Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 17 Guðmundur G. Hagalín: Að lesa landið Það er ekki vorlegt ennþá út að líta og mánuðir eru enn fram að því að skólanemendur fari í ferða- lög um landið undir leiðsögn kennara. En þegar ég var að hyggja að ýmsu um Snorra Sturluson og Reykholt, duttu mér í hug þau atvik, sem frá verður skýrt í þessu greinarkorni, því að ég hugsaði sem svo, að ef ég skrifaði það ekki strax, kynni það að falla í gleymsku í venjulegum önnum dagsins. Nú er nær því liðin hálf öld, síðan Vilmundur Jónsson bar fram í skólanefnd Isafjarðar til- lögu um stofnun ferðasjóðs skóla- barna. Hann gerðist svo frömuður þess á Alþingi, að börn um land allt yrðu aðnjótendur slíkra ferða- laga. Ég man vel, að hann sagði á skólanefndarfundinum, að gott og gagnlegt væri að lesa námsbók, en ekki væri það síður girnilegt til fróðleiks að „lesa landið", bæta þannig við sig þekkingu á náttúru þess og ennfremur sögu þjóðar- innar, því .að svo að segja á öllum leiðum, væru merkir sögustaðir. Fyrir allmörgum árum var það einu sinni sem oftar, að ég lagði leið mína heiman frá Mýrum eftir þjóðveginum, sem liggur gegnum Kleppjárnsreykjahverfið og síðan áfram í Reykholt. Þegar ég kom að barnaskólanum, sá ég, að á hlaðinu stóð langferðabifreið og að hópur barna var í boltaleik á leikvellinum. Ég nam staðar, og allt í einu kom til mín telpa, sem ég þekkti mjög vel og átti heima í Reykjavík. Hún sagði mér, að barnahópurinn væri í skemmti- ferðalagi með leiðsögn eins af kennurum hans. Ég spurði hvert þau væru nú að fara. „Heirn," sagði hún. „Hvaðan eruð þið að koma?“ spurði ég. „Frá Reykhólum," var svarið. „Þið hafið þá farið af stað í gærmorgun?" „Nei, í morgun," sagði telpan. “ Það er ekki langt héðan“. „Nú,“ mælti ég. „Þið hafið þá farið í Reykholt," mælti ég. „Hvað var ykkur sýnt þar?“ „Stytta af Snorra Sturlusyni." „Ekki Snorralaug?" „Það fóru sum þangað, en við hin fórum að leika okkur að bolta.“ „Sagði kennarinn ykkur ekkert frá Snorra?" forvitnaðist ég. „Ekki nema það að hann hefði verið merkilegur rithöfundur eins og við mundum muna úr Island- sögunni." „Og þar með búið?“ varð mér að orði. „Já, en kennarinn sagði, að þau, sem vildu, gætu farið og skoðað laugina, meðan við biðum eftir honum. Hann ætlaði að skreppa og hitta skólastjórann." Ég lét svo lokið viðtalinu um Reykholt og Snorra, en rabbaði um eitt og annað við telpuna. Ég tek það fram, að þessi telpa er vel greind og hefur síðan þetta gerðist reynzt óvenjulega skýr og um leið framtakssöm. Tveimur dögum síðar heimsótti ég Einar prófast Guðnason og frú Önnu Bjarnadóttur, en séra Einar var sem sjálfboðaliði fræðari bæði innlendra og erlendra ein- staklinga og hópa, sem komu í Reykholt til þess að skoða þann fræga stað, og auk þess kostuðu prófastshjónin af eigin fé ótrúlega mikla risnu. Ég sagði þeim frá samtali mínu við telpuna, og kom þá upp úr dúrnum, að þau höfðu ekki verið heima þann dag, sem barnahópurinn kom. En prófastur sagði mér, að hann væri svo sem ekkert sérlega hissa á frásögn minni. Til sín hefði þá fyrir skemmstu komið barnahópur frá Reykjavík undir forystu kennara. Sá kennari leitaði til séra Einars og frú Önnu, og prófastur tók að sér að ræða við börnin um Reyk- holt og Snorra, sýndi þeim Snorralaug og Sturlungareitinn í kirkjugarðinum, og hann sagði þeim frá því, að Eggert Ólafsson hefði gengið í hjónaband í Reyk- holti að viðhöfðum fornum brúð- kaupssiðum, og hann benti þeim á Guðmundur G. Hagalín staðinn, þar sem fram hafði farið