Morgunblaðið - 20.03.1979, Page 19

Morgunblaðið - 20.03.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 19 Næst- hæsta ver- tíðin ANDRÉS Finnbogason hefur stjórnað daglegum rekstri Loðnunefndar síðan hún tók, til starfa fyrir sex árum. í spjalli við Morgunblaðið í gær sagði Andrés að 75 skip hefðu fengið einhvern afla á ver- tíðinni, ep í rauninni væru það þó ekki nema 58 skip. sem teldust til hins raun- verulega loðnuflota. Síðasta hálfa mánuðinn eða svo hefðu fleiri skip bætzt við veiðarnar og þá einkanlega með frystingu í huga. — Þetta hefur verið áfallalaus og árekstralítil vertíð, sagði Andrés. — Að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum þegar ákveðin vandamál koma upp og hjá slíku verður aldrei komist. Eg held að starf Loðnunefndar sé orðið nokkuð fastmótað eða eins fast- Andrés Finnbogason hjá Loðnu- nefnd kemur síðustu möppunni með skeytum bátanna fyrir í hillunni. (ljósm. RAX). mótað og slík starfsemi getur orðið. Loðnan hegðar sér náttúru- lega aldrei eins og veðrið spilar að sjálfsögðu stóra rullu í þessu öllu saman, en starf okkar er orðið nokkuð fast í sniðum og mótað eins og það getur orðið. — Þessi vertíð núna er önnur aflamesta vetrarvertíðin og aðeins á vertíðinni 1977 fékkst meiri afli. Þá var líka haldið lengur áfram og engar takmark- anir voru á veiðunum eins og núna. Þessi vertíð hefði orðið sú hæsta ef ekki hefði verið gripið til takmarkana og trúlega hefði verið hægt að veiða.100 þúsund tonn í viðbót án þess að ég sé að segja að slíkt hefði verið rétt- lætanlegt, sagði Andrés Finn- bogason að lokum. „Engin ástœða til að vera svartsýnn á framtíð toðmumar” — segir Haraldur Ágústsson skipstjóri á Sigurði RE 4 aflahæsta loðnuskipinu - ÉG MINNIST þess ekki, að svo mikið af loðnunni hafi fengið að hrygna eins og núna virðist vera, sagði Haraldur Ágústsson skip- stjóri á aflaskipinu Sigurði RE 4 þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Har- aldur er skipstjóri á Sigurði á móti Kristbirni Árnasyni og á vertíðinni, sem lauk á sunnudag, kom Sigurður með rúmlega 16 þúsund tonn á land. Afla- verðmæti þess afla, sem Sigurður kom með á land á vertíðinni, er talsvert yfir 200 milljónir króna. Er Morgunblaðið ræddi við Har- ald í gær béið Sigurður eftir að komast inn til löndunar í Vest- mannaeyjum og hafði beðið þar á annan sólarhring, en höfnin í Eyjum er það grunn að ekki er hægt að vera með skipið fullhlaðið í höfninni á fjöru. Síðustu dagana hefur hrognanýting loðnunnar verið sérstaklega góð og sagði Haraldur að ekki væri fráleitt að áætla verðmæti þeirra 1300 tonna, sem væru í skipinu, um 30 milljón- ir króna. — Það hefur verið mikið af loðnu á miðunum í allan vetur og meira en oftast áður, sagði Har- aldur Ágústsson. — Á aðalveiði- svæðinu í Flóanum er mikið af loðnu og þess vegna hefði verið hægt að halda áfram veiðunum. Sömuleiðis er loðnuhrafl frá Hrollaugseyjum og vestur undir Jökul. Haraldur Ágústsson skipstjóri í hrúnni á Sigurði. — Ég held þó að menn séu almennt sáttir við að hætta núna. Þetta er búið að vera góð vertíð og allir búnir að gera það gott. Það er ástæðulaust að ganga lengra en þarf. Það er engin ástæða til að vera svartsýnn á framtíð loðnunn- ar, þvert á móti, sagði Haraldur. Aðspurður um það hvað tæki við hjá þeim á Sigurði sagðist hann reikna með stoppi þar til kolmunn- inn kæmi á miðin úti af Austfjörð- um. — Með hækkandi olíuverði, lélegu