna húsinu í kvöld, föstudagskvöld, og hef jast kl. 20.30 Á þessum tónleikum verða leikin tríó eftir Corelli og Beethoven og klarinettkvintett eftir Mozart. Þá verða tónleikar á laugardag þar sem nemendur úr yngri deild skólans leika. Verða þeir í Áusturbæjarbíói og hefjast kl. 14.30. Þar verður mjög fjölbreytt efnisskrá, einleikur og samleikur á píanó, fiðlu, flautu og klarinett og einnig kemur hljómsveit yngri deildar fram á tónleikunum. að fylgja muni því verðbótakerfi sem nú gildir eða gilda mun í landinu í næstu framtíð. 4. Innanlandsflug félagsins hcfur um langt árabil verið rekið með mjög verulegum halla þar eð stjórnvöld hafa ekki heimilað hækkanir á far- gjöldum í samræmi við hækkanir tilkostnaðar. Launahækkanir þær sem samþykkt miðlunartillögunnar fæli í sér, myndu enn auka á vanda félagsins í þessu efni. 5. Miðlunartillagan felur ekki í sér aðgerðir til sameiningar á starfs- aldurslistum flugmannafélaganna, sem stjórn Flugleiða telur eina meginforsendu þess að vinnufriður og eðlileg samskipti skapist milli flugmanna Flugleiða og félagsins annars vegar og milli flugmanna- hópanna hins vegar. Bfleigendur höíðu vart undan að hreinsa bfla sína í snjókomunni í gær og án efa verður að skafa af þeim eftir snjókomu sl. nótt, nema þeir skilji þá eftir heima þar sem þungfært er. Liósm Mbl rax. Verður leyfilegur þorskafli rúmlega 290 þúsund tonn? SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA veltir nú fyrir sér, hvar skuli setja það hámark, sem leyft verður að veiða af þorski á þessu ári. Fiskifræðing- ar hafa sagt að ekki mætti veiða meira en 250 þúsund tonn, en á síðastliðnu ári veiddu íslendingar um 330 þúsund tonn. Er sú tala áætluð. Ljóst mun vera að það aflahámark, sem leyft verði að veiða vcrði á hilinu 285 þúsund tonn til 300 þúsund tonn. Það eitt munu menn hafa gert upp við sig í sjávarútvegsráðu- neytinu, að ekki verði farið niður fyrir lægri töluna og helzt vilja menn ekki sýna hærri tölu en 300 þúsund. Þeir, sem kunnugir eru málum telja að niðurstaðan verði einhvers staðar í grennd við 295 þúsund tonn, þar sem ákvörðunin verði tekin með svipuðu hugarfari og þegar góður kaupmaður verð- setur vöru — þá setur hann ekki á hana verðið 1.000 krónur, heldur til þess að sýna þriggja stafa tölu selur hann hana á 995 krónur. Þá hefur verið um það rætt, að notað verði fjármagn aflatrygg- ingasjóðs til .þess að gera aðrar fisktegundir meira aðlaðandi fyrir sjómenn. Karfi hefur t.d. ekkert verið veiddur að ráði hér við land frá því í nóvember Í977, er Vest- ur-Þjóðverjar hættu hér veiðum. Þjóðverjarnir mokuðu upp karfa allt fram á síðasta veiðidag, en verðhlutfall karfa miðað við þorsk er nú þannig að fyrir hvert kg af/ þorski, þarf að veiða 1,7 kg til þess að hafa sama verðmæti úr sjó. Þá hafæ fiskifræðingar lýst ástandi ýsustofns þannig að auka megi í hann sókn um 3 þúsund tonn og einnig mun vera unnt að auka sókn í ufsa. Þá hefur grálúða ekkert verið veidd að ráði frá því er 200 mílurnar urðu alfriðaðar og Sovétmenn og aðrar Aust- ur-Evrópu þjóðir hurfu á brott af miðunum. Grálúða er fiskur, sem íslendingar hafa lítið veitt, en hún ku vera mikill og góður matur sé hún reykt og munu Vestur-Þjóð- verjar sólgnir í hana. Þá skal þess og getið að mikið og gott fiskirí hefur verið undanfarið og veldur það áhyggjum að því leyti, að þegar hámarksaflinn verði tilkynntur, verði skammt í að veitt hafi verið upp í það mark. Steinþór ritstjóri Gestsson Suðurlands Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandskjördæmi hefur samþykkt á aðalfundi sínum að taka að sér að gefa út blaðið Suðurland á þessu ári og við þau tímamót voru Ingólfi Jónssyni fv. alþingismanni og ráðherra þökkuð störf hans að blaðinu í fjölda ára, segir m.a. í ávarpi til lesenda í blaðinu Suðurland í febrúarlok. Á kjördæmisráðsfundinum var kosin blaðnefnd til að sjá um útgáf- una og hefur hún valið Eggert Haukdal til að gegna formennsku og framkvæmdastjórn nefndarinnar og Steinþór Gestsson til að vera rit- stjóra þess. Valdimar Bragason hef- ur einnig verið ráðinn til að gegna áfram störfum við blaðið. Þá er látin í ljós sú ósk í fyrrgreindu