Morgunblaðið - 18.03.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979
Jöfnunargjaldið:
Hækkunin þýðir 300 m.
kr. útgjaldaaukningu
— HÆKKUN jöfnunargjalds raf-
orku hefur í för með sér yfir 300
milljón króna útKjaldaaukninKu fyr-
ir Rafmagnsveitur Reykjavíkur, en
á þessu ári er áætlað að þeim sé gert
að Kreiða 98G milljónir eftir hækkun
jöfnunarKjaldsins í stað 675 eins ok
áadlað hafði verið fyrr, sagði Aðal-
steinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri í
samtali við Mbl.
Aðalsteinn sagði að hækkun
jöfnunargjaldsins úr 13% í 19 hefði í
íör með sér um 4,5% hækkun á
útsöluverði til neytenda og kostaði
því kílóvattstund á heimilistaxta eftir
hækkunina sem tók gildi fyrir helgi
kr. 23,93, en var áður 22,89. Þá sagði
Aðalsteinn að af þessum 23,93 krón-
um færu 17,22 til Rafmagnsveitunn-
ar, en hitt væri framlag til ríkisins í
formi söluskatts til Rarik og orkubús-
ins í formi jöfnunargjaldsins. —
Annars finnst mér hæpið að tala um
þetta sem jöfnunargjald þar sem
hækkunin leggst í prósentum þyngst
ofan á þar sem verðið er hæst fyrir,
sagði Aðalsteinn, en upphaflega var
jöfnunargjaldið föst krónutala.
Einnig kom fram í samtalinu við
rafmagnsstjóra að jöfnunargjaldið
sem renna á til Rarik, nemur í ár
svipaðri upphæð og afborgun er-
lendra lána eða 969 milljónum króna
og séu vextir og bankakostnaður
reiknaðir með hækkar sú tala í 1.300
milljónir. Sagði Aðalsteinn að Raf-
magnsveitunni hefði í raun verið ýtt
út í erlendar lántökur og fyrirsjáan-
legt að þær yrðu jafnvel fleiri á árinu.
„Forsaga málsins er sú,“ sagði
Eiríkur, „að þegar Rannsóknar-
lögregla ríkisins var stofnuð var
rannsóknarlögreglumönnum sem
þar störfuðu tilkynnt að aksturs-
samningarnir yrðu endurskoðaðir.
Hins vegar dróst að Rannsóknar-
lögreglan flytti á nýjan stað og var
lögreglumönnum þá tilkynnt að
allir aksturssamningar yrðu fram-
lengdir til áramótanna 1978—’79
en jafnframt var þeim tilkynnt að
allir þessir samningar yrðu teknir
til endurskoðunár. Mér þykir rétt
að taka fram í þessu sambandi að
þegar um er að ræða samninga um
bílaafnot er ekki samið við stéttar-
félögin sem slík heldur hvern
einstakan starfsmann.
I þessu sambandi er nauðsynlegt
að það komi fram, að þegar um er
aö ræða einstakar stofnanir eins
og Rannsóknarlögreglu ríkisins, á
forstöðumaðurinn, í þessu tilfelli
Hallvarður Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóri, að gera til-
lögur um greiðslu bílaafnota fyrir
hvern ejnstakan starfsmann sinn-
ar stofnunar. Þessum tillögum
skal koma til viðkomandi ráðu-
neytis, sem síðan kemur þeim til
Fjárlaga- og hagsýslustofnunar,
sem er hinn eiginlegi ákvörðunar-
aðili í þessum bílamálum fyrir
hönd ríkisins. Rannsóknarlög-
reglustjóri áætlaði akstursþörf
einstakra starfsmanna og í sam*
vinnu við bíla- og vélanefnd og
dómsmálaráðuneytið gerði hann
það mat að u.þ.b. helmingur rann-
sóknarlögreglumanna ætti að hafa
óbreyttan bílastyrk, hluti af hin-
um ætti að fá lægri styrk, en við
aðra ætti engan samning að gera.
Þessu höfnuðu lögreglumennirn-
ir alfarið og var þess þá freistað að
IMJMLENT
ná samkomulagi, þar sém það var
boðið í umboði Fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar að hverjum og
einum rannsóknarlögreglumanni
yrði boðið að honum yrðu greiddir
2000 kílómetrar ofan á það, sem
fram kæmi í akstursdagbók vegna
óþæginda og ferða, sem hann
hugsanlega gleymdi að færa inn í
akstursdagbókina. Ég vil taka það
fram að ríkisstarfsmönnum hefur
aldrei áður verið boðið slíkt. Þessu
höfnuðu rannsóknarlögreglu-
mennirnir alveg og vildu alls ekki
ræða málið á þessum grundvelli.
Til þess að bjarga málinu voru
teknir á leigu sjö bílaleigubílar en
það var bara bráðabirgðaráðstöf-
un, þar sem samningar við lög-
reglumennina runnu út um ára-
mótin.
