Morgunblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979
Kastljós kl. 21.00:
Klæðaburður, gúmbjörgun-
arbátar og krabbamein
Kastljós í umsjá
Sigrúnar Stefánsdóttur
fréttamanns verður á dag-
skrá sjónvarpsins klukkan
21.00 og verða þrjú málefni
tekin til umræðu.
í fyrsta lagi verður
fjallað um klæðamenningu
íslendinga, en nýlegar
upplýsingar gefa til kynna
að Islendingar eyði árlega
meiri gjaldeyri til fata-
kaupa en bifreiðakaupa.
Fjallað verður um þessar
upplýsingar, rætt verður
um að hve miklu leyti
íslendingar láti stjórnast
af tízku í klæðaburði
o.s.frv.
í öðru lagi munu þeir
Hjálmar S. Bárðarson
siglingamálastjóri og
Agúst Sigurlaugsson vél-
stjóri á Guðmundi Ólafs-
Sjónvarp kl. 19.00:
ísland -
Holland
Sjónvarpið sýnir í kvöld
klukkan 19.00 mynd frá leik
íslands ok Hollands í B-keppni
handknattleiksliða á Spáni á
döKunum.
syni ÓF, sem fórst nýlega
fyrir Norðurlandi, ræða um
notkun gúmbjörgunarbáta
með tilliti til fenginnar
reynslu af þeim málum.
Þetta atriði Kastljóss
fellur þó niður komist
Ágúst ekki suður vegna
veðurs.
I þriðja lagi verður
fjallað um hinn illkynja
sjúkdóm krabbamein.
Fjallað verður um aðstöðu
til lækninga krabbameins
hérlendis, rætt við tvo
krabbameinssjúklinga og
við Guðmund Jóhannsson
lækni.
Prúðu leikararnir eru á dagskrá sjónvarpsins strax að loknum fréttum og auglýsingum
í kvöld. Bandariski tónlistarmaðurinn Roy Clark kemur í heimsókn, en þó að myndin sé
ekki af honum þá er hún úr einu atriðanna sem koma fyrir í þættinum í kvöld.
Frá sýningu íslenzka dansflokksins
Utvarp kl. 22.55:
Ballett tekinn fyrir
Hulda Valtýsdóttir hef-
ur umsjón með þætti sem
er á dagskrá útvarpsins
klukkan 22.55 og nefnist
úr menningarlífunu.
Þættir þessir hafa verið á
dagskránni annað hvert
föstudagskvöld í allan
vetur, og sagði Hulda í
spjalli við Mbl. að fram-
hald yrði á þáttunum en
þó væri enn ekki fullmót-
að hvert efni næstu þátta
yrði. Á döfinni væri þó að
fjalla um barnamenningu
í þættinum að hálfum
mánuði liðnum.
í þættinum í kvöld
fjallar Hulda Valtýsdóttir
um íslenzka dansflokkinn,
en flokkurinn hefur
undanfarin ár verið með
nokkrar ballettsýningar á
ári hverju á fjölum
Þjóðleikhússins. Hulda
mun í bland segja frá
dansflokkinum og ræða
við nokkra dansana.
Hulda Valtýsdóttir
Ulvarp Reykjavik
FÖSTUDKGUR
9. marz
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 bæn.
7.25 Morgunpósturinn.
Umsjónarmenn: Páll
Ifeiðar Jónsson og Sigmar
B. Hauksson. (8.00 fréttir).
8.15 VeðurfreKnir. Forustu-
Kreinar dajíhl. (útdr). Dag-
skrá
8.35 Morgunþulur kynnir
ýmis lög að eigin vali. 9.00
Fréttir.
9.05 Morgunstund harnanna:
Sigríður Eyþórsdóttir les
„Aslákur í álögum“ eítir
Dóra Jónsson (10).
9.20 Leikfimi
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þinxfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fresnir.
10.25 Morgunþulur kynnir
ýmis lög; - frh.
