Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 25 Kökubasar og flóamarkað- ur í Öskjuhlíðarskóla í dag Kökubasar og flóamarkaður verður í Öskjuhlíðarskóla v/Reykjanesbraut (gegnt Fossvogskirkju) sunnudaginn 8. aprfl kl. 14. Öskjuhlíðarskóli er skóli fyrir þroskaheft börn og unglinga. Nemendum skólans hefur undan- farin ár gefist kostur á 2 mánaða sumardvöl. Dvalið hefur verið í ýmsum heimavistarskólum á Suður, Vestur- og Norðurlandi. Ræstingarkonur Öskjuhlíðar- skólans munu nú eins og undan- farin ár sjá um kökubasar, en ágóða hefur verið varið til að greiða eldri nemendum iaun fyrir ræstingarstörf í sumardvöl. Auk kökubasars mun að þessu sinni verða flóamarkaður til ágóða fyrir ýmsa starfsemi foreldra og kennarafálags Öskjuhlíðarskóla, en félagið sér m.a. um rekstur sumardvalar. Mikið af góðum kökum og munum verður á boðstólnum. Bréf Sovétmanna um olíutanka og hafnar- aðstöðu 1 Reykjavík ( framhaldi af fréttum og skrifum Morgunblaðsins um tilboð Sovétmanna um aðstoð við byggingu olfutanka í Reykjavík hefur Morgunblaðinu borizt bréf frá Vilhjálmi Jónssyni, forstjóra Olfufélagsins hf., með afriti af bréfi, sem viðskiptafulltrúi Sovétrfkjanna á íslandi hefur sent félaginu um þetta efni. Bréf þetta fer hér á eftir f fslenzkri þýðingu svo og fslenzk þýðing á bréfi þvf, sem sovézka viðskiptafulltrúanum barst frá „Latvian Steamship Company“ í Sovétríkjunum varðandi þetta mál, en íslenzku olfufélögin fengu afrit af þvf bréfi frá viðskipafrulltrúanum. Bréf skipafélagsins til viðskiptafulltrúans „Með tilvísun til bréfs yðar varðandi viðkomu tankskipsins „TSESIS" í Reykjavík, ferð 26/9/78, tilkynnum vér hér með eftirfarandi: 1. Dæling í landleiðslur getur því aðeins átt sér stað að um það sé beðið af móttakendum og aðeins dælt með lofti. Dæling í leiðslurn- ar með sjó, eftir að dæling á olíu hefur átt sér stað, er tengd áhættu vegna mengunar eða vatnsblöndunar farmsins og getur því aðeins átt sér stað að móttak- endur afhendi skriflega beiðni þar sem tekið sé fram, að skipið sé undanþegið allri ábyrgð af hugsanlegum afleiðingum dælingarinnar. 2. Nauðsynlegt er að móttakendur farmsins leggi til örugga bryggju til bindingar skipanna. 3. Taka á sjó-ballest samtímis land- dælingu á farmi getur því aðeins farið fram að móttakendur farms- ins afhendi skriflegt leyfi, þar sem tekið sé fram, að skipið sé ekki ábyrgt fyrir hugsanlegri sjómengun farmsins, enda sé gætt fyllstu varúðarráðstafana af hendi skipsins. 4. Varðandi meðhöndlun rússneskra tankskipa í íslenskum höfnum, telur Latvian Steamship Company að vegna veðurfars og siglingarað- stæðna sé Reykjavíkurhöfn óörugg („unsafe") sökum tíðra storma, ófullnægjandi dráttarbáta, og höfnin tryggir ekki nægilegt öryggi fyrir tankskipin við bindingar og landdælingar. 5. Varðandi kröfu skipstjóra, sem sett var fram í gegnum umboðs- mann skipsins, um að móttak- endur greiði bætur vegna hreins- unar á dekki skipsins af olíu þeirri, sem fór til spillis hjá starfsmönnum móttakenda, telur skipafélagið kröfu þessa algjör- lega sanngjarna og bendir á að nauðsynlegt sé að olíufélögin geri nauðsynlegar ráðstafanir til að hindra óhreinkun tankskipanna." Bréf viðskiptafulltrúans til Olíufélagsins „Sem umsjónarmönnum með olíu- flutningum frá Sovétríkjunum til íslands hefur okkur virzt olíufélögin aðeins panta nóg til að fullnægja þörf líðandi stundar og ekki leggja fyrir umframbirgðir sökum tak- markaðs geymslurýmis. Vegna sérstakra aðstæðna í Reykjavíkurhöfn er aðeins hægt að afferma flutningaskip af ákveðinni hæð og lengd en enn aðrar aðstæður valda því að geymslurými eru skorður settar og ekki unnt að taka við viðbótarvarningi. Af þessum sökum kemur það olíufélögunum í