Það sem gerðist næst var að
dómsmálaráðherra ritaði Fjár-
laga- og hagsýslustofnun bréf og
óskaði eftir því áð gerðir yrðu
samningar fyrir árið 1979 við
lögreglumennina alveg óbreyttir,
en heimilaði að akstursdagbók
yrði haldin eins og F'járlaga- og
hagsýslustofnun óskaði, þannig að
kanna mætti akstursþörf RLR.
Þessu svaraði Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun játandi og lét frá sér
fara sundurliðun á því, hvernig
haga ætti þessari athugun á akst-
ursþörf stofnunarinnar. Atti hver
rannsóknarlögreglumaður að
halda akstursdagbók til 31. októ-
ber n.k. og síðan átti að nota tvo
síðustu mánuði ársins til þess að
reikna út raunverulega aksturs-
þörf stofnunarinnar. Þessu neit-
uðu rannsóknárlögreglumennirnir
alveg og var þá tekin sú ákvörðun
að kaupa 7 bíla til viðbótar þeim 6
bílum, sem rannsóknarlögreglan
hafði áður til afnota. Er það vilji
ráðuneytisins að teknir vérði á
leigu fleíri bílar ef þörf er á, því
það vill ekki að afgreiðsla mála
tefjist vegna vöntunar á bílum.
Fjárlaga- og hagsýslustofnún hef-
ur reiknað út að það sé ódýrara að
kaupa eigin bíla fyrir Rannsóknar-
lögreglu ríkisins en leigja bílana
af rannsóknarlögreglumönnum og
stangast þetta alveg á við það sem
þeir hafa sjálfir sagt opinberlega.
Ég vil að lokum ítreka það, að
ráðuneytið hefur reynt að leita
lausnar á þessu deilumáli en það
hefur ekki reynst unnt vegna þess
að rannsóknarlögreglumennirnir
hafa fram til þessa hafnað öllum
skynsamlegum tillögum til lausn-
ar deilunni."
Þorvaldur Garðar Kristjánsson:
Ákvörðun um út-
varpsumræður verð-
ur tekin á morgun
ÚTVARPSUMRÆÐUR frá efri deild
Alþingis á mánudaginn hafa ekki
verið ákveðnar, sagði Þorvaldur
Garðar Kristjánsson forseti efri
deildar í Kær. cr MorKunhlaðið har
undir hann frétt í Þjóðviljanum. þar
sem saKði að ákveðið væri að út-
varpa beint fyrstu umraAu um efna-
haKsmálafrumvarp Ólafs Jóhannes-
sonar í cfri deild Alþingis.
Þorvarður Garðar sagði, að Ríkis-
útvarpið hefði leitað hófanna um að
fá að útvarpa frá umræðum í efri
deild er frumvarp forsætisráðherra
kemur til fyrstu umræðu. Sagði
Þorvaldur þessa ósk vera í samræmi
við 60. grein þingskapa, en þar segir
að „ef Ríkisútvarpið óskar að útvarpa
umræðu eða hluta umræðu, beini það
tilmælum sínum til hlutaðeigandi
forseta. Forseti tekur þau tilmæli á
dagskrá, og þá ákveður þingið eða
þingdeildin hvor leyft skuli“. Þetta
ákvæði sagði Þorvaldur hafa verið
sett inn í þingsköp 1972.
Sagði Þorvaldur að málið yrði tekið
fyrir á fundi efri deildar klukkan 14 á
morgun, og ef deildin samþykkir mun
verða útvarpað frá umræðunni.
Þorvaldur kvaðst hafa borið málið
undir formenn þingflokkanna, og
hefðu þeir ekki haft neitt við málið að
athuga.
Verði af umræðunni mun hver
þingflokkur fá sem svarar einni
klukkustund til umráða. Fyrst mun
Ólafur fylgja frumvarpi sínu úr hlaði,
en þar á eftir hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn tíma frá klukkan 15 til 16,
þá verður hlé í hálfa klukkustund og
síðan hefur Alþýðubandalagið eina
klukkustund og loks Alþýðufiokkur-
inn. Ekki hefur verið endanlega
gengið frá hverjir ræðumenn verða ef
af umræðunni verður, en Þjóðviljinn
segir í gær að Ragnar Arnalds muni
tala af hálfu Alþýðubandalagsins.
„Lögreglumennirnir
hafa hafnað öllum skyn-
samlegum lausnum”
— segir Eiríkur Tómasson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
DÓMSMÁLARÁÐHERRA heíur gert sitt ýtrasta til þess
að ná samkomulagi víð rannsóknarlögreglumennina en
þeir hafa hafnað öllum skynsamlegum tillögum, sem
lagðar hafa verið fram til lausnar á þessu máli,“ sagði
Eiríkur Tómasson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í
gær, þegar Mbl. spurði hann um deilu ríkisins við
rannsóknarlögreglumenn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins vegna greiðslu fyrir bílaafnot, en frá þessu máli var
skýrt í Mbl. í fyrradag og þar gerð. grein fyrir sjónar-
miðum lögreglumannanna.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Samanburður á greiðslu-
byrði ,lána Húsnæðismála-
stjómar og verðtryggðra lána
Á TÖFLUNNI má sjá saman-
burð á grciðslubyrði iána Líf-
eyrissjóðs verzlunarmanna og
Húsnæðismálastjórnar. Fyrsti
flokkur sýnir greiðslubyrði
A-lána lífeyrissjóðsins, annar
flokkur eru B-lánin. sá þriðji er
lán Húsnæðismálastjórnar og
aftasti dálkurinn sýnir hækk-
un launa á þessum 25 árum.
