Morgunblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 47 Myndin var tekin af fundi þeirra Yassers Arafats. leiðtoga PLO, samtaka Palestínuskæruliða, og Husseins Jórdaníukonungs þar sem leiðtogarnir ræddu um samningsuppkast Carters Bandaríkjaforseta að friðarsamningi ísraelsmanna og Egypta. Símamynd AP Fór Brzezinski erindisleysu? Kairó, Egryptalandi, 19. marz. AP. ZBIGNIEW Brzezinski, ráðgjafi Jimmy Carters Bandaríkjaforseta á sviði öryggismála, sagði í gær að för hans til Jórdaníu og Saudi-Arabíu hefði verið uppörvandi, en þar reyndi hann að afla stuðnings ráðamanna við friðarsam- komulag Israelsmanna og Egypta. Brzezinski er ekki sagð- ur hafa haft erindi sem erfiði í för sinni, því flest þótti benda til þess, að yfirvöld Jórdaníu og Saudi-Arabíu héldu áfram að gagnrýna samkomulag ísraelsmanna og Egypta á þeirri forsendu, að sam- komulagið leysti aðeins innbyrðis deilur Egypta og ísraelsmanna en væri eng- in lausn á vandamálum Miðausturlanda í heild. Yfirvöld í Riyadh og Amman gáfu út yfirlýsingu að loknum fundurri við Brzezinski og sögðu þar, að þau væru hlynnt því að samið yrði um allsherjarfrið í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Embættismenn í Kairó gáfu í skyn, að þeir yrðu ánægðir ef árangur af för Brzezinskis yrði sá, aö Saudi-Arabar beittu Egypta ekki efnahagsþvingunum vegna samninganna við Israelsmenn. Saudi-Arabar veittu Egyptum tæpan milljarð Bandaríkjadala í efnahagsaðstoð á síðasta ári. Eftir komuna frá Jórdaníu og Saudi-Arabíu átti Brzezinski rúm- lega klukkustundar fund með An- war Sadat forseta. Greindi Brzez- inski Sadat frá viðræðum sínum í Jórdaníu og S-Arabíu og að fund- inum loknum sagðist Brzezinski vera þeirrar skoðunar, að aldrei fyrr hefði framtíð friðarsáttmála ísraelsmanna og Egypta verið eins björt. Sáttmálinn væri hyrningar- steinn varanlegs friðar í Miðaust- urlöndum. Veður víða um heim Akureyri -5 snjóél Amsterdam 4 skýjað Apena 22 heiðskírt Barcelona vantar Berlín 0 snjókoma BrUssel 7 skýjaö Chicago 21 rigning Frankfurt 11 skýjaó Genf 7 mistur Helsinki -7 heióskírt Jerúsalem vantar Jóhannesarb. 29 heiðskírt Kaupmannah. -5 heiöskírt Lissabon 13 heiðskírt London 10 rigning Los Angeles 16 rigning Madríd 10 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Miami 22 heiöskírt Moskva 2 heiðskírt New York 11 heiðskírt Ósló -7 heiðskírt París 10 rigning Rio De Janeiro 30 skýjað Reykjavík -4 léttskýjað Rómaborg 15 skýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Tel Aviv vantar Tókýó 12 skýjað Vancouver 11 heiöskírt Vínarborg 13 heiðskírt Rómaborg. 19. marz, AP. NÆR öruggt er talið, að efnt verði til þingkosninga á Ítalíu á næstu mánuðum, eða um tveimur árum fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Helzta ágreiningsefni þingflokkanna er hvenær efnt skuli til kosninganna og eiga mikil átök sér stað bak við tjöldin um dagsetn- ingu þeirra. ítalir kjósa fulltrúa sína á Evrópuþing 10. júní næstkomandi og ríkir ágreiningur meðal flokk- anna um hvort efna skuli til þingkosninganna samtímis. Kommúnistar eru því einkum mót- fallnir þar sem þeir telja að það geti haft áhrif á fylgi þeirra þar sem þeir eru sammála öðrum ítölskum flokkum um evrópskt samstarf en berjast hinsvegar hatrammri baráttu um völdin heima fyrir. Kristilegir demókratar eru hlynntir þingkosningum 10. júní, en smærri flokkar óttast að kosn- ingar þá verði til þess að þeir falli tjöldin að reyna að negla saman í skuggann af innbyrðis átökum kommúnista og kristilegra demókrata. Andreotti forsætisráðherra hef- ur fært sér þetta ástand í nyt og unnið að því öllum árum á bak við minnihlutastjórn. Takmark hans er að móta stjórn og láta koma til kasta þingsins að ákvarða lífdaga slíkrar stjórnar, en nær öruggt er talið að minnihlutastjórn hans yrði hafnað. Gæfan brosir á ný við Amin Nairobi. 