Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979 15 Dr. Björn Jóhannesson: Til athugunar fyrir eigendur lax- veiðiréttinda í vatnakerfi Þiórsár Mig langar til að biðja Morgun- blaðið að birta eftirfarandi hug- leiðingar í tilefni af athyglisverð- um fréttapistli um laxveiði í Þjórsá, er birtist í blaðinu þann 18. febrúar s.l. I grein eftir höfund þessara athugasemda, sem birtist undir fyrirsögninni „Laxakynbætur" í 4. hefti Freys 1978, segir: „... að fiskur lifir á dýrum eða átu, sem dafnar í vatninu. Slík áta lifir beint eða óbeint á svifjurtum, sem vaxa í vatninu, á sambærilegan hátt og jurtir á þurru landi. Svifjurtir lúta að öllu leyti sömu vaxtarlögmálum og grösin i tún- inu. Þær krefjast sömu jurtanær- ingarefna eða áburðarefna og auk þess ljóss og yls.“ Jurtanæringar- efni berast í ár og vötn úr jarðvegi og bergefnum viðkomandi vatna- svæðis, við rotnun lífrænna efna- sambanda og fyrir vatnsleysanleg áhrif. Þar við bætist, að með stóraukinni áburðarnotkun síð- ustu áratugina, berst vaxandi magn jurtanæringarefna frá áburði með yfirborðsvatni og grunnvatni í ár og vötn og skapa þar aukið magn svifjurta og átu. Þessara áhrifa gætir að öðru jöfnu meira í vötnum, þar sem svifjurt- um og smádýrum gefst betra tóm til að nýta áburðarefnin, en í ám gætir áburðaráhrifa að öðru jöfnu þeim mun meira sem þær eru lengri og straumhraði þeirra minni. Hagnýtur mælikvarði á átumagn eða frjósemi tiltekins vatnasvæðis fyrir lax er sá fjöldi Björn Jóhannesson sjógönguseiða sem vatnasvæðið framleiðir á ári. Sé gert ráð fyrir að Vá hluti þess lax sem gekk í Þjórsá sumarið 1978 hafi veiðst, þá hafa alls um 15.000 laxar gengið í ána á sumr- inu. Sé ennfremur gert ráð fyrir að um 25%'* gönguseiða endurheimt- 1) í nýútkominni rannsóknawkýrslu eftir Árna ísaksson og tvo bandaríska sérfrædinsa er talið aú um 26% af laxaseiðum sem gengu úr Elliðaínum sumarið 1975 hafi skilað sér þangað sem fullvaxnir laxar. ist eða skili sér sem kynþroska fiskar, þá hefur þurft um 60.000 gönguseiði til að standa undir nefndri veiði. Má telja öruggt, að aukin áburðarnotkun á vatna- svæði Þjórsár, ekki síst allmiklar uppgræðsluframkvæmdir á Búr- fellssvæðinu, hafi stuðlað að þeirri átumyndun, er gerði mögulega framleiðslu á um 60.000 laxgöngu- seiðum. Við þessa tölu þarf raunar að bæta þeim seiðafjölda, sem fiskendur, minkur og aðrar fiskæt- ur hafa hirt. Algengast er, að laxveiðisvæði framleiði með náttúrlegu klaki meira en nóg af kviðpokaseiðum til að fullnýta þá átu sem viðkom- andi vatnasvæði framleiðir. Má í þessu sambandi minna á, að lax- hrygna framleiðir utn 1.600 hrogn fyrir hvert kg af eigin þunga, samkvæmt nýlegum tölum Veiði- málastofnunarinnar; 10-punda hrygna gefur þannig um 8.000 hrogn. Átta slíkar hrygnur myndu framleiða álíka mörg hrogn og ofannefndur fjöldi laxgönguseiða er bar uppi laxveiðina í Þjórsá sumarið 1978. Samkvæmt rann- sóknum Árna Isakssonar á nefnd meginregla þó ekki við um vatna- kerfi Þjórsár, með því hann telur að röskur helmingur af veiði s. 1. sumars sé að uppruna kviðpoka- seiði (eða seiði alin í tvær vikur í eldisstöð), sem sleppt var í Fossá og Kálfá sumurin 1974 og 1975. Sé þetta ástand ríkjandi, bendir það til þess, að árlega þurfi að sleppa nokkru af seiðum í Kálfá (og ef til vill víðar á vatnasvæðinu) til að nýta að fullu það átumagn sem Þjórsársvæðið hefur upp á að bjóða. Þessu fylgir sá kostur, að unnt myndi á tiltölulega skömm- um tíma að hafa talsverð áhrif á meðalstærð þess lax sem gengur í Þjórsá, og er þetta atriði raunar tilefni þessara hugleiðinga. Það kostar- sérhverja laxá jafn mikla átu að framleiða eitt