Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 Steinþór Gestsson: Ríki og sveitarfélög Skarpari skil verkefna Miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tóku til skoðunar á ný helstu markmið og leiðir í efnahagsmálum, nú þegar leysa þarf þann vanda efnahagsmálanna, sem enn hef- ur stóraukist á sex mánaða valdaferli vinstri stjórnarinnar. Stefna flokksins er auðlesin þegar litið er yfir tillögu hans. Sú endurreisn efnahagslífsins skal vera í anda þeirrar frjáls- hyggju, sem Sjálfstæðisflokkur- inn reisir alhliða stefnu sína á, jafnt í efnahagsmálum og öðr- um þáttum þjóðlífsins. Það er ekki ætlun mín að taka til umfjöllunar í þessari stuttu grein nema knappt afmarkað efni þeirrar stefnu flokksins; sem vikið er að hér í upphafi. I 4. kafla tillagnanna er þetta m.a. sagt um ríkisumsvif og fjármál hins opinbera: „Verka- skipting ríkis og sveitarfélaga verði skýrari þannig að hver málaflokkur verði á hendi ann- ars hvors aðila eftir því sem við verður komið en ekki beggja. Verkefni verði færð frá ríki til sveitarfélaga og annarra aðila til að tryggja að saman fari staðarþekking, frumkvæði, fjár- málaábyrgð og framkvæmd. Sveitarfélögin taki m.a. að sér grunnskólann og ýmsa þætti félags- og íþróttamála. Til að standa straum af auknum kostnaði fái sveitarfélögin aukna hlutdeild í söluskatti." Hvar er áhugi núver- andi féiagsmálaráðherra? Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan haft vakandi auga á því að treysta undirstöður og skipu- lag sveitarfélaganna í landinu. Landsfundir hans hafa hvað eftir annað ályktað um það efni og má segja að sérstökum áfanga hafi verið náð á árum viðreisnarstjórnarinnar, þegar sett voru sérstök lög um tekju- stofna þeirra, lög sem treystu fjárhag þeirra mjög áberandi. Hins vegar urðu sveitarfélögin að sjá af mikilsverðum rétti til sjálfsákvörðunar um fjármál sín og tekjuöflun í tíð vinstri stjórnarinnar 1971 — 1974. Á landsfundi 1977 gerðu sjálf- stæðismenn svofellda samþykkt: „Fela ber sveitarfélögum lands- ins eða samtökum þeirra (hér- aða- eða landshluta) staðbundin verkefni, svo sem rekstur og uppbyggingu grunnskólans, heilsuvernd utan sjúkrahúsa, byggingu og rekstur heimila fyrir yngstu og elstu borgarana, svo að umfangsmestu verkefnin séu nefnd.“ Þessi samþykkt var alfarið í samræmi við og til þess fallin að taka undir þá ákvörðun félags- málaráðherra, Gunnars Thor- oddsen, sem hann tók um skipun tíumanna-nefndar hinn 26. febrúar 1976, sem skyldi gera tillögur um skiptingu verkefna og tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og önnur sam- skipti þeirra. Nefndin hefur unnið mjög mikið starf og hefur skilað til ráðherra álitsgerð, þ.e. fyrsta hluta, sem fjallar um einn þátt þessa stóra máls, undirstöðu- þátt að því er ég tel, eða um verkefnaskiptinguna. Þessari áfangaskýrslu var skilað til ráðherra hinn 17. apríl 1978. Nefndin stefndi þá að því að leggja fram áfangaskýrslur um tekjustofna- og stjórnsýslumál síðar á árinu 1978. Nú eru liðnir 11. mánuðir síðan nefndin skilaði skýrslu sinni en ekki hefur verið boðað til fundar um þá þætti sem óunnir voru svo mér sé kunnugt, né nefndarmenn leystir frá starfi. Samt minnir mig að núverandi félagsmálaráðherra Steinþór Gestsson hafi látið hafa það eftir sér, að hann hefði afskaplega mikinn áhuga á starfi þessarar nefndar. En af verkum sést það ekki. Skóiastarf í hendur heimamanna í nefndarálitinu frá 17. apríl sl. kemur það fram að í flestum greinum náðu nefndarmenn samstöðu um verkaskiptinguna. Að sjálfsögðu var þar um mála- miðlun að ræða um sum atriði, sem menn töldu að stæðu til bóta eigi að síður og hlytu að þróast mjög fljótt til hreinni skipta milli aðila. Svo var til dæmis farið um grunnskólann. Nefndin var sammála um að