Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 21
g MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 21 Sumir voru forsjálir að hafa skóflu til að moka sig úr sköflunum. Strætisvögnunum seinkaði og hún gat því orðið drjúg stundin á biðstöðvunum. GÍFURLEG ófærð var á höfuð- borgarsvæðinu og næsta nágrenni, aðallega vegna horðan- strekkings og mikils skafrenn- ings, sem olli þvi að vanbúnir bflar tepptust víða á aðalleiðum eða drápu á sér og við það mynduðust miklir umferðarhnút- ar. Fólk átti víða í erfiðleikum af þessum sökum og einnig sakir óveðursins almennt, þannig að miklar annir voru hjá lögregl- unni í Reykjavík og nágranna- bæjunum. Hins vegar var ekki kunnugt um nein meiriháttar slys eða óhöpp. Að sögn varðstjóra í aðalstöðv- um lögreglunnar í Reykjavík var ástandið allan síðari hluta dags í gær vægast sagt mjög slæmt. Verst var þó ástandið í vestur- bænum og miðbænum, en færð var tiltölulega góð í Árbæ og Breiðholti. Hins vegar var Iög- reglunni ekki kunnugt um nein alvarleg slys eða óhöpp af völdum ófærðarinnar eða veðurs. Lög- reglan þurfti að aðstoða margt fólk vegna veðursins og ófærðar- innar, þannig að segja mátti að hún hafi lítið getað sinnt öðru en slíku í allan gærdag, og undir kvöld hafði lögreglan tekið 5—6 jeppa á teigu til að sinna slíku aðstoðarstarfi, auk þess sem allur bflakostur lögreglunnar sjálfrar var upptekinn við slík störf. Að sögn lögregluvarðstjórans var ráðgert að starfsmenn gatna- málastjóra reyndu að halda öllum aðalleiðum opnum fram til kl. 22 í gær en þá átti að gera hlé á snjóruðningi fram til kl. 04 í nótt. Mátti því gera ráð fyrir að færð gæti versnað þegar liði á kvöldið. Hjá Strætisvögnum Reykjavík- ur fékk Morgunblaðið þær upplýsingar, að vagnarnir hefðu átt í miklum erfiðleikum í allan gærdag og þá aðallega vegna þess að smærri bflar tepptu og urðu farartálmar á aðalleiðum. Voru strætisvagnarnir fastir vfða um borgina á níunda tímanum f gær af þessum ástæðum en vonir stóðu til að úr rættist þegar umferð minnkaði og eins var farið að draga úr ferðatíðni vagn- anna. Átti þá að reyna að rétta af áætlun þeirra, sem öll hafði geng- ið úr skorðum um daginn. Átti að reyna að halda áætlunarferðum áfram fram eftir kvöldinu svo lengi sem unnt væri. Samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarlögreglunnvar var þar hið versta ástand í gærkvöldi. Reykjanesbrautin var algjörlega teppt og þar voru margir bflar fastir, og þar á meðal ýmsir sem lagt höfðu af stað þá leið þrátt fyrir aðvaranir lögreglunnar. Einnig var allt ófært á Hafnar- fjarðarveginum og eins á Arnar- neshæðinni, þar sem fjöldi bíla hafði stöðvazt og mikill umferðarhnútur myndast. Þá var Vesturlandsvegurinn algjörlega lokaður við Ilulduhóla. „Það hafa verið miklar annir hér hjá okkur og rauðglóandi línur í allan heila dag,“ sagði lögregluþjónninn sem Morgunblaðið hafði tal af. í gærkvöldi var norðanstrekk- ingurinn kominn um allt land. Að sögn Markúsar Á. Einarssonar veðurfræðings var allt útlit fyrir að norðanáttin yrði ríkjandi áfram í dag, kalt í veðri en kannski eitthvað minni skafrenn- ingur en í dag vegna minni ofanhríðar. — Gífurleg ófærð í höfuð- borginni ígær Sumsstaðar var skafrenningurinn svo svartur að vart mátti sjá út úr augum. Ljósm. Mbl. Hmx 1 að leigja sér 5—6 jeppa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.