Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 27 aukna fræðslu almennt um stjórn- mál og stjórnmálastarfsemi. Við reynum að veita nemendum meiri innsýn í stjórnmálin en menn eiga kost á daglega og gera þeim grein fyrir bæði hugmyndafræðilegu og starfrænu baksviði stjórn- málanna. Mikilvægur þáttur í skólahaldinu er að þjálfa nemend- ur í að koma fyrir sig orði og taka þátt í almennum umræðum, en þjálfun af því tagi er yfirleitt ekki að fá í skólum landsins. Með þessu móti viljum við gera fólk hæfara til þátttöku í stjórnmálum og almennu félagsmálastarfi." Aðspurður um hvort einhver skilyrði væru fyrir þátttöku s.s. hvort sjálfstæðisfólk sem hefði áhuga þyrfti að vera flokksbundið, sagði Sveinn: „Nei, það eru engin sérstök skilyrði sett fyrir þátttöku í stjórnmálaskólanum. Skólinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki, hvort sem það er flokksbundið eða ekki. Þá er ástæða til að árétta alveg sérstaklega, að hann er opinn fólki á öllum aldri“. — Ertu ánægður með skóla- haldið og árangur þess í þessi sjö ár sem skólinn hefur starfað? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja, að skólahaldið hafi heppnast mjög vel þessi ár sem það hefur verið, þátttakendum til mikils gagns. Þeir leiðbeinendur og kennarar, sem kennt hafa við skólann, hafa sýnt mikinn áhuga á þessu starfi og stuðlað að því að gera skólahaldið skemmtilegt og frjálslegt. Og ástæða er til að geta þess, að kennararnir hafa innt allt sitt starf af hendi í sjálfboða- vinnu. Fjölmargir nemendur skól- ans þessi sjö ár hafa orðið mjög virkir í félagsstarfi Sjálfstæðis- flokksins í sínum heimabyggðum og margir þeirra hafa tekið við forystustörfum. Nú þegar hafa margir skráð sig til þátttöku í skólanum að þessu sinni og vil ég nota þetta tækifæri til að hvetja þá sem áhuga hafa að skrá sig hið allra fyrsta," sagði Sveinn A. Skúlason að síðustu. I skólanefnd stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins eiga sæti: Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur, Guðni Jónsson, Hrönn Har- aldsdóttir, Margrét Arnórsdóttir, Þór Erling Jónsson og Halldór Arnason. Albert Guðmundsson: Símvirkiun verði talin til iðngreina Albert Guðmundsson (S) hefur lagt fram á Alþingi þingsályktun- artillögu, þar sem fjallað er um breytingar á reglugerðum um iðn- fræðslu með það í huga að sím- virkjun verði gerð að iðngrein og að símvirkjun verði tekin upp sem námsefni í iðnskóla. Er tillaga Alberts svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela mennta- málaráðherra að láta endurskoða gildandi reglugerð nr. 143/1967 um iðnfræðslu, m.a. með það í huga, að símvirkjun verði talin til iðn- greina og að símvirkjun verði tekin upp sem námsefni í iðn- skóla." í greinargerð með tillögunni segir Albert ennfremur: „Samkvæmt núgildandi reglu- gerð um iðnfræðslu er símvirkjun ekki talin með sem iðngrein. Engu að síður er krafist bæði verklegs og bóklegs náms, sem lýkur með prófi, til þess að mega stunda þessa atvinnu. Sérstakur skóli, Póst- og síma- skólinn, annast þessa fræðslu. Skólanefnd er skipuð af póst- og símamálastjóra, sem einnig ræður Lítið barn hefur lítið sjónsvið skólastjóra, en skólanefndin ræður síðan kennara og prófdómara. Ekki munu aðrir fá heimild til náms í símvirkjun en þeir, sem ráðnir eru til starfa hjá Pósti og síma. Símvirkjanám er því algjör- lega lokað og engin trygging fyrir því, að þeir, sem áhuga hafa á náminu, geti nökkru sinni aflað sér þeirrar þekkingar, reynslu og réttinda sem nauðsynleg eru til að mega leggja starfið fyrir sig. Almennt er þegnum þjóðfélags- ins gert kleift með hinu almenna skólakerfi að afla sér þeirrar skólagöngu, sem hugurinn stendur til og fáanleg er hér á landi, án þess að krafist sé vinnuráðningar í starfsgreinum áður en nám er hafið. Þróun þessara mála er sú, að nú er unnt að ljúka iðnnámi frá iðnskóla í mörgum starfsgreinum án þess að nemandinn þurfi að vera á námssarrningi í greininni. Auk þess að bæta úr ósann- gjörnu misrétti, sem viðgengist hefur í þessum efnum, leiðir þessi skipan til verulegs sparnaðar fyrir ríkissjóð, þar sem sérskóla Pósts og síma mætti leggja niður þegar námið væri flutt í skóla sem þegar eru starfræktir. Það má ætla, að einokun og hvers konar höft á athafnafrelsi eigi þverrandi fylgi að fagna, og líklegt, að einokunaraðstaða sú, er lög um fjarskipti nr. 30 frá 1941 færa Pósti og síma í