Morgunblaðið - 20.03.1979, Síða 38

Morgunblaðið - 20.03.1979, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 Sigurður Baldvin Magnússon verk- frœðingur-Minning Fa-ddur 1. apríl 1923. Dáinn 11. mars 1. mars 1979. Þegar mér barst til eyrna lát gamals bekkjarbróður okkar' um síðustu helgi, ómuðu ósjálfrátt í eyrum mér hendingar úr ljúfsáru ljóði Jóns Sigurðssonar frá Kald- aðarnesi um vin hans Jónas Ein- arsson hagfræðing sem drukknaði ungur í Kaupmannahöfn fyrir tæpum 65 árum. Hann hafði verið afbragðs námsmaður eins og skólabróðir okkar, Sigurður Bald- vin Magnússon, sem við kveðjum nú, hinn fimmta úr stúdentaár- ganginum 1943 frá Reykjavíkur- skóla. J>egar allt er yfirskygjft og engin glæturönd, orpnar þykkni allar vonir ofan i sólarlönd, dauöinn opnar dyrnar ok drensrnum býöur hönd. Við Sigurður kynntumst í 3. bekk í + Eiginkona mín ANNA BLAKSTAD ÓLAFSSON, Hverfisgötu 32, Hafnarfiröi, lést í St. Jósepsspítalanum laugardaginn 17. marz. Björn Ólafaaon. t Móöir mín ÁSTRÍDUR STEFÁNSDÓTTIR Borgarholtabraut 72 lést aó heimili okkar þann 18. marz. Margrót Þorateinadóttir og aöatandendur. + Eiginkona mín KRISTÍN LÁRUSDÓTTIR Móvahlfö 38, Reykjavík andaðist á Landspítalanum þann 16. marz s.l. Helgi Jónaaon. Eiginkona mín, + ROSHAN EGGERTSSON, lífefnafrœöingur, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 20. mars kl. 15. Þráinn Eggertsaon. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MAGNEA Þ. ODDFRÍDSDÓTTIR, Stóragerði 3, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 21. marz kl. 13.30. Friðrik L. Baldvinaaon, Margrót Sölvadóttir, Louiae Landry, William Landry, og barnabörn. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, KARL DANÍEL PÉTURSSON, Grýtubakka 12, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 21. mars kl. 15. Unnur Magnúadóttir og börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum þeim sem heiðruöu minningu fööursystur okkar ÓLAFAR SIGUROARDÓTTUR Sólheimum 28. Innilegustu þakkir til allra sem veittu henni umönnun og hjúkrun. Ragnheiöur Goldatein, Oddný S. Jónadóttir, Áageir Jónaaon, Siguróur Jónaaon, Guórún Steen-Hanaen, Brynjólfur Brynjólfason, Sigríóur Bonnevie Haraldur Haraldason. Kristín Skaug. Menntaskólanum í Reykjavík vet- urinn 1939—1940 í lok kreppu og upphafi stríðs. Báðir synir sjómannshjóna, sem hörðum höndum börðust áfram með barnahópinn sinn. Báðir höfðu sopið af beiskum bikar atvinnu- leysisára á viðkvæmum aldri. Þessi reynsla tveggja drengja, annars úr vesturbæ og hins austan lækjar, sem aldrei höfðu sést áður, batt okkur traustum böndum vin- áttu þennan vetur og fram eftir menntaskólaárum. Ég man hve blá og falleg augu þessa hægláta pilts leiftruðu, þeg- ar hugsjónamál hans bar á góma. Hann skrifaði grein um trúmál í skólablaðið um þessar mundir og nokkuð hvassa. Þá var um það rætt hvort hann yrði að hverfa úr skóla vegna skrifanna. Aldrei var bilbug á Sigurði að finna. Heldur burt en svíkja málstaðinn og það sem honum fannst rétt og satt í þessu efni. Sem betur fer kom aldrei til þess að hann þyrfti að hverfa frá námi. Hann var fá- skiptinn og óáleitinn alla jafnan, en harður í horn að taka ef þn var að skipta. Fáan mann man ég jafn óhnýsinn um hagi annarra manna og að sama skapi dulan á sinn eigin hag. Hann var eins og Jónas sá, sem drepið var á áðan, frábær náms- maður og jafnvígur á allar náms- greinar. Raungreinar jafnt sem húmanísk fræði lágu opin fyrir honum og skáldskapur og tónlist veittu honum ómældan unað og fullnægju alla tíð. Sigurður Baldvin var fæddur 1. apríl 1923 í Reykjavík, sonur hjónanna Þóru Sigurbjargar Þórð- ardóttur og Magnúsar Asmunds- sonar sjómanns. Hann kom úr