leggja til að dregið verði úr miðstýringu við stjórn skóla, og skólastarf verði lagt í hendur heimamanna svo og að skóla- húsin verði viðurkennd eign sveitarfélaganna. Eg tel rétt og sjálfsagt að sveitarfélögin annist stofn- kostnað og rekstur alls grunn- skólans, þar með talin laun kennara og akstur skólabarna, enda verði til öflugur jöfnunar- sjóður, sem beitt verði eingöngu til að jafna aðstöðumun sveitar- félaga. Allir aðrir skólar verði kostaðir af ríkinu. Rétt er að fara nokkrum orðum um tillögur nefndarinnar um heilbrigðismál. Lagt er til að heilsugæslan verði verkefni sveitarfélaganna alfarið, þótt heilbrigðisráðuneytinu verði ætluð skipulagning og eftirlit með rekstri. Þá er lagt til að ríkið greiði föst laun lækna, enda hefur það með höndum að ráða heilsugæslulækna og ef með þarf að miðla læknaþjón- ustu milli stöðvanna. Ríkið greiði allan kostnað vegna sjúkrahúsa með fjárveitingu á fjárlögum hvers árs. Daggjöld í núverandi mynd falli niður, þó verði vissir þættir enn greiddir af Tryggingastofnun ríkisins svo sem sjúkradagpeningar, sjúkraflug o.fl. Sjúkrasamlögin eins og þau eru nú verði lögð niður eða samræmd heilsugæsluumdæm- unum og sjái um rekstur heilsu- gæslustöðvanna í umboði og ábyrgð viðkomandi sveitar- stjórna. Um raforkumálin varð nefnd- in ekki sammála. Ágreiningur var um skipulag orkuöflunar og aðflutningskerfið í landinu. Hins vegar voru allir nefndar- menn á því að smásöludreifing orkunnar skyldi verða á hendi syeitarfélaganna eða sam- eignarfélaga þeirra. Ekki hefur verið unnið nægi- lega markvisst að því að ganga frá endanlegri tillögugerð að þessum þætti, sem menn náðu þó samstöðu um og er nú svo knýjandi að koma til réttrar rásar að við liggur algert öng- þveiti í ýmsum byggðarlögum, þar sem gamlar lagnir, ætlaðar til takmarkaðs orkuflutnings, eru enn við lýði og eina tenging- in. Sveitarfélögin hafa rekið á eftir því að til þessa verks yrði gengið, enda skipaði fyrrv. ráð- herra orkumála að beiðni sveitarstjórna nefndir í öllum kjördæmum landsins. Sumar nefndirnar hafa lokið störfum og skilað tillögum til ráðherra. Aðrar hafa orðið fyrir töfum við öflun upplýsinga og enn ekki skilað af sér. Mér er kunnugt um að þannig stóðu mál hjá nefnd Suðurlandskjördæmis, að ekki höfðu fengist umbeðnar afger- andi skýringar á vissum þáttum dreifingarinnar, sem nefndin ætlaði að hefðu valdið erfiðleik- um við dreifinguna og kostnað- arauka fyrir notendur orkunnar. Þrátt fyrir það að skýranlegar hindranir hafa orðið til þess að eðlilegum hraða mætti ná við störf nefndarinnar, þá hefur hún nú verið leyst frá störfum án samráðs við og raunar í fullri óþökk viðkomandi sveitarfélaga og samtaka þeirra. Fjármögnun hafnargerðar Að þessu sinni mun ég ekki hafa mörg orð um aðra þá þætti samskiptanna sem nefndin hef- ur náð samstöðu um, en vil þó geta þess í lokin að lagt er til að ríkið sjái um og fjármagni að fullu þá hluta hafnargerðar sem nú er með 75% þátttöku ríkis- sjóðs. Hinsvegar hafi sveitar- sjóðirnir með höndum rekstur þeirra og viðhaldi innri mann- virkja, að svo miklu leyti sem ekki er um eðlilega endurnýjun að ræða eða skemmdir af nátt- úruhamförum. Við sem störfuðum í hinni stjórnskipuðu nefnd, sem fjall- aði um skipti ríkis og sveitarfé- laga, vorum þeirrar skoðunar að sú breyting sem nefndin varð ásátt um að leggja til við ráð- herra að gera, væri aðkallandi að snúa sér að og framkvæma sem fyrst. Þess vegna hafði nefndin þær fyrirætlanir, að fullgera tillögur um alla þætti skiptingarinnar á árinu 1978. Með því móti töldu menn að best yrði stuðlað að stöðugri byggða- þróun og staðið gegn óæskileg- um fólksflutningum. Það eru sannarlega undarleg viðbrögð við því mikla starfi sem nefndin hefur lagt í að leysa það við- fangsefni, sem