Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 14

Morgunblaðið - 11.03.1979, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 Islenzka óperan frumflytur óperuna IL Pagliacci í Háskólabíói í dag: Ljósm. Mbl. Emilía „Kraftaverk að við skul- um vera komin svo langt” Pagliacci skemmtir þorpsbúum Ljósm. Mbl. Emilía mun Pétur Einarsson leikari flytja íslenzkan skýringartexta eftir Indriöa G. Þorsteinsson. Óperan gerist á 19. öld í ítölsku þorpi og sækir Leoncavallo efnis- atriði í sannsögulega atburði. Atburðarásin er í stðrum drátt- um sú, að leikflokkur kemur í þorp og eru þorpsbúar kunnugir hópn- um. Pagliacci er aðalmaðurinn í leikhópnum, en með honum er Nedda kona hans. Auk þeirra koma mikið við sögu krypplingur- inn Peppe og maður úr þorpinu. Peppe elskar Neddu, en Nedda elskar manninn úr þorpinu. Pagliacci heldur að hann þurfi engar áhyggjur að hafa vegna Peppe en á einni sýningu leik- flokksins í þorpinu sýður upp úr, því þá hefur Pagliacci komist á snoðir um ástasamband konu sinnar og mannsins úr þorpinu. Endar þetta allt með ósköpum. Pagliacci banar bæði Neddu og elskhuga hennar. Magnús Jónsson fer með hlut- verk Pagliacci, Elín Sigurvinsdótt- ir og Ólöf Harðardóttir skiptast á um að syngja Neddu, Hákon Odd- geirsson syngur Silvio, Magnús Vilhelmsson syngur Tonio og Friðbjörg G. Jónsson syngur Peppe. „ALLUR undirhúningur að flutningi 11 Pagliacci hefur verið æðisgcnginn barningur. íslenzka óperan er ekki í Ieikhúsi og því hefur aðstaða okkar verið vægast sagt hræðilcg. Það, að við erum nú komin svo langt sem raun ber vitni, er algjört kraftaverk að mínum dómi." Þannig mæltist Þuríði Pálsdóttur leikstjóra ftölsku óperunnar II Pagliacci eftir Leoncavallo, sem íslenzka óperan frumflytur í Háskólabfói klukkan 19.15 í kvöld, þegar Morgunblaðið leit inn á æfingu hjá óperunni á föstudagskvöldið. Undirbúningur var á lokastigi, greinileg eftirvænting ríkti meðal þátttakenda og aðeins „General“-prufan var eftir þegar þessari æfingu lyki. „Þetta hefur verið átak,“ hélt Þuríður áfram. „Við höfum orðið að æfa í hinum og þessum stofn- unum á hinum og þessum tímum. Oftast hafa æfingar ekki byrjað fyrr en undir miðnætti, því allir þátttakendur hafa orðið að ljúka sínum vinnudegi áður en þeir hafa getað mætt á æfingar. Þá held ég að óhætt sé að segja að við höfum aldrei náð öllum söngvurunum saman í einu og sjaldan hefur því um fullnaðaræfingu verið að ræða. Við höfum notið aðstoðar margra velviljaðra aðila og án þeirra og sleitulausrar vinnu þátt- takenda og aðstandenda hefði flutningur II Pagliacci aldrei orðið að raunveruleika. I þessu sam- bandi er mér næst að nefna Ingibjörgu Björnsdóttur ballett- dansara sem sett hefur sporin, Jón Þórisson leiktjaldamálara og þær Margéti Eggertsdóttur og Eygló Viggósdóttur sem saumuðu búninga. Elín Sigurvinsdóttir Friðbjörn G. Jónsson túlkar krypplinginn Peppe flutt á Islandi, en það var í Þjóðleikhúsinu fyrir um 20 árum. Þá var ég erlendis. Eg syng Pagliacci nú í fyrsta skipti. Eg hef áhuga á að það komi fram hvað allur undirbúningur að flutningi þessarar óperu hefur verið ofboðslega erfiður. Þótt ég sé kominn nokkuð til áranna og ýmsu vanur þá jafnast ekkert á við þær aðstæður sem íslenzka óperan hefur búið við. Aðalvanda- málið hefur verið að hafa ekki eigið hús að venda í. Æfingar hafa yfirleitt byrjað um 11.30 á kvöldi og staðið fram undir klukkan þrjú að morgni. Leikendur hafa svo orðið að vakna um og upp úr klukkan sjö vegna vinnu sinnar. Svona lagað er ekki hægt að bjóða nokkrum manni og er vægast sagt mjög hættulegt. Það er auðvelt að ofgera mönnum á þennan hátt. En ég vona að þetta gangi allt saman vel þegar farið verður af stað. Erfið hlutverk Áður en æfingin rúllaði af stað tókst okkur að ná örstuttu spjallið við þau Elínu Sigurvinsdóttur og Magnús Jónsson. „Hlutverk Neddu er erfitt,“ sagði Elín. „Það gerir miklar kröfur til flytjandans þótt það sé stutt. Hún er ýmist voða reið eða voða góð. Það verður Óla sem syngur Neddu á frumsýningunni, en ég syng hana á annarri sýningu. Gripið var til þess ráðs að skipta hlutverkunum svona upp á milli meðlima svo að sem flestir fengju tækifæri til að spreyta sig. Þetta minnkar einnig álagið á einstaklingana og er að því leyti til hagstætt. Undirbúningurinn og æfingarn- ar hafa verið mjög erfiðar, en þegar öllu er á botninn hvolft hefur þetta verið gaman og lær- dómsríkt," sagði Elín að lokum. „Mitt hlutverk er hroðalega erfitt,“ sagði Magnús Jónsson sem þó kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum. „Pagliacci er ógur- lega skapmikill og tilfinningalega og sönglega er hlutverkið því mjög erfitt. Þessi ópera hefur áður verið Magnús Jónsson Pétur Einarsson leikari og buríður Pálsdóttir leikstjóri II Pagliacci bera saman sín ráð áður en æfingin hefst. Þar sem við erum ekki í leikhúsi njótum við ekki þeirra möguleika sem felast í leiktjöldum. Af þeim sökum höfum við orðið að „stílisera" baksviðið." gefinn meiri gaumur en verið hefur.“ Óperan II Pagliacci er flutt á ítölsku, en til að auðvelda íslenzk- um áhorfendum að skilja óperuna Þuríður var að lokum spurð að því hvort tilgangur Islenzku óperunnar með flutningi II Pagliacci væri sá að sýna fram á tilverurétt óperu hérlendis. „Tilveruréttur óperu hér á landi hefur verið margsannaður með óperuflutningi í Þjóðleikhúsinu og þurfum við því ekki að fara að sanna það sem þegar hefur verið sannað. En óperuflutningur hefur legið í láginni á undanförnum árum, og það, sem því eiginlega vakir fyrst og fremst fyrir íslenzku óperunni og söngfólkinu, er að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál og að þeim verði Svipmynd úr II Pagliacci I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.