Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 Einar Logi Einarsson: Gerjunin í NLFR Landssöínun J1. — 18, marz n.k. Sundtaug Sjátfsbjargar 'réttabréf Hjálparstofnunar irkjunnar greinir frá tilhögun andsöfnunarinnar, en þvi er reift um þessar mundir. iandssöfnun 1.—18. marz: íafna í (undlaugar- ;jóð Sjálfs- ijargar Hjálparstofnun kirkjunnar og ions-hreyfingin á Islandi hafa kveðið að taka höndum saman m landsöfnun vikuna 11.—18. íars n.k., til ágóða fyrir sund- lugarsjóð Sjálfsbjargar, lands- ambands fatlaðra. Ens Og estum landsmönnum er unnugt hefur það verið baáttu- íál Sjálfsbjargar um margra ra skeið að koma upp sund- og jfingarlaug í tengslum við ndurhaefingarstöðina að (átúni 12 í Reykjavík. Grunnur undlaugarinnar var steyptur rið 1966, en allar götur síðan efur hann staðið þar án þess að lármagn hafi fengisttil þess að alda framkvæmdum áfram. Það er mat lækna og sjúkra- jálfa að fá tæki séu nauðsyn- ;gri við endurhæfi.ngu fatlaðra n sund- og æfingarlaug, og sfur því auga leið að fatlaðir afa sýnt ótrúlega þolinmæði ið að bíða eftir því að aðstaða essi fengist. Undanfarnar vikur hefur all- sérstætt stríð verið háð á síðum dagblaðanna og innan NLFR, jafnvel svo að þeim nærsýnustu hefur sést yfir þá staðreynd, að heimurinn rambar á barmi 3. heimsstyrjaldarinnar. Ekki er laust við að ýmsum hafi þótt skjóta skökku við, að innan félags sem hefur meðal annars á stefnuskrá sinni „að efla og útbreiða þekkingu á lögmálum heilbrigðs lífs og heilsusamlegum lifnaðarhátt- um“, skuli það vera árviss við- burður, að andstæðar fylkingar berist á banaspjótum. Það sem gerir þetta stríð svo sérstætt, að skærur fyrri ára falla í skugga þess, er hversu hávært vopna- brak þeirra er, sem hafa völd sín innan félagsins að verja. Um allmörg undanfarin ár hefur fámennur „hópur", í raun tveir til þrír menn, verið allsráðandi í stjórnum NLFR og NLFÍ, ekki þarf að fjölyrða um þær hættur sem slíkt býður heim. Ég vil vekja athygli á því, að þrátt fyrir þann meðbyr, sem náttúurulækningastefnan hefur haft um öll vesturlönd undan- farin ár, hefur samtökum innan NLFI hvorki fjölgað né vaxið fiskur um hrygg að sama skapi. Meginþorri þess fólks, sem tekið hefur að hugleiða þá kreppu, sem vestrænir neyslu- og lifnað- arhættier eru komnir í, eða sem snúist hefur á sveif náttúru- lækningastefnunnar, hefur ekki talið sig hafa í nein hús að venda. Sumir hafa stofnað mörg smærri samtök, með svipuð stefnumið og NLF-félögin, en flestir hafa staðið sundraðir utan samtaka. Ég tel að þarna liggi meinsemdin grafin. Einhverra hluta vegna hefur félagslega hliðin verið vanrækt, félagið hefur að mestu farið á mis við þá strauma, sem legið hafa frá algleymi vestrænna neysluvenja til náttúrulegri lifnaðarhátta, í stað þess að leggja til þau skipulagslegu skilyrði, sem nauðsynleg eru til að beina þeim og sameina í einn farveg. Þarna hefur NLFR, sem öflugast félag innan NLFÍ, hlut- verki að gegna. Hvort þessi félagslega van- ræksla er orsök eða afleiðing þrásetu einstakra manna í stjórn NLFR og NLFÍ, skal ósagt látið. Viðbrögð þessara manna gætu þó verið nokkur vísbending um hug þeirra til nýrra félaga. Það er einlæg von mín, að þau blaðaskrif, sem orðið hafa um málefni NLFR undanfarið, verði hvorki nátt- úrulækningastefnunni né NLFR til skaða, þrátt fyrir að af þeim mætti draga þá ályktun að lifnaðarhættir þeir sem nátt- úrulækningastefnan mælir með séu síst fil þess fallnir að stilla skapsmuni og bæta hugarfar þeirra sem henni fylgja. Hér á eftir vil ég í stuttu máli reifa nokkrar hugmyndir sem ég tel að geti verið til þess fallnar að efla starfsemi NLFR og auka möguleika áhugafólks til að ganga til liðs við okkur, opna félagið fyrir nýjum hugmyndum og skapa fleiri höndum starfs- grundvöll í okkar röðum. Það væri meðal annars með