Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 5 Jón Ólafsson, skólastjóri Gerðaskóla, Garði: t>jófnadur og skemmtiþættir Einn af mínum gömlu nem- endum á í erfiðleikum núna. Símstöðvarstjórinn í Sand- gerði hefur verið umtalaður í skemmtiþáttum í sjónvarpi og útvarpi sem þjófur. Þegar ég þekkti hana og hitti hana á hverjum skóladegi í mörg ár, var hún samviskusöm og ná- kvæm og vönd að virðingu sinni. Sannsögul og heiðarleg og við- kvæm fyrir áliti annarra. Hún og maðurinn hennar vinna fulla vinnu utan heimilis. Peningaupphæðin sem rænt var úr pósthúsinu nemur 2—3 vikna vinnu þeirra hjóna og ég hef ekki heyrt að þau ættu í fjár- hagserfiðleikum. Skömmu fyrir ránið lentu þau hjón í bílslysi og skaddaðist hún á hálsi og var með stífan kraga, þegar ránið átti sér stað. Hér suður frá dettur engum í hug, að hún segi ekki satt frá. Jón Olafsson skólastjóri Gerðaskóla, Garði Bókun Alþýðuflokks: .. af vettvangi ríkis- stjórnarinnar og inn á Alþingi með fíutningi frumvarps...” legum kosningaundirbúningi og e.t.v. löngum eftirleik kosninga án starfhæfrar meirihluta- stjórnar gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir þró- un efnahagsmála og að knýja fram slíkt ástand án þess að hafa áður látið á það reyna hvort samstaða er fáanleg á Alþingi er ábyrgðarlaust at- hæfi. Þá fyrst, þegar staðfest hefði verið að engin slík sam- vinna um úrræði í efnahagsmál- um væri fáanleg og ljóst væri að enginn starfhæfur meirihluti væri til á Alþingi væri tímabært og rétt að rjúfa þing og kjósa upp á nýtt. Því samþykkir þing- flokkur Alþýðuflokksins að greiða atkvæði gegn tillögu Sjálfstæðisflokksins um þingrof og nýjar kosningar en lýsir því jafnframt yfir, að hann mun beita sér fyrir slíku úrræði fari allar samkomulagstilraunir út um þúfur þannig að þjóðin geti á komandi vori kjörið sér nýja forystu." Með vísan til þessarar sam- þykktar segi ég nei.“ VIÐ atkvæðagreiðslu um til- lögu sjálfstæðismanna um þingrof og nýjar kosningar gerði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins svofellda grein fyrir atkvæði sínu: „Á fundi í þingflokki Alþýðu- flokksins, sem haldinn var í dag, var eftirfarandi samþykkt gerð: „Með vísan til samþykktar þingflokksins þann 6. þ.m. og yfirlýsingar formanns Alþýðu- flokksins í útvarpsumræðunum s.l. þriðjudagskvöld ítrekar þingflokkur Alþýðuflokksins það álit, að ríkisstjórnin verði í þessari viku að leiða til lykta umræðurnar um flutning stjórnarfrumvarps um aðgerðir í efnahagsmálum. Takist það ekki telur þingflokkurinn, að frekara málþóf í ríkisstjórninni sé tilgangslaust. Þingflokkur Alþýðuflokksins mun þá færa umræður um málið af vettvangi ríkisstjórnar og inn á Alþingi með flutningi frum- varps um efnahagsmál. Þingrof nú ásamt óhjákvæmi- Kynna sænskar og finnskar bækur LAUGARDAGINN 10. mars kl. 16.00 verður í Norræna húsinu síðari hluti bókakynn- ingar bókasafns hússins í samvinnu við norrænu sendi- kennarana við Háskóla ís- lands, og verða nú kynntar bækur úr útgáfu ársins 1978 frá Finnlandi og Svíþjóð. Mun Ros Mari Rosenberg kynna bækur frá Finnlandi og Lennart Aberg frá Svíþjóð. I bókasafninu verða til sýnis og útlána úrval hinna Málverkasýn- ing i Eden Stefán Gunnlaugsson opnar á laugardag sýningu í Eden í Hvera- gerði, þar sem hann sýnir lands- lagsmálverk. Þetta er fyrsta sýn- ing Stefáns. Ráðgert er að sýningin standi til sunnudagsins 18. þ.m. nýju bóka, og ennfremur munu bókalistar liggja frammi. Allir eru velkomnir á þessa bókakynningu. Auknar leið- beiningar um meðferð fjárhunda RÆKTUN og tamning fjárhunda er eitt þeirra mála, sem Búnaðar- þing hefur fjallað um. Samþykkti þingið að tillögu Halldórs Einars- sonar bónda á Setbergi og búnaðarþingsfulltrúa ályktun, þar sem þingið felur stjórn Búnaðar- félags Islands að koma á aukinni leiðbeiningaþjónustu við ræktun, tamningu og meðferð fjárhunda. Jafnframt verði kannað, hvaða erlend fjárhundakyn væri álitleg- ast að flytja inn sem smalahunda á afréttum og fjalllendi íslands. Ráðstefna SVS á morgun: Atlantshafsbanda- lagið — friður í 30 ár RÁÐSTEFNA Samtaka um vestræna samvinnu um „Atl- antshafsbandalagið — FRIÐ í 30 ár“ hefst kl 10 árdegis á morgun, laugar- dag í Kristalssal Hótel Loftleiða. Ráðstefnan er haldin í tilefni af því, að hinn 4. apríl n.k. eru 30 ár liðin frá stofnun Atlants- hafsbandalagsins. Ráðstefnan hefst árdegis með því að Guðmundur H. Garðarsson setur ráðstefn- una, en síðan flytur Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra. ávarp. Þá fjalla þingmenn- irnir Sighvatur Björgvinsson, Einar Agústson og Olafur G. Einarsson um ísland, vestræna samvinnu og Atlantshafsbandalagið. Þá munu ráðstefnugestir snæða hádegisverð saman og væntanlega verður þar flutt ræða eftir Harry D. Train, aðmírál, yfirflotaforingja At- lantshafsherstjórnar NATO (SACLANT) en hann kemur ekki til íslands að þessu sinni, eins og fyrirhugað hafði verið. Eftir hádegi flytur Tómas Tómasson, sendiherra erindi um Atlantshafsbandalagið og landhelgismálið og dr. Þór Whitehead, lektor. raíðir um aðdragandann að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. Þá fara fram Pauelumræður, sem Markús Örn Antonsson stýrir. Þátttakendur verða m.a. Eiður Guðnason, Hörður Einarsson, Jón Sigurðsson og Stefán Friðbjarnarson. Ráð- stefnustjóri verður Björn Bjarnason. Full búð af Einnig fyrir fermingar. skyrtur, + slaufur, + treflar, + bindi, + o.fl. o.fl. ■ ■ vorum TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS PKARNABÆR Laugaveq 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.