ávarpi til stuðningsmanna blaðsins, að þeir riti í það greinar og þess er vænst að blaðinu takist að styðja hagsmuna- mál Sunnlendinga og fylgja fram stefnu Sjálfstæðisflokksins. Stuðlafoss braut úr Heimakletti STUÐLAFOSS, eitt skipa Eim- skipafélags íslands, rakst utan í Heimaklett í fyrradag er hann var á leið inn til Vestmanna- eyja. begar skipið kom fyrir Klettsnefið og inn á víkina framan við höfnina skall á dimmt él og ásamt reyknum frá loðnubræðslunni byrgði það alla sýn. Lóðsinn var í þann mund sem élið skall á að koma að skipinu. Stýrimaður og tveir aðrir úr skipshöfn voru frammi á hval- bak að búa skipið undir að leggjast upp að er þeir sáu skyndilega hvar kletturinn reis beint uppi yfir þeim og sam- stundis var byrjað að keyra skipið aftur á bak, en það var á mjög hægri ferð. Rakst það þó í Heimaklett, en skipverjarnir sem á hvalbaknum voru, höfðu forðað sér eins aftarlega og þeir gátu á honum. Varð það þeim til happs því tvö grjótstykki úr bjarginu losnuðu og féílu niður á stefnið þar sem þeir höfðu staðið nokkrum sekúndum áður. Ekki mun hafa verið óskað eftir sjóprófum vegna atburðar þessa og skemmdir á skipinu verið óverulegar. Skipverjarnir er voru frammá munu hafa haft á orði að taka grjótið úr Heimakletti með sér til minja. Forsætisráðherra: Býður borgarráði Torfuna til flutnings Steinþór Gestsson hefur verið ráðinn til að gegna störfum rit- stjóra blaðsins Suðurlands. ASI bíður eftir af- drifum 3ja prósentanna ALÞÝÐUSAMBAND Islands hef- ur enn enga afstöðu tekið til stöðu kjaramálanna við þær breyttu aðstæður, sem sköpuðust við dóm Kjaradóms, er hann lyfti vísitöluþakinu af launum opin- berra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær mun þess ekki að vænta, að ASÍ taki afstöðu til breyttra viðhorfa kjaramáianna, fyrr en fyrir liggur um afdrif 3% áfangahækkunar opinberra starfsmanna mánaðamót. um næstu Á framkvæmdastjórnarfundi í Aiþýðubandalaginu í gær bar þak- ið talsvert á góma, en rædd voru viðhorf efnahagsmálanna. Mun andstæðingum þaklyftingarinnar innan flokksins hafa vaxið mjög ásmegin og munu ráðherrar flokksins jafnvel farnir að ræða um það að nauðsynlegt gæti verið að sett yrði vísitöluþak á laun á ný. Getur þá líf heldur betur færst í þessi mál innan Alþýðubanda- lagsins, því að ljóst er að forystu- menn launþega, svo sem t.d. Jón Hannesson, formaður Launamála- ráðs BHM, munu ekki sætta sig við slíka stefnubreytingu orða- laust. Þá benda andstæðingar þaksins á þá staðreynd að ASÍ samdi ekki úm þak í síðustu kjarasamningum við vinnuveit- endur og það þak, sem sett hafi verið á laun, hafi ekki haldið í slíkri óðaverðbólgu, sem geisað hafi í þjóðfélaginu. Forsætisráðherra hefur nú i bréfi til borgarráðs boðið Reykja- víkurborg Bernhöftstorfuna til flutnings. Að því er Guðrún Jónsdóttir, formaður Torfusam- takanna, sagði Mbl. er hér raun- verulega um ítrekun að ræða, því að einhvern tímann á árunum fyrir 1970 barst borginni áþekkt boð, sem tekið var jákvætt í af hálfu borgaryfirvalda en þó háð ýmsum fyrirvörum. Guðrún sagði, að allt síðan hefði þessi hugmynd um flutning Torf- unnar lítt verið á dagskrá og hún væri víðs fjarri því sem Torfusam- tökin væru að berjast fyrir. Guð- rún sagði að hún vonaðist til þess að almenn samstaða tækist innan borgarstjórnar um að svara bréfi forsætisráðherra með því að lýsa stuðningi við algjöra friðun hús- anna á þeim stað, er þau nú standa, og látið yrði reyna á vilja menntarnálaráðherra í þessu efni en hann hefði áður haft það á orði að hann verndun. væri hlynntur slíkri Brutu gat á „Ríkið” VEGFARANDI sá í fyrra- kvöld til tveggja pilta sem voru búnir að brjóta gat á einn vegg birgðageymslu Áfengis- verzlunar ríkisins og voru í óða önn að handlanga guða- veigarnar úr geymslunni út um gatið. Lögreglan var kvödd á vett- vang og handsamaði hún pilt- ana þar sem þeir voru í miðjum klíðum. Þeir reyndust vera 14 og 15 ára að aldri og höfðu áður komizt í kast við lögin. Gatið brutu þeir með heljarmikilli sleggju, sem þeir höfðu stolið úr áhaldageymslu Reykjavíkur- borgar þarna á næstu grösum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.