Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
31
Karlotta Aðalsteins-
dóttir — Mirmmgarorð
F. 21 nóvember 1939.
D. 1. marz 1979.
í dag verður til moldar borin frá
Fossvogskirkju Karlotta Aðal-
steinsdóttir.
Karlotta eða Lottý eins og hún
var daglega kölluð lauk hérvistar-
dögum sínum 1. þ.m. á Landspítal-
anum, eftir langa og þunga sjúk-
dómslegu. Það er ætíð svo að þegar
fólk deyr í blóma lífsins setur að
manni trega og maður hugsar um
hverfulleika þessa lífs, en þegar
fólk fær lausn frá þungbærum
sjúkdómi, léttist sá tregi. Lottý
var fædd í Reykjavík 21. nóvember
1939, dóttir hjónanna Helgu Guð-
bjargar Kristjánsdóttur og Aðal-
steins Þorsteinssonar. Ung að
aldri missti hún móður sína, en
átti þá því láni að fagna að vera
tekin í fóstur af sæmdarhjónunum
Maríu Þórðardóttur og Ingimar
Þorkelssyni, Skipasundi 86 í
Reykjavík. Hjá þeim ólst hún upp
ásamt fjórum börnum þeirra
hjóna, reyndust þau henni alla tíð
ómetanlegir foreldrar og færi ég
þeim mínar dýpstu þakkir fyrir
alla þá ástúð og umburðarlyndi
sem þau sýndu henni.
Lottý fór að loknu miðskólanámi
að vinna hjá Mjólkursamsölunni
og síðan hjá ýmsum stofnunum
ríkisins og síðast hjá ríkisbókhald-
inu. Árið 1970 gekk hún að eiga
Jón Sigurðsson frá Eyrarbakka, en
þau slitu samvistum eftir stutta
sambúð. Átti hún með honum tvö
börn, Sigurð níu ára og Helgu sjö
ára. Eftir sambúðarslitin bjó
Lottý börnum sínum fagurt og
gott heimili og hafðu hún skömmu
áður, en hún kenndi sjúkdóms þess
er dró hana til dauða, fest kaup á
íbúð að Strandaseli 5 og sýndi það
framtak hennar hve björtum aug-
um hún leit framtíðina. En það fór
öðruvísi en ætlað var. Nú hefur
hún lokið hérvistardögum sínum
og er það þungur harmur börnum
hennar sem nú verða fyrir þeirri
þungu raun að missa unga móður
sína, eins og var hlutskipti hennar
sjálfrar.
Það er ætíð erfitt að tíunda
lífshlaup fólks og vega og meta
það svo að ég ætla ekki að gerast
dómari á ævi systur minnar. Að
lokum langar mig að færa Elínu
systur minni og Guðbrandi manni
hennar þakkir fyrir þá umhyggju
og fórnfýsi sem þau ávallt sýndu
Lottý og þó sérstaklega í hennar
þungbæru veikindum. Einnig vil
ég þakka Þóru Guðmundsdóttur
Strandaseli 5 og starfsfólki og
læknum á deild 4c á Landspítalan-
um ásamt öðru starfsfólki sjúkra-
hússins. Einnig vil ég senda hjón-
unum Vigdísi Sigurðardóttur og
Árna Theódórssyni að Brennistöð-
um í Flókadal kærar þakkir fyrir
ómetanlega umhyggju fyrir börn-
um í veikindum systur minnar. Ég
kveð systur mína hinstu kveðju
með þessu versi:
„Enn í trausti elsku þinnar
er með Kuðdómsljóma skín
fyrir sjónum sálar minnar
sonur Guðs. ég kem til þín.
Líkn ég þrái, líkn ég þrái
líttu þvf í náð til mín.„
Georg Stanley Aðalsteinsson.
Að hryggjast og gleðjast.
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast,
það er lffsins saga.
Nú er hún Karlotta eða Lottý,
eins og við kölluðum hana, búin að
fá hvíldina. Við höfðum beðið, en
vissum samt ekki hvenær kallið
kæmi. Hún var búin að vera lengi
mikið veik, en sterk var hún og
alltaf var hugsunin um framtíðina
henni efst í huga.
Lottý var fædd í Reykjavík. Hún
var dóttir Helgu Kristjánsdóttur,
er lézt árið 1943, og Aðalsteins
Þorsteinssonar, sem lézt árið 1963
og var hún yngst af 4 alsystkinum.
Hún átti einnig 4 hálfsystkini.
Lottý var mjög áhugasöm um
fjölskyldu 'sína og var fróð um
ættir hennar og fylgdist hún sem
hún mátti með systkinum sínum.
Það var 11. marz 1944 að við
urðum þeirrar gleði aðnjótandi að
til okkar kom sú stúlka, sem við nú
kveðjum. Henni hafði verið komið
fyrir á barnaheimilinu Suðurborg
v. Eiríksgötu eftir lát móður, en
hún lést aðeins 24 ára frá 5
börnum sínum. Það var mikið áfall
fyrir systkinin. Við höfðum tekið
að okkur mikið ábyrgðarhlutverk
að gangast þessari stúlku í for-
eldra og systkina stað, en hún
gerði hlutina svo auðvelda þegar
hún kom. Hún var lítil og grönn,
dökkhærð og fjörleg og minnumst
við þess að þegar hún kom, gekk
hún rakleiðis inn í húsið, settist
þar á dívan og tilkynnti það hátt
og skýrt, að hér vildi hún eiga
heima. Við viljum hér þakka henni
allar þær gleðistundir sem hún gaf
okkur. Það var eðli Lottý, að ef
hún átti eitthvað vildi hún deila
því með öðrum og var svo einnig
síðar á ævinni, þó stundum væri
fjárhagurinn ekki mikill. Hún
hafði gleði af að gleðja aðra.
