Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 30 Elías Sigurðsson —Minningarorð Fæddur 30. apríl 1908 Dáinn 2. mars 1979. Kær frændi og vinur kvaddur. Elías Sigurðsson lést á Land- spítalanum 2. þessa mánaðar eftir erfiða sjúkdómslegu síðustu vikurnar. Það var svo að veikindi voru búin að hrjá hann af og til síðustu 18—20 árin, en alltaf reis hann upp úr því aftur. Atorka og iðjusemi var svo ríkur þáttur í eðli hans, að annað kom ekki til greina en sjá sér farborða meðan stætt var. Hann gerðist vörubifreiðastjóri tvítugur að aldri og stundaði þá vinnu í um 40 ár, en þá bilaði heilsan, svo hann varð að hætta því. Vissi ég að hann var vel liðinn og lipur á allan hátt. Síðustu árin vann hann hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum til þess dags að hann fékk sitt fyrra alvarlega áfall fyrir einu og hálfu ári. Rétti hann samt nokkuð við á s.l. sumri, og voru vonir bundnar við það. En upp úr áramótum kom svo seinasta þrautin, og lífshlaupið runnið. Elías var fæddur 30. apríl 1908 að Rauðahól í Stokkseyrarhreppi, sonur hjónanna Soffíu Pálsdóttir og.Sigurðar Jónssonar sjósóknara, yngstur af 10 börnum. 9 uxu úr grasi, 1 lést í frumbernsku. Synirnir voru 6, dæturnar 3. Af þeim eru látin 4 bræður og ein systir. Allt þetta fólk hefir verið dugmikið og sjálfbjarga. Soffía amma missti mann sinn 1918 og flyst til Reykjavíkur 1920 með börnin, þá komin vel á legg. Fyrsta átakið var að byggja þak yfir höfuðið, og hjálpuðust þeir allir við að reisa hús við Nönnu- götu 7, nú 9. Síðan var fært sig um set, einn og einn fór að stofna sitt eigið bú. Elli — eins og við kölluðum hann — var svo orðinn einn eftir með mömmu sinni, sem hann annaðist af svo mikilli um- hyggju og alúð að einstakt var. Hún andaðist í hárri elli, á 95. aldursári, og átti notalegt ævikvöld hjá syni sínum. Megum við skyldfólkið ætíð vera þakklát Ella fyrir hans ummönnun til handa ömmu. Ef eitthvað átti að gera eða fara, var sjálfsagt að hafa Ella með í því. Hann var afbragðs ferða- félagi, traustur og öruggur, léttur í lund, hafði gaman af söng eins og allir bræður hans. Oft var lagið tekið með öllum röddum, á hátíðum og tyllidögum, eru það mér hugljúfar æskuminningar. Þann 12. maí 1962 kvæntist Elli eftirlifandi konu sinni, Sigurást Sigurðardóttur, ágætiskonu, og áttu þau saman indæl ár. Er veikindi herjuðu reyndist hún honum vel og var styrkur hans og stoð til þess síðasta. Dóttur átti Sigurást frá fyrra hjónabandi — Gyðu að nafni — indæla stúlku, sem gift er á Selfossi. 3 börn á hún, og hafði Elli mikla ánægju af þeim, þó sérstaklega Þresti, sem alist hefir upp hjá þeim hjónum, og mjög var kært með þeim. Svo er að þakka — sem við gerum öll — fyrir samfylgdina og allar ánægjustundir sem við höf- um átt saman og geymum í minningunni, og óskum góðum dreng með mjúka sál góðrar heiin- komu. Eiginkonu og öðrum ættingjum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Soffía frænka. A morgun fer fram frá Fossvogskirkju útför Elíasar Sigurðssonar bifreiðastjóra Laugateig 5, Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 2. mars, eftir 6 vikna sjúkdóms stríð. Andlát hans kom engum á óvart, sem stóðu við sjúkrabeð hans og ááu að hverju dró. Þó hann gæti ekki tjáð sig um það í orðum kom brosið í stað þess. Fyrir 21 ári kynntist ég Ella fyrst. Þá fann ég strax hve hug- ljúfur hann var bæði í orði og verki og vildi öllum vel. Það sýndi sig best hvað hann fórnaði öllu fyrir móður sína sem hann bar á höndum sér, þangað til hennar ævi var öll. Hún dó í hárri elli á hans heimili og frá henni vék hann aldrei. Og öllu frændfólkinu sýndi hann þvílíka rausn að fáheyrt var. Hann var alltaf boðinn og búinn til alls sem