Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
39
>
Hugi með
Islandsmet
• Selfyssingurinn Hugi Harðar-
son setti eina fslandsmetið í
karlaflokki sem sett var á Ægis-
mótinu.
ALLÞOKKALEGUR árangur
náðist á Ægisinótinu í sundi em
íram íór í Sundhöll Reykjavíkur
dagana 5. og 7. mars. Eitt ís-
iandsmet leit dagsins ljós, þar
bætti Hugi Harðarson met sitt í
200 metra baksundi. Synti Hugi á
2:18,4 mínútum. Var met Huga
jafnframt piltamet. Þá voru sett
nokkur unglingamet, Þóranna
Héðinsdóttir setti telpnamet í 400
metra fjórsundi kvenna á 5:38,4
mínútum. Eðvald Eðvaldsson,
ÍBK, var iðinn við kolann og setti
tvö sveinamet, fyrst í 400 metra
skriðsundi karla, 5:10,0, og sfðan
í 1500 metra skriðsundi, synti þá
á 20:41,2 mínútum. Katrin L.
Sveinsdóttir setti telpnamet í
1500 metra skriðsundi kvenna,
synti á 19:37,4 mínútum, og loks
setti Sonja Hreiðarsdóttir nýtt
stúlknamet í 1500 metra skrið-
sundinu, en Sonja synti á 19:17,05
mínútum. Fyrstu tveir keppend-
urnir í hverri grein voru eftirfar-
andi.
400 m fjórsund kvenna mín.
Sonja Hreiðarsdóttir Æ 5:32,1
Ólöf Sigurðardóttir Sel. 5:36,0
400 m skriðsund karla mín
Bjarni Björnsson Æ 4:16,5
Brynjólfur Björnsson Á 4:22,5
200 m bringusund kvenna mín
Sonja Hreiðarsdóttir Æ 2:50,0
Margrét Sigurðard. UBK 2:59,2
200 m bringusund karla mín
Ingólfur Gissurarspn ÍA 2:38,4
Sigmar Björnsson ÍBK 2:41,0
100 m skriðsund kvenna mín
Margrét Sigurðard. UBK 1:05,2
Inga ísleifsdóttir Æ 1:06,7
100 m flugsund karla mín.
Ingi Þór Jónsson í A 1:03,9
Bjarni Björnsson Æ 1:04,3
50 m bringusund meyja sek.
Guðrún F. Ágústsdóttir Æ 41,4
Jóna B. Jónsdóttir Æ 45,6
50 m flugsund sveina sek.
Ólafur Einarsson Æ 36,3
Guðmundur Gunnarsson Æ 39,5
200 m baksund kvenna mín
Þóranna Héðinsdóttir Æ 2:41,7
Anna Jónsdóttir Æ 2:48,6
200 m baksund karla mín
Hugi Harðarson Self. 2:18,4
Bjarni Björnsson Æ 2:24,4
4x100 m skriðsund karla mín
A-sveit Ægis 5:11,5
4x100 m skriðsund karla mín
A-sveit Ægis 3:58,4
1600 m skriðsund kvenna mín
Ólöf Sigurðard. Self. 18:52,2
Sonja Hreiðarsdóttir Æ 19:17,0
1500 m skriðsund karla mín
Bjarni Björnsson Æ 17:14,5
Hugi Harðarson Self. 17:30,2
Sundsamband íslands gaf síðan
sérstakan bikar fyrir ar úr Ægi.
Fékk hann 904 stig fyrir 400 metra
skriðsundið, en það synti hann á
4:16,5 mínútum.
Knattspyrnumenn á
Spáni í verkfalli
Sá fáheyrði atburður hefur nú gerst á Spáni, að leikmenn 1 og 2.
deildarliðanna á Spáni, hafa farið í verkfall, þannig var ekkert leikið í
deildum þessum um helgina. Skýringin á þessu er, að leikmennirnir eru
þreyttir á því að ganga kaupum og sölum án þess að mark sé tekið á vilja
þeirra sjálfra. Þegar samtök knattspyrnumanna á Spáni hótuðu
verkfallinu, var þeim hótað á móti ýmsum refsiaðgerðum á móti, en
knattspyrnumennirnir höfðu allt slíkt að engu og stóðu við hótanir sínar.
