Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 ftfgtmlilftfeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Oróasamt hefur verið á sviði flugmála undanfarna mánuði af ýmsum ástæðum. Nú hafa tekizt samningar við flug- menn, sem eru í Félagi ísl. atvinnuflugmanna og eiga þeir samningar að tryggja meiri frið á þeim vett- vangi en verið hefur um skeið. Þessir samningar breyta hins vegar engu um það, að horfur í rekstri Flugleiða eru mjög ískyggilegar, svo að ekki sé meira sagt. Flugið yfir Atlantshafið með út- lendinga milli Evrópu og Ameríku veldur því, að starfsemi Flugleiða er mun víðtækari en hún væri, ef hlutverk félagsins væri fyrst og fremst að annast farþegaflutninga milli íslands og annarra landa. Af þeim sökum hafa margfalt fleiri ís- lendingar atvinnu af þess- ari starfsemi en ella hefði orðið og fleiri erlendir ferðamenn koma hingað til Islands og skapa hér atvinnu en verið hefði, ef starfsemi Flugleiða væri takmarkaðri. Harðnandi samkeppni á flugleiðinni yfir, Atlants- hafið og lækkandi far- gjöld valda því, að mikið tap var á þessari flugleið Flugleiða á síðasta ári og horfurnar eru ékki góðar. Raunverulega hlýtur að vera mjög tvísýnt um framtíð þessa flugs að óbreyttum aðstæðum. Með þessar staðreyndir í huga er ástæða til að fjalla um hlut ferðamála sem atvinnugreinar vegna þess að þáttur Flugleiða er þar mjög mikill. Þjónusta við ferðamenn er orðin umfangsmikil at- vinnugrein hér á landi. Á síðasta ári námu gjald- eyristekjur af erlendum ferðamönnum svipaðri upphæð og gjaldeyristekj- ur af útfluttum iðnaðar- vörum, þegar álið er undanskilið. Fjöldi þeirra, sem hafa atvinnu og tekj- ur af erlendum ferða- mönnum, er geysilegur. Þar má nefna starfsmenn Flugleiða en þeim hlyti að fækka stórkostlega, ef verulegur samdráttur yrði í rekstri félagsins. Starfsmenn hótela, ferða- skrifstofa, bílaleigufyrir- tækja, leigubílstjóra, starfsfólk á matsölustöð- um, þá sem framleiða vörur, sem ferðamenn kaupa, og fjölmarga aðra starfshópa, sem með ein- um eða öðrum hætti hafa tekjur af erlendum ferða- mönnum, tekjur, sem í mörgum tilfellum ráða úrslitum um, hvórt af- koma fólks er sæmileg eða góð. Það er því óþarfi að hafa mörg orð um mikil- vægi þessarar atvinnu- greinar. Hún hefur smátt og smátt orðið öllum ljós. En framtíðarhorfur henn- ar eru tvísýnar einmitt vegna þess hversu mikil óvissa ríkir um það hve víðtæk starfsemi Flug- leiða verður á Atlants- hafsleiðinni á næstu ár- um. Auðvitað hljótum við að vona að úr rætist í þeim efnum og að fyrir- tækinu takist að halda stöðu sinni á þessum markaði. En það er þó ekki eins öruggt eins og sumir starfshópar innan fyrirtækisins virðast halda, ef miðað er við margvíslegt háttalag þeirra á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum er rík ástæða til að efla land- kynningarstarf erlendis og stuðla þannig að aukn- um ferðamannastraumi til íslands til þess að fryggja betur atvinnu þeirra fjölmörgu, sem með einum eða öðrum hætti byggja afkomu sína á erlendum ferðamönn- um, sem hingað koma. Einkafyrirtækin og þá sérstaklega Flugleiðir inna mest starf af hönd- um á þessu sviði, en að svo miklu leyti, sem ríkis- valdið á hér hlut að máli, má það ekki láta sinn hlut eftir liggja. í þessu ljósi ber fjárveitingavaldinu að meta starfsemi Ferða- málaráðs, sem er eins konar samnefnari þeirra aðila, sem að ferðamálum starfa. F erðamál — vax- andi atvinnugrein Rey kj aví kurbréf V Laugardagur 7. apríl< Alþýdubanda- lagið sundrast Alþýðubandalagið er sundurlaust og í brotum eftir samkomulag það, sem gert var í ríkisstjórninni