Ingimarsskól- anum í menntaskólann eins og fleira ágætisfólk. Eftir stúdents- próf úr stærðfræðideild hóf hann nám í verkfræði hér heima og lauk síðan prófi í vélaverkfræði frá Verkfræðiháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1951. Síðan starf- ar hann í Höfn um hríð hjá frystivélafyrirtækinu Atlas A/S en hverfur svo heim og gerist starfsmaður Landssmiðjunnar allt fram til 1960. A seinni hluta sjötta áratugar- ins ber fundum okkar saman á ný og er sem ekkert hafi breyst. Hann er sami ljúfi og elskulegi drengur- inn, hæglátur og prúður. Nú leiðir hann tvo litla hnokka við hlið sér. Við hittumst einkum á sunnudags- morgnum. Báðir í sömu erindum að viðra ungviðið og sjálfa okkur. Hann segir mér af vinnu sinni og eigin athugunum á hitakerfum og kælitækjum, að ógleymdum þeim bókum sem hann hefur lesið og þær eru ekki af lakari endanum. Þetta voru ekki síður andlegar en líkamlegar hressingargöngur í morgunkyrrðinni á götum .austur- bæjarins í Reykjavík. Sigurður hafði kvænst á háskólaárum sín- um í Kaupmannahöfn ágætri konu, Elsu Kristjánsdóttur, Snorrasonar ■ símaverkstjóra. Eignuðust þau þá tvo sonu sem áður getur, Kristján f. 3Q. maí 1950, og Magnús, f. 9. okt. 1955, en hann lést í bifreiðarslysi á Kefla- víkurvegi í nóvember 1977. I byrjun sjöunda tugar aldar- innar hverfur Sigurður úr Lands- smiðjunni. Um líkt leyti skilja þau hjón samvistum. Tekur nú að ágerast sjúkdómur Sigurðar margvíslegum töfum og vanda í lífi þessa mikla hæfileikamanns. Dóttur eignast hann með Magneu Steinunni Magnúsdóttúr, Maríu Sólrúni, f. 1. ágúst 1965. Síðustu árin bjó hann með Ólöfu Óskars- dóttur, sem reyndist honum vel, góð og umhyggjusöm. Eftir að Sigurður hætti störfum í Landssmiðjunni vinnur hann aðallega að sérfræði sinni, frysti- tækni, sem ráðgefandi verkfræð- ingur bæði fyrir einkaaðila og opinberar stofnanir. Hann varð kennari í Fisk- vinnsluskóla Islands strax og kennsla hófst þar í frystitækni. Það segja mér kunnugir að Sig- urður hafi verið afburðagóður kennari og kemur mér það ekki á óvart, því að hann var mjög vel máli farinn, nærgætinn og þolin- móður í umgengni við fólk. Sigurður samdi fyrstu bók um kælitækni á íslensku: Kælikerfi og frystitækni í fiskiðjuverum. Þykkt og efnismikið rit, gefið út af Fiskvinnsluskólanum, mjög vel unnið, nákvæmt og skýrt í fram- setningu og því ágætis kennslu- og uppsláttarrit, segja mér sérfróðir. Það kom ekki á óvart, að Sig- urður var mikill hugsjónamaður í sérgrein sinni. Brennandi áhugi hans á varmadælum sem er kerfi sem sparar orku og nýtir kælingu til hitunar. I huga þeirra sem hvergi til þekkja, hljómar þetta sem þversögn, en sérfróðir vita betur. Þeir sem til þekkja telja furðu gegna hversu opinberir aðil- ar ekki síður en einkaaðilar sýna þessu merka máli lítinn áhuga og olli það Sigurði miklum vonbrigð- um. Það hef ég fyrir satt að enginn Islendingur hafi haft eins mikla þekkingu á varmadælum og Sig- urður. Hann hafði líka mikinn áhuga á öðru kerfi þar sem kuldi er framleiddur með beinni nýtingu jarðhita. Þar telja menn að Sig- urður hafi verið langt á undan samtíð sinni og muni framtíðin leiða það í ljós. En það fer sem fyrr um spámenn í eigin föður- landi. I allri ráðgjöf hans voru það málefnin sem sátu í fyrirrúmi. Það sem mölur og ryð eyðir lék tak- markaður hugur á. Oft fór svo að hann næstum gleymdi greiðslunni í áhuga sínum á málefninu. Síðast hittumst við Sigurður á 25 ára stúdentsafmæli fyrir rúm- um 10 árum glaðir og reifir og sungum af hjarta sem forðum, Sjung om studentens lyckliga dag. Börnunum, Kristjáni og Maríu Sólrúnu, svo og Ólöfu og Ástu systur hans og öðru venslafólki færum við bekkjarsystkini Sigurð- ar