Morgunblaðið - 11.03.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.03.1979, Qupperneq 1
64 SÍÐUR 59. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sprengingar við banka á Korsíku Ajaccio, Korsíku, 10. marz. Reuter. AP. Aðskilnaðarsinnar sprengdu í nótt 32 sprengj- ur fyrir utan banka í bæj- um á Korsíku. Eru þetta mestu sprengingar á eynni Villot kardináli látinn Páfagarði 10. marz. Reuter AP. JEAN VILLOT kardináli og utan- ríkisráðherra Páfagarðs síðustu tíu árin lézt á föstudagskvöld. Hann varð sjötíu <>k þriggja ára gamall. Talsmaður Páfagarðs sagði, að Villot hefði gefið upp öndina stundu eftir að hann var fluttur til heimilis síns af sjúkrahúsi í Rómaborg, að eigin ósk. Þá hafði verið sýnt að hverju dró um hríð. Villot veiktist snögglega af bráðri lungnabólgu á fimmtudag, og inn- vortis blæðingum. I ljós kom að nýrun voru einnig að mestu óstarf- hæf. Jóhannes Páli páfa II var tilkynnt um lát Villots og skundaði hann þá til einkabænahúss páfa að biðja fyrir honum. Jean Villot var að Páli páfa látnum sl. sumar talinn í hópi þeirra sem kæmu til greina sem eftirmaður hans en Villot sýndi ekki í neinu, að hann hafði hug á því. Hann stýrði tvívegis páfakjöri á nokkrum mán- uðum, og þótti gera það með reisn og prýði. frá því að samtökin, sem nefna sig Frelsisfylkingu Korsíku (FLNC), endu til aðgerða af sama tagi í júlí síðastliðnum. Engin slys urðu á fólki í aðgerðunum að þessu sinni, en fréttastofufregnum ber ekki saman um tjón af völdum sprenginganna. AP-fréttastof- an sagði, að skemmdir hefðu orðið óverulegar, en fréttastofa Reuters sagði, að miklar skemmdir hefðu verið unnar á byggingum franskra banka á eynni. í tilkynningu frá PLNC segir, að bankarnir á Korsíku séu sem hengingaról fyrir efnahag eyj- unnar og að Frakkar noti þá til að kúga eyjarskeggja. Talið er að tvær sprengingar fyrir utan banka í París séu tengdar sprengingunum á Korsíku. Jean Villot Fáklædd fegurðar- dís elti Bretaprins r i r • r ut 1 S]0 Perth, Astralíu, 10. marz. Reuter. UNDURFÖGUR stúlka í bikinibaðklæðum elti Karl Bretaprins um bað- ströndina í Perth í morgun og létti ekki eftirförinni fyrr en úti í sjó og henni hafði tekizt að hafa hendur á prinsi og þrýsta kossi á andlit honum. Karl prins hafði farið árla á fætur og ætlaö að fá sér sund- sprett í rólegheitum. Stúlkan, sem heitir Jane Priest, uppgöt- vaði hver þarna var á ferðinni og sýndi samstundis tilburði til að nálgast hann. Prinsinn lagði á flótta en eins og fyrr segir tókst stúlkunni að votta honum aðdáun sína eins og fyrir henni hafði vakað. Norðurljós á Júpiter Pasadena. Bandaríkjunuro, 10. marz. AP. Vísindamenn segjast hafa fundið um það bil 30 þúsund kílómetra langan norðurljósahala á stjörn- unni Júpiter sem er í fyrsta sinn sem norðurljós finnast á stjörnu utan jarðarinnar. Norðurljósin fundust þegar skoðaðar voru myndir frá skugga- hlið stjörnunnar en þær voru teknar af Voyager 1 geimfarinu bandaríska fyrir skömmu. Hér á jörðunni verður norður- ljósa vart á heiðríkum nóttum og eru talin tilkomin vegna raf- hleðslu í jónuðu lofti. Þeirra verður aðeins vart á norðurhveli jarðar. í Nauthólsvíkurlæknum í sex stiga frosti í gær. Ljósm. Mbl. EmiHa Fíll gekk berserks- gang... Nýju-Delhi 10. marz AP. FÍLLINN Ravindran sem var þátttakandi í íilahlaupi í rik- inu Tamil Nadu á Indlandi. gekk skyndilega berserksgang er hann var langt kominn í þriðju umferð