Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 15 að skrifa um sér, hvort sem það vaeri last eða hrós. Það er engin ópera án minni hlutverka, þetta allt skapar heildina. Magnús Jóns- son hefur verið, og er einn af okkar fremstu tenórum. Hann söng sam- fleytt 14 ár við Konunglegu óper- una í Kaupmannahöfn. Magnús er alltaf jafn hógvær og lítillátur, það er meira en hægt er að segja um aðra listamenn, sem hafa þó gert minna en hann í þágu listar á Islandi. Ég vil benda Þorkeli á það, af því það virðist hafa farið frám hjá honum, að Magnús söng og lék Canio með glæsibrag. Ég hefi oft hlustað á þessa óperu bæði hér og erlendis, og hef því mjög góðan samanburð, t.d. hlustaði ég á Benjamino Gigli í þessu hlutverki. Við getum verið misjafnlega upplögð, en fólk má ekki gleyma því, að við berum hljóðfærið í okkur, svo ekkert má út af bera. Þorkell tónskáld sagði, að það hefði verið að frumflytja „I Pagli- acci“, það er ekki rétt. Hún var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1954. Þorsteinn Hannesson söng Canio, Þuríður Pálsdóttir og Stína Britta Melander sungu Neddu, Guðmund- ur Jónsson söng Tonio, Gunnar Kristinsson söng Silvio og Harlek- in var sunginn af Árna Jónssyni. Einnig var frumflutt óperan „Cavalleria Rusticana“. Ketill Jensson söng Turriddu, Guðrún Á. Símonar söng Santuzzu, Guð- mundur Jónsson söng Alfio, Þuríð- ur Pálsdóttir söng Lolu og Guðrún Þorsteinsdóttir söng Mamma Lucia. María Markan söng San- tuzzu 3 skipti sem gestur. „Cavalleria Rusticana" var sungin á íslenzku en „I Pagliacci" á ítölsku. Hvernig væri að þessir sjálfvöldu ungu gagnrýnendur kynntu sér söngsögu okkar Islend- inga, áður en þeir tækju sér penna í hönd, og skrifuðu eintóma vit- leysu. Ég vil einnig benda yngri söngv- urum á, að þeir kynntu sér sögu eldri söngvara, þeir hefðu bara gott af því, það myndi kannski koma þeim í skilning um það, að það voru og eru til aðrir söngvarar á undan þeim, sem hafa gert marga stórkostlega hluti. „Hver er það?“ Það getur vel verið að visst snobbfólk finnist ég vera með rembing, en ég er alltaf að sjá og heyra betur og betur hvað við erum og höfum verið góð, við þurfum ekki alltaf þetta erlenda heimsfræga fólk. Að vera heims- frægur er dálítið skrýtið fyrir- bæri. Þú ert bara heimsfrægur innan viss hóps. Einu sinni spurði ég venjulegt fólk á Ítalíu, nánar tiltekið Mílano, um Renötu Tebaldi. Svarið sem ég fékk var „chi é?“ Lauslega þýtt „hver er það?“ Þið munið þegar að „Smokie Popparar" komu hingað, þá var Rostroprovich staddur hérna. Þeir voru spurðir hvort þeir ætluðu ekki að hlusta á hann. Þeir sögðu einum rómi „Who is he?