Nýr lánaflokkur
Stofnaður hefur verið hjá
sjóðnum nýr lánaflokkur á lán-
um til sjóðsféiaga, B-lán. Lán
þessi eru með eftirgreindum
lánskjörum: a. vextir 2% b.
hækkun ársgreiðslu afborgunar
og vaxta í hlutfalli við hækkun
byggingarvísitölu frá útgáfu-
degi bréfsins c. lánstími 10—25
ár eftir ósk umsækjenda, sem
hann þarf að tilgreina í umsókn-
inni.
Frumskilyrði til lántöku skv.
þessum lánaflokki er að um-
sækjandi sé greiðandi sjóðfélagi
og hafi a.m.k. 3ja ára réttindi í
sjóðnum.
Lánveitingar í þessum lána-
flokki eru háðar eftirspurn og
stöðu sjóðsins á hverjum tíma
og ganga lánveitingar í A-lána-
flokki fyrir þessum lánum.
Til glöggvunar birtast hér
töflur yfir mismunandi árs-
greiðslur eftir mismunandi
lánskjörum á láni að fjárhæð kr.
3.000.000.
TAFLa I. Lánskjör á hámarks
A-láni. Lánstími 21 ár, afborg-
unarlaust 1. árið, vextír 25%.
TAFLA II. Lánskjör á hámarks
B-láni. Lánstími 25 ár, vextir
2%, verðtrygging 100%, gefin
hækkun vísitölu 30% á ári.
TAFLA III. Lánskjör á lánum
Húsnæðismálast. ríkisins. Láns-
tími 25 ár, vextir 9,75%, verö-
trygging 60%, gefin hækkun
vísitölu 30% á ári.
TAFLA IV. Breyting á 220.000
kr. mánaðarlaunum frá lántöku
út lánstímann, þar sem gefin
hækkun er 30% á ári.
Við hverja ársgreiðslu er sýnt
hlutfall af þessum mánaðar-
launum.á hverjum tíma.
I. II. III. IV.
Ar Gitiðsla Greiðsla Greiðsia Laun
1. 750.000 2fí2.2r/o 234.000 81.8% . 382 552 133.7% 286.000
2. 900.000 242.1% 300.144 80.7% 458.378 123.3% 371.800
3. 862.500 178.4% 384.914 79.6% • 556.990 115.2% 483.340
4. 825.000 131.3% 493.534 78.5%, 685.187 109.0%, 628.342
5. 787.500 96.4% 632.683 77.5% 851.843 104.3%, 816.845
6. 750.000 70.6% 810.904 76.4% 1.068.495 100.6%, 1.061.898
7. 712.500 51.6% 1.039.116 75.3% 1.350.143 97.8%, 1.380.468
8. 675.000 37.6% 1.331.273 74.2% 1.716.286 95.6% 1.794.608
9. 637.500 27.3% 1.705.204 73.1% 2.192.271 94.0%, 2.332.991
10. 600.000 19.8%o 2.183.680 72.0% 2.811.052 92.7%, 3.032.889
11. 562.500 14.3%) 2.795.772 70.9% 3.615.467 91.7% 3.942.755
12. 525.000 10.2% 3.578.589 69.8% 4.661.207 90.9%, 5.125.582
13. 487.500 7.3% 4.&79.47Ú 68.7% 6.020.6G8 90.4% 6.663.257
14. 450.000 5.2% 5.858.821 67.6% 7.787.970 89.9%, 8.662.235
15. 412.500 3.7% 7.493.621 66.5% 10.085.460 89.6% 11.260.905
16. 375.000 2.6% 9.582.007 65.5% 13.072.198 89.3% 14.639.177
17. 337.500 1.8%, 12.248.998 64.4% 16.954.95G 89.1 % 19.030.930
18. 300.000 1.2% 15.G53.806 63.3% 22.002.544 88.9%, 24.740.212
19. 262.500 0.8% 19.999.088 62.2% 28.564.410 88.8% 32.162.276
20. 225.000 25.542.G96 61.1% 37.094.832 88.7%, 41.810.960
21. 187.500 0.3%, 32.G12.552 60.0%, 48.184.384 88.6%, 54.354.252
22. 41.625.476 58.9% 62.600.804 88.6%, 70.660.528
23. 53.111.028 57.8%, 81.342.144 88.6%, 91.858.696
24. 67.741.616 56.7% 105.705.888 88.5%, 119.416.312
25. 86.370.560 55.6'it 137.378.768 88.5 % 155.241.216