Morgunblaðið - 11.03.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 11.03.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 21 Tryggvi Guðmunds- son—Minningarorð Tryggvi var fæddur 4. febrúar 1963, elstur þriggja barna þeirra hjónanna Júlíönu Tryggvadóttur og Guðmundar I. Gestssonar, til heimilis að Eiðsvallagötu 13 á Akureyri. Hann lést 29. janúar s.l., aðeins viku fyrir afmælisdaginn sinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem sorg og dauðiknýja dyra ó því heimili, því bæði yngri systkinin voru farin á undan, Ragnheiður sem aðeins varð 10 mánaða gömul og Magnús Hólm er varð fjögurra mánaða gamall. ■ Þó að sorgin sé sár, þá hlýtur það að vera gott fyrir foreldrana að geta litið til baka yfir 16 ára timabil, vitandi það að þau gerðu allt sem hægt var að gera fyrir börnin sín. Að mínu mati var aldrei nein spurning eða efi um framkvæmd, ef eitthvað var Tryggva til góðs. Tryggvi var mjög sjónskertur, auk þess að vera með alvarlegan hjartasjúkdóm. Þegar hann átti að byrja í skóla 7 ára gamall, var auðséð að hann þurfti á sérkennslu að halda í sambandi við sjónina. í fyrstu var haldið að. hann þyrfti að læra blindraletur. Slíka kennslu var ekki hægt að fá á Akureyri. Akváðu því foreldrarnir að flytj- ast til Reykjavíkur, þar sem eini Blindraskóli landsins er þar. Þau töldu það ekki eftir sér að yfirgefa hús, atvinnu, vini og vandamenn til að dvelja óákveðinn tíma í Reykjavík. Alltaf vonuðu þau og ekki hvað síst Tryggvi sjálfur að hann þyrfti aðeins ákveðna grunnþjálfun og síðan gæti hann farið norður aftur. Það var allt í lagi að vera í Reykjavík, en það var betra að vera á Akureyri. Tryggvi var mjög duglegur að læra. Allt frá fyrstu tíð stóð hann sig afburða vel í skóla. Einkunnir hans bera vitni góðum j?áfum, ástundun og vilja- styrk. Eg gleymi aldrei litla glað- lega snáðanum sem tók á móti mér er ég heimsótti fjölskylduna á nýja heimilinu í Reykjavík, nokkrum dögum áður en hann átti að byrja í skóla hjá mér. Hann var svo fullur af lífi og athafnaþrá, eftirvænt- ingin leyndi sér ekki. „Ég ætla að vera duglegur að læra, svo að ég geti farið norður aftur,“ sagði hann. Og hann stóð við það. Við byrjuðum skólastarfið í húsakynn- um Blindraskólans að Bjarkargötu 8, ásamt tveim öðrum nemendum. Þessir krakkar urðu allir mjög góðir vinir og héldu vináttunni þótt Tryggvi færi norður. Um áramótin fluttum við kennsluna inn í Laugarnesskólann. Þar opn- uðust nýir möguleikar. Tryggvi sem var tnjög duglegur að nýta og þjálfa þá sjón sem hann hafði, fékk tækifæri til að fara í bekk með jafnöldrum sínum og dvelja- þar á degi hverjum eins lengi og hann hafði þrek og úthald til. Eftir tveggja ára þjálfun var hann Eigum til afgreiðslu þennan glæsilega ameríska lúxusbíl, sem á fáa sér líka. Af útbúnaði Chrysler LeBaron má m.a. nefna: sjálfskiptingu, vökva- stýri, aflhemla, litaö gler, framagns rúöu-upphal- ara, velti stýri, vinyl-þak, deluxe fráganga að innan og utan. Verö er hreint ótrúlega lagt, ca. kr. 6.850.000.-. Hafðu samband við okkur í dag og tryggðu þér Haföu samband viö okkur í dag og tryggðu þér alvöru-bíl Sölumenn Chrysler-sal s: 83454 & 83330 O Ifökull hf. Ármúla 36. Simar 84366 - 84491 Umboðsmenn: Sniðill hf. Óseyri 8, Akureyri. Sími 22255 Bilasala Hinriks, Akranesi. Sími 1143 Friðrik Óskarsson, Vestmannaeyjum. Simi 1552 Óskar Jónsson, Neskaupsstað. Simi 7676 orðinn vel fær um að stunda nám í almennum bekk, auk þess sem hann fékk kíkisgleraugu sem bættu sjón hans til muna. Nú var ekkert því til fyrirstöðu að fara heim aftur og frá haustinu 1972 stundaði Tryggvi nám í Oddeyrar- skólanum á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi skólans, kom fram á skólaskemmtunum, spilaði á gítar og söng og stóð fyrir diskóteki í vetur ásamt tveim öðrum skólafélögum sínum. Tón- listin var virkur þáttur í lífi Tryggva. Hann var í Tónlistar- skólanum á Akureyri í fjóra vetur og lagði stund á orgelleik. Vegna vanheilsu síðastliðið haust treysti hann sér ekki til að fara í Tónlist- arskölann, en þó gat hann ekki hætt að spila. Hann og fjórir félagar bæði piltar og stúlkur stofnuðu hljómsveit og æfðu sam- an. Þar spilaði Tryggvi á hljóm- borð og söng. Tryggvi átti marga góða vini og foreldrar hans voru ekki síður félagar hans. Þau Júlíana spiluðu saman og sungu saman og störfuðu einnig saman í Iþróttafé- lagi fatlaðra' á Akureyri. Pabbi hans var einnig duglegur að fara með Tryggva og sýna honum það sem hann hafði áhuga á að skoða og kynnast. Það eru margir sem sjá á eftir góðum vini og samstarfsfélaga. Ég veit kæru foreldrar að sorgin er sár og söknuðurinn mikill. En ég veit líka að þegar tímar líða getið þið glaðst yfir góðum minn- ingum. Þið voruð gjöfulir og ást- ríkir foreldrar og þið eigið minn- ingar um son sem var ykkur kær, gaf ykkur mikið og sem þið getið verið stolt af. „Ég hef augu min til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Mfn hjálp kemur frá drottni skapara himins og jarðar.“ Sálm. 121. Við hjónin vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Margrét F. Sigurðardóttir. Gæði og útlit sameinast í GROHE BLÖNDUN ART ÆK JUNUM Grohe blöndunarlækin eru þekkt fyrir tæknilega hönnun, fallegt utlit og góða endingu. Vinsældum Grohe blöndunartækjanna er ekki sist aö þakka ..hjartanu . . . Já Grohe hefur hjarta, en svo köllum viö spindilinn sem allt byggist á. Eini spindillinn sem er sjálf- smyrjandi. auk þess sem vatniö leikur ekki um viökvæmustu staöina eins og á öörum spindlum. Þetta gefur Grohe tækjunum þessa miklu endingu og lettleika sem allir sækjast eftir. Urval blöndunartækja er mikiö og allir finna eitthvaö viö sitt hæfi. Þiö eruð örugg meö Grohe - öll tæki meö 1 árs ábyrgö, og mjög fullkominn varahlutaþjónusta GROHE = VATN + VELLÍÐAN RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANOSBRAUT 4. SiMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.