“ Svo þið sjáið, að vera frægur eða ekki frægur, er dálítið skrýtið. „Að hætta að vera hógvær“ Nú eiga söngvarar að hætta að vera hógværir og lítillátir, þeir ættu að taka sér aðra stéttahópa til fyrirmyndar, t.d. leikara, þeir kunna að bjarga sér og ota sínum tota, eins og virðist þurfa að gera. Garðar Cortes stjórnaði óper- unni og Þuríður Pálsdóttir leik- stýrði, en Þorkell minnist ekki á þau í grein sinni. Garðar var nú þarna beint fyrir framan okkur að stjórna, og hann er stór og glæsi- legur maður, það er ekki hægt annað en að sjá hann. Þuríður Pálsdóttir óperuleikstjóri hefur einnig stóru hlutverki að gegna. Hvernig þætti Þorkeli ef það hefði ekki verið minnst á hann, þegar hann frumflutti sína óperu, sem bar nafnið Rafmagnsheilinn? „ítölsk Þorp eru mishæðótt“ Bryndís Schram fyrrverandi dansmær og kennari skrifaði gagnrýni um óperuna í Vísi 15. marz. Bryndís skrifaði að kórinn hefði staðið sig mjög vel, en hins vegar var greinilegt að þrengslin yllu vandræðum, menn voru að rekast hver á annan og hrasa á mishæðóttu gólfinu. Itölsk þorp eru einmitt mishæðótt, og þegar að fólk hrópast saman, þá rekst það oft hvað á annað, það er bara eðlilegt. Það má ekki gleyma aðstæðum í Háskólabíói, þær voru ekki sem beztar, en skiptir það miklu máli í svona skrifum. Að fá þjálfaðri leikstjóra, já, meinar Bryndís að fá leikstjóra, sem færir aðeins upp leikrit? Leikstjórar hér hafa sama og enga reynslu í að færa upp óperur. Að færa upp óperu er annað, óperu- leikstjóri verður að þekkja óper- una sönglega, tónlistarinnar vegna, ítalska textann, leikatriðin, hreyfingar og margt og margt fleira. Þuríður þekkir þessa óperu mjög vel, frá öllum hliðum, hún hefur sjálf sungið Neddu. Sem frumraun leysti hún það mjög vel af hendi. Bryndís má ekki gleyma því, að Þuríði til aðstoðar var þjálfuð dansmær, Ingibjörg Björnsdóttir. Mér finnst það einkennilegt af Bryndísi að gleyma að nefna sina kollegu, og hennar þátt í óperunni. „Ódauðlegt frá mörgum hliðum“ Af hverju ættu söngvarar, sem sungið hafa í mörgum óperum, ekki að vera færir um að leikstýra óperum, eins og leikarar, sem hafa sömu reynslu og leikstýra leikrit- um? Ég spyr? Þuríður Pálsdóttir Halldór Vilhelmsson og óperu- gagn- rýni ekki uppá marga fiska ” Margir af okkar bestu eldri leikurum hafa aðeins gengið í leikskóla lífsins. Hafa þeir ekki leikstýrt mörgum leikritum í gegn um árin? Mér dettur í hug atvik, þegar „Brúðkaup Figarós" var fært upp 1969—1970, og varð alveg ódauðlegt frá mörgum hliðum. Þá sagði einn mikils metinn leikari við mig: „Það var allt í lagi með sönginn, hjá frú Rósinkranz, en leikurinn var afleitur". Því miður vissi þessi leikari ekki betur um sönginn. Annars væri gaman að heyra hana með sína eigin tónleika í Reykjavík. Ég les í blöðunum um tónleika á Sauðárkróki og borgum erlendis. Ég bíð bara spennt. Leifur Þórarinsson skrifaði gagnrýni í Þjóðviljann um „Brúð- kaup Figarós". Hann ruglaði sam- an Vietnam stríðinu og Mozart. Mér var sagt, að það hefði verið af persónulegum ástæðum. Það átti nefnilega að flytja verk í Þjóðleik- húsinu, sem var með hljómlist eftir hann. „Aö hlæja af ánægju yfir pyntingunni“ Einu sinni skrifaði Leifur gagn- rýni um mig, það var 1957, þegar ég_ söng titilhlutverkið „Tosca" eftir Puccini. T.a.m. sagði Leifur, að hann skyldi ekkert í því, að svona myndarleg kona, hann meinti mig, skyldi gretta sig svona mikið, þegar hún væri að syngja. Ég hugsa að hann hafi alls ekki vitað um hvað