Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
Islendingar þurfa að vera vel á
verði gagnvart sterkum fíkniefnum
— segir deildarstjóri dönsku fíkniefnalögreglunnar
Frá blm. Mbl. í Kaupmannahöfn SigtrygKÍ SÍKtryKKssyni.
— ÍSLENDINGAR þurfa að vera vel á verði gagnvart sterku
fíkniefnunum svo sem morfíni og heróíni. Þeim peningum er vel
varið, sem notaðir eru til fyrirbyggjandi aðgerða á þessu sviði,
sagði Svend Thorsted, deildarstjóri fikniefnalögreglunnar í
Kaupmannahöfn, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Svend
Thorsted talar hér af eigin reynslu. hann hefur starfað í
fíkniefnalögreglunni í Kaupmannahöfn síðan 1968 og hefur fylgst
með því hvernig fíkniefni hafa náð fótfestu í landinu, tegundirnar
orðið fleiri og hættulegri og það sem alvarlegast er, séð æ fleiri
ungmenni ánetjast fíkniefnum. Talið er að þúsundir danskra
ungmenna noti fíkniefni að staðaldri og á hverju ári látast tugir
ungmenna vegna neyzlu fíkniefna.
Árið 1976 verða nokkur þátta-
skil en þá var byrjað að flytja
heróín ólöglega inn í landið.
Fyrst var heróín hér í litlum
mæli, en það verður æ meira
áberandi á markaðnum eftir því
sem árin líða. Kókaín tókum við
fyrst árið 1974, en það hefur
verið hér á markaðnum í fremur
litlum mæli og það mál, sem nú
er til rannsóknar og íslend-
ingarnir tengjast, er annað
Blaðamaður spurði Thorsted
hver hefði verið þróunin í þess-
um málum í Kaupmannahöfn og
Danmörku allri sl. ár.
— Hassið kom fyrst eða á
árunum 1966—1967. Það hefur
alla tíð síðan verið algengasta
tegundin á markaðnum og erfitt
hefur reynst að hefta innflutn-
inginn í landi sem er jafn opið
og eftirsótt af ferðamönnum og
Danmörk. Árið 1969 kom ný
tegund á markaðinn hráópíum
og það var algengt um tíma og
árið eftir kom enn ein tegund á
markaðinn, hið stórhættulega
skynvilluefni LSD. Það gekk i
tvö ár, en þá tók bara nýtt efni
við, morfínbasinn frá Tyrklandi.
Þessi „basi“ var nálægt því 67%
hreinn og var hann lengi á
markaðnum. Næst komu á
markaðinn pakistanskar mor-
fíntöflur, sem voru allt að 86%
hreinar og ruddu því morfínbas-
anum fljótlega af markaðnum.
stærsta kókaínmál,
höfum fengist við.
sem við
Ef litið er á nokkrar tölur,
sem Thorsted sýndi blaðamanni
Morgunblaðsins um brot á
dönsku fíkniefnalögunum hér í
Kaupmannahöfn á síðustu árum
og dauðsföll af völdum fíkniefna
í öllu landinu kemur ýmislegt
fróðlegt og óhugnanlegt í ljós.
Árið 1968 hafði fíkniefnalög-
reglan í Kaupmannahöfn til
meðferðar 820 mál, sem vörðuðu
brot á fyrrnefndum lögum. Árið
1969 fjölgaði málunum í 1.620,
en árið 1970—1975 var fjöldi
þessara mála á bilinu
1.200—1.500 en árið 1976 kom
stórt stökk upp á við og málin
urðu 2.340 og árið 1977 var fjöldi
þessara mála í Kaupmannahöfn
2.315.
Mjög alvarleg þróun blasir við
þegar litið er á tölur um dauðs-
föll af völdum fíkniefna í Dan-
mörku á árunum 1968—1977.
Árið 1968 létust 6 manns af
völdum fíkniefnaneyzlu, árið
eftir var talan komin upp í 13 og
árið þar á eftir upp í 37. Þessar
tölur hafa síðan hækkað með
hverju ári og árið 1977 létust 70
manns í Danmörku af völdum
fíkniefnaneyslu. Á fyrrgreindu
tímabili þ.e. árið Í968—1977
létust alls 447 manns af völdum
- fíkniefna og þessi tala er enn
skelfilegri þegar haft er í huga
að þarna er að langmestum
hluta um að ræða ungt fólk í
blóma lífsins.
— Það verður sífellt erfiðara
að ráða við þetta mikla vanda-
mál því fíkniefnaviðskipti gefa
gífurlega mikið í aðra hönd ef
þau heppnast og því leiðast
margir út í þau, sagði Thorsted
að lokum.
Hver ríkisstjórnar-
fundurinn rekur annan
TVEIR ríkisstjórnarfundir
voru haldnir í gær vegna
efnahagsmála og er búizt
við því að tveir ríkis-
stjórnarfundir verði enn í
dag. Þá er jafnvel búizt við
því að boðaður verði ríkis-
stjórnarfundur á morgun
og fleiri umræðufundir
verði um helgina. Þá hefur
Morgunblaðið haft af því
spurnir að Jón Sigurðsson,
aðalefnahagsráðunautur
ríkisstjórnarinnar og for-
sætisráðherra sé erlendis,
en hann sé væntanlegur
heim á morgun.
