Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979
Einar Vésteinn Val-
garðsson
Fæddur 26. júní 1973.
Dáinn 3. marz 1979.
Enn sem fyrr var forsjónin á
ferðinni að safna sér smáblómum í
vönd. Og enn sem oft áður var hún
fundvís á eitt fallegasta blómið.
Einar litli Vésteinn Valgarðsson
var aðlaðandi barn. Hann var
laglegur og sviphreinn og vel
skapaður. Hann var einlægur og
hafði bjart 'og trúnaðarfullt
viðmót. Hann var glaðlyndur og
blíðlyndur og hvers manns hug-
ljúfi. Fróðleiksfús var hann og
óvenju fróður og fullorðinslegur
eftir aldri, enda lögðu foreldrar
hans rækt við að kenna honum.
Hann hafði eftirtektarvert málfar,
talaði hægt og skýrt og kvað hart
að samhljóðum, einkum erri. Og af
því að tal hans var áherzluríkt og
hugur hans fróður og hugmynda-
ríkur, vakti það athygli og ánægju
fullorðinna og eldri barna.
Skömmu áður en hann dó kom
hann í heimsókn. Eg var önnum
kafin, fanns liggja eitthvað á að
ganga frá síðbúnum hádegisverði
og vildi að yngri sonur minn kæmi
nú og lyki við mat sinn. Líklega
verið valdsmannsleg og óþolinmóð.
Einar Vésteinn stóð hjá og horfði
á. Sagði svo, alvarlega: „Það er
ljótt að skipa fólki fyrir". Ég
skammaðist mín, reyndi að afsaka
mig gagnvart þessu skaplega, litla
barni, en hugsaði: „Af munni
barna og sakleysingja ...“.
Það er erfitt að sætta sig við
það, þegar lítil börn deyja. Okkur
sárnar ekki bara ástvinarmissir,
en sóun á mannsefni, glötuð tæki-
færi þess, sem virtist hafa svo ríka
hæfileika til þess að njóta lífsins.
Slíkur atburður getur sáð
neikvæðum, bitrum fræjum í hug-
skot okkar. Tilgangslaus dauði
efnilegs barns er svo óbærilegur,
að við leitumst við að finna honum
merkingu, okkur til huggunar. Þá
þurfum við að beita hinu jákvæða
hugarfari, sem er lykillinn að
listinni að lifa.
Dauði þessa litla drengs er
hvatning þeim, sem þekktu hann
til að beita sér fyrir verndun
barna í umferðinni. Vel merktar
gangbrautir sem ökumenn virða,
gangbrýr yfir eða göng undir
götur, aukin fræðsla vegfarenda
og ökumanna, einkum þeirra, sem
af sér brjóta, allt er þetta fram-
kvæmanlegt. Heiðríkt en stutt líf
hans væri verðug kveikja slíkra
umbóta. Við finnum, þegar svo
óþyrmilega er hrifsað frá okkur
-Minning
lítið barn, hve lífið er dýrmætt og
hve miklu varðar að vanda sig við
það að lifa. Ef okkur tækist að
varðveita þá nálægð og hlýju í
samskiptum manna, sem sorgin
laðar fram, þá kynni dagfar þjóð-
anna að verða friðsamara.
íslenzku börnin, sem búa í
London voru nýlega farin að hitt-
ast annan hvern sunnudags-
morgun með foreldrum sínum til
að Iæra að lesa og skrifa á íslenzku
og fræðast um land og þjóð. Þar
var Nenni litli hrókur alls
fagnaðar og hans mun sárt saknað
af litlum félögum og foreldrum
þeirra. Þær munu líka sakna hans
ungu, íslenzku stúlkurnar, sem-
gættu hans og gáfu honum hlýju,
einkum á Hilda um sárt að binda,
því að þau voru svo góðir félagar-.
Mest hafa þó Katrín, Valgarður og
Jórunn misst. Við Helgi og börnin
vottum þeim og fjölskyldum þeirra
innilega samúð.
Guðrún Agnarsdóttir.
Undarlegir eru vegir örlaganna.
