Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 7

Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 7 Á föstunni heldur kirkj- an okkur fyrir sjónum hann, sem þyngstan aga þoldi, en er okkur þó framar öllum öörum ímynd hins frjálsa manns. Heilbrigöum manni er þrá eftir frjálsræði, frelsi í blóð borin, en getur agi veriö samfara frelsi í lífi þínu sem einstaklings eöa þegns þjóöfélagsins, sam- félagsins sem þú lifir í? Ekki ætti okkur íslend- ingum aö vera úr minni horfið, hvers viröi þjóö^ frelsi okkar er. Þeir sem haröast böröust fyrir lausn undan erlendu ánauöaroki heföu heilshugar getaö gert bæn hins glæsilega baráttumanns fyrir þjóö- frelsi vestan hafs, Patrick Henrys, aö bæn sinni: „Geföu mér frelsi, eöa láttu mig aö öörum kosti deyja“. Drengileg bæn og djörf: Frelsi eöa dauöann! En oft fá menn þetta tvennt í senn: Frelsið og dauðann. Menn berjast fyrir frelsi, en fara svo meö þaö, þegar þaö er fengið, að verður þeirra banamein. Hvaö um heimilin, heim- ili, sem hafa búiö viö böl fátæktar en efnaleg vel- megun veitir síöan óvænt frelsi? Þau dæmi þekkjum viö mörg í þjóðfélagi okk- ar. Hvílíkt tækifæri opnast ekki til hamingjuríkara lífs þegar fjötur fátæktarinnar fellur, en hvernig nota menn tækifærin, sem fjár- hagslegt frelsi veitir eftir fátæktarárin? Misjafnlega. Stundum meö hófsemd og viti, en stundum svo að ásannast spakmæli okkar heiönu forfeðra: „Margur verður af aurum api“. Efnalegri hagsæld fylgir ekki ævinlega aukin heim- ilishamingja. Heimilis- menningin hækkar ekki um hársbreidd þótt heim- ilinu bætist margskonar glingur. Þó er hitt margfalt verra, þegar lífshættir breytast til skaösamlegrar óreglu og frelsið, sem mænt var eftir á fátæktar- árunum, veröur bölvun þess, sem hlýtur. Siðferðishættir hafa á síöari tímum stefnt hröð- um skrefum að meira og meira frjálsræöi. Þaö út af fyrir sig er ekki nýlynda, aö unglingum þyki for- eldraagi eöa trúarleg og þjóöfélagsleg siöaboö skeröa frelsi, sem þeir vilja njóta. Vissulega voru þeir tímar aö óeölilegir fjötrar geröu marga aö siðferðilegum örkumla- mönnum og hræsnurum. Hinum ungu er lokkandi aö horfa álengdar á freyð- andi Ijúffengt vín í bikar lífsnautnar, sem þeim er ekki ætlaö að snerta, — ekki enn. „Geföu mér frelsi, eöa láttu mig aö öörum kosti deyja“ — En gætum aö, siglir ekki dauðinn óhugnanlega oft í kjölfar frelsisins? Það er ekki öllum gefiö aö „ganga hægt um gleöinnar dyr“, og því verður frelsiö hefndargjöf þegar menn eiga ekki annaö æöra markmiö frelsishungri sínu en þaö aö svala stundar- geöþótta eöa stundar- girnd. Dæmin eru nærtæk og dæmin eru mörg. Ég trúi ekki ööru en aö hverjum sæmilegum ís- lendingi hafi brunniö í sefa blygöun vegna þjóðarinn- ar og sorg, þegar fregnir bárust af íslenzku vesa- lingunum í Kaupmanna- höfn. Vitanlega neytti þetta fólk „frjálsræöis“ til að raka saman of fjár á því aö eyðileggja óteljandi unglinga og ýta þeim ofan í fen mestu spillingar, aö ekki sé talað um sorgir og tár foreldra og vina. Innan skamms er þetta ógæfu- sama fólk komið á mark- aöinn hér og leynist innan um æskulýö Reykjavíkur meö iðju sína. A þaö aö hafa frelsi til þess? Ef viö — og þar á ég engan veginn viö hina ungu eina — kunnum ekki aö fórna frelsinu á altari hærri hugsjóna, færir frelsið eitt engum manni hamingju. Frelsi í ástamálum er grein sjálfsagöra mann- réttinda. Yfirdrepskapur og hræsni í þeim efnum óviröa manninn. Meöan