Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 13 Eigum nú fyririiggjandi fjölbreytt úrval feröatækja mono og stereo. Öll Sharp tækin eru meö hinu frábæra sjálfleitarkerfi APSS, sem Sharp hefur einkaleyfi á. Þaö eru svo margir fylgihlutir í Sharp feröatækjum aö þaö er hreint ótrúlegt og ekki pláss hér á síöunni til aö tíunda þau öll — komiö því og kynniö ykkur þaö sem Sharp býöur uppá. / Ibúasamtök Vesturbæjar og Þingholts: Fundur um lóða- og fasteignamat í gamla bænum Tónleikar í Hamrahlíð HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í sal Menntaskólans við Hamrahlíð sunnudaginn 8. aprfl kl. 17.30. Stjórnandi verður Marteinn Hunger Friðriksson, en einleikari á trompett Ásgeir Hermann Stein- grímsson og er það fyrri liður á einleikaraprófi hans frá skólanum. Bingó til styrktar lömuðum og fötluðum EINS OG undanfarin ár verður bingó í Sigtúni á skírdag. Er þetta einn liður f árlegri fjáröfl- un kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Verkefni eru ávallt mörg og brýn, en fé það sem inn kemur er notað til tækja- kaupa, bæði varðandi sjúkra- og iðjuþjálfun. Einnig er nú verið að hefja framkvæmdir við viðbyggingu við Æfingastöðina á Háaleitisbraut 13, sem lengi hefur staðið til því segja má að stöðin sé löngu orðin of lítil. Fólk er ætíð á löngum biðlista til að komast í æfingar, þar sem stöðin annar ekki þeim sem þurfa á hjálp að halda. Nú er verið að kaupa stutt- bylgju- og hljóðbylgjutæki, einnig kemur til með að vanta margt þegar hið nýja húsnæði kemst í notkun. Það er von okkar í kvennadeild- inni að fólk fjölmenni á skemmtun þessa, því það safnast þegar saman kemur. ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar og Þingholts gangast fyrir almenn- um fundi um lóða- og fasteigna- mat í gamla bænum næstkomandi mánudagskvöld kl. 20:30 í Iðnó. Frummælandi verður Stefán Ingólfsson deildarverkfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins og mun hann gera grein fyrir þeim aðferðum, sem notaðar eru til að meta hús og Ióðir. í frétt frá íbúasamtökunum segir að tilefni þessa fundar sé hið háa lóðamat í hverfunum kringum miðbæinn þar sem þróunin hafi orðið sú að lóðamat sé víða komið fram úr markaðsverði og sé sjaldnast í samræmi við notagildi eða afrakstur viðkomandi fast- eignar. Hafi þetta háa lóðamat ásamt háum fasteignagjöldum orðið til þess að gera búsetu í hverfum þessum erfiðari en ella og sé í andstöðu við yfirlýsta stefnu borgaryfirvalda að efla byggð á þessu svæði. Vilja íbúasamtökin að við mat íbúðarhúsalóða verði miðað við notagildi lóðanna eins og það er á hverjum tíma, en ekki við hugsanlega nýtingu. Þrennir tónleikar Tónskólans TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar efnir til þriggja tónleika á næstunni. Hinir fyrstu verða í Menntaskólanum við Hamrahlíð í efnisskránni og kennir þar margra grasa. Á mánudaginn klukkan 20.30 held- ur Tónskólinn tónleika í kirkju dag klukkan 14. 16 atriði eru á *■ Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Aðalverkefni á efnisskránni er páskakantatan „í dauðans böndum Drottinn lá“ eftir J.S. Bach. Loks efnir skólinn til tónleika i Norrræna húsinu miðvikudaginn 2. maí klukkan 20.30. GF — 9191 Tölvur ^ Eigum nú mikið af frábærum tölvum frá SHARP, m.a. EL 8144 tölvuna meö innbyggöri klukku, starti, dagatali og minni. Einnig EL 8140 tölvuna sem er ein sú þynnsta á markaðnum, aöeins 3,8 mm á þykkt. Verð frá kr. 8.900- FEROATÆKIN ERU MEIRA /á mllrfu meira en venjuleg feróatæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.