Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
19
kosningar — Alþingi — þingrof — ngjar kosningar — Alþingi —
Eiður Guðnason:
Það sjá allir
að svona getur
þetta ekki gengið
EIÐURGuðnason (A) sagði í um-
ræðunum um þingrofstillöguna á
miðvikudag, að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri fyrir sunnan sól og
austan mána, enda væri þingrofs-
tillagan ótímabær, óhugsuð og
ógæfuleg. Hann greiddi atkvæði
gegn henni af því að með því
greiddi hann atkvæði gegn tíma-
bili stjórnleysis, að verðbólgan
æddi áfram stjórnlaust. Það yrði
að vera fullreynt hvort á Alþingi
væri meirihluti fyrir aðgerðum
til lengri tfma.
Þingmaðurinn sagði, að það
hefði reynt á þolrifin hjá þeim,
sem styddu stjórnina. Senn yrði
fullreynt og skammt í, að á annan
hvorn veginn færi. — Það sjá allir,
að svona getur þetta ekki gengið
miklu lengur, sagði hann.
Alþýðubandalagið virðist við
sama heygarðshornið og það virt-
ist í eðli þess að þora ekki, heldur
ætti að halda áfram endalausu
þvargi um sömu málin, þangað til
því þóknaðist. Það samrýmdist
ekki stefnuskrá Alþýðubandalags-
ins að takast á við erfiðleikana.
Þess vegna hefði stjórninni gengið
svona. — Menn verða að gera sér
grein fyrir, að nú er komið að
lokaprófi, sagði þingmaðurinn. Við
erum tilbúnir til þess að standa að
aðgerðum gegn verðbólgu og
Framsóknarflokkurinn líka, en
spurningin er, hvort lausgirtu
Alþýðubandalaginu tekst að ná
upp um sig, áður en það er um
seinan.
Gunnlaugur Finnsson:
Reynir á hvort samstarfsflokkam-
ir hafa nógu stórt kok og maga
Á ALÞINGI í gær gerði Gunn-
laugur Finnsson (F) kaup-
gjaldsmálin mjög að umræðu-
efni og rifjaði upp, að fyrir
kosningar hefðu Alþýðuflokk-
ur og Alþýðubandalag haft tvö
atriði á oddinum. Annars veg-
ar samningana í gildi og hins
vegar að vinna að hjöðnun
verðbólgu, án þess þó að gefa
kjósendum kost á að kynna
sér, hvernig þeir hygðust ná
þessum markmiðum samtímis.
Nú virtist sem Alþýðuflokk-
urinn hefði gleymt fyrirheitinu
um samningana í gildi en vildi
einbeita sér að hjöðnun verð-
bólgunnar. Um Álþýðubanda-
lagið væri þessu öfugt farið.
Þar væri engin fótfesta varð-
andi það markmið að ná verð-
bólgunni niður fyrir 30%.
Þingmaðurinn gerði síðan
samráðið við verkalýðshreyf-
Bessastadaárvirkjun
r -m j a • ustu daga og vikur.
ohagstædasti kosturinn fXLMNGi
inguna að umtalsefni og benti
á, að þar væri um svo ólíkar
skoðanir og hagsmuni að ræða,
að það væri mjög miklum erfið-
leikum bundið að ná samkomu-
lagi, en ríkisvaldið yrði að
meta, til hvers ætti að taka
tillit og hvers ekki.
Þingmaðurinn taldi, að líf
ríkisstjórnarinnar væri undir
því komið, hvort samstarfs-
flokkarnir væru reiðubúnir til
þess að framkvæma sjálfsskoð-
un — ekki naflaskoðun — og
hvort sumir þingmenn þeirra
hefðu nógu stórt kok og maga
til að kyngja stóryrðunum, sem
fallið hefðu á milli þeirra síð-
ustu daga og vikur.
