Morgunblaðið - 11.03.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 11.03.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 23 Carter gat lítid aö gert pegar „innri sprenging“ varö í íran. Hér er írankeisari lengst til hægri og Hussein Jórdaníukóngur við hlió hans. síðan bætti hann við, að „hann hefði aldrei grætt neitt á því að slá málum á frest“ og ákvað að Vance skylcli setja fram skilyrði Banda- ríkjamanna við Kínverja í fyrir- hugaðri ferð sinni til Peking. Carter skipti um skoðun nokkrum vikum síðar, þegar dró að sam- komulagi milli Bandaríkjamanna og Panamabúa um Panama-skurð, greinilega vegna þess að hann taldi, að of mikið yrði fyrir þingið að kyngja Panama-skurðinum og Kína samtímis. Ekki liðu nema fáeinir dagar frá því að öldungadeildin staðfesti samkomulagið um Panama-skurð, þar til Carter var reiðubúinn til þess að snúa sér aftur að Peking og hann sendi Brzezinski til kínversku höfuðborgarinnar. Að lokinni ferð Brzezinskis í maí samþykkti Carter tillögu frá Vance, þar sem fram kom, að heppilegasti tíminn til þess að taka upp eðlilegt samband við Kína væri um miðjan desember. (Vance taldi, að Salt-2 samkomu- lagið hefði verið gert á þeim tíma). Forsetinn fór yfir hverja línu í þeim skriflegu fyrirmælum, sem Vance og Brzezinski höfðu með sér á ferðum sínum, og samþykkti þau, en þannig hefur hann fylgst stjórnir sjá ekki greinilega hver er stefna bandarísku stjórnarinnar. Tvær andstæður Formlegur vinnudagur Carters hefst á því, að Brzezinski kemur til hálftíma fundar við hann til að ræða um öryggismál, og vinnu- deginum lýkur forsetinn með því að lesa 4 til 5 síðna persónulega skýrslu frá Vance utanríkis- ráðherra. Spennan og samspilið milli þessara tveggja manna og persónulegar skoðanir þeirra eða stofnananna, sem þeir eru fulltrúar fyrir hafa sett svip sinn á fyrstu tvö ár stjórnarinnar. Skoðanir Vance og Brzezinskis endurspegla tvö gjörólík grund- vallarsjónarmið á afstöðu Banda- ríkjanna gagnvart Sovétríkjunum. Þessi afstaða skiptir sköpum um heildarstefnu Bandaríkjanna í heimsmálum og þegar stjórnar- tími Carters er hálfnaður er hún enn óráðin gáta. Vance sem var áður aðstoðar-varnarmálaráðherra og snerist til andstöðu við Víet- nam-stríðið eftir að hafa tekið þátt í stríðsrekstrinum, kippir sér ekki upp við slagorðið „Rússarnir eru að koma“ og hallast að því að líta beri á staðbundin jarðarátök fordæmum, eins og lögfræðingar munu orða það,“ sagði embættis- maður. Carter virðist gera sér grein fyrir þessum ágalla og sagði, að hann hefði lesið meira af sagnfræðiritum síðan hann varð forseti en nokkru sinni fyrr á ævi sinni. Sá fundur, sem skiptir mestu til samræmingar á störfum Carter-stjórnarinnar, fer fram við morgunverðarborð í ríkisstjórnar- herberginu í Hvíta húsinu á hverjum föstudagsmorgni. Þar eru auk forsetans Walter Mondale varaforseti, Cyrus Vance utan- ríkisráðherra, Harold Brown varnarmálaráðherra og ráðgjafar forsetans þeir Zbigniew Brzezinski og Hamilton Jordan. Carter metur skoðanir þeirra mikils og sagði mér, að hann hvetti þá til þess að láta álit sitt í ljós „án þess að draga nokkuð undan og án tillits til þess skoðanamunar, sem kynni að rísa á milli þeirra". Annar þátttakandi í fundunum lýsti þeim á þann veg að þar yrðu oft miklar deilur og jafnvel „persónulegir árekstrar". Hinn sparsami forseti lætur þessa helstu aðstoðarmenn sína greiða 1.75 dollara (565 kr.) á viku fyrir morgunverðinn, sem þeir neyta á meðan þeir taka mikilvægar ákvarðanir sínar. Sú áhersla, sem Carter hefur