Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 Minning: Siguröur Gíslason loftskeytamaður Fæddur 26. júlí 1903. Dáinn 25. febrúar 1979. A morgun, mánudaginn 12. mars, verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju útför Sigurðar Gíslasonar loftskeytamanns. Hann lést á Landakotsspitala 25. febrúar s.l. eftir stutta sjúkrahús- legu. Hér er kvaddur einn þeirra manna, sem tekið hafa þátt í því að breyta íslensku þjóðlífi frá því að vera barátta um, hvort menn hefðu til hnífs og skeiðar, til þess nútímaþjóðfélags, sem við hinir yngri búum við. Það er einkum sú kynslóð manna, sem nú eru að kveðja, sem lagt hefur mikið af mörkum til þess velferðarþjóðfél- ags sem allir telja sig hafa kröfu til. Þegar einn af þessari kynslóð er kvaddur, er ljóst að einum heiðursmanni er færra. Sumir menn verða frægir af afrekum, aðrir af endemum. Nöfn þeirra komast í bækur og af þeim eru skráðar sögur. Aðrir vinna afrek, fleiri en eitt í kyrrþey, en eru þó engu minni en þeir, er komast á blöð mannkynssögunnar. Lítil þjóð eins og sú íslenska þarf á öllu sínu að halda og hún metur einnig mikils það sem vel er gert. Þá er ekki spurt um stjórn- málaskoðanir eða lífsviðhorf. Að leiðarlokum er spurt um árangur. Hefur þjóðlífið breyst til batnaðar vegna þess, að sá lifði, sem horfinn er? Þess manns, sem hér er kvadd- ur, mun verða minnst meðal þeirra frumkvöðla, sem unnu við einn stærsta öryggisþátt, sem íslensk- um sjómönnum hefur hlotnast. En Sigurður Gíslason starfaði sem loftskeytamaður á íslenskum fiski- skipum nærri allan sinn starfs- tíma, lengst af hjá sama útgerðar- fyrirtækinu hér í Hafnarfirði. Sá er þetta ritar átti því láni að fagna að kynnast Sigurði Gísla- syni nokkuð, en svo háttaði til að ég sem unglingur séðst á togara að sumri til. Faðir minn bað frænda okkar Sigurð er starfaði sem loftskeytamaður um borð í togar- anum Röðli að hafa auga með drengnum. Má með sanni segja að ekki brást hann þessari ósk, síðan áttum við samskipti um nokkurt skeið á öldum ljósvakans. Þessi kynni, þó ekki löng væru, urðu mér samt til gagns og gleði og vil ég nú þakka Sigurði frænda mínum fyrir. Síðan það sumar, sem Sig- urði var falið að hafa auga með drengnum, höfum við vitað hvor af öðrum, þótt ekki í önn dagsins gæfist tími sem skyldi til náinna kynna. Sigurður Gíslason er fæddur á bænum Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd árið 1903, sonur hjónanna Guðnýjar Sigurðardóttur og Gísla Sigurðssonar, sem þar þjuggu ásamt börnum sínum en auk Sig- urðar áttu þau hjón tvö börn, þau Ingibjörgu og Guðmund, sem bæði eru búsett í Reykjavík. Gæfumaður var Sigurður. Kvæntur sæmdarkonunni Þórunni Sigurðardóttur, kennara. Reyndist hún honum stoð og stytta í öllu þeirra lífi. Lifir hún mann sinn ásamt tveimur dætrum sem báðar eru giftar hér í Hafnarfirði. Þá dvaldi og á heimili þeirra bróður- sonur Þórunnar, Hörður Jafets- son, kennari hér í bæ. Heimili þeirra einkenndist ávallt af hlý- leika og glaðværð, sem gott var að koma til. Eg vil fyrir hönd fjölskyldu minnar færa Þórunni, dætrum þeirra, tengdasonum, barnabörn- um og öðru venslafólki innilegar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau á stund