Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 BÚNAÐARMNGI 1979 var slitið laust fyrir hádogi í gær, en þetta var jafnframt 61. búnaðarþing. Þingið hafði þá staðið í 20 daga og haldið 18 fundi. Alls afgreiddi þingið 51 mál af 55 málum, sem lögð voru fyrir þingið, og að sögn Ásgeirs Bjarnasonar, forseta Búnaðarþings, hafa sjaldan ve(ið afgreidd eins mörg mál frá þing- inu. I gær voru kjörnir í stjórn Grænlands- kvöld í Hafnarfirði NORRÆNA félagið í Hafnarfirði heldur Grænlandskvöld í veit- ingahúsinu Gaflinum við Kefla- víkurveginn á morgun, mánudag, kl. 20.30 Dr. Björn Þorsteinsson segir frá Grænlandi og sýnir skuggamyndir þaðan, einnig svarar hann fyrir- spurnum ásamt frú Benediktu Þorsteinsson. Messad í Dómkirkjunni AÐ sjálfsögðu verður messað í Dómkirkjunni í dag kl. 11 árd. I messutilk. í blaðinu í gær féll þetta messu boð niður. Það er séra Hjalti Guðmundsson, sem predikar. —■ Fjölskyldusamkoman í kirkjunni er svo kl. 2 síðd. o INNLENT Litla telpan í rannsókn Þyrla varnarliðsins kom með litlu telpuna úr Svefneyjum til Reykjavíkur laust fyrir kl. 1 í fyrrinótt. Stúlkan var þegar flutt í sjúkrahús og var þar í gjörgæzlu um nóttina en varla komin á barnaspítalann þegar Mbl. hafði samband við föður stúlkunnar í gær. Læknar hér staðfestu, að rétt hefði verið að senda eftir telpunni með þessum hætti, og átti hún að gangast undir rannsókn á spítalanum næstu daga. Búnadarþingi slitió: Afgreiddi 51 málá 18fundum Frá landbúnaðarráðstefnu Sjálfstæðisflokksins sem hófst í gær og lýkur í kvöld. Ráðstefnan er haldin í Valhöll. Sjálfstæðisflokkurinn: Landbúnaðarráðstefnu RÁÐSTEFNA Sjálfstæðisflokks- ins um landbúnaðarmál hófst í gær í Valhöll og lýkur henni í kvöld. Á ráðstefnunni er fjallað um tillögur til almennrar stefnu- mótunar í landbúnaðarmálum, um breytingar á framleiðsluráðs- lögum, um greiðslu rekstrar- og afurðalána beint til bænda, um möguleika í nýjum búgreinum, um landbúnaðinn og þjóðarafkomuna, lýkur í dag um landbúnaðinn og neytendur, og opnar umræður um landbúnaðar- mál almennt. Ráðstefnustjóri er Friðrik Sophusson alþingismaður. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins: Aukin ending einangrunarglerja gæti sparað 200 milljónir á ári SPARA má þjóðfélaginu um 200 milljónir króna á ári í kostnaði við gler til íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, takist að lengja endingartíma þess um eitt ár, miðað við að meðalend- ing einangrunarglers sé um tíu ár. Framangreindar upplýsingar komu meðal annars fram á blaðamanna- fundi er Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins efndi til að Keldna- holti í gær. Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins hefur unnið að margvísleg- um og yfirgripsmiklum rannsóknum á því hvernig einangrunargler stenst íslenskt veðurfar, bæði með tilliti til sveigjanleika og samsetningar, og svo hafa einnig farið fram rannsókn- ir á því hvaða þykkt henti best íslenskum aðstæðum og svo fram- vegis. Ei þessar rannsóknir að mestu gerðar í rannsóknastofnun- inni eða Keidnaholti, en einnig hafa verið send sýnishorn til Noregs þar sem rannsóknir hafa verið gerðar. Arlega munu vera settir upp um 100 þúsund fermetrar af einangrun- argleri hér á landi, og kostar hver fermetri um 18 þúsund krónur. Hér er því um miklar fjárhæðir að ræða, og skiptir miklu að endingin sé sem best. Á blaðamannafundinum hjá Rannsóknastofnuninni í gær kom fram, að fyrir fáum árum var ábyrgð glerframleiðenda á framleiðslu sinni yfirleitt 10 ár, en er nú komin niður í 5 ár. Ekki kváðu yfirmenn Rann- sóknastofnunarinnar auðvelt að segja til um hve lengi gler ættu að endast, en æskilegast væri að sjálf- sögðu að það