sjálfur lagt á takmörkun kjarn- orkuvopna hefur þokað Salt 2 samkomulagi á lokastig, þrátt fyrir mikla erfiðleika í fyrstu samskiptum stjórnar hans . við Rússa og mikil vandkvæði og vonbrigði í samningaviðræðunum. Tveimur vikum eftir að Carter settist í embætti sitt efndi hann til fyrsta fundar síns um Salt og síðan hefur hann fylgst með fram- vindu mála í smáatriðum og lagt á ráðin um alla þætti í stefnu stjórnar sinnar. Að minnsta kosti fjórum sinnum fór hann yfir og ákvað að styðja viðhorf varnar- málaráðuneytisins um að stýriflaugarnar (cruise missiles), sem skotið er úr lofti frá öðrum flugvélum en stærstu sprengju- flugvélum og eru ekki búnar kjarnahleðslum, skyldu ekki verða takmarkaðar við 600 kílómetra skotsvið. Síðar ákvað hann að falla frá þessari kröfu til að ná sam- komulagi við Rússa á öðru sviði. Nevtrónusprengjan Margir skýrðu deilurnar úm nevtrónusprengjuna í fyrravor sem enn eitt dæmið um óbeit forsetans á kjarnorkuvopnum. Allur gangur þess máls er athyglisverður vegna persónulegra afskipta forsetans, sem enn eru að ýmsu leyti óljós. Við meðferð málsins kann Carter að hafa notið þess, sem hann lærði um ógn- þrunginn áhrifamátt kjarnorku- vopna á meðan hann var á flotanum og hefur aldrei gleymt. Á meðan hann dvaldist sér til hvíldar á Saint Simon eyju í Georgi-ríki um miðjan mars á Nánir samstarfsmenn forsetans: Vance, Young og Brzezinski. Þeir deila á stundum hart um stefnuna. hann hafi viljað bjarga Þjóð- verjum úr erfiðri aðstöðu þeirra og lækka áróðursrostann í Rússum. Aðrir hafa sagt, að hann hafi a.m.k. að nokkru látið stjórnast af þeirri sann^æringu sinni, að ekki bæri að hefja framleiðslu á nýrri gerð atómvopna. Þegar Carter var surður að því nýlega hvor skoðun- in væri rétt, svaraði hann einfald- lega: „^áðar." Ákveðinn um Kína Carter lýsti því yfir á fámennum fundi í Hvíta húsinu 30. júní 1977, að hann hefði ákveðið að stefna að því að koma á eðlilegu sambandi við Kína, svo framarlega sem honum tækist að fá tryggingu fyrir stöðu Taiwan, því að „þannig ætti að standa að málum". Og með öllum meiriháttar samninga- viðræðum við aðrar þjóðir. Þegar skriður komst á viðræðurnar við Kínverja síðari hluta síðasta árs, fór hann sjálfur yfir öll atriðin í þeim sex erindum, sem Leonard Woodcock sendiherra var falið að koma á framfæri við Kínverja. Þá lagði Carter einnig síðustu hönd á yfirlýsingarnar, sem Bandaríkin og Kína gáfu út, þegar skýrt var frá því, að stjórnmálasamband hefði verið tekið upp milli landanna. Carter leggur sig jafnvel meira fram en forverar hans um að hafa persónulegt samband við aðra þjóðarleiðtoga. Þau tvö ár sem hann hefur setið í Hvíta húsinu, hefur hann tekið á móti 43 erlendum leiðtogum þar og sótt 29 heim á ferðum sínum erlendis. Hann hefur staðið í miklum bréfa- skriftum til erlendra ráðamanna — skrifað meira en 400 bréf. Þessi persónulegu afskipti Carters urðu mest í tilraunum hans til að ná friðarsamningi í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs og sérstaklega beindi hann athygli sinni að Anwar Sadat, Egyptalandsforseta. En þar sem ekki tókst að jafna ágreininginn um framtíð vesturbakka Jórdanár og stöðu Palestínumanna, stuðlaði fundurinn fyrst og fremst að því að styrkja tvíhliða tengsl Egypta og ísraelsmanna en miðaði ekki að alhliða lausn á deilum ísraels- manna og Araba eins og Carter hafði viljað. „Carter stendur illa að góðum málurn," sagði embættismaður, sem hefur vondaufur fylgst með því, hvernig góðum hugmyndum hefur verið hrundið úr höfn með klaufalegum