sorgar- innar. Sigurður Þórðarson Á MORGUN 12. marz verður til moldar borinn frá Þjóðirkjunni í Hafnarfirði, Sigurður Gíslason loftskeytamaður. Hann var fæddur á Minna-Knarranesi, Vatnsleysuströnd, foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson útvegsbóndi og kona hans Guðný Sigurðar- dóttir. Árið 1924 tók hann próf frá Loftskeytaskóla íslands. Eftir það var hann loftskeytamaður á togur- um, en lengst af hjá Venus h/f, Hafnarfirði, þar til hann varð að hætta vegna veikinda. Það er óhætt að segja að Sigurður hafi verið einn af brautryðjendum þeirra manna, sem skildu hve mikils virði var að geta haft samband, bæði á milli skipa og útgerðarmanna. Hann var einn þeirra, sem ekki settu ljós sitt undir mæliker, heldur hugsuðu aðeins um hvað mikið gagn þeir gerðu. Sigurður var góður málamaður, sem kom honum vel í þessu starfi. Ég, sem þekkti hann í 50 ár, held að varla hafi verið eftirsóttari loftskeytamaður í skipsrúm. Hann var algjör reglumaður, og var alltaf traust þess skipstjóra, sem hann var hjá. Slíkur maður verður alltaf minnisstæður, þar sem sam- an fór reglusemi og kunnátta, allir sjómenn vita að á gömlum skipum var ekki sú tækni eins og nú er til staðar. Sigurður fylgdist mjög vel með öllum nýjungum á þessu sviði, enda tókst honum oft að gera við tækin ef þau biluðu. Sigurður kvæntist 9. október 1932, Þórunni Sigurðardóttur, Ólafssonar kennara í Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjú börn, dreng sem do í fæðingu og tvær dætur, 25 Sigrúnu Jonný, sem gift er Guðmundi Halldórssyni, og Ástu, gifta Þorsteini Hálfdánarsyni. Einnig ólu þau upp bróðurson Þórunnar, Hörð Jafetsson sem kvæntur er Önnu Aðalsteins- dóttur, Barnabörnin eru orðin átta. Hann átti yndislegt heimili ásamt konu sinni Þórunni. Heimilið var honum mikils virði og gerði hann allt til þess að konu hans og börnum og síðan barna- börnum liði vel. Slíkum manni sem Sigurði er erfitt að gleyma, traustum, og vini vina sinna. Margar ánægjustundir áttum við hjónin ásamt börnum okkar á heimili þeirra. Ég vil að endingu þessara fáu orða um svila minn, þakka honum fyrir allt það, sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Við vottum konu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, allir verða að hvílast í þeim faðmi, sem okkur er ætlaður að leiðarlokum. Njáll Þórðarson. LEGSTEINAR S. HELGASON H/F, STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677. Lokað á morgun Skrifstofur okkar og vöruafgreiöslur veröa lok- aöar frá hádegi á morgun mánudaginn 12. marz, vegna jaröarfarar. Optim,a Kosangas-salan, Suðurlandsbraut 10 Sjávarbraut 2. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhili. NU EÐA. BLAUPUNKT LITSJÓNVARPSTÆKI Bosch framleiðsla 20“, 22“ og 26“ skermar • BLAUPUNKT SJÓNVÖRP ERU EFTIRSÓTT VEGNAGÆÐA. • BLAUPUNKT SJÓNVÖRP BÚA YFIR BEZTU KOSTUM SJÓNVARPA • BLAUPUNKT SJÓNVÖRP HAFA ÞVÍ ALLA ÞÁ KOSTI, AÐ OKKAR MATI, SEM AÐRIR AUGLÝSA. Að við höfum ekki auglýst • BLAUPUNKT er einfaldlega vegna þess, að við höfum ekki getað annað mikilli eftirspurn. Útborgun frá kr. 150.000.- Nú er að hrökkva eða stökkva Akurvík h.f °urmai ófþzeimm Lf. Reykjavík s. 35200. Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.