fjötrar foreldravaldsins lágu þyngst á kynslóöun- um og helgustu tilfinningar ungs fólks voru aö engu haföar héldu foreldrar sig vera aö tryggja lán barna sinna, en voru aö búa þeim ævilangt böl. Nú fáum viö naumast skilið, hve lengi menn þoldu fjötra foreldravaldsins og kirkjunnar í sifjamálum, og þó enn síöur hitt, hve lengi grimmdarfullur óhugnaður Stóradóms, skilgetins af- kvæmis hins lúterska rétt- trúnaöar, fékk að halda gildi hér á landi. En allt bíöur síns tíma. Átökum þeirra Magnúsar dóm- stjóra Stephensens.ann- arsvegar og Bjarna amt- manns Thorarensens og ísleifs Einarssonar hins- vegar um refsingar ekki sízt í sifjamálum lauk með vaxandi skilningi á sjálf- sögöum réttindum manna. Frelsi fékkst úr gömlum ónáttúrulegum fjötrum til meira frjálsræðis, meiri hreinskilni, sem stefndi aö minni yfirdrepskap og meiri hamingju í ástamál- um. Nýir tímar, nýir menn heimtuðu meira frelsi, — frelsið eöa dauöann! En oft var reyndin sú, að þeir fengu ekki annaö af þessu tvennu, frelsið eða dauð- ann, heldur hvorttveggja. „Skuggsýnt er, Lofn, í skógarlundum þínum“ (Guöm., Guöm.). Meö frelsi í sifjamálum kunna aö sjálfsögöu ekki allir aö fara, þaö er jafn- sjálfsagt fyrir þaö. Eg held aö einhver hætta fylgi flestu því, sem er verulega verömætt. Ég fæ ekki skilið aö nokkurt vit væri í aö fleygja fyrir borö öllu því, sem einhverjum er ekki áhættulaust. Illa væri fyrir menningunni séö meö því. Mér hefur dvalizt viö þaö, hvernig hægt er aö fara meö frelsið, og hvern- ig blessun þess getur snú- izt í böl í heimilislífi og viðkvæmustu einkamálum manna, — en hvaö er aö segja um frelsiskröfur þegnanna í lýðræðisríkj- um nútímans, sjálfsagöar frelsiskröfur og þær skyld- ur, sem lýðfrelsið bindur þeim? Því máli veröa engin skil gerö í því litla rúmi, sem ég á eftir fyrir þessa sunnudagsgrein. Því verö ég aö geyma mér nokkrar hugleiöingar um þaö efni til næsta sunnudags. Sú óvissa virðist framundan um stjórnvöld þessa lands, að væntanlega er mörgum ofarlega í huga þjóöfrelsi þegnanna, rétt- indi og skyldur. Frelsið — eða dauðann Hvað er stjórnun? Stjórnunarfélag íslanda gengst fyrir námskeiði í STJÓRNUN I dagana 13.—15. mars n.k. Nám- skeiöiö verður haldið að Skip- holti 70 og stendur yfir kl. 15—18:45 dag hvern. Fjallað verður um: — Stjórnskipulag fyrirtækja — Stjórnunaraðferðir — Setningu starfsmarkmiða Námskeiöið er ætlaö þeim sem vilja kynnast nútíma stjórnunar- háttum og stjórnskipulagningu fyrirtækja. Leiðbeinendur veröa rekstrar- hagfræöingarnir Hans Kr. Árna- son og Stefán Friðfinnsson. Nánari upplýsingar og skráning pátttakenda hjá Stjórnunar- fólagi íslands, Skipholti 37, sími 82930. anna 125 P Allt þetta fyrir aðeins kr. 2.150.000 □ Hámarkshraöi 155 km. □ Bensíneyðsla um 10 lítrar per 100 km. □ Kraftbremsur meö diskum á öllum hjólum. □ Radial dekk. □ Tvöföld framljós meö stillingu. □ Læst benzínlok. □ Bakkljós. □ Rautt Ijós í öllum hurðum. □ Teppalagöur. □ Loftræstikerfi. □ Öryggisgler. □ 2ja hraöa miöstöö. □ 2ja hraöa rúöuþurrkur. □ Rafmagnsrúðusprauta. □ Hanzkahólf og hilla. □ Kveikjari. □ Litaöur baksýnisspegill. □ Verkfærataska. □ Gljábrennt lakk. □ Ljós í far- angursgeymslu. □ 2ja hólfa karborator. □ Synkromeseraður gírkassi. □ Hituö afturrúða. □ Hallanleg sætisbök. □ Höfuðpúöar o.fl. FIAT EINKAUMBOO A (SLANDI Davíd Sigurðsson hf. SiÐUMULA 35. sfmi 85855

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.