brúðarganga. Svo spurði hann fararstjórann, hve langt hann hefði farið með hópinn. Kennar- inn sagði, að farið hefði verið vestur í Dali, út fyrir Klofning og allt vestur að Haga á Barðaströnd. Séra Einar spurði, hvort kennar- inn hefði ekki getið þess í Haga, að þar hefði búið spekingurinn Gestur Oddleifsson og að þar hefði Jón Thoroddsen lengi búið sem sýslumaður Barðstrendinga. Fararstjórinn sagði nei. Þá spurði prófastur, hvort komið hefði verið við á Reykhólum. Svarið var nei. En í Skógum. Líka nei. Hvað þá um Skarð og Hvamma? Ó nei, sagði fararstjórinn. „Þá hætti ég að spyrja", mælti séra Einar, nefndi ekki Hjarðarholt og Sauða- fell og spurði ekki, hvort komið hefði verið við að Borg.“ Ég hef síðan talað um þessi mál við tvo fararstjóra skólabarna, og þeir sögðu mér báðir, að börnin fengjust ekki til að hlusta á frásagnir um sögustaði og yfirleitt ekkert fræðandi um landslag eða groður. í bílunum væri hlustað á poppmúsík og þar væru sungin dægurlög, helzt með enskum texta — eða hver talaði í kapp við annan. Auðvitað dettur mér ekki í hug að fella neinn heildardóm um ferðir skólabarna og handleiðslu fararstjóra á grundvelli þess, sem ég hef frá sagt, en hins vegar sýnir það, að í allmörgum tilvikum kunni bæði ferðir barnanna og sú leiðsögn, sem þau njóta að vera allfjarri því, sem vakti fyrir hinum vökula og hugkvæma frum- herja, Vilmundi Jónssyni. Ég hef hvorki haft á hendi kennslu né skólastjórn í hartnær hálfan fjórða áratug, en í 17 ár var ég kennari unglinga- og gagn- fræðaskóla Isafjarðar og stjórnaði í fjögur ár fjölmennum kvöld- skóla, þar sem saman var komið fólk af báðum kynjum á aldrinum frá 15—20 ára. Mín reynsla var sú, að sá kennari, sem gerði námsefn- ið skemmtilegt, þyrfti hvorki að óttast áhuga- né agaleysi. Þá hef ég á ferðum mínum um landið lesið upp og flutt erindi í tugum skóla og notið frábærrar áheyrnar í þeim öllum — að einum undan- skildum. Ég þykist vita, að breyttir tímar og aldarandi hafi valdið flestum þeim, sem stjórnað hafa ferða- lögum skólabarna erfiðleikum, og það sé síður en svo jafnauðvelt og fyrir nokkrum áratugum að hafa hemil á nemendum á ferðalagi. Ég leyfi mér samt að benda á atriði, sem ég hygg að gætu komið að gagni. Sá háttur yrði tekinn upp að velja með alllöngum fyrirvara þá leið er sá hópur færi, sem fara ætti í ferðalag, þegar voraði. Um sama leyti væri svo bekknum valinn leiðsögumaður úr hópi þeirra kennara, sem þar kenndu. Hann legði síðan áherzlu á, að ekki sannaðist það, sem svo hljóðar í auglýsingu: „Coca-Colá lífið og sálin í hverjum hópi“, heldur yrði það efst á baugi, sem er tilgangur slíkra ferða. Kennar- inn undirbyggi nemendurna, skýrði fyrir þeim, hver hafi í upphafi verið ástæðan til þess, að efnt hefði verið til þessara ferða- laga. Á landabréfi sýndi hann það eða þau héruð, sem um ætti að fara, ræddi um landslag, gróður- far og annað það, sem hefði sniðið atvinnuvegunum stakkinnn, inn- rætti gróðurvernd og mannsæm- andi samskipti við náttúruna, og loks benti hann á sérlega merka staði, sem á leiðinni yrðu, og rifjaði upp sögu þeirra manna og atburða, sem hefðu gert þa merka, helzt þannig, að hvaðeina gæddist því lífi, sem vekti skilning og áhuga. Leiðsögumaðurinn mætti svo gjarnan hafa yfir að ráða á ferðalaginu eins konar þrumu- lúðri, sem tæki af öll tvímæli um það í farartækinu, að nú yrði hópurinn kvaddur til að „lesa landið" — jafnvel þótt það, sem fram færi í bílnum, væri aðeins hávaði, sem vitnaði um æskufjör og eðlilega gleði! hagstefnu, sem mun