göngu- seiði sem kemur aftur sem 5 punda lax og annað sem skilar sér sem 15 punda lax, svo að dæmi séu nefnd. Að vísu dvelst stærri laxinn tvö ár en hinn minni eitt ár í sjó, og má ætla að nokkru meira misfarist af laxi í hafinu á tveim árum en einu. Þó er vitað, að afföllin eru tiltölu- lega lítil seinna árið, nema þar sem um verulega sjóveiði er að ræða. Þá ber að hafa það hugfast, að markaðsverð erlendis er að mun hærra fyrir stórvaxna en smáa laxa, eins og greint er frá í greinarkorni í FREY, 13. tbl. 1978. Neðangreind tafla gefur til kynna hlutfallsleg verðmæti á 5, 10 og 15 punda löxum á vestur-þýzkum markaði; í töflunni er miðað við, að á móti hverjum 100 eins-árs löxum sem endurheimtast, þá skili sér 90 af 2ja-ára-laxar-í-sjó. Taflan sýnir glögglega, hve miklu máli það skiptir, að stór- vaxnir laxar gangi í íslenskar ár, og er þá miðað við að laxinn sé fluttur út. Fari svo fram, sem athuganir Árna Isakssonar benda til, að um helming hámarksfram- leiðslu af laxi í Þjórsá þurfi að grundvalla á sleppingu seiða í Kálfá, myndi mikilvægt að velja seiði af stórvöxnum laxastofni, eins og ástæður frekast leyfa. Jafnframt þyrfti að sjá svo um (með hæfilegri þvergirðingu). að smálax kæmist ekki í ána til að hrygna.Átumagn Kálfár yrði þá nýtt til framleiðslu á vænum laxi einvörðungu. Með þessum hætti mætti fljótlega hafa veruleg áhrif í þá átt að auka meðalstærð þess lax sem gengur í Þjórsá. Yrðu upp teknar seiðasleppingar eins og hér er mælt með, myndi eðlilegt að veiðifélag Þjórsár semdi við eig- endur Kálfár um hæfilega þóknun fyrir afnot af ánni til framleiðslu á vænum laxi. Ekki veitir af, þar eð um 80% af Þjórsárlaxinum er nú smálax, að mati Árna Isaksson- ar. Að því er varðar útvegun á stórvöxnum laxi til undaneldis, er ekki ósennilegt að veiðiréttareig- endur Þjórsár gætu orðið að liði með hæfilegum fyrirdrætti að haustinu til. Sambærilegur í jöldi laxa Meðalþyngd kg Meðalverð á kg Hlutfallsl. markaðHverðmæti fyrir framangr. laxahópa 100 2.5 1.600 kr. í 90 5.0 1.900 .. 2.1 90 7.5 2.700 „ 4.5 Steinar J. Lúðvíksson: Sagan verdur seint fullskráð Birst hefur í Morgunblaðinu ítarleg ritgerð eftir Eyjólf Jónsson á ísafirði undir heitinu „ísfirzkir slysadagar". Er þar að finna frásagnir um bjarganir og sjóslys við ísafjörð á árunum 1911—1916 og gerir höfundur ritgerðarinnar margar athugasemdir við bók mína: „Þrautgóðir á raunastund", sem út kom síðla árs 1978. Telur hann í lok greinar sinnar að þættir hans styðji þá skoðun sína að enn sé fjærri að sjóslysasagan sé fullskráð, vitnar í formálsorð bókar minnar, og segir að von mín að sæmilega hafi til tekizt um áreiðanleik frásagna bókar minnar séu stundum víðsfjarri að rætast. í bókaflokknum „Þrautgóðir á raunastund", sem nú er orðinn 10 bindi, var ætlunin að rekja allar bjarganir og sjóslys sem orðið hafa við Island á þeim tíma sem bækurnar taka yfir. Má segja, að bókaflokkurinn skiptist raunar í tvennt, þar sem annars vegar er fjallað um atriði áranna frá því að Slysavarnafélag íslands var stofnað árið 1928 til ársins 1958, og hins vegar þá atburði sem urðu yfir árið 1928. Um atburði þá er urðu á fyrrnefnda tímabilinu var tiltölulega auðvelt að afla upp- lýsinga bæði úr réttarskjölum, prentuðum heimildum og síðast en ekki síst með viðtölum við menn sem upplifað höfðu atburðina. Um atburði þá eru urðu á síðarnefnda tímabilinu hefur hins vegar reynst mun erfiðara að afla upplýsinga, og þeim mun erfiðara sem lengra líður frá samtímanum. Eins og um getur í formála áðurnefndrar bókar, hefur fyrst og fremst orðið að styðjast við prentaðar og skrifaðar heimildir um atburði þessara ára, og þar segir