Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 29 Algjör nýjung í gólfteppaframleiöslu Einstaklega mjúk og falleg. Weppi sem hæfa vel \ á stofur og hol. ........ Þú eri bara t/J v'œrrr/rœðr? ! Farðu fre/t/ur Jre/ W? rneð þernan c///7gu/ f Heiladinf'ullinn er óbrotgjarn vegvísir vísindamannsins Vandráðs (Úr Fjársjóður Rögnvalds). teknir með valdi og þeim útrýmt í fangabúðunum. Af virðingu við þá sem höfðu þjáðst svo mikið breytti ég nafninu Blumenstein í Bohlenwinkel. Á Brússelmáli er það heiti yfir sjoppur sem einkum eru staðsettar fyrir framan skólana þar sem börnin freistast til að kaupa fánýtt glingur og sælgæti. En kaldhæðni örlaganna er slík að um sama leyti og bókin kom út las ég minningargrein um hollenskan gyðing að nafni Bohlenwinkel." — Hvað er Tinni gamall? „Hann var 15 ára. Nú ætla ég að hafa hann 17 ára.“ — Hann hætti að klæðast poka- buxum og gengur nú í gallabuxum. Hefur hann breyst að öðru leyti? „Hann er ekki eins umbóta- sinnaður. Hafandi tekið A1 Capone höndum, hrakið Japani frá Kína, hindrað að styrjöld brytist út, fundið fjársjóð og komist fyrstur til tunglsins hefur hann róast og vitkast. Hann er ekki eins kapps- fullur og fyrr. Líklegast af því ég er það ekki lengur sjálfur. Ég verð æ hlynntari skoðun Montherlants, sem lætur eina af söguhetjum sínum segja að stærstu ævintýrin gerist innra með okkur.“ — Hvernig taka lesendur þess- ari breytingu? „Sumir eru óánægðir. Flestir kæra sig ekki um að Tinni breyt- ist. Þeir segja að þeim þyki vænst um hann eins og hann var.“ — Fastheldnin er alltaf söm við sig. „Einmitt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að ef Tinni breytist aldrei yrði hann fljótt leiðigjarn. Annars jafnar fólk sig fljótt og fylgist með Tinna af áhuga. Hver ný bók selst jafn vel eða betur en næsta bók á undan. Annars skrifa ég Tinna sjálfs mín vegna. Það gleður mig sannarlega að hann er svona vinsæll — það hefur satt að segja alltaf vakið undrun mína — en ég skrifa hann fyrir mig. Hann er hluti af mér og ég er hluti af honum. Við höfum átt hvor annan síðastliðin 50 ár. í upphafi var Tinni litla hetjan sem alltaf sigraði að lokum. Smátt og smátt fékk manngerðin meiri fyllingu, breyttist og bættist þar til per- sónusköpunin var fullgerð.“ — Áttu við að hann hafi þróas samhliða þínum eigin þroska? „Á vissan hátt. Tinni varð til þess að óteljandi spurningar vöknuðu í huga mér. Spurningar um lífið og tilveruna og þó einkum um mig sjálfan.“ — Eru þá kostir hans þínir eigin kostir? „Köllum það skapgerðarein- kenni.“ Tryggð og vinátta — Þú berð þá áreiðanlega sömu virðingu og Tinni fyrir vináttu og trygglyndi. Hefðir þú getað gert það sem Tinni gerir fyrir vin sinn í bókinni Tinni í Tíbet? „Þú átt við þegar Tinni ferðast yfir hálfan hnöttinn til að bjarga vini sínum, sem hann dreymdi að væri í hættu? Já. Ég hef meiri mætur á tryggð en líkamlegu hugrekki, sem er oft háð aðstæðum. Tryggð og vinátta eru hluti af skapgerðinni, háð eigin vilja.“ — Eru teiknimyndir sannkölluð list? „Ég veit það ekki. Þær eru tjáningarform sem skyndilega hefur öðlast viðurkenningu. Öll tjáningarform hafa fyrr eða síðar orðið að list. Fyrir mér vakir þó eingöngu að segja sögit. Teikningarnar eiga fyrst og fremst að vera lesnar ef svo má segja. Þær eru tæki til að koma skila- boðum til lesandans. Ég reyni ekki að hafa þær fallegar heldur reyni ég að auðga þær. Það er mitt stílbragð. Ég les lítið af öðrum teiknimyndum af ótta við að verða fyrir áhrifum. Ég haga mér eins og strúturinn. Má vera að ég tapi á því en þannig er ég þó ég sjálfur. Ég gleðst innilega yfir auknum vinsældum teiknimynda þó að mér finnist of mikið gert af því að brjóta þær til mergjar, draga af þeim dularfullar ályktanir og jafn- vel að halda heilu fyrirlestrana um þær. Við verðum að gera okkur grein fyrir hlutverki okkar. Við erum fyrst og fremst sögumenn — þulir.