Pálmi Jónsson um orkumál Austurlands
Á FUNDI neðri deildar í gær
gerði Pálmi Jónsson Bessastaða-
árvirkjun að umræðuefni í sam-
bandi við lánsfjáráætlun rfkis-
stjórnarinnar. Sagðist hann hafa
tekið það upp í stjórn Rarik, að
gerð yrði nú úttekt á hagkvæmni
þeirrar virkjunar og síðan hefðu
starfsmenn Rariks í samráði og
samvinnu við starfsmenn Lands-
virkjunar unnið að úttekt á þeim
kostum, sem fyrir hendi væru til
að leysa orkumál Austurlands.
— Bráðabirgðaniðurstöður gefa
sterklega til kynna, að Bessastaða-
árvirkjun sé nú óhagstæðasti
kosturinn til þess að leysa orku-
mál Austurlands, sagði hann. Enn
er of snemmt að fullyrða það, en
vísbendingarnar eru mjög sterkar.
sem Bessastaðaárvirkjun sýndist
50—60% dýrari per orkueiningu
en aðrir virkjunarkostir í landinu.
Þingmaðurinn vék að Kröflu-
virkjun í þessu sambandi og sagði,
að hún virtist nú framleiða nokkuð
stöðugt 8 megawött. Samkvæmt
lánsfjáráætlun ætti að bora í
Bjarnarflagi eina holu, en flutn-
ingur borunartækja norður kost-
aði um 40 millj. kr. í því sambandi
hlyti að koma til athugunar, hvort
rétt væri að bora eina eða tvær
holur við Kröflu.
Ellert B. Schram:
Fólk tekur ekkert mark á því
sem Alþýðuflokkurinn segir
Hann sagðist hyggja, að niður-
stöður á úttekt Orkustofnunar
bentu í sömu átt. Við frumkönnun
virtist lína frá Sigöldu sunnan
jökla um Djúpavog að Hryggstekk
hagkvæmasti kosturinn á næstu
árum, auk þess sem við slíka
tengingu yrði stórkostlegur sparn-
aður á díselolíu á Höfn og sunnan-
verðum Austfjörðum, en með
hækkuðu olíuverði og horfum í
þeim efnum hefði það geysilega
þýðingu. Auk þess væri talið, að
öryggi í orkumálum Austurlands
og Norðurlands myndi vaxa við
hringtengingu, sérstaklega þó á
Norðurlandi.
Þingmaðurinn sagði, að í bráða-
birgðaniðurstöðum Rariks og
Landsvirkjunar væri gert ráð
fyrir, að tenging Sigöldu við
Hryggstekk gæti frestað Bessa:
staðaárvirkjun til 1986 til 1988. í
því sambandi hlyti að vakna sú
spurning, hvort ekki væri rétt að
ráðast í aðrar virkjanir fyrr, þar
ELLERT B. Schram (S) sagði að
kosningaúrslit Sjálfstæðisflokks-
ins sl. vor mætti rekja til þess, að
ekki hefði tekizt að ráða niðurlög-
um verðbólgunnar og til febrúar-
laganna, sem að einhverju leyti
hefðu skert kjarasamninga. E.t.v.
hefðu þau lög ekki verið nógu
vfðtæk og ekki hefði heldur tekizt
að koma þeim útskýringum til
skila, að þau kæmu launþegum til
góða, þegar til lengdar léti. Nú
virðist aðal togstreitan innan
stjórnarflokkanna sú, hvort það
ætti að ganga efnislega sömu leið.
Þingmaðurinn sagði, að ýmsir
hefðu bundið miklar vonir við
ríkisstjórnina, þegar hún var
mynduð. í Alþýðuflokknum væru
ungir menn sem hefðu komið með
nýjan tón og djarflegar hugmynd-
ir og talað af nokkurri einurð. Enn
fremur hefði Alþýðubandalagið
nokkur ítök í verkalýðshreyfing-
unni. í krafti þessa hefðu ýmsir
búizt við, að ríkisstjórnin gæti
gripið til langtímaráðstafana í
efnahagsmálum. Og sjálfur sagð-
ist þingmaðurinn hafa gert sér
vonir um, að stjórnin fengi nokkru
áorkað í verðbólgumálum, af því
að hann vildi þjóðinni vel.
