Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 BRÚÐULEIKHÚSVIKA heíst í Leikhrúðulandi, Fríkirkjuvegi 11, á morKun. laugardag 10. mars. Klukkan 5 verður frum- sýnt rússneskt brúðuleikrit, „Gauksklukkan“, eftir Sofíu Prokofévu. Það verður sýnt á hverjum degi alla vikuna nema þriðjudaj?, vegna sýningar á Krukkuborg í Þjóðleikhúsinu þar að auki verða brúður Leik- brúðulands til sýnis á göngum ok sal kjailarans á Fríkirkju- vegi 11. Undirbúningurinn að sýning- unni á „Gauksklukkunni" hófst fyrir ári en hefur verið rofinn vegna þátttöku brúðuleikhúss- ins í „Krukkuborg". Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, leiktjöld eftir Snorra Svein Friðriksson og tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Kristinn Danielsson sér um lýsingu en þeir sem ljá brúðunum raddir eru Kjartan Brúóuleikhús vika í L eikbrúðulandi Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen með tvær brúðanna úr leik- ritinu. mjög gaman af verkinu þar sem allar persónurnar eru dýr og það gerist mjög mikið á sviðinu allan tímann. Afmælisár Árið 1979 er ár mikilla hátíða- halda í brúðuleikhúsum um allan heim. Hin alþjóðlegu sam- tök brúðuleikhúsfólks, UNIMA, eiga 50 ára afmæli á þessu ári og í því tilefni verður mikið um að vera. Hátíðarhöldin hefjast með 12 daga „festivali" í London eftir nokkra daga. I vor og sumar verða alþjóðleg mót í Liege í Belgíu, París, Bochum í Vestur-Þýskalandi og Prag. Þar fyrir utan munu flest aðildar- félög UNIMA hafa eitthvað á prjónunum fyrir landa sína. Ekki er víst að UNIMA á íslandi standi fyrir neinum hátíðar- höldum í þétta sinn en félagið lét nýlega til sín taka með brúðuleikhúsviku á Kjarvals- stöðum. Ekki mun Leikbrúðu- land heldur taka þátt í hinum alþjóðlegu mótum né hátíðinni í London þar sem aðstandendur þess eru bundnir við sýningar Krukkuborgar. Ragnarsson, Pétur Einarsson, Jón Sigurbjörnsson, Þórunn Sigurðardóttir, Karl Guðmunds- son, Kristín Anna Þórarins- dóttir, Hanna María Karls- dóttir, Gerður Gunnarsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir og Baldur Stefánsson. Helga Steffensen og Hallveig Thorla- dýrin ætla að passa klukkuna meðan fuglinn fer að leita að ungunum sínum, en það gengur brösulega. Úlfurinn vill endilega losna við fuglinn og það vill uglan líka. Fuglinn vekur nefni- lega sólina á morgnana en það vilja þau ekki, þau vilja láta myrkrið hafa völdin. En að Fyrir sýninguna á „Gauksklukkunni“ munu áhorfendur fylgjast með og taka þátt í að búa til brúðu. Hér eru nokkrar stúlkur sem eru í starfskynningu hjá Morgunblaðinu og Þjóðviljanum með brúðuna sem notuð verður í það atriði. Myndir Emilía. cius gerðu brúðurnar í „Gauks- klukkunni“ og stjórna þeim ásamt Bryndísi Gunnarsdóttur. Eftir að brúðuleikhúsvikunni lýkur verða sýningar á „Gauks- klukkunni" kl. 3 á laugardögum. Gauksklukkan er að sögn þeirra Hallveigar og Helgu verk fyrir alla fjölskylduna. Það lýsir fugli sem á tvo unga. Hin dýrin fyrirlíta hann vegna þess, aö hann passar klukkuna og að hún slái á réttum tíma. Úlfurinn rænir ungum fuglsins og hin lokum leystist allt á farsælan hátt. Helga og Hallveig sögðu að leikritið væri ekki gert með það í huga að börnin tækju þátt í því en á undan sjálfu verkinu spjallar Bryndís Gunnarsdóttir við börnin og fær þau til þess að taka þátt í því að gera með sér brúðu. Þær sögðu að í „Gauks- klukkunni" væri viss spenna og einnig húmor en ekkert væri í leikritinu sem gæti gert börn hrædd. Börn hefðu sennilega Aðalpersóna „Gauksklukkunnar" lengst til hægri í leit að ungunum sínum tveimur sem úlfurinn rændi. Og hér eru ungarnir fundnir í póstkassa með frímerki á höfðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.