hlutverkið var. Ég átti víst að líta fallega út og hlægja af ánægju, þegar verið var að pynda manninn sem Tosca elskaði í næsta herbergi. Tosca var yfirleitt alltaf í angist yfir Cavaradossi, sem hún elskaði. „Fátt fram- sýnt fólk í söngmálum“ Söng og óperugagnrýni hefur ekki verið upp á marga fiska á Islandi. Hvernig hún hefur verið afgreidd, er efni í stóra bók. 1955 færði Einsöngvarafélagið og Tónlistarfélagið upp óperuna „La Boheme" eftir Puccini. Söngv- arar voru Magnús Jónsson, Guðrún Á. Símonar, Guðmundur Jónsson, Þuríður Pálsdóttir, Krist- inn Hallsson, Jón Sigurbjörnsson og Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Við leigðum Þjóðleikhúsið. Hljóm- sveitarstjóri var frá Ítalíu, frábær stjórnandi, Rinvo Castagnino. Fenginn var góður leikari, Lárus Pálsson, sem leikstjóri. Hann sagði sjálfur, að hann hefði enga reynslu við óperur og það kom á daginn. Castagnino breytti öllu því hann vissi hvernig allt átti að vera, en Lárus var honum til aðstoðar. Castagnino langaði til að fara með okkur öll í „La Boheme" til Italíu, og láta okkur syngja þar, en „alas“, þá voru engir peningar eða styrkir, til þess að þetta gæti orðið að veruleika, þetta hefði getað orðið góð auglýsing fyrir Island. Því miður eigum við afar fátt framsýnt fólk hér í söngmál- um. Menn verða ekki söngvarar eins og gorkúlur Söngnám er langt og erfitt, það er ekki til að hafa sem „hobby". Erlendis eru vinnandi söngvarar, „söngvarar" og gera ekki annað. Hér á Islandi eru lærðir og vel menntaðir söngvarar í annarri vinnu allan daginn og svo eiga þeir að „brillera á sviðinu" á kvöldin, og auðvitað á heimsmælikvarða hjá þeim sem koma til að hlusta. Lesandi sem „þorir" ekki að segja til nafns, skrifar í Dagblaðið 20. marz: „Barlómur óperusöngv- ara, uppsetning Pagliacci krafta- verk?“ Þáð eru nú meiri árásirnar á Magnús Jónsson. Er hann sá eini, sem á að hafa sagt, að það væri erfitt með uppsetningu á Pagli- acci? Af hverju er verið að nefna Þjóðleikhúsið og Þjóðleikhúskór- inn. Kórinn setti alls ekki þessa óperu á svið, það var aðeins Þjóðleikhúsið sem gerði það, og það réði einsöngvarana. Ég tók nú sjálf þátt í þessu um árið, en var bara í Cavalleria Rusticana. Ég ætla ekki að líkja þeim aðstæðum þá, sem voru mjög góðar, við þær aðstæður, sem voru núna. Mikið hlýtur þú lesandi góður, að vera fávís um þessa hluti. Eitt skal ég segja þér. Það hefði enginn tenór núna getað sungið Canio, nema Magnús Jónsson. Að vera menntaður söngvari. á Islandi er ekki beint hvetjandi. Hér rís upp fólk eins og gorkúlur og kallar sig strax söngvara, þó það hafi aldrei fengið nokkra tilsögn í söng, og gerir allt radd- lega, sem það á ekki að gera, ég kalla það að syngja með sínu nefi, eða fleiri óæskilegum líkamshlut- um. Sú var ástæðan, að ég byrjaði að nefna mig sem söngtækni, ég hefi verið að læra raddtækni alla æfi, svo mér finnst ég eiga þetta nafn með rentu, þetta ættu fleiri söngv- arar að gera, sem hafa gengið söngmenntaveginn. Guðrún Á. Símonar, söngtæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.