Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 23 Höfða mál vegna meints launamunar karla og kvenna JAFNRÉTTISRÁÐ hefur höfðað mál gegn ríkinu vegna meintrar mismununar kynja í launagreiðsl- um fyrir störf á Kleppsspítala og Kópavogshælinu. Er með málshöfð- uninni byggt á lagaákvæðum frá 1976 er kveða svo á um, að greiða skuli körlum og konum sömu laun fyrir sams konar og jafn verðmæta vinnu. Jón Steinar Gunnlaugsson lög- maður flytur málið fyrir hönd Jafn- réttisráðs og jafnframt hefur ein starfsstúlka sjálf höfðað mál á hendur ríkissjóði og gert kröfur um greiðslu launamismunar. Jón Stein- ar sagði í samtali við Mbl., að mál þetta væri þannig vaxið, að karlar er gegndu störfum gæzlumanna og aðstoðarmanna við hjúkrun væru félagar í BSRB og tækju laun eftir kjarasamningi þess, en konur er gegndu sömu störfum með starfs- heitinu starfsstúlkur tækju laun eftir kjarasamningum starfsstúlkna- félagsins Sóknar og væru félagar þess. Kvað Jón mismun launa á tímabilinu 1. júní 1976 til ársloka 1977 vera um hálfa milljón króna Sóknarkonum í óhag og gerði fyrr- greind starfsstúlka kröfur um greiðslu þeirrar upphæðar. Jón sagði áð Jafnréttisráð hefði ritað stjórnum stofnananna bréf svo og ráðuneyti og farið fram á leiðréttingu og niður- staða þeirra athugana hefði verið að stjórnirnar viðurkenndu að um mis- mun væri að ræða í greiðslum launa karla og kvenna, en fjármálaráðu- neytið hefði neitað að leiðrétta þann mun þar sem greitt væri eftir samn- ingum tveggja stéttarfélag og starfs- fólkið væri félagar í tveimur félög- um. Því kvað Jón Steinar mál þetta höfðað og væri litið á það sem prófmál í þessu atriði og taldi hann að hér væri um að ræða um 150 starfsstúlkur og milli 30—40 karl- menn. Búið er að flytja málið í undirrétti og er dóms að vænta innan nokkurra vikna. Magnús Jóhannsson við verk sín á sýningunni á Hótel Borg. Magnús Jóhannesson sýnir á Hótel Borg MAGNÚS Jóhannesson opnar málverkasýningu á Hótel Borg (Gyllta salnum) laugardaginn 10. marz kl. 15.00. Þetta er fjórða sýning Magnúsar og eru á henni 43 myndir unnar með vatnslitum, akrýl og olíupastel. Sýningin á Hótel Borg verður opin daglega frá kl. 15.00 og meðan veitingasalir eru opnir, en henni lýkur 18. marz. arast 1-2 milljarðar á ári við fella niður opinber gjöld af vinnuvélum og varahlutum þeirra? S a BÚNAÐARÞING samþykkti m.a. ályktun þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að fella niður öil opinber gjöld, þ.e. toll, vörugjald og söluskatt, af vinnu- vélum og varahlutum til þeirra þar eð slík ráðstöfun hefði í för með sér beinan sparnað í ríkis- rekstrinum og lækkaði fram- kvæmdakostnað hjá bændum. Þá er því beint til landbúnaðarráð- herra, að hann hlutist til um, að endurgreiddur verði tollur, vöru- gjald og söluskattur af efni til þeirra rekstrarbygginga í land- búnaði, sem nauðsynlegt er að reisa til þess að auka f jöibreytni í landbúnaðarframleiðslunni, skapa ný atvinnutækifæri og styrkja afkomu þeirra búgreina, sem þegar eru til staðar. í greinargerð, sem allsherjar- nefnd lætur fylgja ályktuninni, segir m.a.: „I þeim umræðum er sjaldan minnzt á, hver áhrif skattheimta hins opinbera getur haft á verðlag og kostnað við margs konar fram- kvæmdir. Með niðurfellingu þeirra gjalda af vinnuvélum, sem kveðið er á um í 1. lið ályktunar þeirrar, er hér um ræðir, yrði beinn sparnaður ríkissjóðs a.m.k. 1—2 milljarðar á ári fyrir utan þær upphæðir, sem mundu sparast hinum almenna borgara og fyrir- tækjum, sem standa í mannvirkja- gerð. Af söluverði hverrar innfluttrar vinnuvélar renna rúmlega 40% til ríkissjóðs. Af vél, sem kostar kr. 50 millj., fær ríkissjóður rúmlega kr. 20 millj. Með lækkun kaupverðs vinnu- vélar um 40% lækkar leigugjaldið án manns um ca 'A (33%). Á síðasta ári greiddi t.d. Vega- gerð ríkisins um kr. 3.167 millj. í leigu fyrir vinnuvélar, þar af leigu fyrir eigin vélar kr. 1.347 millj. Með lækkun leigugjalda um 'h hefði Vegagerð ríkisins sparað 1.056 millj. kr. á árinu 1978. Á móti þessu hefði ríkissjóður tapað 520 