Morgunblaðið - 20.03.1979, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
Uppreisnar
Liu krafizt
Tokyo, 19. marz. AP
VEGGSPJALD hefur verið
hengt upp í Peking með kröfu
um að Liu Shao-chi, fyrrum
forseti, sem var settur af í
menningarbyltingunni, fái upp-
reisn æru. Hann mun nú vera
látinn.
Fundað um
Namibíu
New York, 19. marz. AP
FULLTRÚAR 11 landa komu
saman í New York í dag til að
reyna að bjarga tilraunum
þeim sem hafa verið gerðar á
undanförnum árum til að
tryggja Namibíu sjálfstæði að
afstöðnum kosningum undir
alþjóðlegu eftirliti.
Bandaríkin, Bretland, Vest-
ur-Þýzkaland, Frakkland og
Kanada stungu upp á fundinum
í síðustu viku þar sem bardagar
höfðu magnazt á sama tíma og
vopnahlé sem Sameinuðu þjóð-
irnar stóðu fyrir átti að taka
gildi.
Styttist í
Saltsamning
New York, 19. marz. Reuter.
CYRUS Vance utanríkisráð-
herra sagði í dag að Banda-
ríkjamenn og Rússar væru
iangt komnir með að leggja
síðustu hönd á nýjan
Salt-samning um takmörkun
gereyðingarvopna og að árang-
urinn kynni að koma í ljós eftir
nokkra daga.
Ehn hefur ekki verið ákveðið
hvenær eða hvar Carter forseti
og Leonid Brezhnev hittast til
að undirrita samninginn, en
Vance taldi að það yrði í
Bandaríkjunum.
Listaverki
stolið
Quhhio, 19. marz. AP
VERÐMÆTU málverki frá
fimmtándu öid „Madonna del
Melograno", var stolið úr lista-
safni i bænum - Qubbio á
Mið-Italíu um helgina. Það er
svo þekkt að ekki er hægt að
setja það á markað. Höfundur
verksins er ýmist talinn vera
Filippo Lippi, Nieri di Bicci eða
Pier Francesco Fiorentino.
Snjókoma
á fyrsta
sumardegi
Iaindon. 19. marz. AP.
MIKLUM snjó kyngdi niður á
Bretlandi um helgina og á
Norður-Englandi voru iúmlega
þriggja metra háir skaflar í
gær, á fyrsta degi brezks sum-
artíma.
„Astandið er ótrúlegt og eng-
inn trúir því án þess að sjá
það,“ sagði forstöðumaður
hjálparmiðstöðvar félags bif-
reiðaeigenda í Newcastle.
Félagið telur að 1500 bifreiða-
eigendur hafi íeyðzt til að
skilja eftir bíla sína á vegum
sem lokuðust vegna snjókomu.
Miklir kuldar eru líka á
meginlandinu. Hlutar Bret-
lands hafa einangrazt svo dög-
um skiptir og þetta hefur verið
versti vetur þar síðan 1963.
Afieiðingar jarðskjálfta í Mexíkóhorg í síðustu viku. Jarðskjálftar hafa verið nokkuð tíðir í landinu að
undanförnu.
Tíðir jarðskjálftar ergja Mexíkóbúa
Mexíkóborg, Mexíkó, 19. marz. AP.
JARÐSKJÁLFTI skaut íbúum Mexíkóborgar skelk
í hringu á sunnudag, en þrátt fyrir skcmmdir á
mannvirkjum urðu engin slys á fólki.
Skjálftinn mældist 5,5 stig á Richterkvarða og
reyndust upptök hans vera í um 350 kflómetra
fjarlægð suðvestur af höfuðborginni. Stórar bygg-
ingar sveifluðust til í skjálftanum, en engar
meiriháttar skemmdir urðu.
Fólk flúði hins vegar út á götur víðs vegar um
landið og talsverður ótti greip um sig meðal íbúa.
Ástandið lagaðist þó brátt þar sem rafmagn fór ekki
af og vatnsból breyttu sér ekki.
I fyrri viku varð í Mexíkó skjálfti sem mældist 7,9
stig á Richter og urðu meiriháttar skemmdir á
mannvirkjum í höfuðborginni. Fimm manns fórust í
þeim skjálfta og um 100 særðust.
Sakaruppgjöf í
boði í Rhódesíu
Salisbury, 19. marz. AP.