Lítill drengur er á leið heim úr
skemmtigarði í erlendri stórborg. í
fylgd með fóstru sinni og eldri
systur. Hundrað sinnum hefur
honum verið fylgt þessa sömu leið,
í skólann sinn eða í lystigarðinn,
og menn dást að því hvað hann sé
gætinn í umferðinni. En að þessu
sinni ber svo við, um leið og hann
gengur fram fyrir kyrrstæðan bíl,
að annar bíll kemur þjótandi á
fleygiferð og sveigir fram fyrir
hinn kyrrstæða. Hvað veldur?
Enga skýringu getum við fundið
betri en þá sem Menander hinn
gríski bar fram endur fyrir löngu.
„Det er de beste sem dör,“ sagði
Nordal Grieg, og þóttu þau orð
sannast þegar hann dó sjálfur
fyrir aldur fram. Öll lítil börn sem
guðirnir elska og takpr til sín eru
falleg og góð — og Sem betur fer
líka hin sem lengur fá að lifa. En
þó — öllum sem til þekktu fannst
þessi sonur þeirra Valgarðs og
Katrínar vera afbragð annarra
barna, hreint undrabarn að gáfum
og þroska. Strax við fyrstu kynni
vakti hann athygli manns, svo
bjartur og fallegur á svip, svo
einarðlegur, fjörugur og glettinn.
Síðastliðið gamlárskvöld hlýddi ég
á tal hans við uppkominn mann,
ungan stúdent sem er við nám hér
í London, og mig furðaði mjög á
skilningi hans og svörum. Það var
ekki líkt því að þar talaði fimm
ára barn, og hugsaði með mér að
hahn hlyti að vera efni í mikinn
afbragðsmann.
Nenni litli átti söguna stutta en
göfuga, og það er ekki á okkar
valdi að lengja hana. Þó langar
mig að herma hér eitt spakyrði
míns unga vinar. Nokkrum dögum
fyrir andlát sitt mælti þessi fimm
vetra heimspekingur við föður
sinn: „Pabbi, af hverju höfum við
tvö eyru en bara einn munn? Þýðir
það að við eigum að hlusta meira
en við tölurn?"
Nú munu foreldrar hans og
Jórunn litla reyna að kæla harm
sinn við sín mikilvægu mannúðar-
störf. Og alla ævi munu þau verma
sálu sína við minningar um falleg-
an og góðan dreng, gáfaðan og
skemmtilegan.
Jónas Kristjánsson.
Einar Vésteinn, lítil manneskja
með mikinn persónuleika. Þegar
skaparinn valdi í hann efnið hefur
hann opnað læsta kistilinn sinn,
sem geymir aðeins það besta. Allt
lagðist á eitt um að gera þetta
barn afbragð annarra. Fallegur
líkami og göfugt andlit, góðar
gáfur og einstakt lunderni. Þessi
valdi efniviður var siðan falinn í
beztu hendur. Börn Katrínar og
Valgarðs eru lýsandi dæmi þess
hvernig takmarkalaus alúð, ást og
öryggi móta börn. Þeim er alltaf
vel tekið og þurfa því aldrei að
þvinga fram vilja sinn eða krefjast
athygli, en læra að virða aðra eins
og þau eru virt. Það er ýtt undir
fróðleiksfýsn þeirra og ímyndun-
arafl og frá upphafi talað við þau
eins og fullgildar manneskjur.
Þannig læra þau að taka rökum og
beita þeim, á því heimili þarf ekki
að hækka róminn.
Þegar ég var í Englandi við nám,
átti ég mitt annað heimili hjá
Katrínu og Valgarði. Það var mér
lærdómsrík ánægja. Ekki aðeins
vegna langra og fjörugra umræðna
sem ég átti við þau á hvaða tíma
sólarhrings sem var, heldur vegna
barnanna. Þau voru svo óhrædd,
fyndin, spyrjandi og blíð. Einar
Vésteinn var rétt kominn á þriðja
ár og tæpast talandi. Þessi litli
maður vann hjarta mitt í fyrstu
atrennu. Frá upphafi kom hann
mér á óvart, og ég hef alltaf
undrazt hann síðan. Þar kom
einkum tvennt til. Hann var svo
heilsteyptur, persónuleikinn sterk-
ur eins og í fullorðnum manni, og
lund hans var einstök. Hann hafði
sterkt skap, en það var klætt slíkri
ljúfmennsku, að það varð aðeins
þáttur í styrk hans. Hann er
ljúfasta barn sem ég hef kynnst.
