Morgunblaðið - 20.03.1979, Page 24

Morgunblaðið - 20.03.1979, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 • Steinn Sveinsson lék kveðjuleik sinn með körfuboltaliði ÍS er Þórsarar voru lagðir að velli um helgina. Steinn hefur um árabil verið einn af lykilmönnum ÍS og verður sjónarsviptir af honum. Ljósm.: GI Vonir Þorsara að engu orðnar Vonir Þórsara á Akureyri um að haida sæti sínu í úrvalsdeild- inni í körfubolta urðu að engu nú um helgina. Þeir léku tvo leiki hér syðra og töpuðu þeim báðum, þeim síðari gegn stúdentum í Kennaraskólanum á sunnudag. Því fer þó fjarri að Þórsarar þurfi að örvænta þó að svona hafi farið, því að liðið hefur innan sinna vébanda margt efnilegra 'eikmanna, sem eiga framtíðina fyrir sér. Leiknum á sunnudag lyktaði með sigri stúdenta. 104—96, en í hálfleik var staðan 49—41, stúdentum í vil. Leikur þessi var allan tímann heldur leiðinlegur á að horfa, mistök leikmanna beggja liða voru tíð og auk þess var mikið um gróf brot. Stúdentar náðu góðri forystu strax í upphafi fyrri hálfleiks, en þá kom góður kafli hjá Þórsurum og 'leikurinn jafnaðist talsvert. Sem fyrr segir höfðu stúdentar í hálfleik 7 stiga forystu, 48—41. Stúdentar héldu fengnu forskoti nánast allan síðari hálfleikinn, eða allt þar til um fimm mínútur voru til loka leiksins, en þá náðu Þórs- arar að jafna. Var talsverður barningur á lokamínútunum, þar sem stúdentar höfðu ívið betur og sigurinn var þeirra. Stúdentar virtust heldur áhuga- litlir í þessum leik og barátta var með minnsta móti hjá þeim. Tveir leikmenn báru af í liðinu að þessu sinni, en það voru þeir Trent Smock og Jón Héðinsson. Þeim fyrrnefnda gekk þó illa að finna leiðina í körfuna framan af fyrri hálfleik, en bætti um betur í þeim síðari. Jón Héðinsson er ótrúlega kraftmikill leikmaður og lætur aldrei deigan síga. Þess má geta, að Steinn Sveinsson lék á sunnu- dag sinn síðasta leik með stúdent- um, en hann hefur í hyggju að Staðan í úrvalsdeild KR 20 14 6 1843:1658 28 UMFN 20 13 7 2033:1854 26 Valur 19 13 .6 1658:1624 26 ÍR 20 10 10 1789:1752 20 ÍS 20 6 14 1717:1833 12 Þór 19 3 16 1557:1874 6 Einkunnagjöfin KR: Árni Guðmundsson 2, Ásgeir Hallgrímsson 1, Birgir Guðbjörnsson 2, Einar Bollason 3, Eiríkur Jóhannesson 1, Garöar Jóhannsson 3, Gunnar Jóakimsson 1, Jón Sigurðsson 3, og Þröstur Guðmundsson 2. Þór: Ágúst Pálsson 2, Alfreð Túliníus 1, Birgir Rafnsson 1, Eiríkur Sigurösson 2, Karl Ólafsson 2, Jón Indriðason 1, Ómar Gunnarsson- 1, Sigurgeir Sveinsson 1, Þröstur Guðjónsson 1. ÍS: Albert Guömundsson 1, Bjarni Gunnar Sveinsson 2, Gunnar Halldórsson 1, Gísli Gíslason 2, Ingi Stefánsson 2, Jón Oddsson 1, Jón Héðinsson 3, Steinn Sveinsson 2. Þór: Alfreð Tuliníus 1, Birgir Rafnsson 2, Eiríkur Sigurðsson 3, Jón Indriöason 3, Karl Ólafsson 2, Ómar Gunnarsson 1, Þröstur Guðjónsson 1. Valur: Gústaf Gústafsson 3, Hafsteinn Hafsteinsson 2, Kristján Ágústsson 2, Lárus Hólm 1, Ríkharöur Hrafnkelsson 3, Siguröur Hjörleifsson 2, Torfi Magnússon 2, Þórir Magnússon 2. UMFN: Árni Lárusson 1, Brynjar Sigmundsson 1, Geir Þorsteinsson 2, Gunnar Þorvaröarson 3, Guösteinn Ingimarsson 2, Jónas Jóhannesson 3, Júlíus Valgeirsson 1, Stefán Bjarkason 4. draga sig í hlé. Verður vissulega sjónarsviptir að honum, en Steinn hefur sem kunnugt er verið einn af lykilmönnum í liði stúdenta um langt skeið. Mark Christensen, þjálfari þejrra Þórsara var bestur norðan- manna í leiknum, eins og svo oft áður. Mark er ótrúlega fjölhæfur leikmaður. Mark þykir einnig góður þjálfari. Eiríkur Sigurðsson átti einnig góðan leik á sunnudag, svo og Jón Indriðason, sérstaklega í síðari hálfleik. Stigin fyrir ÍS: Trent Smock 40, Jón Héðinsson 22, Steinn Sveins'- son og Ingi Stefánsson 12 hvor, Bjarni Gunnar Sveinsson 11, Gísli Gíslason 5 og Jón Oddsson 2. Stigin fyrir Þór:"Mark Christen- sen 41, Jón Indriðason 25, Eiríkur Sigurðsson 14, Birgir Rafnsson og Karl Ólafsson 6 hvor, Alfreð Tuliníus og Ómar Gunnarsson 2 hvor. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Guðbrandur Sigurðsson og dæmdu þeir sæmilega. —GI. Körluknalllelkur Stigahæstu leikmenn Stigahæstu menn (leikir) John Hudson KR 577 (19) Mark Christensen Þór 566 (19) Ted Bee UMFN 526 (20) Paul Stewart ÍR 511 (18) Tim Dwyer Valur 490 (18) Kristinn Jörunds ÍR 405 (20) Jón Sigurðsson KR 392 (19) Jón Indriðason Þór 352 (19) Bjarni Gunnar S. ÍS 327 (20) Kristján Ágústs. Valur 320 (19) Dirk Dunbar ÍS 317 (11) Jón Jörundsson ÍR 314 (20) I Stefnir í úr- slitaviðureij milli Vals oc Valur vann UMFN 92:79 i c Ve ÞAÐ verða Valur og KR, sem leika að öllum líkindum til úrslita í íslandsmótinu í körfuknattleik, þ.e.a.s. svo framarlega sem Valur sigrar Þór í síðasta leik sínum, en það er nokkuð sem flestir reikna með. Valur sigraði UMFN sannfærandi í Laugardalshöll í gærkvöldi með 92 stigum gegn 79 eftir hörkuleik, en í leikhléi var staðan 43:34, Val í vil. Fyrir leikinn í gær var orðrómur á kreiki þess efnis, að Pétur Guðmundsson myndi leika með Val, en þegar á hólminn var komið reyndist svo ekki. Það kom ekki að sök fyrir Valsmenn, því að þeir léku skínandi vel og tryggðu sér sannfærandi og verðskuldaðan sigur fyrir framan fleiri áhorf- endur en áður hafa komið á leik milli íslenskra körfuknattleiksliða. í upphafi leiksins var greinilegt, að leikmenn beggja liða voru þrúgaðir af taugaspennu, enda mikið í húfi. Mistökin á báða bóga voru ótrúlega mörg og t,d. þegar tvær og hálf mínúta var liðin af leiknum var staðan 2:2. Um miðjan fyrri hálfleikinn breyttu Njarðvíkingar yfir í pressuvörn og lifnaði þá mikið yfir leiknum. Hálfleikurinn var mjög jafn allt upp í 32:32, en þá kom góður kafli hjá Vai og að sama skapi slæmur hjá UMFN og staðan breyttist í 43:34 Val í vii fyrir lékhlé. Síðari hálfleikur var mun betri leikinn en sá fyrri og jafnframt skemmtilegri á að horfa. Vals- menn héldu áfram að auka for- skotið og munurinn varð mestur 17 stig, 80:63, á 14. mínútu, og allt virtist stefna í öruggan sigur Vals. Njarðvíkingar voru þó ekki alveg af baki dottnir og tókst að minnka muninn í 7 stig, 77:84, en lengra komust þeir ekki, því að Valsmenn léku mjög skynsamlega lokakafl- ann og tryggðu sér öruggan sigur, 92:79. Valsmenn léku þennan leik mjög vel og fremstur í flokki var þjálf- ari þeirra, Tim Dwyer, sem sýndi enn einu sinni hvílíkur yfirburða- maður hann er. Hann var allt í öllu hjá Val og sýndi stórkostlegan leik, skoraði 37 stig og hirti ara- grúa frákasta. Er óhætt að segja að það hafi öðru fremur verið stórleikur hans sem vann sigurinn. En Dwyer var ekki sá eini sem lék vel hjá Val í gærkvöldi. Ríkharður Hrafnkelsson átti mjög góðan leik og sýnir hann nú hvern leikinn öðrum betri. Þá kom Gústaf Gústafsson skemmtilega á óvart og reyndist drjúgur bæði í sókn og vörn. Torfi Magnússon var sterkur í síðari háifleik eftir lélegan fyrri hálfleik. Þá komust Kristján Ágústsson og Sigurður Hjörleifs- son ágætlega frá leiknum. Ekki má skilja svo við Valsliðið að minnast ekki á góðan varnarleik liðsins, sem átti ekki lítinn þátt í sigrinum. Má geta þess að það er ekki oft sem UMFN skorar undir 80 stig i leik, reyndar hefur það ekki gerst áður í vetur. Enn einu sinni rennur titill úr höndum Njarövíkinga á síðustu stundu og var engin furða að þeir væru vonsviknir eftir leikinn, en það afsakar ekki þá framkomu sem sumir leikmanna og forráða- manna liðsins sýndu bæði meðan á • KR-ingurinn Þröstur Guðmundsson finnur engar torfærur á Ieið sinni að körfu Þórsara í leik liðanna um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.