1100 Það er svo margt:
Einar Sturluson sér um
þáttinn.
11.35 Morguntónleikar:
PT'lharmoníusveit Berlínar
leikur „Rústir Aþenu“,
forleik op. 113 eftir
Beethoven; Herbert von
Karajan stj. / Wilhelm
Kempff, Henry Szeryng og
Pierre Fournier leika
Tilbrigði fyrir píanó. fiðlu
og selló í G-dúr eftir
Beethoven við stef eftir
Wenzel Mliller.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ____________________
14.30 Miðdegissagan: „Fyrir
opnum tjöldum" eftir Grétu
Sigfúsdóttur Herdís
Þorvaldsdóttir les(5).
15.00 Miðdegistónleikar:
Itzhak Perlman leikur með
Sinfóníuhljómsveit Lundúna
André Pervin stj.
a. Tzigane eftir Ravel.
b. Sinfónía Espagnole op. 21
eftir Lalo.
15.40 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.30 Popphorn: Dóra Jóns-
dóttir kynnir.
17.20 Útvarpssaga barnanna:
„Bernska í byrjun aldar“
eftir Erlu Þórdísi Jóns-
dóttur Auður Jónsdóttir
leikkona lýkur lestrinum
(12).
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ_________________
19.40 Úr sögu bókasafns
Guðrún Guðlaugsdóttir
ræðir við Herborgu Gests-
dóttur bókavörð.
20.05 Frá tónleikum útvarpsins
í Frankfurt 17. nóv. sl.
Sinfóníhljómsveit
útvarpsins í Frankfurt
leikur. Charles Dutoit stj.
Sinfónía nr. 83 í g-moll („La
Poule“) eftir Jóseph Haydn.
20.30 Kvikmyndagerð á íslandi
fyrr og nú; fyrsti þáttur.
Úmsjónarmenn: Karl
Jeppesen og Óli Örn
Andreassen. Fjallað um
leiknar íslenzkar kvik-
myndir. Rætt við Óskar
Gíslason og Ásgeir Long.
21.05 Frá tónleikum Bodensee-
madrigalakórsins í Bústaða-
kirkju í fyrra sumar Hugo
von Nissen leikur á pfanó.
Heinz Bucher stj.
21.25 í Kýrhausnum
sambland af skringilegheit-
um og tónlist. Umsjón:
Sigurður Einarsson.
21.45 Sönglög eftir Edward
Grieg.
Írína Arkhipova syngur.
Igor Gúsélnikoff leikur á
píanó.
(Illjóðritun fra Moskvuút-
varpinu).
22.05 Kvöldsagan: „Heimur á
við hálft kálfskinn” eftir
Jón Helgason
Sveinn Skorri Höskuldsson
byrjar lesturinn.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Lestur Passíusálma (23).
22.55 Úr menningarh'finu.
Umsjón: Hulda Valtýsdóttir.
Fjallað um íslenzka dans-
flokkinn og rætt við nokkra
dansara.
23.10 Kvöldstund með Sveini
Einarssyni.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
■EfflEH
FÖSTUDAGUR
9. mars
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglyýsingar og dag-
skrá
20.35 Prúðu leikararnir
Gestur í þessum þætti er
bandaríski tónlistarmaður-
inn Roy Clark.
Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
21.00 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Sigrún
' Stefánsdóttir.
22.00 Brúðuheimilið
Frönsk-bandarísk bíómynd
gerð árið 1974 eftir Jeikriti
Henriks Ibsens frá árinu
1879.
Lcikstjóri Joseph Losey.
Aðalhlutverk Jane Fonda,
David Warner, Trevor
Howard og Edward Fox.
Nóra er ung kona, sem
alltaf hefur búið vð of-
vernd, bæði í föðurgarði og
hjónabandi, en kynnist á
miskunnarlausan hátt köld-
um raunveruleika lífsins.
Þýðandi Rannveig
Tryggvadóttir.
23.40 Dagskrárlok