Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 fHnrgaw Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 3000.00 kr. á mónuði innanlands. 1 lausasölu 150 kr. eintakið. • • 011 pólitík Alþýðubanda- lagsins grundvallast á því, að flokkurinn sé mál- svari verkalýðshreyfingar- innar, eins konar pólitískur armur hennar, sem fylgi fram stefnu hennar og óskum í einu og öllu. I samræmi við þetta tók Alþýðubandalagið á sl. vetri upp harða baráttu fyrir því að „samningarnir yrðu settir í gildi“. I núverandi ríkisstjórn hefur Alþýðu- bandalagið haldið áfram að leggja áherzlu á þetta atriði og talsmenn þess láta í það skína, að ekki sé hægt að stjórna landinu án Alþýðu- bandalagsins, þar sem enginn annar flokkur sé fær um að tryggja viðunandi samstarf við verkalýðssam- tökin. Þessi röksemdafærsla gefur tilefni til að vekja athygli á því, að Alþýðu- bandalagið hefur hvað eftir annað skipað sér í sveit svonefndra „kaupráns- flokka", þegar það hefur átt aðild að ríkisstjórn. Eins og menn muna beitti Alþýðu- bandalagið sér fyrir því vorið 1974 að kaupgjalds- vísitalan yrði tekin úr sam- bandi. Þar var auðvitað um „kauprán" að ræða á máli Alþýðpbandalagsins. Enn skýrara dæmi um það, að Alþýðubandalagið er ekki minni „kaupránsflokkur" en hver annar, er þó þátttaka flokksins í núverandi ríkis- stjórn. Nýjasti „kaupráns- ferill“ Alþýðubandalagsins hófst um miðjan júnímánuð á sl. ári, þegar flokkurinn beitti sér fyrir því í borgar- stjórn Reykjavíkur, að samningarnir voru ekki settir í gildi heldur var „kaupráninu" haldið áfram, þótt vísitöluskerðingin væri minnkuð. Þar með var „kaupránsferill" Alþýðu; bandalagsins hafinn. í byrjun septembermánaðar átti Alþýðubandalagið aðild að bráðabirgðalögum, sem núverandi ríkisstjórn setti, en með þeim voru samningarnir ekki settir í gildi, heldur var ákveðið vísitöluþak sett á laun, sem var í engu samræmi við þá kjarasamninga, sem gerðir voru í júní og október 1977. Þetta var annar áfanginn á „kaupránsferli" Alþýðu- bandalagsins. Hinn 1. desember tók Alþýðubanda- lagið fyrst rækilega til hendi í „kaupráns- aðgerðum" og hafði beinlín- is forystu um það að hafa 8% vísitöluhækkun launa af launþegum. Það var fyrst og fremst Alþýðubandalagið sem sá um að knýja verka- lýðsforingja til þess að sam- þykkja þetta „kauprán". Forystumenn Alþýðubanda- lagsins lágu vikum saman í verkalýðsforingjum flokksins til þess að fá þá til þess að samþykkja þetta gífurlega „kauprán". Það fékkst loks með því að ljúga því að launþegum, að þeir fengju þetta bætt með „félagslegum umbótum" og skattalækkunum. Hvorki verkalýðsforingjar Alþýðu- bandalagsins eða stjórn- málaleiðtogar þess trúa því sjálfir að svo sé. Það sama á við þessi loforð eins og þau fyrirheit sem forystumenn Alþýðubandalagsins gáfu sjómönnum við fiskverðs- ákvörðun um síðustu áramót er þeir lofuðu þeim skattafríðindum, ef þeir féllust á fiskverðið. Sjómenn samþykktu fisk- verðið á þeim forsendum, að þeir fengju skattafríðindi, sem enn hafa ekki séð dagsins ljós og þeir munu ekki fá. Alþýðubandalagið hélt áfram á „kaupránsbraut- inni“ hinn 1. marz sl. með nýjum hætti. Fyrir 1. febrúar hafði Alþýðubanda- lagið séð til þess, að ýmsar verðhækkanir, sem höfðu safnazt saman, yrðu ekki samþykktar fyrir þau mánaðamót til þess að þær hefðu ekki áhrif til hækkunar á kaupgjaldsvísi- töluna 1. marz. Síðan mjatla þeir þessum verðhækkunum út smátt og smátt. Þetta er ein af þeim aðferðum, sem hægt er að beita til þess að fremja „kauprán" og ljóst er, að Alþýðubandalagið er afar fundvíst á aðferðir til þess. Þessi „kaupránsslóði“ Alþýðubandalagsins er orðinn býsna langur. Hann sýnir, að Alþýðubandalagið er ekki fremur til þess fallið en aðrir stjórnmálaflokkar að „vernda" „hagsmuni" launþega. Hins vegar er það út af fyrir sig gott, að Alþýðubandalagið skyldi komast í ríkisstjórn til þess að launþegar fengju tæki- færi til að kynnast „kaup- ránsaðferðum" þess. Haldi núverandi stjórnarsamstarf áfram, mun Alþýðubandalagið vafalaust halda áfram að stunda „kauprán“. Með hverju slíku „kaupráni“ verður launþegum í landi ljósara, að Alþýðubandalag- ið er ekki meiri málsvari þeirra en hver annar, enda er ekki að sjá að í forystu Alþýðubandalagsins nú sé nokkur maður úr verkalýðs- stétt. Enginn slíkur er í ráðherraembættum fyrir Alþýðubandalagið. Enginn slíkur gegnir forystuhlut- verki á vettvangi flokksins, hvorki sem formaður, vara- formaður eða formaður framkvæmdastjórnar flokksins. ,, K aupr án s’ ’ f er ill Alþýðubandalagsins urbréf Laugardagur 10. marz Þáttaskil I liðinni viku urðu ákveðin þáttaskil á stjórnmálasviðinu, sem ástæða er til að veita eftir- tekt. Tillaga þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um þingrof og nýjar kosningar og miklar um- ræður um hana leiddu þau í ljós. Þessi þáttaskil eru í því fólgin, að stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins er nú komin á skrið eftir að flokkurinn hafði haldið að sér höndum fyrsta hálfa ár valdatíma núverandi ríkisstjórnar. Þau felast einnig í því, að jafnt stjórnarsinn- um, sem stjórnarandstæðingum er nú ljóst að þriðja vinstri stjórnin, sem mynduð er frá lýðveldisstofn- un hefur misheppnazt og nær sér ekki á strik og skiptir engu í því sambandi úr því sem komið er, hversu lengi hún situr í ráðuneyt- unum.. í þingrofsumræðunum létu tals- menn stjórnarflokkanna lítils- virðandi orð falla um stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins fram til þessa. Hlédrægni Sjálfstæðis- flokksins í stjórnarandstöðu hingað til er þó bæði eðlileg og skiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir miklu áfalli í kosning- unum sl. vor. Hann beið sitt skipbrot í þeim kosningum. Þjóðin var tilbúin til þess að hlusta á vinstri flokkana og gefa þeimtæki- færi. Wss vegna hlaut Sjálfstæðis- flokkurinn í samræmi við úrslit kosninganna að halda að sér höndum, gefa stjórninni starfsfrið til þess að koma stefnu sinni í framkvæmd og þjóðinni tækifæri til að kynnast henni. Annað hefði verið bráðræði. Nú liggur hins vegar fyrir í hverju efnahags- stefna vinstri flokkanna er fólgin og fólk hefur fengið nægilegt ráðrúm til þess að átta sig á henni. Þess vegna er nú tímabært, að Sjálfstæðisflokkurinn hefjist handa, taki upp harða baráttu gegn efnahagsstefnu vinstri flokkanna og fyrir eigin stefnu. Svikin loford Stjórnarflokkarnir tveir, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag gerðu litla sem enga tilraun til þess að bera af sér, að þeir hefðu svikið með herfilegum hætti gefin loforð í síðustu kosningum. Krafan um „samningana í gildi" var þá á hvers manns vörum. Þingrofsum- ræðurnar urðu til þess að undir- strika rækilega þessi svik. Fyrsta vísbendingin um, að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hygðust svíkja þetta kosningalof- orð var samþykkt vinstri meiri- hlutans í borgarstjórn Reykja- víkur um kjaramál um miðjan júnímánuð. Sú samþykkt leiddi í ljós, að vinstri flokkarnir ætluðu ekki að standa við gefin loforð. Þeir tóku þá ákvörðun sem byggðist á verulegu „kaupráni", svo að notuð séu þeirra eigin orð. Staðfesting á því kom með bráða- birgðalögum hinnar nýju vinstri stjórnar í septembermánuði er ákveðið þak var sett á vísitölu- greiðslur, sem var í engu samræmi við þá kjarasamninga, sem gerðir voru í júní og október 1977 og því svik á fyrirheitinu um „samning- ana í gildi". Enn héldu Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag áfram að svíkja þetta loforð hinn 1. desember sl., þegar koma átti til útborgunar um 14% vísitölu- hækkun en vjnstri stjórnin framdi „kauprán", sem nam um 8% með því að éinungis rúmlega 6% komu til útborgunar. Því var haldið fram, að launþegar fengju afgang- inn með öðrum hætti í „félagsleg- um umbótum" og skattalækkunum en öllum er ljóst, að það er blekkingin einber. Loks héldu flokkarnir tveir