Með hliðsjón af þessu hefði það
valdið öllum almenningi gífurleg-
um vonbrigðum, að ríkisstjórnin
hefði gripið til einna bráðabirgða-
ráðstafananna á eftir öðrum og
tekið sér frest á frest ofan, en
brugðizt þeim loforðum og fyrir-
heitum, sem gefin hefðu verið, t.d.
í greinargerð frumvarpsins um
viðnám gegn verðbólgu, sem
Jóhanna Sigurðardóttir hefði talið
það merkasta, sem frá ríkisstjórn-
inni hefði komið.
Þingmaðurinn tók undir orð
Einars Agústssonar um, að
frammistaða ríkisstjórnarinnar
væri endalaus grautargerð, lífs-
hættuleg fæða. Verðbólgan hefði
verið og væri langstærsta vanda-
málið, en við margt fleira væri að
kljást. Um þessi mál öll væri
djúpstæður ágreiningur innan
stjórnarflokkanna og þeirri spurn-
ingu ósvarað, hvers vegna þeir
hefðu geð í sér til að hanga saman,
eftir að öllum er ljóst, að það er
ekki samstaða um nokkurt mál.
Sjálfstæðisflokkurinn væri til-
búinn að stuðla að því, að ráða
niðurlögum verðbólgunnar. Margt
gott hefði verið í frumvarpi Ólafs
Jóhannessonar, sem hann gæti
stutt, en hins vegar hefði það
aldrei verið lagt fram á Alþingi.
Ef svo færi, að hið boðaða frum-
varp forsætisráðherra yrði þannig,
að allar tennur yrðu úr því dregn-
ar til þess að koma Alþýðuflokki
og Alþýðubandalagi saman,
breytti það engu, yrði eitthvað um
ekki neitt.
Þingmaðurinn sagði, að allar
líkur bentu til þess, að Alþýðu-
flokkurinn rynni á rassinn eins og
áður og kokgleypti allar fyrri
yfirlýsingar. — Andrúmsloftið er
þannig í dag, sagði hann, að fólk
tekur ekkert mark á því sem
Alþýðuflokkurinn hefur sagt eða
segir fyrir og eftir kosningar.
ÞEMGFRÉTTIR
í STUTTU MÁLI
Allir eru
. ileir hræddir
Ragnhildur Helgadótt-
ir sagði í þingrofsumræð-
unum, að ríkisstjórnin
væri hrikalegt dæmi um
træðslu manna. Ráð-
terrarnir væru hræddir
íver við annan. Ráðherr-
ar Alþýðuflokks væru
íræddir við ráðherra
Alþýðubandalags og ráð-
terrar Alþýðubandalags
væru hræddir við ráð-
terra Alþýðuflokks. For-
sætisráðherra væri
íræddur við báða þessa
'lokka og að sleppa þeim
ausum. Allir eru þeir
íver um sig hræddir um
sjálfa sig og sameiginlega
eru þeir allir hræddir við
cjósendur sagði Ragn-
lildur.
Frjálslyndur
íhaldsmaður
í þingrofsumræðunum
á Alþingi sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, að
Vilmundur Gylfason væri
ekki jafnaðarmaður held-
ur frjálslyndur íhalds-
maður á evrópska vísu og
að hann væri að gera
tilraun til þess að breyta
Alþýðuflokknum í frekar
frjálslyndan íhaldsflokk.
Hvergi hræddir
— þegar það
er tímabært
' í þingrofsumræðunum
sagði Eiður Guðnason, að
Alþýðuflokkurinn væri
hvergi hræddur við að
leggja málin fyrir kjós-
endur — þegar það er
tímabært.
Febrúarlög-
inklúður
í þingrofsumræðunum
sagði Páll Pétursson, ai»
febrúarlögunum hefði
verið klúðrað, þeim var
síklúðrað, þeim var þrá-
klúðrað, þeim var þraut-
klúðrað.
Tillögur Ál-
þýðubandalags
trúnaðarmál
Það er staðreynd, að
síðustu tillögur Alþýðu-
bandalagsins um efna-
hagsmál höfum við þing-
menn Alþýðuflokksins
ekki séð — þær eru
trúnaðarmál, sagði Eiður
Guðnason við þingrofs-
umræðurnar.