Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 t SIGURNÝ SIGURÐARDÓTTIR, fyrrum á Auaturbrún 6, lézt í Elliheimilinu Grund miövikudaginn 7. marz. Aöatandendur. t Sonur okkar SVEINBJÖRN BECK, lést af slysförum 6. marz. Áata og Árni Back. t Eiginmaöur minn JÓN SNORRI JÓNASSON, Aöalgötu 14B, Suöurayri, lést aö heimili sínu 22. febrúar. Jaröarförin hefur fariö fram. Ingunn Sveinadóttir. t Fööursystir mín ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR HANSEN faadd 20. deaember 1891 lézt aö heimili sínu í Kaupmannahöfn 28. febrúar áriö 1979. Jaröarförin fer fram í dag frá Dispebjergs-kapellu. Fyrir hönt^vina og aöstandenda, Harald St. Björnaaon. + Útför sonar míns og bróður okkar, VIÐARS ÞORSTEINSSONAR, Kirkjuvogi, Höfnum, fer fram frá Kirkjuvogskirkju laugardaginn 10. marz kl. 2 síödegis. Erlendína Magnúadóttir og ayatkini. + Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfali og útför móöur okkar, INGIBJARGAR GUÐLAUGSDÓTTUR, frá Bfldudal, „ ,, Gunnb)örn Jónaaon, Hjálmtýr Jónaaon, Áalaug Jónadóttir, Þorleifur Jónaaon, Margrát Jónadóttir. + Viö pökkum hjartanlega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Seláai 3. Filippus Guömundsaon Helgi Filippuaaon Sigríöur Einaradóttir Hulda Filippuadóttir Árni Kjartanason Pátur Filippusaon Guójóna Guðjónsdóttir Þórhallur Filippuason Þóra Filippusdóttir Þórmundur Sigurbjarnarson Þórey Sígurbjörnsdóttir og barnabörn. + Alúóarþakkir fyrir þann hlýhug og samúö sem þiö hafiö sýnt okkur viö fráfall mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa JÓNASAR GUDMUNDSSONAR frá Grundarbrekku. Guó blessi ykkur öll. Guðrún Magnúsdóttir, Jóhann Jónaason, Hilmar Jónasson, Ester Árnadóttir, Einar Jónasaon, Halldóra Traustadóttir, Sigurbjörg Jónasdóttir, Viöar Óakarsson, Magnúa Þór Jónaason, Guöfinna Óakaradóttir. og barnabörn. Minning — Marinó Breiðfjörð Valdimars- son jámiðnaðarmaður Fæddur 1G. aprfl 1906. Dáinn 3. marz 1979. Góðvinur minn og fjölskyldu minnar er genginn — Marinó Breiðfjörð Valdimarsson járn- iðnaðarmaður, til heimilis að Grettisgötu 49 í Reykjavík. Hann lézt í Landakotsspítala 3. marz, sjötíu og tveggja ára að aldri — eftir þungbær veikindi og spítala- legu af og til síðustu misserin. Marinó var fæddur 16. apríl 1906 að Langeyjarnesi, Klofningshreppi í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Olína Ivarsdóttir og Valdimar A. Marísson. Að hætti ungra og vaskra sveina, beindist athyglin snemma að sjávarsíðunni. Fór hann með föður sínum í verið víðsvegar um Vestfirði eða í námunda við feng- sæl fiskimið til þess að draga björg í bú. Reru þeir feðgar um skeið frá Isafirði, en það átti ekki fyrir Marinó að liggja að ílendast þar. Hugurinn leitaði lengra — út á hið opna og víða haf til framandi stranda og hárra borgturna, sem ljómuðu í hillingum hugans. Og þar kom, að Marinó gerðist farmaður. Var hann um árabil í siglingum á Fossum Eimskips, landa og heimsálfa á milli. Af þeim farmennskuárum kunni hann frá mörgu merkilegu að segja — enda maðurinn athugull og minnugur vel. Margt var það og úr þjóðlífi fyrri tíma, sem honum var hugleikið að rifja upp og bera saman við nýlífið í landinu eftir síðari heimsstyrjöld. með, hvenær „Nói“ kæmi heim úr vinnunni og færi upp til sín. Mánuðum síðar var hún enn á tánum, en nú úti á dyrapalli til þess „að dingla bjöllunni hjá honum Marinó." Og varð aldrei fyrir vonbrigðum með viðtökurn- ar, sú litla. Honum lét einkar vel að laða að sér börn — og vart gat jafnlyndari og dagfarsprúðari mann að öðru leyti. En glaður þó og reifur á góðri stund í vinahópi. Árrisull og skyldurækinn gekk hann til vinnu, en er heim kom að loknu dags- verki, þá ávallt reiðubúinn að taka til hendi og dytta að húsi eða hlúa að gróðri á heimabletti. Snyrti- mennska var honum í blóð borin. Þó að börn Marinós ættu heima utan Reykjavíkur, þá skyggði fjar- lægðin aldrei á ástríkið milli þeirra. Heimsóknir voru bæði tíð- ar og gagnkvæmar. Ennfremur sumarferðalög. Sagði hann okkur jafnan með gleðihreim, er heim kom, frá hverri ferð. Og hlakkaði að vonum til þeirrar næstu. Eg minnist sumardaga fyrir tveim árum, þegar Inga kom heim og dvaldi hér uppi um hríð. Þá var leikið af fingrum fram og lagið tekið. Að vísu varð klökkvi við kveðjur, en bréf fóru áfram á milli — löng og bréf og hjartahlý, sem yljuðu vini okkar. Undanfarin ár átti Marinó sitt annað heimili hjá frú Hansborgu Jónsdóttur að Laugavegi 28 d. Og sem heilsu hans tók að hraka, kom berlega í ljós, hver mannkosta- manneskja frú Hansborg er. Slík var umönnunin og umhyggjan. Fjölskylda hennar lét heldur ekki sitt eftir liggja. Átti Marinó iðu- lega ánægjustundir um árin hjá því góða fólki. Þó að sjúkdómslegur Marinós á Landakotsspítala yrðu margar og þjáningarfullar, þá framgekk aldr- ei æðruorð af hans munni. Hins- vegar fannst honum mikið til um þá hjúkrun sem starfsfólkið veitti, alúð þess og elskusemi. En síðast og ekki sízt rómaði hann læknis- dóma og mannkærleika Ásgeirs Jónssonar, lungna- og hjartasjúk- dómalæknis. Og nú hefur Marinó okkar lagt frá landi — en að þessu sinni út á opið haf hins óræða. Og ekki afturkvæmt til jarðneskrar heimahafnar. Við sem eftir stönd- um á ströndinni, börnin mín, tengdabörn, barnabörn og ég — biðjum honum fararheilla og blessunar. Áratuga vináttu hans og tryggð munum við geyma í þakklátum huga. Dætrum hans og syni, ástvinum og vinum færum við innilegar samúðarkveðjur. Utför Marinós verður gerð í dag, föstudag kl. 13.30 frá fríkirkjunni. Kristinn Reyr. Kristín Ólafsdóttir —Minningarorð Marinó kvæntist Guðrúnu Guð- mundsdóttur 22. desember 1928 og hófu þau búskap hér í Reykjavík. En Guðrún andaðist 16. maí árið 1951. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru: Sigríður Ólína, fædd 6. október 1932 — gift Jóhanni Jónssyni, verkstjóra á Selfossi: Þeirra börn eru: Marinó, kvæntur. Og Hansína og Guðbjörg og Guðmundur Rúnar — öll í foreldrahúsum. Ingibjörg Marinós Rendolpt, fædd 6. júní 1934, búsett í Banda- ríkjunum. Börn: Alda, búsett á Selfossi, Debby, búsett í Banda- ríkjunum, Rendy og Loyd og Sússý — enn í foreldrahúsum. Guðmundur, fæddur 16. júlí 1940 — fulltrúi á skattstofu Vest- fjarðaumdæmis. Kvæntur Þor- gerði Einarsdóttur. Dætur þeirra eru Ingibjörg og Guðrún, báðar í foreldrahúsum. Að liðnum farmennskuárum, var Marinó um tíma á varðskipum. En gerðist síðan starfsmaður í vélsmiðjunni Héðni og nam jafn- framt járnsmíðaiðn. Hin síðari árin starfaði hann við afgreiðslu í vöruskemmu Eimskips — eða meðan aldur og heilsa leyfðu. Ég kynntist „Marinó okkar“ eins og mér og ástvinum mínum varð tamast að kalla hann — fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan. En hann hóf sambúð við móður mína, Ágústu Árnadóttur, að Grettis- götu 49 um það leyti. Hún féll frá árið 1969 — en allt til skapadæg- urs var heimili hans áfram undir sama þaki og fyrr. Dóttir mín, maður hennar og börnin þrjrí á hæðinni, en Marinó á loftinu. Hann var því órofa hlekkur í fjölskyldukeðjunni okkar öll þessi ár. Og reyndist sem slíkur, bæði í skini og skúrum. Marinó tók ástfóstri við börnin mín, þau Eddu og Pétur, þegar á unga aldri þeirra. Og enn síðar við maka þeirra og smávinina, sem komu í heiminn og kinkuðu kolli framaní tilveruna. Ágústa litla var til dæmis varla varin að stíga við stokkinn, þegar hún reyndi að tylla sér á tá við glugga og fylgjast Það hefur fjarað út hægt og hægt hið langa líf minnar ástkæru móðursystur, Kristínar Ólafs- dóttur, Þverholti 7, enda árin orðin mörg að baki. Hún lést á Elliheimilinu Grund að morgni 2. þ.m. eftir langa sjúkdómslegu, 88 ára að aldri, sem þó er einu ári fram yfir þann aldur, er móðir hennar, Steinunn Sigurðardóttir náði, en faðir hennar, Ólafur Þórðarson, varð 93ja ára. Þessi háöldruðu hjón bjuggu síðast að Kotvelli í Hvolhreppi, en fluttust til Reykjavíkur árið 1921 með börnin sín fimm. Þegar litið er til baka á þann hluta hinnar löngu ævi, sem mér er kunnur, kemur fyrst upp í hugann hin frábæra gestrisni og glaðværð, sem alltaf ríkti á heimili Kristínar og Valdimars Jónssonar, eiginmanns hennar, en hann lést árið 1964. Annars voru hún og systkini hennar og allt þeirra skyldulið, sem sest hafði að hér í Reykjavík, einstaklega samhentur hópur, sem naut sín best á gleði- stundum við söng, glens og gaman, ásamt áþreifanlegri vinsemd til allra, enda vinahópurinn stór. Þrátt fyrir erfiðleika, sorgir og áföll, sem fjölskyldan varð fyrir, þá skein alltaf í gegn, að því er virtist, óþrjótandi bjartsýni, sem bægði frá raunum lífsins og gleðin ríkti á ný. Þannig lýsir minningin um Kristínu upp hugann og þrátt fyrir, að nánustu aðstandendur horfi með söknuði á eftir móður, tengdamóður, ömmu, systur, frænku og vinkonu, þá mun andi hennar á ný lýsa gleðinnar ljósi til þeirra innan tíðar. Hún var einlæg trúkona og situr nú vafalaust í glöðum hópi sinna, sem áður eru horfnir á braut. Sem dæmi um bjartsýni, óbilandi hugarþrek, kjark og dugnað, vil ég nefna að árið 1964, þá nýorðin ekkja, dreif hún sig illa á sig komin af heilsufarsástæðum, ótalandi erlendar tungur, með yngra syni sínum í sína fyrstu utanlandsferð, sem náði til Norðurlanda og Þýskalands. Þetta geta engir nema þeir sem hafa gleðina í hjarta og hlýja jafnframt með henni sínum samferða- mönnum. Nú er ferðin vafalaust ívið lengri og yfirferðin meiri. Kristín eignaðist 2 syni, sem upp komust, en það eru Ólafur Steinar Valdimarsson, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri hjá samgöngu- málaráðuneytinu, og Axel Valdimarsson, starfsmaður hjá S.I.S., en hann hefur nú um skeið átt við þungbæra vanheilsu að stríða. Kona Ólafs Steinars er Fjóla Magnúsdóttir og eiga þau hjón fjögur einstaklega mannvæn- leg börn, sem voru augasteinar ömmu sinnar á eilliárunum. Kristín Ólafsdóttir verður í dag til moldar borin í Fossvogskirkju- garði við hlið eiginmanns síns. Megi hún og hennar njóta Guðs blessunar. Bjarni Garðar Guðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.