samúðarkveðjur um leið og ómar síðustu vísunnar sem við sungum saman fylgja kærum vini. Vini kveð ég, þakka þeim þessa sumarnætur viiku! Úti tekur iírund ok geim KÍaðasélskin mundum tveim. Héðan flyt ég fémætt heim; fagran söng og létta stoku. Vale! Iljálmar Ólafsson. Kveðja: Roshan Eggertsson Fædd 18. febrúar 1944. Dáin 13. marz 1979. Stundum er erfitt að horfa til vorsins. Meö hækkandi sól og sunnangolu koma farfuglarnir til þess að hafa sumardvöl. Þessir langfleygu fulltrúar fjarlægra stranda fylla loftið söng. Þeir eru tákn um tengsl okkar við umheim- inn. Án þessara tengsla væri íslensk menning lítils virði nema sem forvitnilegt fyrirbæri í sögu- bókum. Frá landnámi til þessa dags hafa Islendingar sótt reynslu til annarra þjóða. Auk þess hafa útlendingar á öllum öldum sest hér að og gert íslenska tungu og siði að sínum. Hvort tveggja eru dæmi um jákvæð samskipti við aðrar þjóðir sem hafa rennt nýjum stoðum undir íslenska menningu, gert hana fjölþættari og sterkari. Roshan Eggertsson lét ekki mikið yfir sér, en bjó yfir hljóð- látri fegurð í ríkum mæli.Viðmót hennar einkenndist af hógværri stillingu, einbeitni og alúð. Glað- lyndi hennar og lífsþorsti truflaði aldrei einlægan ásetning að semja sig að háttum þessarar þjóðar án þess að missa samband við eigin uppruna. Hún var af persnesku bergi brotin, fædd og uppalin í Teheran höfuðborg Irans. Hún var ein þriggja systra og kom frá heimili þar sem ríkti glaðværð og vakandi áhugi á menningu og listum. Hún gekk í menntaskóla jafnframt því sem hún stundaði nám við Konunglega ballettskólann. Þaðan lauk hún námi og var síðan boðin staða í listdansflokk höfuðborgar- innar. Móðurafi hennar er talinn höf- undur nútímamálfræði persneskar tungu og helsti túlkandi sígildra bókmennta á því máli. Hann var auk þess skáld og höfundur íranska þjóðsöngsins. Faðir hennar var um skeið fjárlaga- og hagsýslustjóri íranska ríkisins. Hann lést er hún var aðeins sextán ára að aldri. En það átti ekki fyrir Roshan að liggja að verða dansstjarna í heimalandi sínu. Móðir hennar ákvað að fara í framhaldsnám til Frakklands, en sendi dætur sínar í nám til Englands. Hún varð síðar prófessor í málfræði við Teheran- háskóla og gegnir enn þeirri stöðu. I Englandi kynntist Roshan ungum, íslenskum námsmanni, Þráni Eggertssyni og fóru þau síðar saman til Bandaríkjanna og gengu í hjónaband árið 1966. í Bandaríkjunum stundaði hún nám í lífefnafræði við Ohio State University og lauk þaðan prófi árið 1970. Jafnframt æfði hún nútímalistdans með frægum dans- flokki við sama skóla. Að námi loknu vann hún að rannsóknar- störfum. Það var einmitt um þetta leyti sem hún kenndi fyrst þess sjúkdóms sem síðar leiddi hana til dauða. Roshan og Þráinn komu til íslands árið 1972. Hún hóf fljót- lega nám í læknisfræði við Háskóla Islands þrátt fyrir minnkandi starfsþrek. En hana var tekið að gruna hvert stefndi. Hún hélt náminu áfram enn um sinn en sneri sér í auknum mæli að rannsóknarstörfum. Það var á þessum árum að ég kynntist Roshan. Kunningsskapur okkar þróaðist í vináttu, ekki síst eftir að við unnum saman að rannsóknum við Raunvisinda- stofnun Háskólans. Það var fyrst nú í vikunni sem leið að mér varð ljós sú innri barátta sem hún hlýtur að hafa átt í á þessum árum og síðar. Maður kemur í manns stað, segir máltækið. En í mínum huga verður skarð hennar ekki fyllt. Þessi geðþekki fulltrúi persneskar menningar á íslenskri grund er horfinn af sjónarsviðinu og kemur ekki aftur. Ég votta eiginmanni hennar og fjölskyldu sem er komin um langan veg að kveðja hana mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Óttar Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.