fflahlaupsins og hafði vegnað þar vel. Réðst fíllinn á nærstaddan áhorfendahóp og meiddust átta manns án þess að vörnum yrði við komið. Fjölmennt lögreglu- lið var kvatt á vettvang og tókst þeim eftir langa mæðu að sefa ofsa Ravindrans. Friðarsáttmálinn er innan seilingar —sagði Carter við brottförina frá Egyptalandi til ísraels Kairó, Jerúsalem, 10. marz. AP JIMMY Carter forseti Banda- rikjanna sagði rétt fyrir brottför sína frá Egyptalandi í dag,, að friðarsamningur væri innan seilingar. „Við skulum grípa tæki- færið nú meðan það gefst til að undirrita friðarsamning,“ sagði forsetinn. Þá lýsti Carter yfir sérstökum stuðningi við stefnu Anwar Sadats forseta Egyptalands, í deilumálum Stærsta stjömuþoka sem um getur fundin Washington, 10. marz. AP. STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa nýverið komið auga á og getað rannsakað risastóra stjiirnuþoku með milljörðum stjarna, sem þeir segja vera þá stærstu sem fundist hafi til þessa, auk þess að vera gífurlega efnismikil. Alþjóðlega vísindastofnun- in tflkynnti í gær að þessi risastjörnuþoka væri senni- lega um það bil tíu sinnum efnismeiri heldur en Vetrar- brautin sem okkar stjarn- kerfi er staðsett í, jafnframt því sem stjarnfræðingar nalda að nýja stjörnuþokan sé samrunnin úr tveimur minni fyrir ekki alllöngu síðan. Vetrarbrautin sem er talin vera meðalstór þoka inniheld- ur um það bil 100 milljarða stjarna og þvermál hennar er um 200 þúsund ljósár. — Ljósár er sú vegalengd sem ljósið fer á einu ári meo hrað- anum 297,600 kílómetrar á sekúndu. Þeir sem fyrstir komu auga á þessa risastjarnþoku voru stjarnfræðingar vio Alþjóð- legu vísindastofnunina í Washington og að þeirra mati er þvermál pessarar nýju þoku um 600 þúsund ljósár og inniheldur hundruð milljarða stjarna. Stjarnfræðingar hafa nefnt hina nýju stjörnuþoku NGC 1961. — Það var fyrst fyrir um hundrað árum sem Er tíu sinnum efnismeiri en sú stjörnuþoka sem við lifum í stjarnfræðingar fengu hugboð um að þarna væri stór stjörnuþoka á ferðinni en þeir hafa ekki til þessa getað rann- sakað hana neitt né fest hana á filmu. Að sögn stjarnfræðinganna, sem hata rannsakað hana nú, er ástæðan fyrir því að hún hefur ekki verið rannsökuð fyrr sú, að hún er óvenjulega langt í burtu þannig að mjög erfitt er að greina hana frá stjörnuþokum okkur. Egypta og Israelsmanna, en hann hefur jafnan verið kallaður svikari af öðrum Arabaleiðtogum fyrir að reyna að komast að samkomulagi við ísraelsmenn. Carter sagði, að með stefnu sinni hefði Sadat komið í veg fyrir enn eitt stríð ríkjanna sem hefði valdið miklum hörmung- um landsmanna. „Við erum tilbúnir að vinna með öllum þeim sem vilja ræða um frið. Þeir sem vinna gegn friði ísraels- manna og Egypta eru að hindra eina möguleikann á rau'nhæfum friði í Miðausturlöndum," sagði Carter. Þá vakti það nokkra athygli frétfamanna, að Carter lét að því liggja að Bandaríkjamenn kynnu að endurskoða afstöðu sína til vopna- sölu til Egyptalands þannig að hún yrði aukin verulega. „Það er okkar stefna að hver þjóð þurfi að geta varið sig sjálf, sé á hana ráðist, án þess að treysta á utanaðkomandi stuðning," sagði Carter. I fréttum frá Jerúsalem í dag segir, að gífurlegar varúðarráðstaf- anir séu þar, borgin sé nánast lokuð allri umferð nema hermönnum og öryggisvörðum sem gæta munu Carters þegar hann kemur þangað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.