bíða enn eitt skipbrot, ef ný tilraun verður gerð til þess að halda henni við. Hitt er svo annað mál, að meðan stjórn- málamenn eru að fikta við pólitík af þessu tagi verða engar framfar- ir í þessu landi og það er því miður staðreynd að allan þennan áratug hefur raunverulega ekkert gerzt í íslenzkum atvinnumálum, utan útfærslunnar í 200 mílur, sem ekki hafði þegar verið ákveðið á lokaár- um Viðreisnarinnar. Þá voru lagðar línur um þær virkjunar- framkvæmdir, sem unnið hefur verið að allan þennan áratug ef Krafla er undanskilin. Þá voru teknar ákvarðanir um skut- togarakaup, sem síðan hefur verið haldið áfram og þá voru teknar ákvarðanir um þær stóriðjufram- kvæmdir, sem síðan hefur verið unnið að, ef járnblendið er undan- skilið. Það er löngu orðið tímabært, að koma nýju framfaraskeiði á skrið en það gerist hins vegar ekki meðan vinstri flokkarnir þrír eru að tjasla upp á úr sér gengna pólitík í efnahags- og atvinnu- málum. Sundrung í stjórnar- herbúðum Atburðarásin á vettvangi stjórnmálanna síðustu vikur og mánuði hefur einnig orðið til þess að draga upp skýrari mynd af stjórnarflokkunum þremur og ástandinu í þeirra herbúðum. Ríkisstjórnin, sem slík er ekki bara sundruð innbyrðis heidur á hver flokkanna um sig við mikil og vaxandi innanflokksvandamál að etja. Alþýðuflokkurinn er forystu- laus. Einu mennirnir, sem gera tilraun til þess að veita honum einhverja forystu eru Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfa- son. Forysta þeirra er hins vegar fólgin í yfirborðsmennsku og hávaðaframleiðslu. Hvorutveggja bar árangur um skeið en nú er að koma í ljós, að fólk er að byrja að þreytast á þessari tegund af póli- tík. Hún er að syngja sitt síðasta. Framtíðarstyrkur Alþýðuflokks- ins byggist á því, hvort þessir tveir þingmenn átta sig á þessari breyt- ingu og verða nægilega fljótir að snúa við blaðinu. Ef ekki mun Alþýðuflokkurinn halda áfram að tapa. Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa gersamlega brugðizt. Þeir eru til lítils gagns í ráðuneytunum og gera enn minna gagn, sem forystu- menn flokksins. Formaður Alþýðufloklisins er í raun og veru horfinn út úr hinni pólitísku mynd, svo og varaformaðurinn. Allt er þetta til marks um, að Alþýðuflokkurinn stendur á brauðfótum. Innan Alþýðubandalagsins gæt- ir vaxandi ágreinings milli ráð- herranna þriggja og formanns flokksins, Lúðvíks Jósepssonar. Með ýmsum hætti hefur það komið fram á undanförnum mánuðum, að ráðherrarnir þrír og athafnir þeirra fara í taugarnar á Lúðvík. Við og við hefur soðið upp úr. Ráðherrunum þremur þykir Lúðvík afskiptasamur. Þetta ástand er orðið visst vandamál innan Alþýðubandalags. Enn- fremur er ljóst, að Lúðvík Jóseps- son mun senn hætta afskiptum af stjórnmálum. Valdabaráttan milli ráðhebranna þriggja og Ólafs Ragnars Grímssonar er þegar hafin. Þessir fjórmenningar munu berjast um völdin í Alþýðubanda- laginu eftir að Lúðvík dregur sig í hlé. Þessi valdabarátta setur svip sinn á athafnir og gerðir þeirra fjögurra í stjórnarsamstarfinu. Það veikir þó Alþýðubandalagið mest, að menn eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir því, að ráðherrarnir þrír vilja býsna mikið gefa til þess að sitja í stólunum. Þeir eru tilbúnir til þess að fórna meiru en flokkur á borð við Alþýðubandalagið að jafnaði þolir til þess að halda ráðherra- stólunum. Þessi staðreynd á eftir að veikja Alþýðubandalagið mjög, haldi þetta stjórnarsamstarf áfram um skeið. Vandi Framsóknarflokksins er af öðrum toga spunninn. Hann er fólginn í því, að