henni var ætlað, að hún skuli ekki fá tækifæri til að ljúka verkinu. Skarpari skil Það er skoðun okkar Sjálf- stæðismanna sem lögð er áherzla á í samþykktum okkar, að með skarpari skilum á milli viðfangsefna ríkisins og sveitar- félaganna muni draga úr kostn- aði við margskonar uppbygg- ingu úti á landi þegar miðstýr- ingunni væru settar skorður. Um leið yrði spenna ríkisfjár- mála minni og fjárlagagerðin auðveldari. Það er bjargföst skoðun mín, að ekki verði með neinum hætti öðrum komið á byggðajafnvægi, því en að gera sveitarfélögin að traustum sjálfstæðum stjórn- sýslueiningum. Það stoðar ekki þótt sett séu útibú fyrir ríkisfyr- irtæki hingað og þangað um landið, ef þeim er stjórnað frá einni miðstöð í fjarlægu héraði. Það mun ekki færa strjálbýlinu þann lífsneista sem það þarf á að halda. Hitt mun sanni nær, að fái fólkið möguleika, félags- lega og efnahagslega, til þess að byggja upp heimabyggðir sínar og stjórna staðbundnum verk- efnum, þá mun skatttekjum þegnanna verða skynsamlegar ráðstafað þegar heimamenn fá að fjalla þar um. Hin eina sanna byggðastefna er fast bundin því að valdinu sé dreift. Miðstjórnarvald og byggðastefna eiga ekki samleið. Eg mun síðar fjalla um aðra þætti þessa máls. Eg mun leit- ast við að gera grein fyrir hugmyndum mínum um stjórn- sýslueiningar sveitarfélaganna og hlut þeirra í skattheimtu hins opinbera af þegnum þjóðfé- lagsins. 3. mars, 1979. Veöur víða um heim Akureyri -6 snjókoma Amsterdam 7 heiðskírt Aþena 18 heiöskírt Barcelona 14 léttskýjaó Berlín 8 skýjað Brussel 9 skýjað Chicago 3 skýjaö Frankfurt 9 rigning Genf 10 heiðskfrt Helsinki 1 snjókoma Jerúsalem vantar Jóahnnesarb. 25 heiðskírt Kaupmannah. 5 skýjað Lissabon 15 heiðskírt London 11 Los Angeles 30 skýjað Madríd 14 rigning Malaga 15 alskýjaö Mallorca 16 léttskýjað Míami 24 skýjað Moskva 8 heiðskírt New York 9 heiðskírt Ósló 2 heiöskírt París vantar Reykjavík -4 skaf Rio De renningur Janeiro 34 heiöskfrt Rómaborg 16 skýjað Stokkhólmur 5 skýjað Tel Aviv vantar Tókýó 11 rigning Vancouver vantar Vínarborg 8 skýjað V estur-Þýzkaland: Handtekinn fyrir njósnir Karlsruhe, Vestur-Þýzkalandi, 8. marz. AP. URSULA Höfs, starfs- stúlka kristilegra demó- krata (CDU), og eiginmað- ur hennar Erwin Höfs hafa verið handtekin vegna gruns um njósnir í þágu Austur-Þýzkalands, að því er saksóknarinn í Karls- ruhe skýrði frá. Ursula Höfs er sögð hafa afhent varnarmálaráðu- neytinu í Austur-Berlín ýmsar upplýsingar sem hún aflaði sér í Bonn, en hún starfaði á skrifstofu CDU þar. Maður hennar hefur viðurkennt við yfirheyrslur að hafa verið sendur til njósna í Vestur-Þýzkalandi árið 1965. Hið eiginlega nafn hans sé Siegfried Gábler. Kemur Times apríl? út 17. London. 8. marz. AP. BÚAST má við því að brezka blaðið „Times“ sjái dagsins ljós eftir fjórar og hálfa viku ef viðræður út- gefenda og samtaka prent- iðnaðarins fara eftir áætlun, að því er einn af stjórnarmönnum Times skýrði frá í dag. Eftir mikla maraþon-fundi náðu fulltrúar útgefenda og prentara samkomulagi í morgun um nýjar samningaviðræður. Þar er gengið út frá því að allir fyrri starfsmenn hefji störf við blaðið 17. apríl næstkomandi. Verður starfsmönnunum greiddir 50 af hundraði þess launataps sem þeir hafa orðið fyrir frá því að blaðið hætti útkomú 30. nóvember síðastliðinn. Starfsmennirnir verða svo allir endurráðnir þegar nýtt samkomulag næst. Times hætti að koma út vegna deilu útgáfunnar og samtaka prentiðnaðarins, sem voru mót- fallin því að ný útgáfutækni yrði tekin í notkun á blaðinu. Trúar í Bandarikjunum efndu nýverið til samkomu á Bourbonstræti í franska hverfinu f New Orleans við mikinn fögnuð. Hér eru nokkrir trúðanna að skiptast á gjöfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.