hráefni sem kolmunninn er meðan hann er við Færeyjar og lágu verði held ég að það verði ekki mörg skip, sem fara á kolmunna- veiðar við Færeyjar, sagði Harald- ur Ágústsson að lokum. Breytingar á Lífeyrissjóði verzlunarmanna: Heimilar byggingu leiguhúsnœðis fyrir aldraða lífeyrisþega LÍFEYRISSJÓÐUR verzlunarmanna er um þessar mundir að hleypa af stokkunum nýrri tegund lána til sjóðsfélaga sinna og eru þau aðallega frábrugðin hefðubundnu lánunum á þann veg, að þau eru verðtryggð að fullu. Þá hefur verið samþykkt af stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og þeim aðilum vinnuveitenda, sem aðild eiga að sjóðnum. reglugerðarbreyting er hefur ýmis nýmæli í för með sér. Dr. Pétur Blöndal tryggingastærðfræðingur veitir Lífeyrissjóði verzlunarmanna forstöðu og ræddi Mbl. við hann um starfsemina. Var hann fyrst beðinn að geta helztu nýjunga hinnar nýju reglugerð- ar sjóðsins: —Lífeyrissjóður verzlun- armanna hefur starfað allt frá stofnun sinni eftir reglu- gerð frá árinu 1956, lítið breyttri, og það gefur auga leið, að margt hefur breytzt í þjóðfélaginu, sem lífeyris- sjóðir verða að taka tillit til. Helztu breytingar, sem sam- þykkt hefur verið að gera á reglugerð sjóðsins, eru m.a. að tekin verða upp stig til að mæla lífeyri manna. Eru laun á hverjum tíma miðuð við 6. taxta Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og er sú viðmiðun grundvöllur við útreikning lífeyrisrétt- inda. Áður var miðað við meðaltal launa síðustu 5 ár á undan og síðustu 10 ár í sambandi við örorkubætur. Einnig er lífeyrir fullverð- tryggður, þ.e. hækki t.d. laun 6. taxta V.R. um 10% hækk- ar lífeyrisgreiðslan að sama skapi. Þetta er réttlætanlegt þar sem aldursdreifingin í sjóðnum er þannig að fáir njóta nú greiðslu úr honum, en margir greiða til hans og er Lífeyrissjóður verzlunar- manna einna bezt settur allra sjóða hvað það snertir. Það mætti e.t.v orða það svo, að þessi lífeyrissjóður getur einna lengst sinnt hlutverki sínu en fyrr eða síðar kemur að því að lífeyrissjóðirnir geta ekki greitt lífeyri ef ekki verða gerðar breytingar á skipulagi þeirra. Af öðrum breytingum sem ný reglugerð sjóðsins hefur í för með sér nefndi dr. Pétur að biðtími lífeyrisréttinda var 10 ár, en núna þarf einungis 3 stig, og er hægt að ná þeim þremur stigum er þarf til lífeyrisréttinda á 2—3 árum. Þá hafa verið rýmkuð ákvæði um hámarksiðgjöld, en þau voru áður miðuð við 285 þús. kr. mánaðarlaun, en miðast nú við allt að 492 þús. kr. hámarkslaun og kvað Pétur þetta hámark raunhæfara miðað við laun almennt auk þess sem það gæfi aukin réttindi. Barnalífeyrir hefur verið lækkaður þar sem talið var að þar gæti verið um oftryggingu að ræða og var hann færður til samræmis við barnalífeyri hjá SAL, Sambandi almennra lífeyris- sjóða. —Meginbreytingin er þó ákvæði um tryggingarfræði- lega úttekt á stöðu sjóðsins á 5 ára fresti. Það ákvæði er fyrir hendi meðal flestra sjóða, en ekki verið kveðið nánar á um hvernig sú út- tekt eigi að fara fram. Líf- Dr. Pétur Blöndal forstjóri Lífeyrissjóðs verzlun- armanna. eyrissjóður verzlunarmanna skal hins vegar alltaf eiga eignir er staðið gætu undir lífeyrisgreiðslum 15 ár fram í tímann. Ef fyrirsjáanlegt er að eignir standa ekki undir greiðslum næstu 15 ára verður að gera eitt af þrennu: 1. Bæta ávöxtun 2. Hækka iðgjald 3. Lækka líf- eyri, ef ekki tekst að bæta ávöxtum eða hækka iðgjald. Aðrar breytingar sem gerðar