Morgunblaðið - 11.03.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.03.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1979 13 — til Bangkok Nikulás bóndi Jensson í Svefneyjum og Aðalheiður kona hans. Veður og sjávarföll stjórna lífi okkar, segja hjónin í Svefneyjum, þar er báturinn þarfasti þjónninn. Hér eru krakkarnir að leggja að. í Svefneyjum eru faliegir berggangar. Og það er margt að skoða í fjörunni. — Mesti annatíminn hefst með lagningu grásleppunetanna í apríl. Þá þarf helst að fara á sjó á hverjum degi. Einnig þarf að hafa einhvern í landi til að taka á móti og salta, sigta og leggja grásleppu- hrognin i tunnur. Dóttirin var við það á sl. ári. Þá vorum við með 65 tunnur, en þurfum að auka það. Verðið? Við fengum 75 þúsund krónur á tunnuna. — Það er mikil framleiðsla, unnin af svo fáum höndum með annarri vinnu? — Áður en grásleppuveiðum lýkur er kominn sauðburður. Við erum með 120 kindur, sem undan- farin ár hafa verið heimavið. Áður var féð oft í vetrarbeit, en tekið heim fyrir sauðburð, en vegna flæðihættu getum við ekki nýtt vetrarbeitina. En við flytjum féð á sumrin um eyjarnar. Áhættan er of mikil að vetrinum, því það fjarar á milli eyjanna og við missum kindur þegar flæðir. Kýr? Þær höfum við bara fyrir heimilið. — Fleiri vorverk þarf að vinna í eyjum. Hvað um dúninn? — I maí og júní erum við að leita. Þá förum við og leitum kerfisbundið í hverri þúfu í hverri eyju. Förum á bátnum og göngum svo fjörur í röð fram og aftur. Þaulleitum þannig hvern lófastór- an blett og teljum hreiðrin og höldum skýrslur yfir varpið á hverju ári. — Er æðarvarpið að aukast eða minnka? , — Því miður gerir það ekki meira en að halda við. Nei, sem betur fer er enginn minkur hjá okkur. Þar sem hann kemur er æðarvarp horfið á skömmum tíma. En þegar svartbakurinn er kominn með svona góð lífsskilyrði, tínir hann upp ungana og hrafni og svartbak hefur fjölgað mikið. Það kemur meira að segja fyrir að svartbakur tekur lömb af því að þau eru slöpp alveg við fjárhúsin hjá okkur. Þar sem engin fyrir- hyggja er um frágang á slori við frystihús og sláturhús hefur svartbak fjölgað gífurlega, og þá breiðir hann sig út yfir stærra svæði. í fyrstu leit á vorin tökum við alltaf svartbaksegg og steypum undan honum. En hann fyllir jafnharðan í skörðin. — Nú sá ég þetta dýrðlega silkiteppi með æðardúni, sem Lilly saumaði handa vinum sínum. Vinnið þið æðardúninn heima? — Já, við hreinsum hann svo að hann fer frá okkur sem fullunnið hráefni. Þannig fer hann á markað í Þýzkalandi, Englandi og víðar gegn um Sambandið. En ég vildi gjarnan halda áfram og framleiða svona teppi eða sængur heima, ef markaður væri fyrir þau segir Lilly. Þau yrðu að sjálfsögðu að vera nokkuð dýr, því dúnkílóið eitt er komið í 90 þúsund krónur. En íslenzkur æðardúnn er sérstök gæðavara. Það liggur líka mikil vinna í honum, og þarf mikla natni við hann. Það þarf að þurrka hann strax. Þess vegna verður að fara í eyjarnar hvern dag sem helst þurrt. Ef við fáum miklar rigning- ar á þessum tíma, þá missum við dún. Hann rignir niður eða fýkur, ef við ekki náum honum áður, ungarnir fara að fara úr hreiðrun- um. — En hvað um selinn? — Selveiði er stunduð á Breiða- firði. Við gerðum það líka, en nú er svo lágt verð á skinnunum, — að meðaltali um 12 þúsund krónur á skinnið— svo ekki borgar sig að leggja vinnu í að drepa selinn lengur. Við höfum heldur snúið okkur alfarið að grásleppunni á þeim tima. í Hvallátrum, Skáleyj- um og Hergilsey eru bestu mögu- leikarnir og árvisst mikið af kóp- um. Alls staðar hefur samt mikjð dregið úr veiðum. — Þegar öllum þessum vorverk- um er lokið hjá ykkur, hvað tekur þá við? — Þá