Það varð til þess að tilkynnt var í aðalstöðvum spænsku knattspyrnu-
félaganna að þeir verði sviptir 10% af fastakaupi sínu. Verkfall
knattspyrnumannanna hafði það í för með sér að alls var 39 leikjum í 1.
og 2. deildinni spönsku frestað.
Ekki er talið víst að félögin láti verða úr hótunum sínum um að svipta
leikmennina hluta af launum sínum. Ýmsar stórstjörnur eins og
Kempes, Krankl, Bonhof, Nesskens ofl. eru með mikil fríðindi og ýmis
forréttindi og víst er að félögin hreyfa ekki við þeim á neinn hátt.
• Sverrir Herbertsson tekur við bikar sem veittur var markakóngi
fslandsmótsins í knattspyrnu innanhúss fyrir skömmu. Sverrir var
markakóngur í 2. deild íslandsmótsins utanhúss í fyrra og gaman
verður að fyigjast með hvort þessi KR-ingur gerir stóra hluti í hinni
erfiðu 1. deildarkeppni ísumar.
Það er formaður KSÍ. sem afhendir Sverri hikarinn. og var það gert
um leið og íslandsmeisturunum í innanbússknattspyrnu voru aíhent
verðlaunin síðastliðinn sunnudag.
íslensku unglingarnir stóðu
sig vel á NM í badminton
NORÐURLANDAMÓT unglinga
í badminton var haldið í Málmey í
Svíþjóð 3. og 4. mars. Fimm
íslendingar voru meðal keppenda
og stóðu þeir sig með miklum
ágætum þó ekki ættu þeir sigur-
möguleika.
Broddi Kristjánsson vann Jön-
son frá Svíþjóð með 18—14 og
15—9 en átti ekki möguleika á
motí Nierhoff frá Danmörku sem
vann einliðaleik pilta. Guðmund-
ur Adolfsson tapaði fyrir Levin
frá Danmörku og Helgi Magnús-
son fékk fyrst gefinn leik en
tapaði svo fyrir Norberg frá
Svíþjóð.
Einliðaleik pilta vann eins og
áður er sagt Nerhoff frá Dan-
mörku og vann hann nokkuð ör-
ugglega landsmann sinn Kjeldsen
sem er aðeins 16 ára og á því-
möguleika áað keppa á tveimur
NM í viðbót. Kristín Magnúsdóttir
tapaði naumlega fyrir Tainio frá
Finnlandi í þremur jöfnum lotum
og Sif Friðleifsdóttir tápaði fyrir
Maier frá Danmörku. Sigurvegari
í einliðaleik stúlkna varð Else
Thoresen en hún var einnig -
Norðurlandameistari 1977 en var
veik á síðasta nm. Hún vann í
úrslitum Sörensn frá Danmörku í
þremur lotum. LenAkselson frá
Svíþjóð vann síðasta NMvar slegin
út í fyrsta leik af kornungri
danskri stúlku, Bernth að nafni.
I tvíliðaleik pilta unnu Broddi og
Guðmundur Fritz og Wihlborg frá
Svíþjóð með 15—11, 10—15 og
18—16 en töpuðu fyrir Christensen
og Kjeldsen sem léku til úrslita á
móti Antonson og Isakson frá
Svíþjóð. Svíarnir unnu í tveim
lotum eftir mikinn hörkuleik með
15-12 og 17-14.
í tvíliðaleik stúlkna unnu Sif og
Kristín þær Almqvist og Hansen
fá Svíþjóð með 15—12 og 15—5, en
töpuðu svo fyrir Kristiansen og
Pilgárd frá DM sem unnu í al-
dönskum úrslitaleik Larsen og
Maier.
I tvenndarleik unnu Guðmundur
og Sif Akerlund og Johanson frá
Svíþjóð með 8—15,15—13 og 15—7
en töpuðu svo fyrir Hansen og
Thomsen DM. Broddi og Kristín
unnu Weserholm og Partio frá
Finnlandi með 15—6, 6—15 og
15—11. Úrslitaleikurinn í tvennd-
arleik var alsænskur. Það voru þau
Jan Erik Antonson og Ann Soffie
Bergmann sem unnu sigur á lands-
mönnum sínum, þeim Peter Isak-
son og Lene Akselson, með 18—15
og 18-13.