Innan Alþýðuflokksins
var í gær haldinn þing-
flokksfundur og að honum
loknum var framkvæmda-
stjórnarfundur. Fram-
kvæmdastjórnarfundur var
einnig haldinn í Alþýðu-
bandalaginu í gær, þar sem
rætt var um efnahagsmálin.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Morgunblaðið aflaði
sér í gær mun komið nokk-
urt sáttahljóð í aðila innan
stjórnarflokkanna. Enn eru
menn þó að rökræða um
bindiskyldu, verðbótakafl-
ann og sitthvað fleira.
Greinir Alþýðuflokkinn og
Alþýðubandalagið þar á, en
alþýðuflokksmenn líta svo
á, að ágreiningur sé enginn
milli þeirra og Framsóknar-
flokksins. Hins vegar sé
óráðið, hvað Ólafur
Jóhannesson geri. Staðan sé
því óbreytt — það sé beðið
eftir Ólafi.
Tímabundið olíugjald:
Teljum 1% vera algjört
smáræði fyrir útgerðina
— segir Sverrir Hermannsson
FYRIR nokkru var samþykkt á
Alþingi frumvarp til laga um tíma-
bundið olíugjald og hljóðaði ein
tillögugreina frumvarpsins á þann
veg, að þegar fiskiskip seldu í
erlendri höfn skyldi draga 1%
olíugjald til útgerðar frá heildar-
söluverðmæti afla við hlutaskipti.
Lúðvík Jósepsson og Garðar
Sigurðsson, þingmenn Alþýðubanda-
lagsins, báru fram breytingartillögu
um að þessi grein frumvarpsins félli
niður og studdu sjálfstæðismenn á
Alþingi hana. Mbl. innti Sverri
Hermannsson alþingismann eftir því
með hvaða rökum þeir hefðu stutt
breytingartillöguna:
— Þessi grein tillögunnar gerir
ráð fyrir að dregið verði frá heildar-
söluverði afla erlendis 1% er komi
óskipt til útgerðarinnar og má því
segja að skipverjar séu þar með
rændir sínum hlut. Þetta á að gera
til þess að létta undir með útgerðinni
vegna aukins olíukostnaðar. Við
teljum þetta einnig brot á kjara-
samningi og þar sem upphæðin á
hverri söluferð er nánast algjört
smáræði þá held ég að hún skipti
útgerðirnar engu máli og að mínu
mati er þetta einber sýndarmennska.
Það skal líka nefna að í 50 milljón
króna sölutúr þá fær útgerðin af
þessu eina prósenti hvort eð er 240
þúsund, en 160 þúsund renna til
skipverja. Þessar 160 þúsundir sem
þannig á að taka af skipverjum
bjarga því engri útgerð að því er ég
bezt fæ séð. Þess vegna studdum við
að tillögugreinin yrði felld, en eftir
mikið karp stjórnarsinna tókst þeim
að koma sér saman um að láta hana
standa.
704 at-
vinnu-
lausir
ALLS voru 704 vinnufærir menn á
atvinnuleysisskrá um síðustu
mánaðamót miðað við 882 í febrú-
arbyrjun. í kaupstöðum voru alls
569 á skrá nú miðað við 702 í
febrúar, í stærri kauptúnum voru
þrír miðað við 11 í fyrra mánuði og
í smærri kauptúnunum voru 132 á
skrá miðað við 169 í fyrra mánuði.
Atvinnuleysisdagar í febrúar
voru 13.371 á móti 20.809 í janúar.
Fólk forðast að vera á ferli utan dyra nema í brýnustu erindum. en þó
var öllum óhætt að gægjast út á svalir milli éljanna. Ljósm. Rax.
Kaupmáttur sl. árs og í ár
ekki meiri en skv. maílögum
sagði Geir Hallgrímsson
Stjórnarflokkarnir hefðu einnig 2% skattalækkunar á þessu ári
KAUPMÁTTUR á síðasta ári
varð ekki meiri og verður ekki
meiri á þessu ári en hann hefði
orðið með mailögum fyrrver-
andi ríkisstjórnar. sagði Geir
Hallgrímsson við lok þingrofs-
umræðna á Alþingi í fyrra-
kvöld. Þegar sett var fram
krafan um samningana í gildi
á sl. vetri var við það átt, að
kaupmáttur yrði sá. sem að var
stefnt með júnísamningunum
1977, sagði Geir Hallgrímsson
ennfremur. Sá kaupmáttur
hefur ekki náðst, hvorki á sl.
ári né mun hann nást á þessu
ári.
Geir Hallgrímsson minnti á í
ræðu sinni, að samningarnir
hefðu ekki verið settir í gildi,
hvorki með samþykkt vinstri
meirihluta í borgarstjórn
Reykjavíkur á miðju sl. sumri
né með bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar í september.
vanefnt kosningaloforð sitt með
misbeitingu niðurgreiðslna í
septembr og desember. Þeir
hefðu einnig vanefnt það með
því að láta ekki 8% verðbóta-
auka koma til útborgunar kaups
í desember. I því felst engin
afsökun að segja, að skattalækk-
un komi á móti, sagði Geir
Hallgrímsson. Fyrir liggur yfir-
lýsing hagfræðings ASI þess
efnis, að almennir félagsmenn
ASI muni ekki njóta nokkurrar
eins og lofað var. Félagslegar
umbætur hafa ekki séð dagsins
ljós og gera það ekki fyrr en á
löngum tíma og koma þá sem
byrði á atviftnureksturinn engu
ódýrari en samsvarandi launa-
hækkun.
Með öllu þessu hafa stjórnar-
flokkarnir vanefnt kosningalof-
orðið, sagði Geir Hallgrímsson,
, þeir hafa játað það sjálfir og
það er kannski von, því að
útilokað er að efna það.