vissan bobba að geta ekki sinnt kröfum viðskiptaaðilans, þegar V/O „Sojuznefteexport" á erfitt með að gera út sérstaklega útbúið skip til að afhenda farminn. Það er skoðun okkar að bezta leiðin til að vinna bug á áðurnefnd- um annmörkum sé að olíufélögin komi sér upp viðbótargeymum í Reykjavík. Ókkur er aufúsa í að fræða yður um að V/O „Mashino- export" í Moskvu telur sig geta séð yður fyrir olíugeymum með þetta í huga. Fyrirtækið hefur sent okkur vöru- skrá sína yfir tilbúnar stálplötu- rúllur fyrir birgðageyma og væri okkur ánægja í að senda yður hana til umhugsunar. Geymissamstæðan innifelur eftir- farandi: botn í rúllum (3,2 metrar í þvermál, 12 metrar á lengd, þyngd allt að 37 tonn), geymisþil, einnig í rúllum (þvermál 3,2 metrar, lengd 12 metrar, þyngd allt að 62 tonn), þak í bútum (pakkinn allt að 10 tonn) auk viðbótarhluta svo sem a) stokka b) þakgrinda c) hring- og sporöskju- lagaðra lúkuopa d) að- og fráveitu- hólka (þvermál eins og kaupandinn óskar) til áfyllingar og aftöppunar e) ljóskastara til að koma fyrir á þaki f) mælipípa. V/O „Mashinoexport" getur einnig afhent annars konar geymaútbúnað gegn viðbótarþóknun: loft- og öryggisventla, eldvara, sýnistaka o.sv. frv. Kaupendur panta og ákveða sjálfir sérstakan fjölda og tegund þeirra tækja, er koma á upp í samræmi við tæknilegar þarfir þeirra. V/O „Mashinoexport “ getur einnig útvegað raftæki til járnsuðu- viðgerða. Ganga má frá einni samstæðu, er tæki 1000 teningsmetra (grunnur og vélakostur, kranar, rafsuðutæki efni og áhöld til staðar) á þremur til fimm dögum, með fimm til sjö sérhæfðum mönnum. Undir sömu kringumstæðum gætu níu til fimmtán menn komið fyrir 2000—20000 teningsmetra geymi á níu til þrjátíu dögum. Afhendingartími er sex til níu mánuðir eftir að pöntun hefur borizt. Verð fer eftir gerð, máli og magni pöntunar og myndi V/O „Mashinoexport" meta það eftir móttöku pöntunarinnar. Það er von okkar að þér hafið gagn af þessum upplýsingum. Vonumst eftir svari." TVT l ii r i • AUGLÝSING —— Nelson blyteinar Tæknibylting í netaveiðum síðustu sendingar á þessu vori væntanlegar um helgina. undan að afgreiða í pantanir. Hafa Nelson teinarnir hlotið mikið lof meðal skipstjóra, þeir séu sterk- ir og endingargóðir, standi vel mál og vindi ekki upp á sig. Sumir hafa haldið því fram að ekki sé völ á betri blýteinum. A miðvikudag var verið að skipa upp úr Skaftá send- ingu af NELSON blýtein- um. Voru þeir allir seldir fyrirfram og afhentir kaupendum um leið og rúllurnar komu í land. Von er á tveimur skipum til landsins um helgina með sendingar af NELSON blýteinum. Eitthvað mun enn óráð- stafað úr þeim sendingum, sem verða þær síðustu á þessu vori. Netasalan hf í Reykjavík flytur inn NELSON blýteinana, sem notið hafa mikilla vinsælda á þessari vetrarvertíð. Nelson blýteinarnir eru arftaki NELSON teinatógsins, sem vinsælt hefur verið meðal íslenzkra sjómanna um árabil. Svo mikil eftirspurn hefur verið í blýteininn að Netasalan hefur ekki haft NELSON blýteinum skipað upp úr Skaftá. Fullkominn kíðabúnaöur fyrir alla fjölskylduna Þegar hönnun og framleiðsla skiða er annars vegar standa fáir - ef nokkrir - Austurrikismönnum á sporði. Nú býður Sportval ótrúlegt úrval hinna heimsfrægu skíða þeirra - og allir finna skiði við sitt hæfi. Fjölskyldur, byrjendur, áhugamenn, keppendur, - leiðin liggur í Sportval. SP0RTVAL I Vió Hlemmtorg-simar 14390 & SALOMON 727 Frönsk tækni, byggð á áratuga reynslu, nýtur sín til fults í Salomon öryggisbindingunum, - ..óruggustu öryggisbindingunum*' Caber. Allir eru sammála um fegurð og gæði itölsku Caber skónna. Þægilegir en traustir - sannkölluð meistarahönnun og framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.