RHÓDESÍSKAR herflug-
vélar, sem venjulega eru
notaðar til að flytja her-
menn til að berjast gegn
skæruliðum, vörpuðu yfir
stöðvar þeirra um helgina
flugmiðum með áskorun-
um um að hætta bardögum
þar sem þeir hefðu fengið
skilyrðislausa uppgjöf
saka.
Aden, 19. marz. AP.
Brottflutningi liðsafla
Norður- og Suður-Jemena
frá stöðvum sem þeir hafa
tekið herskildi í landa-
mærabardögum á undan-
förnym þremur vikum er
lokið að sögn yfirmanns
vopnahlésnefndar Araba-
bandalagsins Ibrahim
Mohammed Younis hers-
höfðingja frá Sýrlandi.
Brottflutningurinn hófst á
laugardag og honum lauk um
helgina, fimm dögum fyrr en
stefnt var að. Younis hershöfðingi
kvað þetta bera vott velvild og
einlægni beggja deiluaðila og sýna
skilning á alvöru ástandsins er
ríkti um þessar mundir í Araba-
heiminum.
Vopnahlésnefndin var skipuð á
skyndifundi utanríkisráðherra
Afababandalagsins í Kuwait fyrir
tveimur vikum. Hvor deiluaðili um
sig hefur sakað hinn um að hafa
átt upptökin að bardögunum sem
hófust 23. febrúar.
Arababandalagið kallaði utan-
ríkisráðherrana saman til fundar-
ins í Kuwait þar sem það óttaðist
að bardagarnir gætu leitt til tog-
streitu milli Bandaríkjamanna og
Rússa um yfirráð yfir Arabíu.
Samkomulagið um vopnahléð
Æðsti yfirmaður rhódrsíska
heraflans, Peter Walls hershöfð-
ingi, kunngerði sakaruppgjöfina
um helgina, einum mánuði fyrir
þingkosningarnar sem skæruliðar
hafa ákveðið að grafa undan.
Yfirlýstur tilgangur sakarupp-
gjafarinnar er að fá skæruliða sem
eru orðnir þreyttir á sex ára
skærustríði til að gefast upp og
taka þátt i kosningunum þannig að
auknar líkur verði á því að nýja
stjórnin fái alþjóðlega viðurkenn-
ingu.
tókst fyrir nokkrum dögum í
kjölfár heimsóknar forseta
suður-jemenska herráðsins til
Sanaa, höfuðborgar
Norður-Jemens, og heimsóknar
forseta norður-jemenska herráðs-
ins til Aden um helgina.
Viðræður hershöfðingjanna
leiddu til þess að aftur var komið á
fjarskiptasambandi og flugsam-
göngum milli landanna. Vega-
samgöngur verða aftur leyfðar 26.
marz.
1956 — Frakkar viðurkenna
sjálfstæði Túnis.
1848 — Lúðvík I, konungur
Bæjaralands, leggur niður völd.
1815 — Napoleon kemur til
Fontainebleau („Hundrað dag-
arnir" byrjar).
1602 — Hollenzka Aust-
ur-Indíufélagið stofnað.
1549 — Thomas Seymour, æðsti
maður enska flotans, tekinn af
lífi.
Afmæli: Ovid, rómverskt skáld
(43 f. Kr. - 17 e. Kr.) - Henrik
Ibsen, norskur ieikritahöfundur
(1828—1906) — Benjamino Gigli
ítalskur óperusöngvari
Tveir af fjórum leiðtogum
rhódesísku stjórnarinnar, Abel
Muzorewa biskup og Ndabaningi
Sithole, höfnuðu í gær síðustu
friðaráætlun Breta og Bandaríkja-
manna. Þar er gert ráð fyrir
þingkosningum undir eftirliti
Sameinuðu þjóðanna og með þátt-
töku skæruliðaleiðtoganna Joshua
Nkomo og Robert Mugabe.
Alls hefur einni milljón flug-
miða með tilboðinu um skilyrðis-
lausa sakaruppgjöf verið varpað
yfir stöðvar skæruliða. Bæði
Nkomo og Mugabe hafa hafnað
kosningum og skæruliðasamtökin
Zapu hótuðu í dag að skjóta niður
allar flugvélar sem flygju yfir
stöðvar þeirra. Samtökin hafa
viðurkennt að hafa skotið niður
tvær rhódesískar áætlunarflug-
vélar, í september og í síðasta
mánuði.