Þegar ég lít yfir frændgarðinn,
sé ég þar mörg mannvænleg börn,
en það stirndi á Einar Véstein.
Harmatölur ’stoða lítt, en það
erum ekki aðeins við vinir hans
sem höfum misst mikið, heldur þið
sem ekki fenguð að kynnast hon-
um.
Lítil manneskja getur markað
djúp spor þótt fóturinn sé smár.
Guðrún Pétursdóttir.
EINAR litli Vésteinn var kvaddur
heim á undan pabba, mömmu og
Jórunni, því verkefnin þoldu enga
bið. Það er miklar byrðar lagðar á
hans smáu herðar.
Við áttum samleið nokkrar fagr-
ar stundir og þær tekur enginn frá
okkur. Við eigum einnig okkar
leyndarmál. Aðeins þremur vikum
áður en Einar Vésteinn kvaddi
sátum við fjórir vinirnir saman í
litlu stofunni á Park Drive og
hann hlýddi á okkur ræða um það
Island sem við vildum byggja. Og á
meðan við veltum vöngum yfir
efninu og útlitinu dró Einar hljóð-
laust og hiklaust upp myndina af
þjóðarhúsinu okkar. Lausnin var
svo einföld og það skynjaði Nenni
litli með sínum hreinu tónum
mæta vel. Hann gaf aðeins
manneskjunni lausan tauminn —
það var allt og sumt sem verkið
þurfti.
Við sem bjuggum með þessari
fallegu fjölskyldu í London
fundum þar það Island sem við
leitum að. Þau sáu það betur en við
hin hve oft við misskildum tímann
og tilveruna. Því stöldruðu þau við
eitt andartak, í nokkur ár, að
heiman. Þau vissu vel að fólkið var
þrátt fyrir allt þess virði að leggja
rækt við það.
Hvers vegna erum við eilíft að
misskilja hlutina? Og hvers vegna
gleymum við oftast ykkur,
smáfólkinu, sem er okkur allt? Við
viljum vel en vitum ekki betur.
t
Elskulegi drengurinn okkar,
EINAR VÉSTEINN,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 12. marz kl. 13.30.
Katrín Fjeldated,
Valgarður Egilaaon,
Jórunn Viðar Valgarðadóttir.
t
Fööurbróöir minn og bróöir
GUNNAR SKAFTI EINARSSON,
víatmaður að Reykjalundi,
Lokaatíg 19,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. marz kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Reykjalund.
Pálmi Kr. Jóhannaaon, Sigurlaug Einaradóttir.
Karlotta Lottý Aðal-
steinsdóttir - Minning
Hvað er Hel — ?
Öllum líkn sem lifa vel —
engill, sem til ljósins leiðir,
ljósmóðir, sem hvílu breiðir,
sólarbros, er birta él,
heitir Hel.
Hvað er Hel — ?
Hvíld, er stillir storm og él,
endurnæring þungaþjáðum.
þreyttum, píndum, hreldum,
smáðum,
eilíf bót, þeim breytti vel,
heitir Hel.
t Þögul gröf, — jörðin hirðir jarðargjöf. Annað er hér ei að trega,
Eiginmaður minn og faðir okkar. andinn byggir munarvega, —
SIGUROUR GÍSLASON þekkir ekki þína töf,
toftakaytamaöur, verúr jarösunginn mánudaginn 12. mars kl. 2 e.h. frá Hafnarfjaröarkirkju. þögul gröf.
Þórunn Siguröardóttir,
börn, tengdaböm, barnabörn og barnabarnabarn. Eilíft líf. Ver oss huggun, vörn og hlíf;
lif í oss, svo ávalt eygjum
æðra lífið, þó að deyjum.
Hvað er allt, þá endar kíf?
Eilíft líf.
Matthfas JochumsHon
Elsa
Svo fundum við hann Nenna
litla, sem hlúð var að. Þá vissum
við að ennþá var von fyrir okkur
hin.
Hann hafði svo margt að segja
okkur á sínu fallega skýra máli og
hann þarf svo margt að kenna
okkur.