um efnahagsfrumvarp Ólafs Jóhannes- sonar. Tveir af helztu verkalýðsfor- ingjum Alþýðubandalagsins, þeir Benedikt Davíðsson og Snorri Jóns- son, hafa þegar lýst andstöðu við þetta samkomulag og telja, að með því hafi ríkisstjórnin brotið gerða samninga við verkalýðshreyfing- una. Hinn fyrrnefndi hefur gefið skýrar yfirlýsingar um það, að verkalýðssamtökin hljóti að hefjast handa í kjölfar þessa samkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Þessi af- staða Benedikts Davíðssonar og Snorra Jónssonar er meiriháttar áfall fyrir Alþýðubandalagið. Hún sýnir, að forystumönnum þess hefur brugðizt bogalistin. Alþýðubanda- lagið þolir ekki þennan klofning í verkalýðsarmi flokksins, sem þarna er í uppsiglingu. Um leið og slík sundrung verður í verkaiýðsarmi Alþýðubandalagsins en flokkurinn situr áfram í ríkisstjórn eins og ekkert hafi í skorizt brestur innra þrek þessa flokks. Það eru ánægju- leg tíðindi fyrir andstæðinga sósíal- ista en alveg stórfurðulegt, að hin nýja kynslóð forystumanna í Al- þýðubandalaginu skuli vera svo gersamlega blind fyrir þessari þró- un sem raun ber vitni. Fleiri áhrifamenn í Alþýðu- bandalaginu hafa lýst andstöðu við þetta samkomulag og frumvarpið sem slíkt. Þannig skýrði Þjóðviljinn frá því fyrir nokkrum dögum, að tveir af þingmönnum flokksins mundu greiða atkvæði gegn frum- varpinu á Alþingi. Annar þeirra er Eðvarð Sigurðsson, formaður Dags- brúnar. Þessi afstaða Eðvarðs er meiriháttar tíðindi. Hér er ekki á ferðinni einhver venjulegur óbreyttur þingmaður flokksins. Það er fremsti forystumaður Alþýðu- bandalagsins í verkalýðshreyfing- unni í áratugi, sem samkvæmt fréttum Þjóðviljans hefur lýst and- stöðu við efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar og frumvarpið sem slíkt. Ef allt væri með felldu hefði þessi afstaða Eðvarðs ein út af fyrir sig átt að duga til þess að Alþýðú- bandalagið neitaði samkomulagi á þeim grundvelli, sem samið var ufn að lokum. En ráð Eðvarðs Sigurðs- sonar skipta bersýnilega ekki miklu máli lengur innan Alþýðubanda- lagsins og segir það sína -sögu og það mikla. Hinn þingmaður Alþýðubanda- lagsins, sem hefur lýst andstöðu við samkomulagið innan stjórnarflokk- anna er sjálfur varaformaður flokksins, Kjartan Ólafsson. Stuðn- ingur við hans sjónarmið er mun meira á flokksvettvangi en innan þingflokks og kann því afstaða hans að draga meiri dilk á eftir sér, þegar fram í sækir. En það er jafnframt til marks um, hve sundr- ungin innan Alþýðubandalagsins er mikil vegna þessa máls, að Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, lýsir andstöðu við samkomulagið og frumvarpið skv. frásögn Þjóðvilj- ans, en Guðmundur J. Guðmunds- son, varaformaður Dagsbrúnar og samstarfsmaður Eðvarðs um ára- tugaskeið er hinn ánægðasti. Hér eru mikil tíðindi að gerast og ekki öll komin fram enn. Pólitísk áhrif þessarar^undrung- ar í Alþýðubandalaginu verða auð- vitað þau, að veikja flokkinn mjög í stjórnarsamstarfi og í stjórnmála- baráttunni. Mikilvægi Alþýðu- bandalagsins fyrir þessa ríkisstjórn og aðrar, sem flokkurinn kann að eiga aðild að í framtíðinni er auðvitað fyrst og fremst það, að innan flokksins eru starfandi mjög áhrifamiklir verkalýðsforingjar. Geti Alþýðubandalagið tryggt vin- samleg samskipti þeirra við ríkis- stjórn, sem flokkurinn á aðild að skiptir hún verulegu máli. Geti hann þetta hins vegar ekki er hann bersýnilega fremur til ama í stjórn- arsamstarfi. Þar sem pólitískum foringjum Alþýðubandalagsins er nú að mistakast að tryggja óskiptan stuðning sinna verkalýðsmanna við ríkisstjórnina