Castro lét
500 lausa
Havana, 19. mars. Reuter.
KÚBUYFIRVÖLD létu í fyrri viku
um fimm hundruð pólitíska fanga
lausa úr haldi. Er þetta liður í
áformum þeirra um að sleppa
þrjúþúsund og sex hundruð slíkum
föngum en tafir hafa orðið á
framkvæmdinni til þessa.
(1890-1957).
Andlát: Hinrik IV Englands-
konungur 1413 — Sir Isaac
Newton, vísindamaður, 1727 *—
Lúðvík Kossuth, stjórnmálaleið-
togi, 1894 — Curzon lávarður,
stjórnmálaieiðtogi, 1925 —
Ferdinand Foch, hermaður 1929
— Brendan Behan, leikritahöf-
undur, 1964.
Innlent: Landsnefndin fyrri
skipuð 1770 — Castenskioid
skipaður stiftamtmaður 1813 —
Tilskipun um peningagildi 1815
— Bær ferst í snjóflóði í
Skutulsfirði 1818 - f. Jón Ólafs-
son 1850 - d. Páll Pálsson
Boeing biðl-
ar til Araba
Kuwait, 19. marz. AP.
TVEIR af forstjórum banda-
rísku flugvélaverksmiðjanna
Boeing buðu í dag fjárfesting-
araðilum í olíuríkinu Kuwait
við Persaflóa að kaupa hluta-
bréf í fálaginu.
En stjórnarformaður Boeing,
T.A. Wilson, sagði að félagið
væri mótfallið því að Kuwait-
búar eða aðrir Arabar kæmust
í meirihlutaaðstöðu þar sem
það mundi vekja ótta hjá öðr-
um hlutabréfaeigendum í
Bandarikjunum.
Flugslys
í Moskvu
Moskvu, 19. marz. AP — Reuter.
SOVÉZK farþegaþota af
gerðinni TU-104 fórst í
nágrenni Vnukovo-flugvallar í
Moskvu á laugardag og með
henni nokkrir farþegar. Flug-
vélin var í áætlunarflugi milli
Moskvu og Odessa.
Fréttastofan Tass hefur
varist allra frétta af slysinu. Af
þeim sökum er ekki vitað hve
margir fórust, en vélar af
þessari gerð geta flutt allt að
100 farþega.
Sjónarvottar skýrðu frá því,
að margar sjúkrabifreiðar og
slökkvibifreiðar hefðu farið
með miklum hraða til flug-
vallarins á laugardagskvöldið
þegar slysið varð.
Ekkert hefur verið látið uppi
um tildrög slyssins, en dimm-
viðri var í Moskvu á laugardag
og mikil snjókoma.
Hermaður
fórst
á N-írlandi
Newton Hamilton,
N-írlandi, 19. marz, AP.
BREZKUR hermaður fórst og
fjórir særðust í árás hryðju-
verkamanna á her- og lögreglu-
stöð í Newton Hamilton í
Armagh-héraði í dag. Tveir
Lögregluþjónar særðust einnig
svo og óbreyttur borgari.
Að sögn talsmanns hersins
var allt að sjö fallbyssukúlum
skotið frá vöruflutningabifreið
sem stóð á bílastæði í 450
metra fjarlægð frá stöðinni.
Flestar kúlnanna hæfðu her-
stöðina og ollu miklum
skemmdum. Ein kúlan tætti í
sundur þak á hóteli í
grenndinni og skemmdi þrjár
verzlanir.
Engin samtök hafa lýst sig
ábyrga fyrir sprengjuárásinni,
en grunur leikur á að írski
lýðveldisherinn (IRA) hafi ver-
ið að verki. Starfsemi IRA er
einna öflugust á Armagh—
héraði.
stúdent 1877 — „íslendinga-
bragur“ Jóns Ólafssonar birtur
1870 — „Kong Trygve" ferst út
af Langanesi 1907 — „Brúar-
foss“ kemur 1927 — d. Jón
Þorláksson 1935 — f. Björn
Þorsteinsson 1918.
Orð dagsins: Markaðurinn er
afmarkað svæði þar sem menn'
geta svindlað hver á öðrum —
Anacharsis, skýþískur heim-
spekingur (um 600 f. Kr.).
Brottflutningi
lokið í Jemen
Þetta gerðist