Við gleymum oft hve mikið er
ógert, en vegna nálægðar hans
höldum við óhikað og ákveðin
áfram. Við vitum einnig að
Valgarður og Katrín þekkja áttina
og vísa okkur veginn. Þetta eigum
við saman og það er allt sem við
þörfnumst á leiðinni. Þetta skilja
e.t.v. ekki margir ennþá en það
gerir heldur ekkert til — starfið er
rétt að hefjast.
Og Nenni er sönnun þess að
manneskjan blundar í okkur
öllum. Kannski er ég ekki trúaður
maður, eins og sagt er, en ég veit
að í okkar máttvana smæð er trúin
allt og lífið ekkert án hennar. Og
án hans hefði jafnvel trúin átt í
vök að verjast. Trúin er lífið og
lífið það var hann litli vinurinn
okkar. Nú er það okkar hinna að
reisa húsið hans og í því munu búa
hans líkar, sem eru allt í kring, því
Nenni býr í okkur öllum.
Samt verður alltaf aðeins einn
Einar Vésteinn.
Hans Kristján Arnason.
Einar Vésteinn Valgarðsson var
fæddur í Reykjavík hinn 26. júní
1973. Hann var sonur hjónanna
Katrínar Fjeldsted og Valgarðs
Egilssonar, hið yngra tveggja
barna þeirra. Þau hjón hafa und-
anfarin ár stundað læknisstörf í
Lundúnum og þar var 3. mars s.l. á
einu ísköldu augabragði klippt á
lífsþráð hins unga sveins. Sorgin
er sár og blindar allt í bili og
sérstaklega þegar í hlut á óvenju-
legt mannsefni eins og Einar
Vésteinn var.
Sjaldan hef ég séð jafn skýrt
mótaða skapgerðardrætti hjá jafn
ungu barni. Hann var blíður og
jafnlyndur, en fastur fyrir og
afdráttarlaus ef þvi var að skipta.
Hann var flugnæmur og hug-
myndaflugið óbeislað, tímunum
saman dundaði hann við að segja
sjálfum sér sögií eða teikna hana,
ellegar hann brá sér í gervi hljóm-
sveitarstjóra og stjórnaði tón-
verki, er hann hafði heyrt.
Islensku talaði hann lýtalaust og
margur honum eldri mátti vera
fullsæmdur af orðaforða hans.
Á heimili Katrínar og Valgarðs
fór fram mannrækt, börnunum
kennt að velja og hafna, hafa
hugann við eitt í einu, hlusta á eða
nema í ró, þannig að notið yrði. í
umgengni við barnið var ljóst, hve
miklu svona umhverfi fær áorkað
og kannski örlítil huggun í þung-
um harmi, foreldrum hans og
systur, að hafa veitt honum þá
allra bestu aðhlynningu sem völ er
á, þessi ár, sem þau fengu-að hafa
hann hjá sér.
Edda Björnsdóttir.
Lítill vinur okkar hefur kvatt
þennan heim, saklaust fórnarlamb
vélvæðingar og hraða nútímans.
Þótt ekki hefði hann mörg ár að
baki, eru minningarnar margar og
sporin djúp, sem hann skilur eftir í
hugum okkar.
Nenni var mjög vel úr garði
gerður, jafnt andlega sem líkam-
lega. Sterkmótaður persónuleiki
og einstaklega ljúft viðmót ein-
kenndi hann frá fyrsta fari, og
gerði hann hvern mann að vini
sínum með skýru og skemmtilegu
tali og hlýju. Hugmyndaflugið var
ríkt. — „því Þegar hann var á
þriðja ári teiknaði hann mynd af
heimiliskettinum, þrífættum, og
sýndi hreykinn myndina sína.
Þegar honum var vingjarnlega
bent á, að einn fót vantaði á
köttinn, sneri hann blaðinu við, og
þar kom sá fjórði í ljós, — „því að
maður þarf alltaf að fara hinum
megin við ketti til þess að sjá
fótinn, sem er aftan á.“
Nenni var um margt óvenjuleg-
ur drengur; rólegur, hægur, var-
færinn og viðkvæmur, og mun
betur að sér um flesta hiuti en
hans jafnaldrar. Sem dæmi má