Árið 1968 hóf hún búskap með
Jóni Sigurðssyni, en þau giftu sig í
janúar 1970. Eignuðust þau tvö
börn, Sigurð, f. 29. september 1969
og Helgu f. 27. desember 1971. Þau
slitu samvistum 1972.
Það var bæði okkur og öðrum
vandamönnum mikil gleði að sjá
hvernig hún byggði upp heimili
fyrir sig og börnin og mátti segja
að hún flytti fjöll í því sambandi,
enda var það stolt hennar að búa
sem best að framtíð barnanna.
Börnin voru henni allt og þau
hlutu óskipta athygli hennar og
ekkert var til sparað að láta þeim
líða sem bezt, þó ekki væru alltaf
miklir fjármunir annars vegar. En
ákvarðanirnar voru teknar af
þeim öllum og var mikið yndi að
sjá hversu vel þau lögðu sig öll
fram um, að láta þetta stórvirki
gerast, sem það er að eignast eigið
húsnæði og aðra veraldlega hluti.
Lottý var bjartsýn, framúrskar-
andi fjármálamanneskja og gafst
ekki upp við hlutina.
Þessir síðustu mánuðir hafa
verið erfiðir, hin miklu veikindi og
það að hún gat ekki haft litlu
börnin sín hjá sér, það var sárt. En
þau fóru á gott sveitaheimili og
stunda þaðan skóla og viljum við
þakka Vigdísi og hennar fólki fyrir
hennar hönd, hversu vel hún hefur
reynst þessum ungu börnum.
Við viljum líka mega þakka
öllum þeim, sem hafa rétt Lottý
ómetanlega hjálparhönd og má
þar nefna Þóru Guðmundsdóttir,
sem ætíð var, hvort sem á nóttu
eða degi, reiðubúin til að líta til
með henni. Einnig viljum við mega
þakka læknurú og hinu eindæma
goða hjúkrunarliði Landspítalans
fyrir alla þá umönnum sem þau
létu í té. Þá viljum við þakka Elínu
og Guðbrandi og allri þeirra stóru
fjölskyldu, fyrir allt sem þau hafa
lagt á sig og ætíð verið reiðubúin
að leggja henni lið, hvenær sem
var og má með sanni segja um þau,
að þar sem er hjartarúm, þar er
húsrúm.
Við biðjum svo algóðan Guð að
styrkja Sigurð og Helgu í sorg
þeirra, því þau hafa misst svo
mikið. Við vottum þeim og syst-
kinum Lottý og öðrum ættingjum
okkar dýpstu samúð.
Guð blessi Lottý og megi heim-
koman verða henni björt og ljúf.
Hafi hún þökk fyrir samveruna.
Fósturforeldrar,
fóstursystkini,
makar þeirra og börn.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast
á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra
daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með
góðu línubili.
Efsti bekkur Stýrimanna-
skólans í varðskipsferð
Það hefur verið .venja
undanfarin ár að nemendur
efsta bekkjar Stýrimanna-
skólans fara náms- og
kynnisför með varðskipi.
Að þessu sinni var ferðin
farin 26. til 28. febrúar
síðastliðinn. Myndin sýnir
Helga Hallvarðsson skip-
herra í hópi nemenda og
kennara þeirra.
Nám-
skeið
Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðiö að auglýsa
eftir þátttakendum í fyrirhuguðu námskeiði Félagsmálaskóla
alþýöu, í Ölfusborgum 25. mars næstkomandi.
Meðal námsgreina má nefna:
Hópefli (leiðbeining í hópstarfi).
Skráning minnisatriða.
Fundarstörf, félagsstörf og ræðugerð.
Trúnaðarmaðurinn á vinnustað.
Vinnulöggjöf, vinnuverndarmál og
fræðslumáí.
Saga verkalýðshreyfingarinnar.
Skipulag og starfshættir samtakanna o.fl.
Námsefnið fer fram í fyrirlestrum, hópstarfi, umræðum og
æfingum. Verður unnið flesta daga frá kl. 9.00—19.00, með
hléum. Leitast verður við að koma á listkynningum og
umræðum um menningarmál.
Kostnaður félagsmanna, sem þátt taka í námskeiðinu mun
verða greiddur samkvæmt reglum þar að lútandi. Þar sem
þátttaka er takmörkuð þurfa þeir félagsmenn V.R., sem vilja
nota þetta tækifæri að hafa samband við skrifstofu V.R.
Hagamel 4, sími 26344, eigi síðar en þriðjudaginn 13. mars
næstkomandi.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
Smi*
Bókamarkaðurínn
SÝNINGAHÖLLINNI,
ÁRTÚNSHÖFÐA
argus