Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 fe mmm __m Æ mm : Tveir til • La Louviere Tvcir irikmenn knatt.spyrnuliðs ÍBK, þeir Rinar Ásbjörn í úlafsson 0« Rúnar Georgsson, halda á næstunni til La Loviere í ^ Beljííu *>K munu dveljast þar í æfintíahúúum í 3 vikur. Það er hluti ^ af samninni þeim sem Þorsteinn markvörður Bjarnason gerði við ^ beÍKiska Íélaiíið. að La Lovire myndi taka við ieikmönnum frá h ÍBK til a finica á veturna. | Elías meistari \ í stöng ^ Nýlena var keppt í stanKarstökki á Meistaramóti íslands í frjálsíþróttum, en þeirri Krein var frestað þegar aðalhluti mótsins fór fram. ísiandsmeistari varð Elías Sveinsson FIL en hann stökk 4,00 metra. Valhjörn Þorláksson KR stökk sömu hæð, cn hann hóf keppni fyrr en Elías. Þráinn Hafsteinsson ÍR stökk hærra en hann hefur nokkru sinni áður gert er hann vippaði sér yfir 3,90 mctra. Þorsteinn Þórsson UMSS varð fjórði mcð 3,80 metra, en í það er hans bezti árangur innanhúss. t —0 — 0 — 0 — s Þór vann % ÞÚR VANN sinn fyrsta sigur í 1. deild kvenna f handholta norður ^ á Akureyri um helgina. I»að var Víkingur sem lagður var að velli ^ og er því allt opið upp á gátt á hotninum. Þór hefur nú 2 stig, en h VíkinKur 4 sííb. Þór vann lfi—9. staðan í hálfleik var 10—5. k Sigurinn var aldrei í ha-ttu. Hanna Rúna var markhæst hjá Þór með fi mörk, Harpa og Valdís skoruðu 3 mörk hvor. Ingunn var markhæst hjá Vikingi ? með 4 mörk. Sigb.G. | Platinitil 1 U/olverhampton? ÝMSAR merkilegar sölur eru hugsanlcga á næsta leiti á I Bretlandseyjum. John Barnwell. framkva-mdastjóri Úlfanna. brá í sér til Frakklands í síðustu viku til viðra-ðna við franska ^ snillinginn Michel I'latini. Platini tók vcl á móti Barnwell og var ^ jafnvel talið að gengið yrði frá samningum þar og þá. En ^ einhverra hluta vegna var hætt við allt á síðustu stundu, líklegast var talið að lið Platinis, Nancy, hefði skyndilega hækkað verðið. b Barnwell hefur þó líklega ekki sagt sitt síðasta orð. I)ave Sexton. framkvæmdastjóri Manchester Utd. telur lið sitt skorta framhærilegan markaskorara, of mikið sé treyst á Jimmy gamla Greenhoff. Þeir Joe Jordan og Stuart Pearson sem eiga fáa sína leíka á Bretlandseyjum hafa verið illa slasaðir og lítið getað ^ verið með í slagnum. ÞacS hefur komið niður á sóknarleik MU, sem ^ oftast hefur verið beittari heldur en í vetur. Hinn 17 ára gamli ^ Andy Ritchie hefur þc> staðið vel fyrir sínu, en hann skortir fe reynsiu. Sexton hefur augastað á John Deeham, miðhcrja Aston Villa. Talið er víst að ef Sexton vill grciða 400.000 sterlingspund fyrir kappann, muni Villa fallast á að sleppa Deehan. * — o — o — o — ! Meistaramót í s fimleikum h íslandsmeistaramót i fimlcikum verður haldið laugardag og fe sunnudag 17. »g 18. mars n.k. 1 íþróttahöllinni, Laugardal. og • hefst báða dagana kl. 15. Keppt vcrður í skylduæfingum fyrri daginn og frjálsum ' æfingum seinni daginn. 2 Þátttökutilkynningar berist skrifstofu F.S.Í. fyrir laugardag- í inn 10. mars ásamt þátttökugjaldi, kr. 600.00 á keppanda. Berist ^ tilkynning ásamt þátttökugjaldi ekki fyrir tilskilinn tíma. verður ^ hún ekki tekin til greina. : Nýtt ísl.met ímara- \ þonknattspyrnu |j Enn á ný hefur íslandsmetið í innanhúsmaraþonknattspyrnu ^ verið ba-tt. Að þessu sinni voru það piltar úr 2. fJokki Vals sem k settu nýtt met, léku í alls 31 klukkustund og 10 mínútur. Var . nokkuð dregið af sumum piltanna þcgar þeir loks hættu að leika. Alls skoruðu piltarnir 1834 mörk í leiknum. Þeir sem settu mctið heita Snorri Ægisson, Sigurður Erlingsson, Sigurður Sveinbjörns- I son, Þorsteinn Sigurðsson, Ilelgi Sigurðsson, Jónas Geirsson, “ Pétur Sigurðsson og Guðjón Birgisson. — þr. 2 -O — O- O- i Firmakeppni í : knattspyrnu Knattspyrnudcild Fram gengst fyrir firmakeppni í innanhús- knattspyrnu 17. marz næstkomandi í Álftamýrarskólanum. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 14. mars. Allar upplýsingar eru veittar í síma 15330. If Jóni og félögum gekk ekki vel í Lundúnum JÚN Diðriksson og félagar hans á íþróttaháskólanum í Köln tóku fyrir skömmu þátt í hinu víð- fræga Hyde Park boðhlaupi í Lundúnum. Ekki var förin beint til fjár því lið háskólans hafnaði aðeins í 12. sæti. Það kann að hafa haft sín áhrif að tvo af beztu mönnum liðsins vantaði, en hins vegar eru brezkt háskólalið harð- snúin og innbyrðis keppni margra þeirra gífurlega hörð. Alls tóku um 100 lið þátt og eru sex í hverri sveit. Jón náði öðrum bezta tíma sveitarinnar, hljóp hinar ríflegu þrjár mílur á 14:36 mínútum. 0 Jón Diðriksson Beztum tíma náði Eberhardt Weyel, 14:01 mínútu. Landsliðs- maðurinn í 1500 metra hlaupi, Von Papen, náði aðeins 14:42 mínútum. Brezki hindrunarhlauparinn John Davies, sem hefur verið beztur í víðavangshlaupum í Bretlandi í vetur, varð fótfráastur allra kepp- enda, hljóp á 13:17 mínútum sem er nýtt met á vegalengdinni. Skólabróðir Vilmundar Vilhjálms- sonar og næstfljótasti íbúi heims- ins í 800 metra hlaupi í ár, Se- bastian Coe, náði næst bezta tím- anum 13:26 mínútum. I spjalli við Mbl. í gær sagðist Jón vera að ná sér á strik á ný eftir slæmt kvef og hitapest sem herj- aði á hann og keyrði hann niður í bólið skömmu eftir heimkomuna frá Lundúnum. Jón keppir næst í 10 kílómetra götuhlaupi 18. marz í bænum Leverkusen. Skömmu eftir það hlaup, eða 23. marz, heldur Jón ásamt nokkrum félögum sínum til eyjarinnar Tex- el undan ströndum Hollands, en þar hyggjast þeir dvelja í æfinga- búðum í vikutíma. —ágás. Hlauparinn ágæti úr FH, Sig- urður P. Sigmundsson, hefur í vetur stundað nám í Edinborgar- háskóla í Skotlandi. Jafnframt námi í hagfræði hefur Sigurður stundað æfingar af kappi og hefur hann staðið sig ágætlega í ýmsum víðavangshlaupum sem hann hef- ur tekið þátt í. í viðtali við Mbl. sagði Sigurður að námið væri strembið og það væri með herkjum að hann hefði tíma aflögu til æfinga, en þann tíma hefur hann notað vel. Hann sagðist hingað til hafa ekki tekið víðavangshlaupin mjög alvarlega, heldur fyrst og fremst sem góða æfingu. Á meistaramóti Skotlands í víðavangshlaupum þar sem vega- lengdin var rúmir 12 kílómetrar, hafnaði Sigurður í 70. sæti af rúmlega 30o keppendum. Þess má geta að Skotar eiga fjöldann allan af harðsnúnum víðavangs- og langhlaupurum og því er frammi- staða Sigurðar mjög viðunandi. Sigurður sagðist hafa orðið að leggjast í rúmið vegna veikinda í lok janúar en við það missti hann af Víðavangshlaupi skozkra há- skóla, sem er meistaramót skól- anna í víðavangshlaupum. „Mér þótti sárt að missa af þessu hlaupi. Tel mig hafa átt ágæta möguleika á að verða meðal tíu fyrstu," sagði Sigurður. Framundan eru ýmis hlaup hjá Sigurði. Hann sagðist vera nokkuð bjartsýnn á góðan árangur í sum- ar, því þrátt fyrir takmarkaðan tíma til æfinga hefði honum geng- ið ágætlega á æfingum. Sigurður stefnir einkum að árangri í 5 km hlaupi. Líkur eru á að Sigurður komi heim í páskafrí og taki þá þátt í hlaupum hér heima. —ágás. Óskarí sérflokki ÚSKAR Jakobsson ÍR var í algjörum sérflokki í sinni fyrstu utanhússkeppni með skóla sínum í Texas í Bandaríkjunum. úskar sigraði bæði 1 kringlukasti og kúluvarpi og átti árangur hans drjúgan þátt í góðri útkomu liðsins í keppninni, en lið Öskars sigraði í keppninni sem var milli fiögurra háskóla. I kringlukasti sigraði Úskar með 56,52 metra kasti, en næsti maður kastaði 48,76 metra. í kúluvarpinu kastaði hann 18,32 metra og varð fyrstur, en næsti maður kastaði 15,76 metra. • Það væsir ekki um íþróttamennina í háskólanum þar sem óskar stundar nám. Aðstaða þar er mjög góð, eins og á víst við um fiesta skóla Bandaríkjanna. Þessi mynd er af lyftingarherbergi skólans og sjá má hluta þess tækjabúnaðar sem þar er að íinna. Inn á milli tækjanna grillir / öskar þar sem hann ræðir málin við annan íþróttamann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.