Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 32
 Samkomulag milli stjórnarflokkanna á næsta leiti? SAMKOMULÁGSHORFUR í efnahagsmálum voru í gær meiri innan ríkisstjórnarinnar en oft áður. Svo virtist sem Alþýðubandalagið væri horfið frá öllum helztu kröfum sínum, nema tveimur. verðbótaákvæð- um frumvarpsins og innlánsbindingu í Seðlabanka íslands. Þá mun Alþýðubandalagið hafa komið fram með nýja kröfu, um þak á visitöluna á ný og munu alþýðuflokksmenn vel geta hugsað sér slíka tilhögun, en óvíst var, hvort Framsóknarflokkurinn gerði það. Ný undirnefnd hefur verið skip- uð um vísitölumálið og eiga í henni sæti þrír ráðherrar. Formaður er Tómas Arnason, fjármálaráð- herra, en einnig eiga sæti í henni Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra, og Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra. Þessi nefnd sat á fundum í gærmorgun og var síðan ráðgerður ríkisstjórnarfund- ur klukkan 15. Þess hafði verið vænzt, að framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins yrði boðuð á fund síðdegis í gær, en um hádegisbil hafði sá fundur ekki verið boðaður. Þá hefur flokks- stjórn Alþýðuflokks verið boðuð til fundar á mánudag. Aiþýðubandalagið mun vera bú- ið að samþykkja að vísitalan verði sett á 100 hinn 1. febrúar og ennfremur að tekin verði inn viðskiptakjaraviðmiðun. Þá hafa þeir og sett fram kröfu um þak á vísitöluna, sem talsverður ágrein- ingur er um innan Alþýðubanda- lagsins. Telja sumir alþýðubanda- lagsmenn þá kröfu hættulega flokknum, þar sem hann hafi beitt sér fyrir afnám þaksins í borgar- stjórn Reykjavíkur, sem var aðal- ástæða Kjaradóms fyrir þaklyft- ingunni hjá opinberum starfs- mönnum yfirleitt. Þá mun þakið og vera þyrnir í augum bæði forystumanna BSRB og BHM. Þá var og talið, að vafamál væri að Framsóknarflokkurinn samþykkti þakið, þar eö Valdimar K. Jónsson væri nýkjörinn formaður BHM og ættu framsóknarmenn erfitt með að setja þakið í gildi nú rétt er háskólamenn fagna sigri eftir dóm Kjaradóms. Eins og kunnugt er af fréttum, settu alþýðuflokksmenn frest til mánudags, ef frumvarp væri ekki komið frá ríkisstjórninni þá, myndu þeir sjálfir leggja efna- hagsmálafrumvarp fram í þinginu. A síðasta framkvæmdastjórnar- fundi Alþýðubandalagsins mun Eðvarð Sigurðsson hafa sagt, að ógerningur yrði að afgreiða frum- varpið í miðstjórn ASI fyrir þann tíma. Verið gæti, að forystumenn launþega í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins væru í stakk búnir til þess að taka afstöðu til málsins, en svo væri ekki um miðstjórn Alþýðusambandsins og þyrfti lengri tíma til þess en einn dag. Færð sæmileg og svipað veður í GÆR var ágætt veður um land allt og víða greiðfært á vegum, er Morgunblaðið ræddi við Arnkel Hrottaleg líkamsárás MIÐALDRA maður liggur nú mikið slasaður í sjúkrahúsi eftir að til hrottalegra átaka kom milli hans og húsráðanda þar sem maðurinn leigir en húsráðandi hafði brotizt inn hjá þessum leigjanda sinum. Það var á tíunda tímanum í fyrrakvöld, að lögreglan var kvödd að húsi við Miklubraut og þegar lögreglumennirnir komu á staðinn, voru tveir menn í herberginu, miðaldra maður, sem reyndist mikið slasaður, með djúpa skurði í andliti og einnig með skurð á hálsi, og síðan húsráðandinn, 22ja ára piltur, sem einnig var alblóðugur. Rannsókn máls þessa var á frumstigi í gær, en að sögn Erlu Jónsdóttur, deildarstjóra hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, virðist sem ungi maðurinn hafi brotizt inn hjá leigjanda sínum til að sækja þangað peninga en leigjandinn þá kom- ið að honum. Pilturinn hafði áður stolið frá leigjanda sínum 240 þúsund krónum, því að eitt sinn er hann tók við greiðslu frá leigjandanum hafði hann séð hvar maðurinn setti pen- ingana. Einarsson vegaeftirlitsmann skömmu áður en blaðið fór í prentun. Sagði hann vera orðið greiðfært um Suðurnes, austur fyrir Fjall og um Hvalfjörð, þá var einnig fært norður í land allt til Húsavíkur, og víðast hvar voru helstu vegir færir, en þó víða þungfært eða illfært um fjallvegi. í Árnessýslu var fært um flesta vegi, en lítið mátti þó hreyfa vind til að ekki yrði ófært. Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur tjáði Morgun- blaðinu í gær, að ekki væri búist við miklum breytingum á veðri um helgina. Lægð værr að vísu að koma upp að landinu, og færi hún austur með, og gæti þá snjóað á suðvesturhorninu, en siðan brygði aftur til norðaustan-áttar. Þá yrði úrkomulaust syðra en gæti gert, él á Norður- og Austurlandi. Guðmundur kvað áfram verða kalt, ekki hlýnaði þrátt fyrir tilkomu lægðarinnar. Loðnuaflinn um 430 þús. t. SJÖ loðnubátar höfðu tilkynnt um afla til loðnunefndar á hádegi í gær frá því um miðnætti, alls 2800 lestir, og er heildar- aflinn þá orðinn rétt um 430 þúsund lestir. Þróarrými er víðast hvar á þrotum í Faxaflóa- höfnum. Bátarnir sem tilkynntu um afla voru: Faxi 200, Þórshamar 250, Örn 550, Hrafn 550, KefMkingúr 280, Skarðsvík 560 og Albert 450. SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 ÍTALSKA óperan II Pagliacci eftir Leoncavallo verður frumflutt af íslenzku óperunni í Háskólabíói klukkan 19.15 í kvöld. Alls taka um 100 manns þátt í sýningunum á óperunni, sem verða a.m.k. þrjár. Á þessari mynd eru þau Magnús Jónsson og Elín Sigurvinsdóttir í hlutverkum Pagliacci og Neddu, en þau fara með tvö af aðalhlutverkum óperunnar. Sjá nánar á bls. 14. Ljósm. Mbl. Emilía. Fíkniefnamálið í Kaupmannahöfn: gullskartgripirnir þýfi Pelsinn og Danska lögreglan telur að annaðhvort hafi Islendingamir stolið munum eða tekið þá sem greiðslu fyrir kókaín Kaupmannahöfn, lð. marz — frá Sigtryggi Sigtryggssyni blaðamanni DANSKA lögreglan hefur nú fundið út, að minkapels sá, sem fannst í fórum Islendinganna, er þeir voru handteknir á laugardag fyrir viku, er stolinn. Ennfremur telur lögreglan, að gullskartgripirnir, sem einnig voru í fórum Islendinganna, séu þýfi. Pelsinn er jafnvirði 3.150.000 króna og skartgripirnir eru jafnvirði 5.670.000 króna, að því er talið er. Lögreglan hefur haft uppi á eiganda pelsins sem segir að pelsinum hafi verið stolið á Strikinu fyrir skömmu og telur lögregian að annaðhvort hafi fslendingarnir stolið honum eða tekið hann upp í greiðslu fyrir kókaín. Lögreglan sagði í morgun, að hún teldi ljóst að landlausi Ungverjinn væri höfuðpaurinn í þessum kókaínhring, sem hún kallar svo, og íslendingarnir væru vjðriðnir hann. Nú eftir að málið kemur upp, virðast línur vera farnar að skýrast. Ungverjinn er höfuðpaur- inn, enda eru fjallhá kærumál á hann, en tveir Islendingar séu að einhverju leyti viðriðnir málið, karl og kona. Þrennt af íslenzka fólkinu hefur þegar verið látið laust og ljóst er að það fólk blandazt ekki frekar í málið. Þá bendir margt til þess, að tveir þeirra, sem enn sitja inni, séu ekkert viðriðnir málið, enda annar þeirra nýsloppinn úr þýzku fang- elsi. Hins vegar virðist svo sem kona hans sé viðriðin málið, en hún bjó í Danmörku á meðan maður hennar sat í þýzka fang- elsinu. Þá er enn einn Islendingur, sem enn situr inni, og virðist hann ekki blandazt beint í kókaínmálið, en lögreglán heldur honum enn vegna annarra mála. Flest af fólkinu var með kókaín eða hass á sér, þegar það var handtekið og samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar mun það vafa- laust fá dóm fyrir það. Þessi tvö, sem áður eru nefnd, munu að öllum líkindum fá þyngstu dómana, ef sannast á þau meðferð Kókaínsins. Hingað til hafa þau algjörlega neitað því. I næstu viku munu samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hefjast af fullum krafti yfirheyrslur yfir þeim, sem enn sitja inni. Vonast lögreglan til að málið muni upplýsast á næstu tveimur vikum. Að yfirheyrslum loknum munu mál Islendinganna koma fyrir dómara og er útilokað að spá um það, hvenær dómar verða upp kveðnir. Þetta kókaínmál hefur verið blásið talsvert mikið út í dönsku blöðunum, en í ljós hefur komið, að það er ekki eins mikið mál á danska vísu og fyrst leit út fyrir. Þó mun það mesta kókaínmál, sem hér hefur komist upp. Telur lögreglan þetta mál vísbendingu um að hugsanlega sé að koma upp kókaíntímabil í fíkniefnaheimin- um í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.