ísiendingar geta verið nokkuð
ánægðir með útkomuna í þessu
móti. Að vísu eru þeir bestu frá
Danmörku og Svíþjóð töluvert
betri en Islendingarnir en bæði
Danir og Svíar voru með keppend-
ur þarna sem ekki eru sterkari en
íslenskir jafnaldrar þeirra. Og
Norðmenn eiga bara Else Thore-
sen sem er jafnsterk og bestu
Svíarnir og Danirnir. Og við verð-
um að taka tillit til þess að hvergi
í heiminum er meira gert fyrir
unglingana en einmitt í Danmörku
og Svíþjóð.
I tengslum við Norðurlandamót-
ið fór fram landskeppni og kepptu
Islendingar við B-lið Svía og töp-
uðu naumlega 3—2. Það voru þau
Broddi og Kristín sem unnu ein-
liðaleiki sína en tvíliðaleikirnir og
tvenndarleikurinn töpuðust naum-
lega.
Vídavangs-
hlaupi íslands
frestad
Frjálsíþróttasamhand Is-
lands ákvað í gær að fresta
Víðavangshlaupi íslands
sem vera átti á Miklatúni á
sunnudag, vegna þeirrar
erfiðu færðar sem r á
keppnisstað. Hlaupinu
verður frestað um eina viku
a.m.k.
MÍí
lyftingum
íslandsmeistaramótið í
lyftingum 1979 fer fram í
Laugardalshöll 17. og 18.
marz næstkomandi.
Þátttökutilkynningar
þurfa að hafa borizt til
Lyftingasambandsins í síð-
asta lagi 12. marz. Þátttöku-
gjald er krónur 1.500 á
hvern keppanda.
Golfbíó í
Grafarholti
OPIÐ hús verður hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur í
Grafarholti á sunnudag
klukkan 15 fyrir félaga GR
og gesti þcirra. Sýndar
verða golfkvikmyndir og
verður reynt að vanda
myndavalið eins og mögu-
legt er. Kaffiveitingar verða
á staðnum.
Firmakeppni
UMFK
UMFK gengst fyrir firma-
keppni í knattspyrnu dag-
ana 17. —18. mars næstkom-
andi. Fer keppnin fram í
íþróttahúsinu í Njarðvíkum.
Þátttökutilkynningar þurfa
að berast í síma 2062 milli
13.00 og 15.00 næstu daga
allt til 13. mars.
Eyjamenn
vondir
ÞAÐ ríkir nú allmikil ólga
og reiði meðal Vestmanney-
inga vegna ferða megin-
landsliða á handboltalciki í
Eyjum. Um helgina átti sam-
kvæmt leikskrá HSÍ að fara
fram leikur Þórs og Þróttar
i 2. deild íslandsmótsins í
handbolta. Þróttarar mættu
aldrei til leiks.
Það sem Eyjamönnum
gremst hvað mest er, að á
sama tíma og Þróttur mætti
ekki vegna samgönguerfið-
leika, var lið Týs í 3. deild að
leika norður á Akureyri,
þannig að ekki voru sam-
gönguerfiðleikar hvað þá
snerti. Og þegar 3. flokkur
Fram lék í Eyjum á laugar-
daginn. komu strákarnir
með Herjólfi. Það liggur
fyrir, að ekkert var fh>gið til
Eyja að morgni 'iaugardags
og ekkert fyrr en um eftir-
miðdaginn. Þá þykir Eyja-
mönnum að Þróttarar haíi
átt að snara sér til Eyja. því
að ekkert var að gerast í
fþróttahúsinu og ekkert
einsdæmi er að leikjum sé
frestað vegna slíkra tafa.
Eyjaþór hefur vegna
slíkra hluta ekki leikið í
margar vikur og það farið
að fara í taugarnar á Ieik-
mönnum liðsins. því að á
sama tíma og hvert liðið af
öðru kemst ekki til Eyja,
hafa Eyjaliðin ávallt mætt í
leiki sína á meginlandinu.
Þetta er engin tilviljun.
Ásta*ðan felst í því, að Eyja-
iiðin fljúga ávallt upp á
fastaland daginn fyrir leik
ef þess er nokkur kostur. Ef
ekki er flogið, er alltaf hægt
að bregða sér um borð í
Ilerjólf og telja Eyjamenn
að ef þeir geta látið sig hafa
slíkt. geti meginlandsliðin
það einnig. HKJ.