því að virkja þá orku sem fólgin er í fjölda félaga NLFR þ.e. almennir félagar séu ekki ein- ungis hlutlausir áheyrendur á fundum félagsins heldur gæfist þeim einnig kostur á að starfa að markmiðum NLFR. Það er alkunn staðreynd hvílíka vistkreppu iðnríkin eru komin í og hvernig lífrænu jafnvægi náttúrunnar hefur verið raskað m.a. með notkun eiturefna við framleiðslu mat- væla. Enginn sér fyrir endann á því hver áhrif þessi röskun kann að hafa á lífsafkomu mannkyns- ins í nútíð og framtíð. Nauðsyn- legt er að NLF-félögin hafi kjark og getu til að taka afstöðu til mikilvægra mála s.s. stóriðju og annarrar uppbyggingar at- vinnuvega hérlendis sem áhrif kynnu að hafa á náttúru lands- ins og möguleikar hennar til framleiðslu ómengaðra land- búnaðarafurða. Til þess að NLFR megni að vinna með nokkrum árangri að framgangi stefnu sinnar verður að grípa til róttækrar félags- legrar umsköpunar NLFR og NLFÍ, með það fyrir augum að breyta því sem kallað hefur verið „fámennur hópur gamalla sérvitringa" í alþýðlega og opna hreyfingu sem vinni að eflingu heilsusamlegs lífernis og bættri umgengni við náttúru landsins. Fyrsta skrefið er að vinna að stofnun opinna starfshópa á vegum NLFR með ýmis aðskilin verksvið, þó samræmd á þann veg að allir starfskraftar nýtist á sem áhrifamestan hátt: Tómstunda- og skemmtinefnd sem vinna myndi að aukinni kynningu og eflingu samhygðar félagsmanna, með skemmtana- og útivistarstarfi. í þessum efn- um hefur ekki verið um auðugan garð að gresja, ef undan eru skildar strjálar tegrasaferðir. Fræðsluhópur hefði að megin- markmiði að vinna að eflingu fræðslustarfs innan samtak- anna sem utan s.s. með sérstök- um fræðslufundum og ekki síður með því að stuðla að ráðstefnum um ýmis vistfræði- og manneld- isráð. Einnig hefði þessi hópur það verkefni að afla náttúru- lækningastefnunni fylgis sem víðast um landið, með það mark- mið m.a. að stuðla að stofnun NLF-deilda í sem flestum lands- hlutum, kauptúnum og kaup- stöðum. Síðast en ekki síst ber brýna nauðsyn til að styrkja rödd náttúrulækningastefnunnar, málgagn NLFI, Heilsuvernd, sem í núverandi mynd er alls ófært um að gegna því stóra hlutverki sem framsækin hreyf- ing hlýtur að ætla því. Til eflingar þessu riti mun vænleg- ast til árangurs, að opin rit- nefnd vinni að útgáfu þess, jafnframt því sem leitað væri eftir samvinnu við sem flest sjúklingafélög, lækna og neyt- endasamtökin með það að mark- miði að stækka ritið og auka útbreiðslumöguleika þess. Þessar hugmyndir um félags- lega endurreisn NLFR hafa hér verið settar fram í mjög stuttu máli, enda fyrst og fremst ætlað það hlutverk að vekja umræður um þessi mál innan félagsins. Það er von mín að sú umræða, sem komin er af stað innan NLFR, taki þá stefnu að per- sónulegar árásir og bræðravíg verði lögð niður, en í staðinn komi jákvæð umræða á hvern hátt við getum best starfað saman að eflingu náttúrulækn- ingafélaga og unnið stefnunni fyigi- Einar Logi Einarsson Vfefftotía Umboösmenn um land allt HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR S: 20313 S:36161 S:82590 Tryggvi Halldórsson stjórnar myndagetraun á kvöldvöku Ferðafélags- ins n.k. miðvikudag, en þessa mynd tók Grétar Eiríksson af Látrabjargi. Fyrsta kvöldvaka Ferða- félagsins á miðvikudag Fyrsta kvöldvaka F.í. á þessu ári verður á Hótel Borg miðvikudaginn 14. marz og hefst kl. 20.30. Efni kvöldvökunnar verð- ur kvæði Jóns Helgasonar AFANGAR í máli og mynd- um. Flytjendur verða, auk höfundar, sem mun flytja kvæðið af segulbandi, Sigurður Þórarinsson prófessor og Óskar Hall- dórsson lektor. Þá verður myndagetraun, sem Tryggvi Halldórsson stjórnar. Allir eru velkotnnir með- an húsrúm leyfir og er enginn aðgangseyrir, en kaffi er selt að kvöldvök- unni lokinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.