“ — Hverjir eru eftirlætis- höfundar þínir? „Mark Twain, Jérome K. Jérome. Svo hef ég æ meiri áhuga á sállækningum, austurlanda- heimspeki og öðrum leiðum viskunnar." — Á viskan samleið með velgengni? „Ég reyni að búa með báðum! Ég hef aldrei reynt að græða á Tinna. Vinsældir hans eru mér sífellt undrunarefni." — Hverjir lesa hann mest? „Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara. Lesendur mínir hljóta að eiga eitthvað sameigin- legt úr því að þeir eru allir hrifnir af Tinna, þótt þeir séu á mismun- andi aldri og frá ólíkum þjóðlönd- um. Nú eru börn þroskaðri en þau voru áður fyrr og fullorðnir endur- lifa æsku sína í gegnum Tinna. Nú er einnig betur fylgst með höfundinum sjálfum en sögu- hetjum hans. Tinni lifði í mörg ár án mín ef svo má segja. Þetta er bein afleiðing þess upplýsingaflóðs sem einkennir okkar öld. Ef til vill naut ég þess í byrjun hve teiknimyndir voru sjaldgæfar, bíóin fá og sjónvarpið á æsku- skeiði. Það skýrir þó ekki hve lesendahópur minn er fjölbreyttur og víðtækur, (fyrir skömmu var farið að þýða Tinna á gallísku og suður-kóreönsku) og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hvað á ég sameiginlegt með fólki frá fjar- lægustu heimshlutum? Ég veit það ekki. Frægð er mjög dularfullt fyrirbrigði. Af hverju vill fólk þennan leikara en ekki hinn?“ — Nú hefur þú oft þurft að þola ritstuld sem einkennist ýmist af gróðafýsn eða illkvittni. „Flestar eftirlíkingar af teikni- myndum mínum eru of stuttar og viðalitlar til að hafa teljandi áhrif. Kolbeinn kafteinn er mislyndur, stundum svo hlíður og rómantíksur (Úr Fjársjóði Rögnvalds). En ég hef tekið eftir að margir nýta Tinna sem tæki til að koma hugmyndum sínum á framfæri. I því felst mikil viðurkenning." Framtíðin Fær Tinni að lifa áfram eða ætlar þú að gera það sama við hann og Agatha Christie gerði við Hercule Poirot? „Drepa Tinna? Hvernig dettur þér það í hug? Það myndi ég aldrei gera. Lífgþróttur minn hefur auðvitað minnkað með aldrinum, en ég er enn fullfær um að teikna og skrifa. Þó kemur auðvitað að því einn góðan veðurdag að ég dey eins og aðrir og þá verður enginn til að skrifa Tinna. Enginn getur gert það af þeirri einföldu ástæðu að Tinni er ég. Hélt einhver áfram með verk Picassós þegar hann dó? Þú mátt ekki halda að ég sé að bera mig saman við Picassó. Ég tók hann aðeins sem dæmi til að sýna fram á að Tinni er einstakur. Ævintýri hans eru ekki skrifuð eftir einhverri forskrift. Hann er ekkert tema sem hægt er að skrifa endalaus tilbrigði við. Tinni er sköpunarverk mitt. Ég segi þetta þrátt fyrir alla þá hjálp sem aðstoðarfólk mitt hefur veitt mér og sem ég er innilega þakklátur fyrir.“ Það var ekki fyrr en ég var aftur kominn út á götu sem ég gerði mér grein fyrir að ég hafði alls ekki sagt við Hergé það sem ég hafði ætlað að segja. Ég hafði ætlað að þakka honum fyrir ógleymanlegar stundir æsku minnar. Jean-Louis Gazignaire. stundum er s/ómanh/rf/d eg Uúö/ / Paraú/s. Ú/Uu er sve unafe/egur öp- zonyur, aó paa m,' á $pe/70>/eaa „ syngur balfSóng r&ðara/J/iá á l/ú/yu. Stundum hefur hvuttinn Tohbi sitthvað spaklegt tii málanna að leggja. (Úr Myrkum mánafjöllum). Angélina Er 7rýk() rn in f rú. Kctnctdct mámr Grensásvegi 13, símar 83577-83430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.