Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 32
Eftir að veiða um 160 þús. tonn af þorski ÞORSKAFLINN var um síöustu mánaðamót orðinn 124 þúsund tonn írá áramótum, eða um 50 þúsund tonnum meiri en í fyrra eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Morgunblaðið leitaði í gær- morgun til Kjartans Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og bar undir hann þetta mikla aflamagn með tilliti til þess að stefnt væri að •280—290 þúsund tonna þorskveiði á árinu. En samkvæmt þeim aðgerðum, sem boðaðar hafa verið, er leyfilegt að veiða um 160 þúsund tonn þá 9 mánuði, sem eftir eru af árinu. Kjartan sagðist þurfa að kynna sér málið betur og kaus því að svara spurningum Morgunblaðsins eftir helgi, en tók fram að nákvæmlega væri fylgst með aflabrögðum í ráðuneytinu. Flutninga- bill skemmd- ist í eldi FLUTNINGABÍLL frá Hofsósi brann er hann var staddur á Holtavörðuhéiði á föstudag á leið til Reykjavíkur með vörur frá Sauðárkróki. Talið er að kviknað hafi í stýris- húsi bílsins út frá rafmagni og brann það, en ekki komst eldur að flutningakassa bílsins og urðu því engar skemmdir á varningi. Reynt var að slökkva eldinn með slökkvi- tækjum og fólk úr hópferðabíl sem kom þar að, aðstoðaði með því að moka snjó á bílinn, en stýrishúsið er talið ónýtt og vélin svo til einnig. BíUinn var síðan fluttur til Reykjavíkur í gær. 45.910 íbúar landsins hafa fengið hitaveitu frá 1971: EYJAR — Á undanförnum vikum hefur verið góður afli á Eyjamiðum, bæði heimaslóð og djúpmiðum, en þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum á togaramiðunum suður af Eyjum. Einn skutarinn togar þarna með fýlinn allt um kring. A annað hundrað fiskiskip af stærðinni eitt til fimm hundruð tonn háfa sótt í fang Eyjamiða að undanförnu. Sjá grein á bls. 20—21. Gjaldeyrissparnaður 5,9 milliarðar kr. á ári HITAVEITUFRAMKVÆMDIR á árunum 1971 til 1978 hafa fært 45.910 fbúum heitt vatn til húsahitunar, þar af rúmlega 40 þúsund manns á tímabilinu frá 1974 til 1978. Samkvæmt upplýsingum iðnaðarráðherra á Alþingi í fyrradag er gert ráð fyrir að þetta hafi sparað 83,6 milljónir lítra af olíu til húsahitunar og sé miðað við skráð verð á gasolíu nú fyrir helgina og áætiaðan flutningskostnað má gera ráð fyrir að gjaldeyrissparnaður vegna þessa sé um það bil 5,9 milljarðar króna á ári. deildar 1,3 miiljarðar í lán, og ityrkir til jarðhitarannsókna nema 252,3 milljónum króna. Lán til hitaveitna nema 300 milljónum króna. I þessu eru ekki meðtaldar fjárveitingar til jarðhitadeildar Orkustofnunar, sem á síðastliðnu ári námu 396,4 milljónum króna, en að auki hafa Rafmagnsveitur ríkisins varið til frumathugana á fjarvarmaveitum 2,1 milljón á árinu 1977 og 27,8 milljónum króna á árinu 1978. Engin erlend lán voru tekin til Orkusjóðs á umræddu tímabili, en hins vegar voru tekin innlend vísitölutryggð lán. r Isinn lónar frá landinu HAFÍSINN virðist heldur vera að lóna frá landinu þar sem lítil norðanátt hefur ríkt að undan- förnu og er spáð hægum vindi á næstunni. Þó reikna veðurfræð- ingar með að aftur geti snúið til norðanáttar síðar um helgina. Isinn við Horn er nú meiri á siglingaleið en áður þar sem hann hefur rekið úr víkum og fjörðum við land og er sigling greiðfærust 10—12 sjómílur út af Horni og svipað er ástatt út af Melrakka- sléttu. Úti fyrir Norðurlandi hefur ísinn heldur dreifzt og er sundur- laust hrafl. Frumvarpið orðið að lögum? GERT var ráð fyrir því, þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær, að frumvarp