19. marz. AP. IDI Amin Ugandaforseti spáði sigri í dag og sagði að hann og herforingjar hans hefðu samið „nýja hernaðaráætlun“ til þess að hrekja innrásarlið Tanz- aníumanna og útlaga frá Uganda. „Með festu munum við sigra,“ sagði Amin þegar hann kom úr heimsókn til hermanna á vígstöðvunum. „Enginn ætti að hafa áhyggjur. Við ráðum við ástandið. Ummælum Amins var útvarpað og þau gefa til kynna að aðstaða Ugandamanna hafi gerbreytzt. Aðeins eru nokkrar vikur síðan fréttir hermdu að Amin hefði fengið liðsauka og vopn frá Araba- löndum, að hann hefði sagt að ástandið væri alvarlegt og bað Ugandamenn að biðja fyrir þjóð- inni. Síðustu fréttir af innrásinni herma að hún hafi stöðvazt nálægt bænum Lukaya 80 km fyrir sunn- an Kampala þar sem báðir aðilar segja að gífurlegt manntjón hafi orðið í meiriháttar orrustu fyrir einni viku. Blað Tanzaníustjórnar, Sunday News segir, að andstæðingar Am- ins hafi náð Lukaya á sitt vald eftir harða orrustu sem hafi staðið í þrjá daga. Það segir að 2.000 Ugandahermenn hafi barizt í bæn- um. Aðrar fréttir herma að lið Ugandastjórnar hafi notið stuðn- ings Líbýumanna og Pal- estínu-Araba. Sagt er að lið Tanz- aníumanna og útlaga hafi verið skipað 7.000 mönnum. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í blaðinu að tvær af hersveitum Amins hafi verið „nær algerlega útrýmt" og tveir af æðstu foringjum hans hafi fallið. Blaðið segir að lið andstæðinga Amins hafi tekið herfangi mikið af hergögnum sem Amin hafi fengið nýlega. Að sögn blaðsins treysta Tanzaníumenn og útlagar vígstöðu sína við Lukaya um þessar mundir til undirbúnings áframhaldandi baráttu. Uganda-útvarpið gaf í skyn í dag að gripið yrði til hefndarað- gerða gegn óbreyttum borgurum ef Amin tækist að ná suðurhluta Uganda aftur á sitt vald. Útvarpið hafði eftir Ali Fadul hershöfðingja og Ibrahim Garandi ofursta, sem er landbúnaðarráð- herra, að allmargir Baganda-menn og Banyankore-menn ynnu með „landráðamönnum". Fimdiðstórt olíusvæði við Mexíkó Kosningar taldar yfírvofandi á Italíu Cadereyta, Mexíkó, 19. marz, AP. MEXÍKANAR hafa fundið nýtt og hugsanlega stórt olíusvæði undan vestur- strönd landsins, að því er forstjóri olíufyrirtækis ríkisins tilkynnti í gær. Alls er svæðið 47,200 fer- kílómetrar að stærð, en undirbúningsrannsóknum á svæðinu er ekki lokið og því enn óljóst hve mikil olía kann að leynast þar. Rannsóknir Mexíkana að undanförnu benda til þess, að olíu sé að finna víða við strendur Mexíkó, en Mexíkanar eru á góðri leið með að verða eitt mesta olíuveldi veraldar. Sérfræð- ingar segja að í dag hafi aðeins tíundi hluti hugsan- legra olíusvæða landsins verið rannsakaður. Um síðustu áramót var talið að olíu- og jarðgasauður Mexíkana hljóðaði upp á rúma 40 milljarða tunna. Með tvö hjörtu Madison, Wisconsin, 19. marz, AP. IIJARTA var grætt í konu í fyrri viku þar sem hjarta hennar var mjög veilt og slá því tvö hjörtu hlið við hlið í brjóstholi konunnar. Líðan konunnar er eftir atvikum góð. Aðgerðin var að því leyti sérstæð að auk hjartans var einnig beinmergur úr hjarta- gjafanum græddur í konuna. F áfræði og eigingirni undirrót offjölgunar og pínu mar gs konar Washington 16. marz. AP. EIGINGIRNI karla og fáíræði kvenna er meginástæða hinnar hamslausu offjölgunar í heiminum og margra þrauta og þjáninga sem vandamálið leiðir af sér í fátækum löndum heims. Þetta kemur fram í bók sem bandarísk kona, Pamela Huston, liðsstjóri í Friðarsveitum Bandarfkjamanna hefur sent frá sér. Bók Pamelu heitir „Third World Women Speak out“ og þar greinir frá inntaki samtala við konur í Túnis, Kenya, Súdan, Egyptalandi, Sri Lanka og Mexico. I E1 Medani í Súdan greindi hópur kvenna henni frá umskurði á konum sem þar er við lýði. Súdanskar konur mega ekki láta í ljós ánægju meðan þær hafa kynmök, sagði ein þeirra. Þess vegna er gerð aðgerð á kynfærum þeirra, snípurinn skorinn af, svo að engin hætta sé á að þær hafi ánægju af eða hug á samræði. Eftir umskurðinn er holdið saumað saman, en fyrir barnsfæðingu verður þó að spretta því upp. Ein kona, sem hún talaði við, hafði átt sjö börn og verið saumuð saman átta sinnum. Höfundur segir, að þessi kona hafi enga möguleika á að neita níunda saumnum ef eiginmanni hennar hugnaðist það að eiga með henni stund, sem hann teldi vera sinn rétt. I Suður-Mexico spurði hðn Indjánakonu hvort karlar í þorpinu leyfðu konum sínum að nota getnaðarverjur. Svarið var afdráttar- laust nei. Hún sagði það skoðun karla að eina ástæðan, sem eiginkona hefði til að láta í ljós þá ósk væri sú, að hún hefði fellt hug til annars manns. Mary Mwado, fjölskylduráðgjafi í Mombasa, sagði henni hvers vegna karlar í Kenya væru andsnúnir því að nota getnaðarverjur: „Sumir segja, að þeir geti séð fyrir börnuð sínum og sjá ekki tilgang í því að takmarka barnsfæðingar. Aðrir segja að þeir sjái ekki af hverju þeir ættu að sinna slíku þar sem hugmyndin sé ekki afríkönsk heldur aðskotahugmynd frá Vesturlöndum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.