hann hélt að gleddi aðra, svona var hans manngerð. Alltaf var Elli hrókur alls fagn- aðar hvort var heima eða heiman. Hann var fæddur 30. apríl 1908, sonur hjónanna Sigurðar Jónsson- ar og Soffíu Pálsdóttur. Þeim varð níu barna auðið, og var Elías yngstur þeirra, en eftir lifa fjögur. Hinn 12. maí 1962 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sigurást Sigurðardóttir, og var hjónaband þeirra mjög farsælt. Fyrir rúmu ári varð Elías fyrir því áfalli að lamast vinstra megin. Þá syndi Ásta kona hans mikið þrek og umhyggju honum til handa, því hann þurfti þá mikillar ummönnunar við. Aldrei leið svo dagur að hún færi ekki í gönguferð honum til styrktar, allt gerði hún til að hann næði heilsunni aftur, en vonin brast 13. janúar síðastlið- inn. Hann hneig þá niður og lamaðist allur. Frá þeim tíma vék hún ekki frá honum þangað til aévi hans var öll. Því vil ég byðja góðan Guð að styrkja Ástu í hennar mikla missi sem ég veit að hann gerir. Fyrir hönd mannsins míns sem var systursonur Elíasar þakkar hann honum samfylgdina á liðnum árum, góðvildina hjartahlýjuna, tryggðina og allt gott. Að endingu fari hann í Guðs friði. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Vilborg Kristinsdóttir. Bridgefélag Reykjavíkur Á miðvikudaginn kemur mun Bridgefélag Reykjavikur breyta út af hefðbundnu keppnisformi í bridge hér á landi. Spiluð verður eins kvöids tvímenningskeppni og verður þátttökupörunum skömmtuð forgjöf eftir mati. Þetta er tilraun, sem ekki má taka alvarlega en tvenn verð- laun verða veitt í hverjum riðli. Annars vegar kr. 5000 á par og þá reiknað með forgjöf en hins vegar án forgjafarinnar og spilagjöldin þá epdurgreidd til hæsta pars. Vissara er fyrir væntanlega þátttakendur að mæta tíman- lega til skráningar en spila- mennska hefst kl. 19.30 stund- víslega. í aðaitvímenningi Bridge- félags Reykjavíkur hafa As- mundur Pálsson og Hjalti Elíasson náð nokkuð afgerandi forystu. Lokið er 35 umferðum af 41 og er nú röð efstu para þessi: Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson 438 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 363 Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjörnsson 319 Steinberg Ríkarðsson — Tryggvi Bjarnason 274 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 270 Ólafur Lárusson — Hermann Lárusson 261 Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 247 Skúli Einarsson — Þorlákur Jónsson 233 Þorgeir Eyjólfsson — Helgi Jóhannsson 199 Jón Baldursson — Sverrir Ármannsson 192 Bjarni Sveinsson — Baldur Kristjánsson 184 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartason 178 Miðað er við frávik frá meðal- skor. Lokaumferðir aðaltvímenn- ingskeppninnar verða spilaðar miðvikudaginn 21. marz. En síðan hefst aðalsveitakeppni félagsins þann 28. marz og verður hún í tveim flokkum, alls 5 kvöld. Meistaraflokkur er þegar fullskipaður, en í 1. flokki verður þátttaka öllum frjáls. Bridgefélag Húnvetninga- félagsins Tvímenningskeppni sem staðið hefur yfir hjá félaginu er Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON stundvíslega en mæting er kl. 13.30. Bridgefélag Selfoss Úrslit í Höskuldarmótinu, sem lauk 1. mars 1979. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ. Pálsson 918 Kristmann Guðmundsson — Þórður Sigurðsson 888 Sigurður Hjaltason — Þorvarður Hjaltason 881 Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 833 Oddur Einarsson — Haukur Baldvinsson 807 annes Ingvarsson — Gunnar Þórðarson 806 Árni Erlingsson — Ingvar Jónsson 797 Jónas Magnússon — Kristján Jónsson 784 Sveit Gunnlaugs Þorsteinssonar 11 stig, sveit Vikars Davíðsson- ar 9 stig. Sveit Viðars Guðmundssonar 17 stig, sveit Kristins Óskarssonar 3 stig. Sveit Sigurðar Kristjánssonar 20 stig, sveit Baldurs Guð- mundssonar 0 stig. Röðin á efstu sveitunum er þessi: Sveit stig Ragnars Þorsteinssonar 170 Sigurðar Kristjánssonar 117 Gunnlaugs Þorsteinssonar 113 Sigurðar ísakssonar 112 Viðars Guðmundssonar 106 Baldurs Guðmundsspnar 105 Næsta mánudagskvöld heim- sækjum við Víkingana í félags- heimili þeirra. Mánudaginn 19. marz spilum við síðustu umferð- ina í sveitakeppninni og þar á eftir verður spilaður Barómetir í sveit Friðriks eru ásamt honum: Hreinn Hreinsson, Ge- org Sverrisson, Kristján Blön- dal. í sveit Baldurs eru ásamt honum: Kristinn Helgason, Ósk- ar Þráinsson, Guðlaugur Karls- son. Sl. þriðjudag var spilaður afslöppunartvímenningur og urðu úrslit þessi: Baldur — Helgi 133 Magnús — Guðmundur 131 Heimir — Georg 117 Helgi — Kjartan 115 Meðalárangur 110 Næsta keppni félagsins verður barometertvímenningur 4—6 kvöld eftir þátttöku. Hefst keppnin á þriðjudaginn kl. 20 stundvíslega í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bridgedeild Víkings Sveit Sigfúsar Arnar Árna- sonar hefur tekið forystuna í aðalsveitakeppni Víkings, en forystan er þó ekki mikil, að- eins 4 stig á sveit Vilhjálms Heiðdal. Þremur umferðum er lokið í keppninni, en 10 sveitir taka þátt að þessu sinni. Á mánudagskvöld koma Barð- strendingar í heimsókn í Vík- ingsheimilið og fer þá fram seinni hlutinn í einvígi félag- anna. Víkingar hafa harma að hefna, því að þeir töpuðu fyrri lotunni með töluverðum mun. Keppni Víkinga við Barðstrend- inga hefst klukkan 19.30 á mánudagskvöldið, en eftir viku verður síðan að nýju tekið til við aðalsveitakeppninaí Víkings- heimilinu. Hjónaklúbburinn Butler tvímenningskeppn- inni er lokið. f síðustu umferð fengu Svava og Þorvaldur mjög góða skor eða 75 stig af 84 mögulegum, en Ólöf og Hilmar, Friðgerður og Ómar voru með næstbeztu skor kvöldsins, h 65. Lokastaðan: Svava — Þorvaldur 192 Gróa — Júlíus 181 Dröfn — Einar 174 Friðgerður-----Ómar 168 Ólöf — Hilmar 166 Margrét — Hersveinn 165 Jónína — Hannes 159 Sigríður — Guðmundur 158 Sigríður — Jóhann 157 Aðalheiður — Ragnar 154 Þriðjudaginn 13. maarz verð- ur spiluð sveitakeppni í ein- hverju formi, sem ræðst af þátttöku. lokið með sigri Jóns ólafssonar og Ólafs Ingvarssonar sem hlutu 732 stig. Röð efstu para varð annars þessi: Jakob Þorsteinsson — Jón Guðmannsson 705 Jón Oddsson — Karl Adolphsson 663 Hermann Jónsson — Baldur Ásgeirsson 642 Sigríður Ólafsdóttir — Sigurður Gunnarsson 639 Næsta keppni félagsins verður einmenningur og hefst miðvikudaginn 14. marz. Félag- ar eru beðnir að fjölmenna. I dag koma Hvergerðingar til okkar í heimsókn og verður spilað í Hreyfilshúsinu. Félagar eru beðnir að mæta vel og Garðar Gestsson — Brynjólfur Gestsson 753 Friðrik Larsen — Grímur Sigurðsson 739 Barðstrendinga- félagið í Reykjavík Tíunda og sú næstsíðasta var spiluð á mánudaginn og fóru leikar þannig: Sveit Kristjáns Kristjánssonar 7 stig, sveit Sigurðar Isakssonar 13 stig. Sveit Sigurjóns Valdimarssonar 18 stig, sveit Bergþóru Þor- steinsdóttur 2 stig. Sveit Ragnars Þorsteinssonar 20 stig, sveit Helga Einarssonar -2 stig. , (tvímenningur), þátttöku í hon- um verður að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 19. marz, í síma 41806 (Ragnar) eða í síma 81904 (Sigurður). Bridgefélag Breiðholts Aðalsveitakeppni félagsins er nýlokið. Úrslit urðu þau að sveit Friðriks Guðmundssonar sigraði eftir harða keppni við sveit Baldurs Bjartmarssonar. Staða efstu sveita varð þessi: Friðrik Guðmundsson 116 Baldur Bjartmarsson 112 Sigurbjörn Ármannsson 91 Kjartan Kristófersson 66 Magnús Halldórsson 62 Bergur Ingimundarson 57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.