Morgunblaðið - 11.03.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 11.03.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 U.þ.b. 60 milljón eintök af bókum Hergés hafa selst um víða veröld. Þar af eru f jórar fimmtu hlutar Tinnabækur, hver bók gefin út í u.þ.b. tveim milljónum eintaka á 27 tungumálum. Astríkur nær IV2 milljón og Lukku-Láki hálfri. Má segja að miðað við sölu skipi Hergé svipaðan sess meðal Frakka og höfundar á borð við Jules Vernes, Zola, Mauriac og Camus. Tinni er höfundi sínum óþrjótandi tekjulind. Þótt höfundarlaun séu stærsti tekjuliðurinn greiða fjölmargir framleiðendur fyrir réttinn til að nota Tinnanafnið á vörur sínar, svo sem fatnað, bréfsefni og leikföng og Tinnamyndir eru prentaðar á matvælaumbúðir og fleira í von um aukna sölu. Tinni er alls staðar: í bókaher- berginu eða uppi á háalofti, geymdur í hugskoti fólks með hjarta. Hann á alls staðar heima. Örlítill titringúr fer um milljónir manna þegar þeir sjá eða heyra töfraorðið Tinni. Fáar teiknimyndahetjur hafa hlotið meiri vinsældir né meiri fyrirlitningu. I sumum löndum verður hann að sæta ritskoðun. Mörgúm finnst óþarflega mikið látið með þessa teiknimyndahetju. I þeirra augum eru teiknimyndir auðveldar og ómerkilegar bók- menntir, ef bókmenntir skyldi kalla. Öðrum finnst þær bein ógnun við menninguna. En hafi teiknimyndir unnið sig í álit í Evrópu, jafnvel hlotið virðingar- heitið „nýja listin", er það fyrst og fremst Hergé að þakka. En Hergé brosir feimnu byrjendabrosi á skrifstofunni sinni í Brússel. Hann fer hjá sér við allt þetta þakklæti. Hann langar miklu fremur til að þakka öllum þeim sem hafa lesið Tinnabækurnar, fylgst með Tinna á ferðum hans í 50 ár og tekið ástfóstri við hann. Hann tilkynnir okkur umbúðalaust að hann sé með dálítið á prjónunum. „Nýr Tinni er í uppsiglingu," segir hann rólega með kímnis- glampa í augum. Þótt hann sé 71 árs að aldri er áhuginn sá sami og fyrr. skóli. Við lærðum að virða gefin loforð, við kynntumst vistfræði í útilegunum löngu áður en þetta orð varð á hvers manns vörum," segir Hergé. — Þessi skátaandi er mjög áberandi í fyrstu teiknimynda- seríum þínum en sumum finnst nóg um það sem þeir kalla kyn- þáttahatur, fasisma og nýlendu- stefnu. „Já, ég veit að mér hefur verið legið á hálsi fyrir þetta. Ég veit að ég skopstældi stjórnarfar í ýmsum löndum og einfaldaði mjög allar manngerðir, en á þeim tíma var ég bara 20 ára. Ég hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, mér fannst ég tala sama mál og lesendur mínir. Uppeldi mitt, kristileg menntun og skátastarfið hafði mótað skoðanir mínar. í mínum augum var lífið ákaflega einfalt. Ekki má gleyma að ég sendi Tinna til Sovét-Rússlands árið 1929 og morðið á rússakeisara og fjölskyldu hans hafði fengið mikið á fólk almennt í konungs- ríkinu Belgíu. Auk þess vann ég á þessum tíma fyrir kaþólskt blað, sem var mjög hægri sinnað og fjöldi fólks áleit bolsévismann hina hræðilegustu ógnun. í dag eru viðhorfin auðvitað breytt. Fólk er betur upplýst um allt sem er að gerast í heiminum auk þess sem ég er ekki lengur 20 ára. Árið 1929 hafði ég varla komið út fyrir Brússel." — Hefurðu sætt gagnrýni fyrir aðrar Tinnabækur? „Já, margar. I stríðinu birti belgíska dagblaðið „Le Soir“ teiknimyndir úr Tinnabókinni Veldissproti Ottokars sem hafði komið út 1938. Þar kalla ég einræðisherra Bordúríu Musstler, sem er sam- dráttur úr Mússolíni og Hitler. Ritstjórinn vildi að ég breytti nafninu, því að auðvitað var einræðisherrann ekkert gæðablóð, en ég lét mig hvergi." Pólitísk átök — Af hverju léstu Tinna lenda svona oft í brennipunkti pólitískra átaka? „Hann var fréttamaður! Árið 1929 var lítið vitað um Sovétríkin og í mínum augum er pólitík meira en lítið atriði í lífinu. Mínar pólitísku skoðanir koma oft fram í gerðum Tinna eins og t.d. í Bláa Lótusblóminu, sem kom út 1934. Þrem árum áður hafði Japan lagt Mansjúríu undir sig. Ég tók afstöðu gegn Japönum því að ég var andvígur því að þjóðir legðu undir sig lönd annarra þjóða. í Veldissprota Ottokars er ég gagn- rýndur fýrir nafnið Musstler, enda var larid okkar hernumið, en hve margir gera sér nú grein fyrir því að þegar ég læt Tinna bjarga Syldavíu undan yfirráðum Bordúra er hann að vinna gegn innlimunarstefnu Þjóðverja. í bókinni í landi Svartagulls, hindrar hann með naumindum að heimsstyrjöld brjótist út. Bókin kom út 1950 þegar kalda stríðið stóð sem hæst.