Morgunblaðið - 18.03.1979, Síða 1
64 SÍÐUR
65. tbl. 66. árg.
SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979
Morgunbiaósinv
Finnar að
kjörborði
Helsinki. 18. marz. Reuter.
FINNAR ganga að kjörborðinu
um þessa helgi og kjósa nýtt
þing. Búist er við að Íhaldsílokk-
urinn vinni verulega á í þessum
kosningum. en þó er fastlega gert
ráð fyrir því að valdahlutföllin
raskist ekki verulega og að sam-
steypustjórn núverandi stjórnar-
flokka sitji áfram.
Ótrúlegt er talið að íhalds-
flokkurinn verði aðili að sam-
steypustjórninni, þar sem við því
hefur verið varað af opinberri
hálfu í Sovétríkjunum. Rússar
segja að þátttaka íhaldsmanna í
stjórn kunni að stofna góðri sam-
búð Sovétríkjanna og Finnlands í
hættu.
Núverandi stjórnarflokkar ráða
134 af 200 sætum á finnska þing-
inu.
Lestun eftir
þrjátíu ára
hlé í KÍNA
New Orleans. Louisiana. 18. marz. AP.
BANDARÍSKT flutninga-
skip kemur til Shanghai í
Kína í dag og lestar þar
um 4.000 tonn af vörum, en
það er í fyrsta sinn í 30 ár
að bandarískt fraktskip
leggur að bryggju í Kína.
Skipið heitir Letita
Lykes og er í eigu Eim-
skipafélags Lykes bræðra í
New Orleans. Skipið mun
lesta m.a. gæsafjaðrir,
nagla, saltaðar garnir til
pylsugerðar, niðursoðnar
marglyttur, te, hunang og
ýmsar fleiri vörutegundir.
Það er létt yfir klerkunum tveimur á myndinni, séra Jóni Auðuns (t.v.) fyrrum
dómprófasti og séra Ólafi Skúlasyni dómprófasti, en myndina tók ól. K.M. í
Austurstræti í blíðviðrinu í vikunni. Ekki náðum við brandaranum sem fýkur
þarna en báðir eru þekktir fyrir að bregða fyrir sig góðum sögum.
Khmerar
sækja enn
BanKkok. 17. marz. AP.
TALSMAÐUR hcrja hliðhollra
Pol Pots fyrrverandi leiðtoga
Kambódi'umanna. sagði í dag að
þeir hefðu ýmist fellt eða sært
yfir 1200 óvinahermenn í bardög-
um síðustu daga. þar á meðal 13
kúbanska hermenn.
A sama tíma ítrekaði útvarp
uppreisnarmanna sem aðsetur
hefur í Kína fyrri upplýsingar
sínar um að mikill fjöldi kúb-
anskra hermanna berðist með
Víetnömum í Kambódíu. Enn-
fremur sagði útvarpið að tölu-
verður fjöldi sovéskra hernaðar-
sérfræðinga væri ennþá í Kamb-
ódíu til stuðnings innrásarliðinu.
Að sögn útvarpsins eru mestu
bardagarnir í skógarsvæðum í
norðvesturhluta Kambódíu og að
sögn fréttaskýrenda í Bangkok í
Thailandi eiga Víetnamar í tölu-
verðum vandræðum í átökunum
við uppreisnarmenn þar. Mestu
hefði munað að nauðsynlegt hefði
verið að flytja mikið lið til kín-
versku landamæranna meðan
átökin stóðu sem hæst þar
Skíðaför á
Norðurpól
Moskvu. 17. mars. AP.
SJÖ-MANNA leiðangur er lagður
af stað á skíðum frá Sovét-
ríkjunum með það markmið í
huga ná til Norðurpólsins, að því
er segir í frétt frá Tass.
Sovéska fréttastofan segir að
garparnir sem allir eru þraut-
reyndir skíðamenn, hafi farið af
stað frá Henríetta-ey á föstudag
en eyja þessi mun vera í hópi
þeirra nyrstu í íshafinu.