hætti. Að hans mati felst vandinn ekki síst í því, að Carter kann ekki að grípa á inn- byrðis deilum meðal helstu ráð- gjafa sinna en af því leiðir, að embættismannakerfið, almenningur og erlendar ríkis- sem slík og leysa þau hvert fyrir sig. Brzezinski, sem hefur verið lýst þannig af samstarfsmönnum sínum í Hvíta húsinu, að hann sé „fyrsti Pólverjinn í 300 ár, sem sé í aðstöðu til að gefa Rússum sinn undir hvorn“, hallast að því að líta beri á aðgerðir Sovétmanna með heildarhagsmuni í huga. Þessar ólíku skoðanir á fyrirætlunum Kremlverja leiða að sjálfsögðu af sér margvísleg blæbrigði. Vance kýs helst fortölur og samninga við Rússa en Brzezinski keppni og staðfestu. Þegar náinn samstarfsmaður Carters var að því spurður hvort forsetinn hefði fastmótaða til- finningalega sannfæringu í garð Rússa, svaraði hann: „Innst inni telur hann, að fengi hann einhvern tíma tækifæri til að setjast í tvo, þrjá eða fjóra daga niður með Brezhnev, gæti hann leyst margan vandann. Ef honum aðeins tækist að ná tangarhaldi á Brezhnev mundi honum líða betur.“ Eftir að hafa setið í Hvíta húsinu hálft kjörtímabil sitt virðist Carter mun ellilegri en hann var, þegar hann settist þar að, hann hefur gránað og er teknari í andiiti. Þegar hann svaraði spurningum um utanríkis- stefnu sína úr sama stólnum og hann vinnur fyrstu morgunverk sín, sat han teinréttur eins og hann væri enn sjóliði í flotanum og virtist spenntur. Þriðja árið af fjögurra ára kjörtímabiliriu er venjulega sá tími, þegar línurnar skýrast enn frekar innan ríkisstjórnarinnar, þá hverfa sumir embættismann- anna aftur til fyrri starfa utan stjórnarráðsins, og á því ári gefst síðasta tækifærið til að hrinda stefnumálum í framkvæmd, áður en kosningabaráttan tekur við af stjórnarstörfunum. Carter og samstarfsmenn hans í utanríkis- málum gera sér ljóst að tíminn er að hlaupa frá þeim. Stöóvun vígbúnaðarkapphlaupsina er ofarlega á „óakaliata“ Carters forseta. Hér er veriö aö reyna nýja tegund flugakeytis sem skotið er úr kafbát. Þetta skeyti er raunar bandarískt. síðasta ári barst Carter skýrsla, sem samþykkt hafði verið af Cance bg Brown, þar sem mælt var með því, að Bandaríkjastjórn skýrði bandamönnum sínum í Atlants- hafsbandalaginu frá því, að hún hefði ákveðið að hefja framleiðslu á vopnum með „takmarkaða geislavirkni". Ákvörðun um það, hvar vopnunum yrði fyrir komið mundi tekin síðar, greinilega með það fyrir augum að tími gæfist til samninga við Rússa, en einnig vegna þess að vestur-þýska ríkis- stjórnin var ekki tilbúin til að leyfa, að vopnunum yrði komið fyrir á landi sínu. I átta mánuði hafði málið verið rætt við ráðamenn í Evrópu með vitund Carters og voru tillögur utanríkis- og varnarmálaráðuneytanna byggðar á þeim viðræðum, en forsetinn hafði ekki sett sig nákvæmlega inn í málið á þessu stigi. Þegar lokaskjalið var lagt fyrir hann. til ákvörðunar neitaði hann að undirrita það án þess að skýra afstöðu sína. Embættis- mannakerfið varð skelfingu lostið. Málið varð að pólitísku bitbeini eftir að The New York Times birti það, sem nú er kallað „frumdrög að skeyti", sem aldrei hafi verið samþykkt, með fyrirmælum til bandarískra snediráðsmanna um að skýra Bretum og Þjóðverjum frá því, að Carter hafi harðneitað að samþykkja framleiðslu á vopnunum (frekar en „fresta “ henni). Sumir af nánustu samstarfs- mönnum forsetans hafa látið í ljós þá skoðun, að hann hafi fyrst og fremst tekið ákvörðun sína með hliðsjón af þróun aiþjóðamála —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.