einn maður er að reyna að slá sér upp persónulega á kostnað flokksins. Forysta Ólafs Jóhannessonar hefur orðið býsna afdrifarík fyrir Framsóknarflokk- inn. Undir forystu hans " er flokkurinn orðinn minnsti flokkur þjóðarinnar. Hann heldur áfram að minnka. Margt bendir til þess, að skeið Framsóknarflokksins í íslenzkri pólitík sé senn á enda og að hann endi sem smáflokkur, sem lítil áhrif mun hafa í framtíðinni. Vel má vera, að þessari þróun verði alls ekki snúið við. En með því að ríghalda í völdin af gersónulegum hégómaskap mun Ólafur Jóhannesson hraða þessari þróun. Þetta ástand í stjórnarflokkun- um þremur, valdabarátta í Alþýðubandalagi, forystuleysi og sundrung íAlþýðuflokki og innan- mein í Framsóknarflokki dregur enn þrek úr ríkisstjórninni og veldur því að enn minni líkur eru á því en ella, að hún nái nokkrum árangri. Nýjar leidir Sjálfstæðisflokkurinn á líka við sín vandamál að etja. Á síðustu 10 árum hafa þrír sterkir leiðtogar horfið úr forystu hans af þekktum ástæðum. Það hefur tekið flokkinn langan tíma að aðlaga sig breytt- um aðstæðum. En margt bendir til, að það versta sé afstaðið. Sjálfstæðisflokkurinn og núverandi forysta hans hafa fengið sína eldskírn. Þá fyrst reynir á þrek manna og hæfni, þegar erfiðleikarnir berja að dyr- um. Þá kemur í ljós, hverjir eru menn til þess að standast erfið- leikana og hverjir ekki. Þá kemur í ljós hverjir duga. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti fyrir skömmu nýja stefnu í efna- hagsmálum, sem ekki hefur enn verið lögð fram á Alþingi í formi þingmála, en verður væntanlega innan tíðar. Með þeirri stefnuyfir- lýsingu hafnar Sjálfstæðisflokkur- inn þeirri efnahagspólitík, sem hér hefur verið rekin í ýmsum mynd- um þennan áratug og engan árangur borið. Sjálfstæðisflokkur- inn hafnar miðstýrðu efnahags- kerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar höftum á atvinnulífið. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar skattpíningu. Sjálfstæðisflokkur- inn hafnar „möndli" með vísitölu- kerfið. í þessari stefnuyfirlýsingu í efnahagsmálum boðar Sjálf- stæðisflokkurinn afnám hafta, sem enn eru við lýði í verðlags- málum, gjaldeyrismálum og á fleiri sviðum. Sjálfstæðisflokkur- inn boðar valddreifingu í efna- hagskerfinu og atvinnulífinu. Sjálfstæðisflokkurinn boðar afnám vinstri skatta. Sjálfstæðis- flokkurinn boðar frjálsa samninga aðila á vinnumarkaði um vísitölu og launamál. í raun er Sjálfstæðisflokkurinn nú að lýsa því yfir, að hann vilji halda áfram þar sem frá var horfið á viðreisnarárunum við að brjóta niður þau höft og þá fjötra, sem á atvinnulífinu eru. Sjálf- stæðisflokkurinn er að lýsa því yfir, að hann vilji fara inn á nýjar brautir í baráttu við verðbólguna, takast á við hana með því að leysa úr viðjum hafta og fjötra dugnað og framtakssemi íslenzku þjóðar- innar, hvers einstaklings og sam- taka þeirra og brjótast með þeim hætti úr verðbólguástandi og stöðnun þessa áratugar — hefja nýtt framfaraskeið. Þessi leið hefur ekki verið reynd. Enginn getur sagt fyrir um með fullri vissu hvern árangur hún ber. En er einhverju að tapa? Við höfum reynt aðrar leiðir og þær hafa ekki dugað. Nú hefur einn stjórnmálaflokkanna lýst því yfir, að hann vilji prófa nýjar leiðir, leið frelsis í efnahags- og atvinnu- lífi, taka ákvörðunarvaldið í efna- hags- og atvinnumálum frá embættismönnum og stjórnmála- mönnum og afhenda það fólkinu. Hvers vegna ekki að reyna og sjá hver árangurinn verður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.