væri jafnlengi og aðrir hlutar viðkomandi byggingar. Fimm ára endingartíma kváðu þeir hins vegar vera óeðlilega stuttan, það er þann tíma sem framleiðendur vildu taka ábyrgð á framleiðslu sinni. Sjúkraliðar sem voru með varnarliðsþyrlunni koma börunum með litlu telpunni í sjúkrabifreiðina í nótt en foreldrar stúlkunnar fylgjast með. Ljósm. Mbl. Emilía. Búnaðarfélags íslands þrír aðal- menn og þrír verkamenn. Sem aðalmenn voru kjörnir Ásgeir Bjarnason, Ásgarði, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, og Steinþór Gestsson, Hæli. Ásgeir og Hjörtur áttu sæti í síðustu stjórn félagsins en Steinþór var kjörinn í stað Einars Olafssonar, Lækjar- hvammi, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Einar hefur setið í stjórn Búnaðarfélagsins sl. rúm 10 ár og á Búnaðarþingi sat hann frá 1943 þar til nú eða í 36 ár. Ásgeir Bjarnason þakkaði Einari mikil og góð störf í þágu landbúnaðarins og bændastéttarinnar. I varastjórn félagsins voru kjörnir Magnús Sigurðsson, Gils- bakka, sem varamaður Ásgeirs, Siggeir Björnsson, Holti, vara- maður Steinþórs, og Jón Helgason, Seglbúðum, sem varamaður Hjart- ar. Á fundi þingsins í gær voru afgreidd fjögur mál. Samþykkt var umsögn um frumvarp um breyt- ingar á framleiðslulögum land- búnaðarins, en þetta frumvarp fjallar aðallega um verðskráningu, verðmiðlun og sölu landbúnaðar- afurða. Skorað var á landbúnaðar- ráðherra að beita sér fyrir aðstoð við mjólkurframleiðendur vegna hinna gífurlegu mjólkurafurða- birgða sem til eru í landi. Sam- þykkt var ályktun um aukna aðstoð við súgþurrkun. Ágreining- ur varð um afgreiðslu umsagnar um frumvarp til breytinga á jarð- ræktarlögum varðandi skerðingu jarðræktarframlaga næstu 5 árin. Samþykkt var að mæla með því að frumvarp þetta yrði að lögum með 18 atkvæðum gegn 6 en einn þingfulltrúa var fjarstaddur. Skynsemi og þekking í Lögbergi í dag Fimmti fundur Félags áhuga- manna um heimspeki á þessum vetri verður haldinn í dag klukkan 14.30 í Lögbergi. Frummælandi verður Arthúr Bollason, og nefnir hann erindi sitt „Skynsemi og þekking". Andvaraleysi í utanríkis- og varnarmálum hættulegt — sagði Guðmundur H. Garðarsson í setningarræðu RÁÐSTEFNA Samtaka um vest- ræna samvinnu. „Atlantshafs- bandalagið — friður í 30 ár var sett í Kristalssal Hótel Loftleiða kl. rúmlega 10 í gærmorgun af Guðmundi H. Garðarssyni, for- manni samtakanna. Ráðstefnan var vel sótt og höfðu talsvert á annað hundrað manns látið skrá sig til þátttöku. í setningarræðu sinni, sagði Guðmundur II. Garð- asson, að andvaraleysi í utanrík- is- og varnarmálum væri vatn á myllu þeirra, sem vildu vestrænt lýðræði feigt. Minnugir þess stöndum við vörð um þjóðlegar hefðir og hefðbundið lýðræði, sagði Guðmundur H. Garðarsson ennfremur. Að lokinni setningarræðu tók Björn Bjarnason við stjórn ráð- stefnunnar og síðan flutti Benedikt Gröndal, utanríkisráð- herra ávarp. Björn Bjarnason skýrði frá tveimur gjöfum, sem félaginu höfðu borizt. Hermann Brídde gaf fallegt ræðupúlt og ónefndur gefandi kertastjaka, sem smíðaður var úr bút úr rennu Alþingishússins, sem skemmdist í árásinni á þinghúsið hinn 30. marz 1949. Að loknu ávarpi utanríkisráð- herra fluttu alþingismennirnir, Sighvatur Björgvinsson, Einar Ágústsson og Ólafur G. Einarsson ræður. í hádegisverði var fyrirhugað, að flutt yrði ræða Harry D. Train, yfirflotaforingja Atlantshafsher- stjórnarinnar, sem varð að hætta við íslandsferð í þetta sinn. Ráðstefnunni var fram haldið eftir hádegi, með framsöguerind- um Tómasar Tómassonar, sendi- herra og dr. Þörs Whiteheads, lektors. Nánar verður skýrt frá störfum ráðstefnunnar síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.