“ — Er það ekki Régis Debray-málið sem kemur fram í bókinni um Tinna og Picaróana? „I byrjun. Seinna verða stjórn- málin eins konar bakgrunnur. Ég verð að viðurkenna að í dag eru hlutirnir ekki eins einfaldir og mér fannst þeir vera fyrir 40—50 árum. Það er ekki af vonsvikni heldur hefur mér lærst ýmislegt á löngum tíma. T.d. held ég nú að vald sé mannskemmandi." — Hvað með kynþáttahatrið? „Lifandins ósköp hefur mér verið hallmælt fyrir kynþátta- hatur. Finnst þér ég vera kynþátta- hatari?" — Vinátta Tinna og Tchang, litla kínverjans, vekur aðdáun, en mér finnst votta fyrir fyrir- litningu á svertingjum í sumum bóka þinna. „Við verðum að líta á það mál í ljósi þess tíma sem sagan er skrifuð á. Auk þess held ég að flestir séu svolitlir kynþáttahatar- ar án þess að vita af því.“ — Myndir þú flokka það undir kynþáttahatur sem stafar af fáfræði? „Getur verið. Skýrasta dæmið hjá mér er í bókinni Tinni í Kongó. Fyrir þá bók fékk ég bæði skammir fyrir að líta niður á svertingjana og vera hlynntur nýlendukúgun. Ég á að hafa lýst Kongóbúum sem ómenntuðum hálfvitum. En slíkur var tíðarand- inn. Þannig hugsaði fólk. Enginn Afmælisrabb við höfundinn Hergé og helnta söguhetjan hans. Bækur hans eru sums staðar ritskoðaðar. „Ef mér þætti ekki lengur gaman að Tinna myndi ég henda blýantinum í ruslakörfuna. Þó að ég hafi verið önnum kafinn við ýmis önnur störf hefur þessi hug- mynd setið í kollinum á mér. Gerjast þar hægt og rólega. Þannig vinn ég. Geymi hugmyndirnar lengi og velti þeim fyrir mér. Svo hefst ég handa einn góðan veðurdag. Þessi nýi Tinni á að vera nær okkur í tíma og rúmi. Kannski hefur aldurinn þessi áhrif á mig. Tinni ferðast ekki oftar til fjarlægra landa. Hann á að takast á við hversdagsleikann. Frístunda- málari Hergé hefur ekkert á móti því að skipta stöku sinnum á blýanti og pensli, teikniblokk og lérefti. Honum finnst gaman að mála í frístundum, og dáist að mönnum eins og Andy Warhol, Vasarely Berrocal og Maury. Árið 1929 átti hann þó fátt sameiginlegt með þessum mönnum. Þá sendi hann ungling nokkurn með hundinn sinn til Rússlands. Þá var það sem Norbert Wallez, ritstjóri dagblaðsins „Tuttugasta Öldin“ í Brússel, vantaði teikni- myndir í auícablað, sem hann gaf út og ætlaði æskunni. Georg Rémy lét tilleiðast, tók aftur upp dulnefnið Hergé (upphafsstafir hans lesnir aftur á bak) og skapaði Tinna, einskonar stóra bróður Totorsy sem var hetjan í teikni- myndum um skátadreng. — Þá var ekki til siðs að tala niðurlægjandi um skátana. „Skátahreyfingin var mjög góður hneykslaðist þegar Tinni í Kongó kom út árið 1930. Enginn! Það þýðir ekki að dæma gerðir fyrri tíma eftir tíðaranda og gildismati nútímans. Og ég veit ekki betur en allir Belgar hafi farið glaðbeittir á Nýlendusýninguna miklu, og leikið í nýlenduhappdrættinu. Eitt er víst að Kongóbúar þeir sem ég lýsi í Tinni í Kongó og bjuggu í skógunum töluðu enga prófessora- frönsku. Ég læt þá tala háfgerða barnafrönsku. Ég hélt kannski að þeir töluðu þannig. Auk þess geturðu séð, ef þú lest bókina vel, að allir skúrkarnir eru hvítir. Nú eru aðrir tímar. Kongó er sjálfstætt ríki og heitir Zaire. Ég flýtti mér að breyta nokkrum samtölum til að verða ekki sakaður um langrækni. Og veistu bara hvað? Tinni í Kongó birtist sem myndasaga í dagblaði í Zaire að ósk íbúanna, við feiknalegar vinsældir. Það var óþarfi af mér að breyta nokkru." — Samt breyttir þú nafni bankastjórans í Dularfulla stjarn- an, sem reynir með svikum að bregða fæti fyrir leiðangur Tinna. Hann hét gyðinganafninu Blumenstein. Gyðingarnir „Dularfulla stjarnan kom út 1941. Ég valdi ekki nafið Blumenstein af kynþáttaástæðum heldur sem tákn. Bankar og peningar höfðu að mínu áliti eins og svo margra annarra, sömu merkingu og orðið Gyðingur. Ég viðurkenni að sá hugsunar- háttur er ákaflega einfeldnislegur. Svo kom stríðið. Gyðingar voru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.