ríkisstjórnar- innar um stjórn efnahagsmála o.fl. yrði samþykkt síðdegis á Alþingi í gær. Þá voru að hefjast síðustu fundir Alþingis fyrir páskaleyfi og voru bæði boðaðir fundir í deildum og sameinuðu Alþingi. Færeyingar aftur á íslandsmið FÆREYSK veiðiskip hófu veiðar á íslandsmiðum að nýju um síðustu mánaðamót samkvæmt endurnýjuðum samningi. Eru nú komnir hingað til veiða 4 togarar og 11 línuveiðarar og halda þeir sig aðallega útaf Suð-Austur- landi. Þröstur Sigtryggsson í stjórn- stöð Landhelgisgæzlunnar tjáði Mbl. að færeysku skipunum bæri að tilkynna sig daglega samkvæmt nýja samningnum og gefa upp aflamagn. Sagði Þröstur að góð regla hefði verið á tilkynningunum og varðskipsmenn hefðu farið um borð i flest skipin og sannreynt að rétt aflamagn væri gefið upp. Kvað Þröstur góða reynslu hafa fengist af framkvæmd hins nýja samnings milli íslendinga og Fær- eyinga. Um 40 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur LÖGREGLAN í Reykjavík var við hraðamælingar á götum borgar nn- ar á föstudag og fram á nótt og voru teknir yfir 40 ökumenn á 70—111 km hraða. Voru t.d. teknir á Vesturlandsvegi 8 ökumenn á yfir 90 km hraða og einn á 105 km hraða þar og að minnsta kosti 11 voru stöðvaðir á Kleppsvegi á miiii 70 og 90 km hraða. Framkvæmdirnar, sem um er rætt, eru 11 hitaveitur, nýfram- kvæmdir og viðbót Hitaveitu Reykjavíkur í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Þessar fram- kvæmdir eru nánar tiltekið: Hita- veita Suðurnesja, 7.160 íbúar, Hitaveita Reykhóla, 70 íbúar, Hitaveita Suðureyrar, 490 íbúar, Hitaveita Hvammstanga, 480 íbú- ar, Hitaveita Blönduóss, 850 íbúar, Hitaveita Siglufjarðar, 2.030 íbúar, Hitaveita Hríseyjar, 290 íbúar, Hitaveita Akureyrar, 5.060 íbúar, Hitaveita Reykjahlíðar, 230 íbúar, Hitaveita Brautarholts í Biskups- tungum, 50 íbúar, og Hitaveita Reykjavíkur, stækkun vegna Kópa- vogs, Garðabæjar og Hafnarfjarð- ar, 29.200 íbúar. I máli Hjörleifs Guttormssonar, iðnaóar- og orkuráðherra, kom fram að ef gengið væri út frá því að olíunotkun til upphítunar íbúðar- húsnæðis væru 13 lítrar á hvern rúmmetra og að hver íbúi noti 140 rúmmetra húsnæðis, þá spöruðu þessar hitaveituframkvæmdir 1.820 lítra á hvern íbúa á ári eða alls 83,6 milljónir olíulítra. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgun- blaðið fékk í gær um innkaupsverð á gasolíu nú fyrir helgi ásamt áætluðum flutningskostnaði, má gera ráð fyrir að gjaldeyrissparn- aður vegna þessa væri um 5,9 milljarðar króna. I máli ráðherra kom fram að lánveitingar og styrkveitingar úr orkusjóði til jarðhitaleitar á þess- um árum hafa verið: Til jarðhita- Að sögn Ásmundar Matthíassonar varðstjóra í umferðardeild lögregl- unnar er hraðinn á götum borgar- innar alltof mikill. Myndi lögreglan fylgjast með honum á næstunni og eftirlitið ekki minnka. Sagði Ás- mundur, að reynt væri að fylgjast með ökuhraða á sem flestum stöðum í borginni og kæmi það yfirleitt í ljós að ökuhraðinn minnkaði strax og ökumenn yrðu varir við hraðamæl- ingar; talstöðvarbílar létu hver ann- an vita og væri það í sjálfu sér ekki óeðlilegt, því tilgangur lögreglunnar væri sá einn að halda ökuhraðanum niðri. Á föstudagskvöldið var lögreglan við mælingar m.a. á Miklubraut og Skúlagötu og var einn ökumaður stöðvaður á Miklubraut á 111 km hraða og annar á Skúlagötu á yfir 80. Þá voru tveir teknir á Suðurlands- braut á yfir 100 og sem fyrr segir hafði lögreglan afskipti af yfir 40 ökumönnum á föstudaginn og um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.