Rœtt við dr. Pétur Blöndal voru á reglugerð sjóðsins eru að miklu leyti tæknilegar og snúa ekki eins mikið að sjóðsfélögum. Þá var dr. Pétur Blöndal inntur eftir þeim hugmynd- um er fram hafa komið um að Lífeyrissjóður verzlunar- manna fjárfesti í húseignum: — Eitt þeirra atriða er samþykkt hefur verið að taka inn með nýrri reglugerð er breyting á ávöxtun fjár- muna sjóðsins og er hug- myndin að fjárfesta að ein- hverju leyti í byggingum leiguíbúða sem leigðar yrðu ellilífeyris- og örorkulífeyr- isþegum. Rökin fyrir því að hefja byggingu slíkra íbúða eru þau, að þeir, sem ekki hafa tekið lán hjá sjóðnum til að fjárfesta og hafa því í raun misst af þeim verð- bólgugróða er aðrir hafa e.t.v. hlotið, njóti nokkurrar jöfnunar á við hina og með því er einnig betur tryggð ávöxtun sjóðsins. I raun hef- ur hagkvæmasta ávöxtunin verið að kaupa íbúðir, en Lífeyrissjóðurinn mynoi hins vegar aldrei verja nema kannski 2% ráðstöfunarfjár síns til þessara húsakaupa þannig að þau myndu á eng- an hátt spilla annarri starf- semi hans. Við sjáum ekki ástæðu til annars en að fjármálaráðuneytið geti fall- ist á þessa breytingu á reglu- gerð sjóðsins, en það hefur hana til staðfestingar eftir að hún var samþykkt 23. febrúar sl. Þá var vikið að þeirri nýjung er snýr að lánastarf- semi sjóðsins sem eru verð- tryggðu lánin sem áætlað er að taka upp. Var dr. Pétur fyrst spurður hvort hann héldi að eftirsókn í þau yrði mikil:. — Eg býst við að eftir- sókn í verðtryggðu lánin verði allnokkur til að byrja með eins og alltaf er með nýjungar, en á hitt ber að líta að hér er um þannig lán að ræða að full verðtrygging er greidd og 2% vextir og því á ég ekki von á að menn taki þessi lán nema að vel athug- uðu máli og til að fjárfesta af skynsemi. Verðtryggð lán skyldu menn t.d. ekki nota til bílakaupa, sólarlandaferða eða annarra skammtíma- fjárfestinga. Eina fjárfest- ingin sem réttlætir þau og flestir geta notað eru húsa- kaup. Það er nokkuð mikil ákvörðun að binda hálf mánaðarlaun í 25 ár, til að greiða árlegar afborganir og vexti af láni sem þessu. Þessi lán eru hins vegar á mun betri kjörum en lán húsnæð- ismálastjórnar, því þótt þau lán séu ekki nema 60% verð- tryggð eru vextir þeirra 9.75% og þegar um svo lang- an lánstíma er að ræða 25 ár, munar gífurlega mikið um hvert prósentustig sem vext- ir hækka. Lán okkar eru ekki háð neinum skilyrðum um fjölskyldustærð eða há- marksstærðir íbúða, enda gefum við fólki kost á lánum gegn fullri endurgreiðslu og við erum ekki að gefa fólki neitt með þessum lánum. — Með því að beina lán- veitingum sjóðsins meira en verið hefur inn á verðtryggð- ar brautir stuðlar stjórn sjóðsins að því að sjóðurinn geti innt tryggingarskyldu sinni lengur í framtiðinni. Undanfarna áratugi hefur lífeyrissjóðunum sem og öðr- um lánsfjáreigendum verið gert að lána fjármagn sitt með verulega neikvæðum vöxtum og er fjármagn þeirra miklu minna fyrir bragðið en hefði verið. Að undanförnu hefur löggjafinn og þeir sem lánamálum ráða séð að við svo búið má ekki sitja, og eru lánskjör hús- næðismálastjórnar og ann- arra lánasjóða dæmigerð um þá stefnubreytingu. En nú skýtur svo skökku ð finna hinn gullna meðalveg í þessu sambandi. Ofangreind lán Lífeyrissjóðs verzlunar- manna hafa lánskjör sem eru léttbær fyrir lántakend- ur en gefa þó sjóðnum þá ávöxtun sem honum er nauð- synleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.