enn- fremur að einnig á því sviði hafi verið takmarkað til fanga, og að blaðaútgáfa á þessum árum hafi verið fremur lítil, fréttir oft lengi Steinar J. Lúðvíksson. að berast og því víða hætt við að eitthvað hafi skolast til í frásögn- um. Með tilliti til þessa hefur verið lögð áherzla á að hafa samband við fjölda fólks víða um land og leita liðsinnis þess við upplýsinga- öflunina. Hefur það jafnan brugðist vel við og ekki talið eftir sér tíma né fyrirhöfn til þess að veita þessa aðstoð. Hafa á þennan hátt borist ítarlegar upplýsingar víða að frá landinu, en hinu er ekki að neita, að annars staðar hefur reynst erfiðara að afla fanga, eða komast í samband við þá er veitt gætu liðsinni. Undirritaður hefur alltaf verið þess vel meðvitandi að hætta væri á því að bæði vantaði frásagnir af einstökum atburðum í bókina, og eins að ónákvæmni gætti í einstökum frásögnum. Því hefur alltaf verið óskað eftir því í formála bókanna, að þeir sem kynnu að rekast á missagnir í bókinni, eða byggju yfir fyllri vitneskju um þá atburði er þar er fjallað um, hefðu samband við undirritaðan eða útgáfuna, þar sem ætlunin er að koma slíkum athugasemdum á framfæri áður en bókaflokknum lýkur. Skiptir það meginmáli að þegar verkið liggur fyrir sem heild geti það talist sem traustast heimildarrit. Athugasemdir og leiðréttingar Eyjólfs eru því vel þegnar og miða að þessu marki. Skiptir það ekki máli fyrir undirritaðan hvaða hátt hann kýs á að koma þeim á framfæri, eða hvaða ályktanir hann dregur. Að lokum skal þetta tækifæri enn notað til þess að koma á framfæri ítrekuðum óskum um að þeir sem veitt gætu upplýsingar eða gefið fyllri lýsingar á ein- stökum atburðum er getið er um í bókum mínum, að hafa samband við undirritaðan eða útgáfuna, svo og ef menn verða varir við mis- sagnir. Eyjólfur Jónsson segir í grein sinni að enn vanti á að sjóslysasagan sé fullskráð, og verður sennilega seint hægt að ná því takmarki, hversu mikið sem til yrði reynt, eða hver sem það gerði. Of seint var hafist handa við þessa skrásetningu til þess að unt væri að gera henni algjörlega fullnægj- andi skil. En vonandi er þó, að þegar upp verður staðið og bóka- flokk þessum lokið, þá hafi verið að nálgast það takmark að fyrir liggi nokkuð ítarleg saga þessa þáttar lífsbaráttu Islendinga. Það er full þörf á því að við eigum slíka sögu skráða, þar sem hér er um að ræða „hernaðarsögu" þjóðarinnar, eins og komist hefur verið að orði í umfjöllun um bækurnar. Steinar J. Lúðvíksson. Blásarakvintettinn á Norðurlandi ÍSLENSKI blásarakvintettinn leikur í Akureyrarkirkju á morg- un. laugardaginn 10. mars. kl. 17. Blásarakvintettinn er skipaður þeim Manuelu Wiesler er leikur á flautu, Kristjáni Stephensen sem leikur á óbó, Sigurði I. Snorrasyni sem leikur á klarinett, Stefáni Stephensen er leikur á horn og Hafliða Guðmundssyni en hann leikur á fagott. Blásarakvintettinn var stofnaður sumarið 1976 og hefur haldið tónleika í Reykjavík og víðar. Hann hefur flutt alla kvin- tetta sem til eru eftir íslensk tónskáld. Blásarakvintettinn tekur þátt í þekktri alþjóðlegri tónlistarkeppni í Colmar í Frakk- landi eftir mánuð, einnig er fyrir- huguð hljómplötuútgáfa á næst- unni. Efnisskráin á tónleikunum er fjölbreytt og á henni eru verk eftir Ibert, Carl Nielsen, Rossono, Leif Þórarinsson og Villa Lobos. Kvintettinn leikur á föstudags- kvöldið fyrir Tónlistarfélagið og Tónlistarskólann á Sauðárkróki en tónleikarnir á Akureyri eru fjórðu tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á þessum vetri. Að- göngumiðasala fer fram í Bóka- búðinni Huld og við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.