getum við oft tekið nokkra daga rólega. Svo hefst heyskapurinn, sem hjá okkur er eins og hjá öðrum bændum. Ann- ars dugar okkur lágmarksheyöflun á kind, vegna vetrarbeitar. Þar á eftir þyrfti fólkið, sem hefur verið í þessari vinnutörn, á áframhald- andi vinnu að halda. Vinnan hjá okkur er löng og erfið, samfelld törn, og þess vegna var ég að tala um að um einhverja atvinnuupp- byggingu þyrfti að vera að ræða þar á eftir. Svo sem eins og skelfiskveiðar. — Vinnu við dúninn er að vísu ekki lokið, segir Aðalheiður. Dúnninn er hreinsaður í vélum og þurrkaður, en síðan þarf að hand- tína úr fjaðrirnar. Og það erum við að gera langt fram á vetur. Höfum oft ekki tíma til að byrja á því fyrr en eftir sláturtíð. — Enda fáar hendur að vinna öll þessi verk. — Og þú kannt þessu vel? — Já, ég er kannski ekki eins mikið uppi í skýjunum og ég var fyrst. Þá fannst mér þetta svo spennandi og gaman að fá að vera við svo fjölbreytta vinnu. Þarna er ekki hægt að skipuleggja vinnu- daga og frídaga. Veður og sjávar- föll stjórna okkur. Ég segi stund- um að matartímarnir sæti sjávar- föllum. En ég kann mjög vel við mig. — Ég held að hún kunni alveg eins vel að meta eyjalífið og ég segir Nikulás. En það er ýmsum annmörkum háð. Þarf að hafa mikla fyrirhyggju að búa í eyju. Til dæmis þurfum við að eiga mikinn varahlutalager í öll verk- færi og kunna að gera við, smíða bæði járn og tré. Og við getum ekki fengið í land stórar vinnu- vélar vegna bryggjuleysis nema með miklum og dýrum tilfæring- um. Þetta getur valdið miklum erfiðleikum. Til dæmis stendur fyrir dyrum að byggja upp bæði í Hvallátrum og Skáleyjum og flutningar verða erfiðir. — Hvernig er húsakostur hjá ykkur í Svefneyjum? Þurfið þið ekki að byggja? — Við erum í tiltölulega góðu steinhúsi, sem byggt var 1929. Það er 100 fermetrar að gólffleti með risi og kjallara. En við erum raunar byrjuð að byggja annað hús, sem krakkarnir eru að fara í. Við verðum áfram í gamla húsinu. — En samgöngumálin valda verulegum erfiðleikum, segir Nikulás. Til dæmis tekur tvo daga að komast til Reykjavíkur að vetrinum, þar sem ekki er hægt að komast áfram frá Stykkishólmi sama dag sem farið er í land. Ef okkur vantar varahluti hefur land- helgisgæslan stundum hjálpað okkur með að varpa þeim niður til okkar. — Ef byggð á að haldast í Breiðafjarðareyjum, er því nauðsynlegt að gera átak í sam- göngumálum, á þann veg að byggja ferjubryggjur í eyjunum utan Flateyjar, til þess að þjón- usta flóabátsins geti nýtzt til fullnustu. Jafnframt þyrfti að gera nothæfan flugvöll fyrir eyjarnar, sem er mikið nauðsynjamál ef hægt á að vera að tala um atvinnu- uppbyggingu í alvöru. — Langt kyrrstöðutímabil hef- ur orðið í eyjunum og stjórnvöld verða nú að gera það upp við sig mjög fljótlega, hvort stuðla eigi í alvöru að áframhaldandi byggð í Breiðafjarðareyjum. Verði engin alvarleg stefnubreyting í þessum efnum í allra nánustu framtíð, verðum við sem þar búum, að líta svo á að það sé markviss vilji stjórnvalda að þær leggist í eyði. — Ég tel að það sé fullkomið ábyrgðarleysi að mennta börn okkar til sérhæfðra starfa í eyjun- um, en láta þau fara á mis við þá menntun og próf, er réttindi veita á hinum almenna vinnumarkaði, nema við höfum sýnilega og rök- studa vissu fyrir því að hægt verði að byggja upp atvinnu fyrir þau þar, sagði Nikulás Jensson að lokum. — Ég er þeirrar skoðunar að íbúar Breiðafjarðareyja séu engir ölmusumenn í þjóðfélaginu og það litla, sem þjóðfélagið þyrfti að inna af hendi vegna byggða- áætlunar fyrir eyjarnar, muni skila sér fljótar og betur í þjóðar- búið en víða annars staðar. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.