millj., sem voru tollur, vöru- gjald og söluskattur af kr. 1.300 millj., en það mun hafa verið söluverð innfluttra vinnuvéla 1978. Vegna Vegagerðarinnar einnar hefði ríkissjóður þannig getað sparað 780 millj. á þessum eina lið á árinu. Til viðbótar þessu má benda á, að um 34% af söluverði innfluttra vörubíla renna til ríkissjóðs. Með lækkun leigugjalda fyrir vörubíla um 25% hefði ríkissjóður getað sparað kr. 4—500 millj. vegna Vegagerðar 1978. Breytingu þá, sem hér um ræðir, þarf að gera í áföngum vegna þeirra véla, sem þegar er búið að kaupa, eða endurgreiða að hluta þau gjöld, sem um er rætt, til hlutaðeigandi. Tollur af varahlut- um í vinnuvélar er 0—35%, vöru- gjald 18% og söluskattur 20%. Af blandaðri varahlutasendingu nema þessi gjöld um 27% að meðaltali. Gjöld til ríkisins, tollar, vöru- gjald og söluskattur, hafa vegið allmikið í efniskostnaði v/rekstr- arbygginga landbúnaðarins að undanförnu eða um 30—35% af söluverði timburs, steypustáls, þakjárns, þakáls og glerullar. Við tollabreytingar, sem gerðar voru um síðustu áramót, lækkar þessi kostnaður niður í 30% að meðaltali. Endurgreiðsla á þessum skött- um myndi geta lækkað byggingar- kostnað nokkuð, en það hlýtur að verða einn liður í lausn þess vanda, sem nú er við að fást á sviði landbúnaðarins.“ Útideild- in hjálp- aði okkur Blaðinu heíur borizt eftirfar- andi frá samtökum unglinga. sem kallast „Pýpos“, og starfað hafa með Æskulýðsráði Reykjavíkur: „Við erun hér 14 unglingar, sem störfum við Starfsemi unglinga að Hagamel 19, og viljum koma skoðunum okkar á framfæri um niðurleggingu hennar (Útideildar- innar). í febrúarmánuði árið 1978 hóf- um við starfsemi okkar með tveim meðlimum Útideildar. Síðan um sumarið fluttum við starfsemi okkar að Hagamel 19. Hófum við þá starfsemi okkar af meiri áhuga. Á rúmlega einu ári höfum við farið í þrjú ferðalög, haldið eitt ball í Tónabæ og eina árshátíð í þágu Æskulýðsráðs, Fríkirkjuvegi 11. Einnig höfum við tekið félags- málanámskeið nr. 1 og stefnum að því að taka félagsmálanámskeið nr. 2. Við urðum fyrir miklum von- brigðum, er við komumst að því, að Útideildin yrði lögð niður. Fórum við því niður í Skúlatún 2, þar sem varnarþing borgaráðs hefur aðset- ur, og hlustuðum á nokkra starfs- menn borgarráðs ræða um Úti- deildarmálið. Þar voru einnig mættir fyrrverandi samstarfs- menn okkar ásamt unglingum, sem nú starfa með þeim í Félags- málamiðstöðinni í Bústöðum. Við ljúkum hér með máli okkar með því að hvetja unglinga til að koma á fót samskonar félagi og okkar, og annarra, sem nú starfa með Æskulýðsráði og Reykja- víkurborg og nágrenni. Með fyrirfram þökk. Pýpos. Algjör nýjung í gólfteppaframleiðslu. Einstaklega mjúk og falleg. \Teppi sem hæfa vel \ á stofur og hol. / 3. Fulla atvinnu — gegn fjölda- uppsögnum! 4. Jöfn laun fyrir sambærilega vinnu! 5. Góðar dagvistarstofnanir fyrir öll börn! 6. Sex mánaða fæðingarorlof fyr- ir alla! 7. Jafnrétti til náms! 8. Samfelldan vinnudag og mötu- neyti í skólum! 9. Kynfræðslu í skólum. 10. Ókeypis getnaðarvarnir! 11. Sjálfsákvörðunarrétt kvenna til fóstureyðinga! 12. Styðjum þjóðfrelsisbaráttuna í 3ja heiminum! Á fundinum verður einkum lögð áhersla á sex fyrstu kjörorðin. Þá er fyrirhugað að flutt verði stutt ávörp af fulltrúum hvorrar hreyfingar fyrir sig. Þá munu leikarar sjá um samfellda dagskrá, leikna, lesna og sungna um „stöðu alþýðukvenna og barna í íslensku auðvaldsþjóðfélagi", verkakona frá Akranesi, Sigrún Clausen, ræðir um „refsibónuskerfið" og fleira verður á dagskrá. Engar- vínveitingar verða á fundinum að sögn aðstandenda hans. Á blaðamannafundinum kom fram, að ekki er ályktað um „heimsvaldastefnu", þar sem ekki er samstaða um það mál með hreyfingunum tveimur; 8. mars-hreyfingin er því fylgjandi að fordæma „heimsvaldastefnu", en Rauðsokkar eru því andvígir, enda sé erfitt að skilgreina hvað sé „heimsvaldastefna" og hvað ekki. Angelina Er n tjkorn iyt j'rú Ku/ruyda, ■ ,mW’rT. írensésvegi 13, símar 83577-83430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.