hendur, verði fljótlega felld niður. Er þá nauð- syn á því, að unnt sé að leita til annarra en starfsmanna símans um verkefni er snerta símvirkjun og notendur síma þurfa að fá framkvæmd." Albert Guðmundsson: Simnotendur ráði símlögnum og tækjum innan húsveggjar Albert Guðmundsson (S) hefur lagt fram í sameinuðu Alþingi tillögu til þingsályktunar um starfsreglur Pósts- og símamála- stofnunarinnar. Er þar gert ráð fyrir að starfssvið landssíma Is- lands verði samræmt starfssviði annarra hliðstæðra þjónustustofn- ana, svo sem rafveitna, hitaveitna og vatnsveitna. Er þar einkum átt við að símanotendum sé í sjálfs- vald sett hvernig þeir ganga frá símanum innanhúss, eftir að síma- lögnin er komin í tengil innan húsveggjar notanda. Tillaga Alberts er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að setja með reglu- gerð nánari fyrirm'æli um starfs- svið Landssíma Islands með það að markmiði að samræma starfsemi og verksvið símans þeim reglum er gilda um starfsemi annarra hlið- stæðra þjónustustofnana. svo sem rafveitna, hitaveitna og vatns- veitna.“ I greinargerð með tillögunni segir flutningsmaður svo: „í II. kafla laga nr. 30 frá 27. júní 1941, er að finna ákvæði þar sem ríkinu er, m.a. í 2. gr., veitt einokun á „að flytja til landsins, selja, leigja eða dreifa út á annan hátt, smíða, gera við, breyta eða setja upp hvers konar fjarskipta- virki (tæki, taugar, búnað, o.þvl.) Réttarrád- gjöfin svarar skriflegum fyrirspurnum Réttarráðgjöfin hefur nú veitt endurgjaldslausa lögfræðiráðgjöf í síma 27609 fjögur miðvikudags- kvöld. Að sögn lögfræðinganna hafa fjölmargir notfært sér þessa þjónustu og færri komist að en vildu þar sem þjónustan hefur. Hefur réttarráðgjöfin nú ákveðið að færa út kvíarnar og svara skriflegum fyrirspurnum slmenn- ings. Geta þeir sem kjósa að senda Réttarráðgjöfinni skriflegar fyrir- spurnir sínar um alls kyns lög- fræðileg vandamál sent fyrir- spurnir sínar ásamt nafni, heim- ilisfangi og síma til Réttarráðgjaf- arinnar, pósthólf nr. 4260 124, Reykjavík. Munnleg ráðgjöf verð- ur áfram veitt í síma 27609 öll miðvikudagskvöld kl. 19.30 til 22 til maíloka. AUGLÝSINGA- SÍMINN F.R: 22480 eða hluta þeirra“ o.s.frv. í IV. kafla sömu laga er þessi einkarétt- ur framseldur póst- og símamála- stjórn. Hins vegar er ráðherra, sem fer með fjarskiptamál, veitt heimild í 3. gr. laganna til að veita undanþágur frá ákvæðum 2. grein- ar. í lögum nr. 36 frá 13. maí 1977 er einkaréttur Póst- og símamála- stofnunar enn þá áréttaður. í 3. gr. þeirra laga er þó nokkuð dregið í land frá fyrri ákvæðum, þar sem nú er veitt einkaleyfi til að „stofna til og starfrækja hvers konar póst-, síma- og aðra fjarskipta- þjónustu" svo og að „hafa eftirlit með innflutningi og viðurkenningu á búnaði í því sambandi". Ekki eru bornar brigður á nauð- syn þess, að Póst- og símamála- stofnun reki símstöðvar og annist lagnir símalína milli staða. Hins vegar á einkaleyfi símans að vera lokið þegar að því kemur sem framkvæma þarf eftir að símalögn er komin í tengil innan húsveggjar notanda. Starfsemi annarra þjónustu- stofnana, svo sem rafmagns-, vatns- og hitaveitna, má telja hliðstæðar starfsemi síma og ættu því að gilda um þær hliðstæð ákvæði. Rafmagnsveita og hita- veita tengja lagnir sínar við mæla notenda innanhúss, en láta þar staðar numið. Eftir að gengið er frá inntaki er notendum í sjálfs- vald sett hvernig lögnum innan- húss er hagað og hvaða efni og tæki eru notuð, svo framarlega að öryggis- og gæðakröfum, sem kunna að verða settar, sé fullnægt. Með frjálsum innflutningi eykst fjölbreytni og hagkvæmni og sím- anum sparast fé og fyrirhöfn við innkaup og birgðahald, a.m.k. varð sú raunin á þegar Viðtækjaverslun ríkisins var lögð niður á sínum tíma. Má ætla að sú verði einnig raunin að þvi er símann varðar." HÚS byggjendur hugsið um stofnkostnað, rekstrarkostnað og vellíðan í rétt upphituðu húsi H II H X hHun býður allt þetta 3ja át>V &hvrðð r- r Mjög hagkvæmt verð Hárnákvæmt hitastilli. ADAX ofnarnir þurrka ekki loft Yfir 20 mismunandi gerðir ísl. leiðarvísir fylgir Samþykktir af raffangaprófun. Rafmagnsv. ríkisins. i Ir-7 I k—J I o lj } ' I C Nafn Heimilisfang EF Til Einar Farestveit & Co hf. Bergstaðastræti 10A Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun GANGBRAUT ER BEZTA LEIÐIN EF AÐGÁT ER HÖFÐ Junior Chamber Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.