eru forsendur brostn- ar fyrir veru þeirra í ríkisstjórn. Frá sjónarmiði samstarfsflokkanna hafa þeir ekki lagt það með sér sem til stóð í sameiginlegt bú. Samstarf núverandi stjórnar- flokka var fyrst og fremst byggt á nánu samstarfi við verkalýðssam- tökin. Nú er það bersýnilega brost- ið. En athyglisvert er, að enginn stjórnarflokkanna hefur kjark til þess að horfast í augu við þessa staðreynd. Hermann Jónasson hafði þann kjark, þegar Alþýðusam- bandsþing hafnaði málaleitan hans í desember 1958 og sagði af sér, en Ólafur Jóhannesson hefur ekki þann kjark. Og hvorki ráðherrar Alþýðuflokks eða Alþýðubandalags eru menn til þess að horfast í augu við þennan veruleika. Frá sjónar- hóli andstæðinga núverandi ríkis- stjórnar eru það líka ánægjuleg tíðindi vegna þess, að því lengur, sem núverandi ríkisstjórn situr, þeim mun betur kemur í ljós, að stefna vinstri stjórnar mun engan árangur bera. Launamál í öngþveiti Algert öngþveiti er að skapast í launamálum landsmanna eins og skiljanlegt er, þegar stjórnvöld eru stöðugt að skipta sér af þeim. Sjaldan hefur öngþveitið þó orðið meira en í kjaramálum opinberra starfsmanna og bankamanna nú. Staðan er þessi: BSRB og BHM samþykkja að fresta 3% kauphækk- un, sem um var samið hinn 1. apríl sl. með fyrirvara um að afnám þessarar kauphækkunar verði sam- þykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu snemma í maímánuði. Bankamenn neituðu hins vegar slíkum samning- um og höfnuðu málaleitan Svavars Gestssonar, bankamálaráðherra um það, sem var persónulegt áfall fyrir ráðherrann. Bankar og sparisjóðir greiddu þessa hækkun síðan út. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar felst, að allar umsamdar áfangahækkanir launa eru afnumdar með lögum. Þetta þýðir, að 3% hækkun banka- manna nú og önnur áfangahækkun síðar eru tekin af með lögum og væntanlega verða bankamenn þá að endurgreiða þessi 3% um næstu mánaðamót. Þegar hér er komið sögu spyrja forráðamenn BSRB og BHM: úr því að þessar áfangahækkanir eru af- numdar með lögum hlýtur það einnig að ná til okkar félagsmanna og hvað þá um samkomulagið við ríkisstjórnina og atkvæðagreiðsl- una? Svar ríkisstjórnarinnar er að flytja breytingartillögu við eigið frumvarp þess efnis, að ákvæði laganna nái ekki til BSRB og BHM. Þá vaknar sú spurning, hvað muni gerast, ef BSRB og BHM fella samkomulagið í allsherjaratkvæða- greiðslu og eiga þá lögum sam- kvæmt að fá 3% greidd. Hvað þá um bankamenn? Eiga félagar í BSRB og BHM að fá 3% greidd en bankamenn ekki og þau meira að segja tekin af þeim eftir að þau hafa verið greidd út? A að refsa bankamönnum með þessum hætti fyrir að vilja ekki semja við ríkis- stjórnina? t>eir eru all Benedikt Davíðsson Sjálfur forsætisráðherra hefur verið spurður um þetta atriði og svar hans er svo fáránlegt, að það er ekki samboðið manni í hans stöðu. Þetta mál sýnir bezt í hvílíkt öngþveiti launamál opinberra starfsmanna eru komin og það fyrst og fremst fyrir tilverknað ríkis- stjórnarinnar. Vidhorfin í kjaramálum Fleiri vandamál blasa við á vett- vangi kjaramála en þau, sem hér hefur verið drepið á. Líklega er dulbúin verðbólga mun meiri en menn gera sér grein fyrir. Raun- veruleg hækkun á verði þeirrar vöru og þjónustu, sem almenningur þarf á að halda er sennilega mun meiri en hækkun framfærsluvísitölu segir til um. Grundvöllur þessarar vísitölu er áreiðanlega nú orðið mjög fjarri því að gefa rétta mynd af neyzluvenjum almennings, sem hafa breytzt mjög frá því að vísitölugrunnurinn var síðast endurskoðaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.