Leiðangursmenn gera sér vonir
um að vera komnir til Norður-
pólsins eftir u.þ.b. sjötíu daga.
Flestir munu þeir vera vísinda-
menn og er foringi þeirra Dmitry
Shparo, aðstoðarprófessor við
Stál- og málmblöndunarstofnun-
ina í Moskvu.
Beðið griða
París, 17, marz. AP.
SEX fyrrverandi forsætisráð-
herrar Frakklands sendu í dag
Ayatollah Khomeini trúarleið-
toga írana beiðni um að
væntanleg réttarhöld yfir
Abbas Iloveita fyrrverandi for-
sadisráðherra írans færu fram
á grundvelli réttlætis og til-
finningar yrðu ekki látnar
ráða ferðinni.
Undir beiðnina rituðu: Edgar
Faure, Michel Debre, Maurice
Couve de Murville, Jacques
Chaban-Delmas, Jacques Chirac
og Pierre Messmer.
Rússar beittu
S.Þ., 17. mars. AP.
RÚSSAR beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
á föstudag er borin voru fram drög að friðartillögu þess efnis að
allir þeir aðilar er hlut eiga að máli í milliríkjaskærum í Indókina
dragi heri sína til baka frá öðrum löndum.
Uppástungan var undirrituð af
fulltrúum þjóðanna fimm í
Suðaustur-Asíu bandalaginu og
beindist hún að árás Kínverja inn í
Víetnam í síðasta mánuði svo og
innrás Víetnama í Kambódíu í
desember. Þrettán ríki greiddu
atkvæði með tillögunni en Sovét-
Egyptum settir
úrslitakostir ?
Kairó, Nicosia, WashinRton, 17. marz. AP
SÝRLENZKA útvarpið skýrði frá
því í dag að Saudi-Arabar hefðu
tilkynnt Egyptum að allri efna-
hagsaðstoð við þá yrði hætt, ef
Egyptar undirrituðu friðar-
menn og Tékkar greiddu atkvæði á
móti. Sovétmenn geta, í krafti þess
að þeir eru einir af fimm fastaaðil-
um Öryggisráðsins, beitt neitunar-
valdi og var það neitun þeirra, sem
réð úrslitum um að tillagan var
kveðin niður. Aðrir fastafélagar
eru Bandaríkin, Frakkland, Bret-
land og Kína. Sendiherra Rússa,
samninginn við ísraelsmenn, í því
formi sem hann nú er.
Útvarpið sagði, að Hosni Mubarak
varaforseta Egyptalands hefði verið
tilkynnt þetta þegar hann var í
heimsókn í Saudi-Arabíu í vikunni.
Oleg Aleksandrovich Troyanovsky,
sagðist hafa greitt atkvæði á móti
drögum tillögunnar þar sem þau í
raun spyrtu saman innrás
Kínverja í Víetnam og ófriðinn í
Kambódíu. „Það þýðir ekkert
annað en að fórnarlömbin eru
dregin í sama dilk og kínverska
innrásarliðið," sagði sendiherrann.
Að mati sérfræðinga yrði það
gífurlegt áfall fyrir Egypta ef efna-
hagsaðstoðar Saudi-Araba nyti ekki
við. Þeir hafa á síðustu árum verið
langstærsti fjárhagslegi bakhjarl
Egypta.
Þessar fréttir útvarpsins hafa
hvorki fengist staðfestar í Egvpta-
landi né í Saudi-Arabíu.
Egj’ptar gera sér góðar vonir um
að Zbigniew Brzezinski öryggis-
fulltrúa Carters Bandaríkjaforseta
sem nú er kominn til Saudi-Arabíu
takist að fá Saudi-Araba ofan af
þessum hugmyndum sínum og jafn-
vel vinna þá til fylgis við samkomu-
lagið að því er haft var eftir áreiðan-
legum heimildum í Kairó í dag. Er
Brzezniski hefur lokið viðræðum
sínum við stjórnvöld í Saudi-Arabíu
mun hann halda til Jórdaníu til að
freista þess að vinna þarlend stjórn-
völd til fylgis við samkomulagið.
neitunarvaldi