áfram að svíkja gefin kosningaloforð hinn 1. marz sl., þegar þeir höguðu „kaup- ráninu" á þann veg að sitja á rökstuddum hækkunarbeiðnum fram yfir 1. febrúar til þess að halda launahækkunum niðri en mjatla verðhækkanirnar síðan út smátt og smátt eftir það. Líklega eru þess engin dæmi, að skýr og auðskiljanleg kosningaloforð hafi verið svikin með jafn afdráttar- lausum og áberandi hætti og lof- orð Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks um „samningana í gildi". Tilraun talsmanna þessara tveggja flokka til þess að bera af sér þessi kosningasvik var ekki karlmannleg. Vilmundur Gylfason hélt því fram í þessum umræðum, að Alþýðuflokkurinn hefði aldrei gefið slíkt loforð, enda þótt ritari Alþýðuflokksins hafi verið einn af frumkvöðlum þess og Svavar Gestsson hélt því fram, að Alþýðu- bandalagið hefði í raun alltaf verið andvígt samningunum frá júní og október 1977 vegna þess, að ekkert vísitöluþak hefði verið í þeim samningum. Um slíkan mál- flutning þarf ekki að hafa mörg orð. Engin samstaða um efnahags- stefnu Þingrofsumræðurnar leiddu • einnig í ljós, að engin samstáða er milli flokkanna þriggja um frambúðarstefnu í efnahags- málum. Ekki er ástæða til að rekja framvindu þeirra mála innan ríkis- stjórnarinnar. Hún er öllum í svo fersku minni. Samkvæmt yfirlýs- ingum talsmanns stjórnarflokk- anna hefur stjórnarsamstarfið hangið á bláþræði vikum og mán- uðum saman vegna þess, að sam- staða næst ekki um efnahagsmál. Alþýðuflokkur kveðst heyja heil- aga baráttu gegn verðbólgunni en fái hina tvo ekki með sér. Ljótt er, ef satt er. Sannleikurinn er sá, að þessir þrír flokkar hafa í raun ákaflega svipuð sjónarmið í efnahagsmál- um. Þeir eru að bauka við að ná samkomulagi um efnahagspólitík, sem fyrir löngu er orðin gjald- þrota. Hún byggist á sterkri mið- stýringu hagkerfisins, hvers kyns kerfishöftum á atvinnulífinu og svonefndu aðhaldi í ríkisfjár-' málum og peningamálum svo og á því að „möndla með“ vísitölukerfi launa. Það er kominn tími til að segja það umbúðalaust, að þessi efnahagsstefna hefur verið reynd í ýmsum myndum allan þennan áratug og hún hefur engan árang- ur borið. Þvert á móti hefur verðbólgan haldið áfram, þótt tímabundinn árangur hafi náðst á árunum 1975 og 1976. Sú efna- hagspólitík, sem stjórnarflokkarn- ir þrír eru að bauka við að ná samstöðu um er gjaldþrota pólitík, sem hefur engan árangur borið og það er tími til kominn að kasta henni fyrir borð og reyna nýjar leiðir. Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir því óhappi sumarið 1974 að neyðast til þess að mynda ríkis- stjórn með Framsóknarflokknum, sem var forystuflokkur í vinstri stjórninni 1971—1974. Það kom strax í Ijós, að þessi forystuflokkur þeirrar vinstri stjórnar var ekki tilbúinn til þess að viðurkenna, að nokkur mistök hefðu orðið í efna- hagsstjórninni á tímabilinu 1971 — 1974. Menn þurfa ekki annað en lesa Tímann á haust- mánuðunum 1974 til þess að fá þetta staðfest. Afleiðingin varð sú, að í efnahagsmálum urðu ekki þau þáttaskil haustið 1974, sem urðu t.d. eftir vinstri stjórnina 1956—1958. Sjálfstæðisflokknum tókst að vísu að sveigja efnahags- pólitíkina inn á jákvæðari brautir en þó ekki á þann veg, að nægileg breyting yrði. Þetta var það gjald, sem Sjálfstæðisflokkurinn varð að greiða fyrir stjórnarsamstarf við forystuflokk vinstri stjórnarinnar 1971—1974 og þýðir ekki um það að fást. Það stjórnarsamstarf tryggði hins vegar öryggi landsins og 200 mílna fiskveiðilögsögu og ber ekki að vanmeta það. Það skiptir í rauninni sáralitlu máli, hvort stjórnarflokkarnir þrír ná „samkomulagi" um „efnahags- stefnu" nú um helgina. Sú „stefna", sem þeir kunna að ná „samkomulagi" um mun engan árangur bera og það er óneitan- lega kaldhæðni örlaganna að hinn „nýi“ Alþýðuflokkurinn skuli orðinn helzti málsvari gamallar, úreltrar og úr sér genginnar efna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.